Morgunblaðið - 18.08.2000, Page 14

Morgunblaðið - 18.08.2000, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Skipulag við Vatnsenda Ibúar sameinast um gagn- aðgerðir Vatnsendi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ibúar við Vatnsenda skoða athugasemdir þær sem komu fram á fundinum. Flestir ef ekki allir fundarmenn ætluðu að skrifa undir athugasemdirnar og senda bæjaryfirvöldum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Rut Kristinsdóttir, íbúi við Vatnsenda, kynnti athugasemd- ir við aðgerðir Kópavogsbæjar á íbúafundinum. RÚMLEGA 60 íbúar og sumarbústaðaeigendur á Vatnsenda komu saman til fundar í félagsheimili hesta- mannafélagsins Andvara á miðvikudagskvöld til að ræða uppsagnir á lóðarleigu sem íbúar hafa fengið og tvær til- lögur bæjaryfirvalda um nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Lóðarleigusamningamir á Vatnsendasvæðinu gilda til 99 ára en eru með eins árs uppsagnarákvæði. Kemur hinn skammi uppsagnar- frestur í samningunum til af því, að sögn, að upphaflega voru aðeins sumarbústaðir á svæðinu og hélst form samn- inganna óbreytt þrátt fyrir að byrjað væri að reisa og breyta sumarhúsum í heils- árshús. í annari deiliskipu- lagstillögunni er gert ráð fyr- ir að á svokölluðum reit F, 5 hektara svæði sem er milli Vatnsendavegar, hh'ðar aust- an vegarins og Elliða- hvammsvegar, verði 113 íbúða byggð, m.a. tvö sex hæða fjölbýlishús, eitt fjög- urra hæða og þrjú þriggja hæða fjölbýli. Hin tillagan varðar 37 hektara svæði, svonefnt svæði „milli vatns og vegar“, sem í gildandi að- alskipulagi er annars vegar skilgreint sem opið svæði og hins vegar sem landbúnaðar- svæði umhverfis Elliða- hvamm og Vatnsenda. í deili- skipulagstillögunni er gert ráð fyrir 32 einbýlishúsum á einni og tveimur hæðum á þessu svæði. Vafasöm vinnubrögð Mikil óánægja með vinnu- brögð bæjaryfirvalda í þessu máli kom fram á fundinum. Kom fram hörð gagnrýni á og efasemdir um lögmæti þess að breytt aðal- og deili- skipulag fyrir svæðið „milli vatns og vegar“ skyldi vera kynnt í einni og sömu auglýs- ingunni. Samkvæmt lögum skuli deiliskipulag hvíla á gildandi aðalskipulagi og því sé ekki hægt að láta ósam- þykktar aðalskipulagstillög- ur, auglýstar um leið og deiliskipulagstillögurnar, liggja deiliskipulaginu til grundvallar. Voru íbúar á einu máli um að bæjaryfir- völd gengju með aðgerðum sínum á bak orða sinna um framtíðarmarkmið og skipu- lag svæðisins. Var í því sam- bandi vitnað í ummæli for- svarsmanna og starfsmanna bæjarins, sem fjölluðu um nauðsyn þess og vilja yfir- valda til að halda sveitaívaf- inu á svæðinu. Er Hvarfa- hverfið t.d. skilgreint sem „sveit í bæ“ en þrátt fyrir það var gamall og gróinn gróðurlundur, sem virkaði sem skjól fyrir sterkum vind- unum sem standa af vatninu, rifinn að sögn íbúa. Mikil óánægja Fram kom mjög almenn andúð á framkomu bæjaryf- irvalda gagnvart fbúum á svæðinu. Var það t.d. gagn- rýnt að fólki hefðu verið seld lóðarréttindi á svæðinu á þeim forsendum að það væri að eignast framtíðarheimili sem falla myndi að mögulegu skipulagi svæðisins í framtíð- inni. Nú væri líf þessa fólks aftur á móti í upplausn, framtíðin væri með öllu óljós. Fólk hefði bæði fjárfest mik- ið og lagt á sig gríðarlega vinnu til að skapa sér fram- tíðarheimili en nú kæmi bara allt í einu uppsögn á lóða- leigusamningi án nokkurs samráðs við íbúa eða kynn- ingar á fyrirætlunum bæjar- yfirvalda. Bæjaryfirvöld hefðu efnt til borgarafundar um skipu- lagsmál í apríl á þessu ári en þar hefði ekkert verið minnst á Vatnsenda. Hefði íbúum á Vatnsenda verið lofað sér- stökum fundi