Morgunblaðið - 18.08.2000, Page 18

Morgunblaðið - 18.08.2000, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Frá afhendingu nýja. slökkvibflsins á Hellu, f.v. Böðvar Bjarnason slökkvi- liðsstjóri, Ágúst Ingi Ólafsson, formaður stjóraar Brunavama Rang., Ól- afur Hróbjartsson varðsljóri, Bergsteinn Gizurarson brunamálastjóri og Sigurjón Magnússon, framkv.st. Almennu vörusölunnar ehf. Brunavarnir Rangárvallasýslu Nýr slökkvibíll í notkun á Hellu Yfirlitssýning til minningar um Jón úr Vör opnuð Hellu - Fyrir stuttu var Brunavörn- um Rangárvallasýslu afhentur nýr slökkvibíll, sem kemur til með að auka viðbragðsflýti slökkviliðsins við útköll í vestanverðri sýslunni og verður góð viðbót við annars öflug- an búnað Brunavarnanna, en gert hefur verið átak í endurnýjun tækjakosts á síðustu árum. Slökk- viliðin á Hellu og Hvolsvelli samein- uðust 1. janúar 1999 og slökkvilið A- Eyjafjallahrepps bættist við þann 1. júní sl. og eru þar með Brunavamir Rangárvallasýslu byggðasamlag allra tíu sveitarfélaga sýslunnar, allt frá Þjórsá í vestri til Jökulsár á Sólheimasandi í austri. Búnaður slökkviliðsins er nú á tveim starfsstöðvum, á Hvolsvelli er staðsettur slökkvibill með neyðar- útbúnaði, tækjabíll og tankbíll en á Heliu nýi slökkvibíllinn, tankbíll og gamli slökkvibfllinn, sem er 32 ára gamall Land Rover. Nýi slökkvibíllinn var keyptur af Almennu vörusölunni ehf. á Ólafs- firði, en hann er af gerðinni Dodge Ram Quad Cab 3500 árg. 2000. Bfll- inn, sem er búinn 220 hestafla vél af Cummins Turbo Diesel Intercooler gerð, tekur 5 farþega, er sjálfskipt- ur og með ABS bremsum að aftan. Starfsmenn Almennu vörusölunnar ehf. byggðu yfir bflinn og gengu frá öllum búnaði í hann, en yfirbygging og vatnstankur sem tekur eitt tonn af vatni er úr trefjaplasti, en í bíln- um er auk þess 50 lítra froðutankur. Öflug dæla er í bflnum og marg- víslegur staðalbúnaður, sem kemur til með að létta slökkviliðinu verkin og auka öryggi í útköllum. Má þar t.d. nefna ýmsan ljósabúnað, reyk- köfunartæki og reykköfunargalla. Almenna vörusalan ehf. hefur áður útbúið sex slökkvibfla af þessari stærð, þar af var einn seldur til Færeyja. Sem stendur eru tveir í vinnslu, en þeir fara til Grundar- fjarðar og Ólafsfjarðar. Patreksflrði - Það var margt ágætra gesta sem voru saman komnir í Fé- lagsheimilinu á Patreksfirði nýlega til að taka þátt í opnun yfir- litssýningar til minningar um þorps- skáldið Jón úr Vör. Má þar nefna Sigurð Geirdal, bæjarstjóra í Kópa- vogi, Vignir Sigurðsson, fulltrúa Menningarborgar Evrópu, Kjartan Guðjónsson myndlistarmann, en hann skreytti nýjustu útgáfuna af þorpinu, þingmennina Einar Kristin Guðfinnsson og Kristin Gunnarsson og síðast en ekki síst ættingja Jóns úr Vör. I Patreksskóla var opnuð yfir- litssýning um ævi og störf Jóns úr Vör. Er það í framhaldi af hugmynd sem fram kom fyrir tveimur árum síðan þess efnis að opna á Patreks- firði skáldastofu í nafni Jóns. Sá tími sem menn gáfu sér til að koma því verkefni á Iaggimar reyndist því miður ekki nægur og þegar viðun- andi hús hafði enn ekki fundist var ákveðið að gera þessa yfir- litssýningu. Sama dag var opnuð heimasíða um skáldið. Þar er að finna æviágrip og heimildir um skáldið. Bamaböm Jóns úr Vör opnuðu síðuna. Um kvöldið kom fólk svo saman í félagsheimilinu á Patreksfirði til að hlýða á, í Ijóði, lestri og í söng, brot úr kveðskaps Jóns úr Vör og flutn- ing úr Þorpinu. Kristinn Bene- diktsson talaði um Jón en Kristinn hefur átt veg og vanda af upp- setningu yfírlitssýningarinnar. „Það er sagt að Halldór Laxness hafi gert gömlu sveitirnar eins og við þekktum þær upp úr aldamótun- um ódauðlegar með Sjálfstæðu fólki, Jón úr Vör gerði þorpin á Is- landi ódauðleg með ljóðabálki sinum Þorpið,“ sagði Kristinn. Að lokum sagðist Kristinn segja það sem Jón hefði sagt sjálfur: „Þú hefur sagt við mig, ég veit um skáld sem yrkir betur en þú, hvers vegna eru þá að yrkja? Ég hef svarað: Ég veit um mann sem lifír öðruvísi en ég, hvers vegna er hann þá að lifa?