um málið en hann hefði enn ekki verið haldinn. Var mál manna á fundin- um að bæjaryfirvöld í Kópa- vogi hefðu komið fram við íbúa af miklu virðingarleysi. Tekin voru dæmi af fólki, sem hefði fengið leyfi til við- bygginga og breytinga á hús- næði á þessu ári þrátt fyrir að það hlyti að hafa legið fyr- ir hjá bæjaryfirvöldum að því yrði sagt upp lóðarleigu- samningnum. Hefði einn íbúi t.d. fengið byggingarleyfi fyrir hesthúsi á lóð sinni hjá skipulagsyfirvöldum Kópa- vogsbæjar í vor en síðan kæmi fram á deili- skipulagstillögunum að búta ætti lóð hans niður undir fjögur einbýlishús. Annað fólk keypti rétt á lóð sem liggur niður að Elliðavatni með heimild til að reisa báta- skýli. I hinum nýju tillögum hefur lóðin verið skert til muna og svæðið við vatnið orðið almennt útivistarsvæði. Hjón sem búið hafa á Vatns- enda í 15 ár fengu leyfi til að endurbæta og byggja við hús sitt árið 1996. Framkvæmd- um við húsið lauk sl. haust og þau fluttu inn í nýja hlutann með pomp og prakt. í júní í sumar var þeim svo sagt upp lóðarleigusamningnum. Hagsmunir alls höfuðborgarsvæðisins Margir fundai-menn bentu á að skipulag Vatnsenda- svæðisins væri ekki bara hagsmunamál íbúanna eða Kópavogsbúa. Svæðið væri útivistarperla, sem fólk af öllu höfuðborgarsvæðinu nýtti sér. Hestamenn riðu þar mikið út og fjölmargh’ færu í gönguferðir um svæð- ið, svo ekki væri minnst á veiðimennina, sem veiddu í Elliðavatni. Gengju skipulagstillögurnar efth’ myndu reiðleiðir liggja fram hjá fjölbýlishúsum sem varpa myndu skugga sínum á veiði- mennina á vatnsbakkanum. „Sveit í borg“ væri þar- með orðin „sveit bak við blokk“. Einnig var bent á að ekki hefði farið fram mat á um- hverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda. Lífríki Elliða- vatns væri afar sérstætt og vafasamt væri að svo þétt byggð léti það ósnortið. Þar sem Reykjavíkurborg á sex- tíu hundraðshluta í Elliða- vatni þykir íbúum sjálfsagt að borgin hafi eitthvað um málið að segja. Hefur borg- arstjóri falið byggingar- og skipulagsdeild Reykjavíkur- borgar að kanna málið eins og kom fram í frétt Morgun- blaðsins á þriðjudag. Látið reyna á Iögmæti Niðurstaða fundarins varð sú, að allir fundarmenn sam- þykktu að berjast fyrir rétti íbúa á Vatnsenda í þessu máli og var ætlunin að mynda starfshópa meðal þeirra í þeim tilgangi. Hyggj- ast íbúar senda bæjaryfir- völdum skriflegar athuga- semdir við skipulags- tillögurnar og kynningu þeirra. Var t.a.m. tekin ákvörðun um að koma upp vefsíðu, þar sem almenning- ur gæti ritað undir mótmæli við skipulagið. Einnig var rætt um að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort upp- sagnir á lóðarleigusamning- um stæðust og hvort vinnu- brögð Kópavogsbæjar við gerð og kynningu tillagnanna væru í samræmi við lög og reglugerðir um skipulagsmál. Framtíð í lausu lofti Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hjónin Kristín Welding og Ólafur Guðvarðarson voru á fundi íbúa við Vatnsenda. Frá vinstri má sjá Ólaf, Jón Magnússon, Kristínu og Hrafnhildi Bernharðsdóttur. Vatnsendi HJÓNIN Kristín Welding og Ólafur Guðvarðarson búa að Vatnsendabletti 165 ásamt dætrum sínum tveim. Annan dag jóla á siðasta ári fengu þau uppsögn á lóðar- leigusamningi í hendur frá landeiganda án nokkurra skýringa. Þau fengu sér fljótlega lögfræðing, sem álítur að þrátt fyrir eins árs uppsagnarákvæði í leigu- samningnum, þá sé staða þeirra sterkari en svo að hægt sé að svipta þau lög- heimili sínu svona með cinhliða uppsögn. Ýmsir hnökrar séu á framferði landeigenda í málinu sem og aðgerðum bæjarfélags- ins varðandi skipulag á svæðinu. Benda þau hjónin á að á deiliskipulagstillög- unum fyrir reit F komi fram að þær séu byggðar á breytingu á aðalskipulagi samkvæmt samþykkt frá 10. maí. Þessi breyting á aðalskipulagi hafí aldrei verið kynnt, sem sé brot á Iögum. Hefðum aldrei keypt Húsið var upphaflega sumarbústaður en búið var að breyta því í heilsárshús og fá til þess tilskilin leyfi þegar Ólafur og Kristín Heimili fjög*urra manna fjölskyldu á að víkja keyptu það fyrir 12 árum. Þeim finnst það því skjóta skökku við að í skipulags- tillögum bæjaryfirvalda, þar sem gert er ráð fyrir því að húsið verði rifið, sé það skilgreint sem „sumar- bústaður með heilsársleyfi11 og niðurrif þess þannig gert léttvægara. Að sögn Kristínar var húsið byggt af byggingameistara, sem átti húsið og núverandi bygg- ingarfulltrúi Iýsti húsinu sem mjög traustu og góðu húsi. Húsið er veðhæft og í því er veð frá Ibúðalána- sjóði. „Þetta er bara eins og hvert annað hús,“ segir Ól- afur og Kristín bætir við: „Við hefðum að sjálfsögðu aldrei keypt þetta hús nema við hefðum fengið þær upp- lýsingar að hér ættum við einhverja framtíð." Trygg framtíð gefín í skyn Þau fengu vilyrði fyrir byggingarleyfi 1992, þegar þau ætluðu að stækka hús- ið. Reyndar varð ekkert úr framkvæmdum en leyfið stóð eftir sem áður. 1995 tóku þau inn hitaveitu og voru látin borga tvöfalt gjald eins og margir aðrir íbúar svæðisins, „vegna þess að við erum utan skipulagssvæðis", segir Kristín. Létu þau þetta yfir sig ganga en segja að einn nágranna þeirra hafi ekki viljað una við þetta og kært málið til umboðsmanns Al- þingis. Kom úrskurður hans fyrir síðustu áramót á þá leið að Kópavogsbæ hefði verið óheimilt að heimta tvöfalt gjald fyrir lagningu hitaveitunnar. Þessi úr- skurður umboðsmanns hef- ur gefið ibúum von um að fá endurgreiðslu frá bæn- um. „Þetta gefur okkur auð- vitað þau skilaboð að við séum með einhverja framtíð hérna. Við erum að taka inn hitaveitu, við erum búin að fá vilyrði fyrir byggingar- leyfi...“ segir Kristín. Ólaf- ur bætir við að það séu ekki nema tveir mánuðir síðan hann hafi af forvitni talað við byggingarfulltrúa vegna viðbyggingarinnar og þá hafi byggingar- fulltrúinn sagt að þau fengju viðbyggingarleyfi innan árs. Skömmu síðar hafi tilkynningarnar um breytt skipulag birst. I lausu lofti „Málið er það, að okkur var kynnt aðalskipulag 1992 þar sem lögð var áhersla á dreifða byggð og einbýli. Þá erum við á ein- hverjum mörkum. Þetta „sveit í borg“-verkefni nið- ur í Hvarfahverfi á að halda eitthvað áfram en okkur er tjáð að það verði aldrei byggt hér fyrir neðan veg. Bæði hafði landeigandi margsinnis sagt okkur það og einnig Kópavogsbær. Síðan kemur upp einhver hugmynd um raðhús hérna og við förum og spyrjumst fyrir um það og þá segir skipulagsstjóri að það sé alltof mikið rok þarna. Þannig að við vorum alltaf að fá röng skilaboð; við vor- um alltaf að fá þau skilaboð að við værum örugg,“ segir Kristín. „Maður er í svo lausu lofti og veit ekkert hvað er framundan því að það eina sem við vitum er að þessi leigusamningur, sem við gerðum til 99 ára þegar við keyptum, virðist ekki gilda nema fram til áramóta," segir Ólafur. Segist hann hafa fengið þær upp- lýsingar hjá bæjarlögmanni Kópavogs að lóðin þeirra ætti að afhendast bygging- arrétthöfum, tilbúið af hendi bæjarins, árið 2001. Ólafur og Kristín standa aftur á móti á rétti sínum. Segja þau að lögmaður þeirra efist mjög um rétt- mæti umrædds upp- sagnarákvæðis í leigusamn- ingunum og ætla þau að láta reyna á þessar aðgerð- ir Kópavogsbæjar fyrir dómstólum ef með þarf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.