“ Eiginkona Kristins Ias á rúss- nesku ljóð eftir skáldið og Ólöf Kol- brún Harðardóttir og Jónas Ingi- mundarson fluttu lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð úr Þorpinu. Hjalti Rögnvaldsson leikari las ljóð eftir Jón úr Vör. Þá flutti Jónas Ingi- mundarson framflutt lag við ljóð Jóns úr Vör „Sumamótt“. Að lokum flutti Indriði Jónsson þakkarávarp fyrir hönd ættingja Jóns úr Vör. Aukin ferðaþjónusta að Moldnúpi undir Eyjafjöllum Ferðamenn fræðast um sveitastörfín Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Frá hópreið hestamanna á nýja vellinum. Ný aðstaða hestamanna tekin í notkun Holti - Ein af síðustu skipulögðum heimsóknum útlendinga að Moldnúpi var um miðjan ágúst og voru þá um 30 Hollendingar þar á ferð á vegum Ferðaskrifstofu íslands með leið- sögumanninum Hauki Björnssyni. Hjónin í Moldnúpi, Eyja Þóra Einarsdóttir og Jóhann Frímanns- son, tóku á móti fólkinu og buðu því að skoða búið. Eyja Þóra talaði til fólksins á þeirra móðurmáli, lýsti staðháttum og búi þeirra. Gengið var um útihús, fjós skoðað með nokkrum kúm í og þar af tveimur nýbornum með kálfum sínum og ennfremur litið á hesta, svín og íslenska hunda. Hol- lendingamir spurðu um bústörfin, húsdýrin og út í heyöflun og sitt hvað fleira tengt sveitastörfum og lífinu þar. Því næst var farið í Önnuhús með sextíu manna veislusal, sem er nýbúið að breyta úr gömlu fjósi og hesthúsi á bænum. Þar var kaffi og te meðíslenskum flatkökum með hangi- kjötiog öðru meðlæti, áfram rætt um íslepskan landbúnað og lifnaðarhætti í svQitinni. Aðspurður sagði Haukur, leiðsfcgumaður hópsins, að fólkið væri að koma úr hringferð um landið og frá Moldnúpi væri farið inn í Þórs- mörk, gist í Ámessýslu og farið um Gullfoss, Geysi og Skálholt til Reykjavíkur þar sem 10 daga ferð endaði. Fólkið væri ánægt með að koma á sveitaheimili eins og á Mold- núpi og kynnast þeim aðstæðum sem fólkið byggi við, ásamt því að geta rætt persónulega við heimafólk. Sveitakaffi með flatkökum og hangi- kjöti væri líka vel þegið. Brugðist við breyttum tímum Að heimsókn fólksins lokinni, sett- ist fréttaritari inn í eldhús og ræddi við hjónin, Eyju Þóm og Jóhann, sem sögðu að þau hefðu byrjað með þessa þjónustu 1996 og boðið þá fólkinu inn á heimilið, en með aukinni aðsókn hefðu þau ráðist í að breyta gamla fjósinu og hesthúsinu í móttökusal, sem hefði verið tekinn í notkun í vor. Þau nefndu húsið Önnuhús, til heið- urs ferðakonunni, rithöfundinum og listvefaranum Önnu frá Moldnúpi. Veislusalurinn væri með húsgögn- um og myndum frá liðnum tíma og stefnt væri að því að koma upp fyrir næsta sumar eldhúsi við veislusalinn, til að geta boðið gestum enn frekari veitingar og þjónustu. Ef vel gengi, sem allt útlit væri fyrir, þá myndu þau koma upp gistiaðstöðu í gamla íbúðarhúsinu síðar. í sumar hefðu þau verið með móttöku fyrir ferða- hópa tvisvar til þrisvar í viku. Hóparnir dveldu í einn til tvo tíma og fram undan væri að búa enn betur að þessum móttökum og geta boðið upp á íslenskan söluvarning, sem minnti á sveitina og störfrn þar. Einn- ig væri stefnt að því að bjóða upp á móttöku árið um kring, fyrir ferða- fólk, bjóða upp á fisldrétt eða glóðar- steikt lamb, merkja gönguleiðir um fjöllin inn á Hamragarðaheiði og upp í jökul inn á Fimmvörðuháls o.fl. „Við sem í sveit búum verðum að takast á við þessa breyttu tíma, sem kalla á aukna þjónustu við ferðafólk," sögðu hjónin að lokum. Hvammstanga - Um liðna helgi var formlega tekin í notkun ný aðstaða hestamanna í Kirkjuhvammi við Hvammstanga. Það er hestamanna- félagið Þytur í Húnaþingi vestra sem hefur haft veg og vanda af verkinu. Gerður hefur verið skeiðvöllur hring- laga, ásamt beinni braut. Vandað hef- ur verið til þessara valla, m.a. fluttur Hekluvikur sunnan úr Þorlákshöfn. Þá voru flutt á svæðið tvö hús, stjórn- stöð og veitingahús, sem félagið átti á fyrra svæði sínu á Krókstaðamelum í Miðfirði, það er nú niður lagt. Við formlega opnun svæðisins mætti fjölmenni. Hestamenn riðu inn á völlinn í skrautreið, með fánaborg. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson flutti ritningarorð og blessaði aðstöðuna. Sveitarstjórinn, Brynjólfur Gíslason, lýsti ánægju með framtak þetta og afhenti svæðið formlega til Hesta- mannafélagsins, til Gunnars Þórar- inssonar, formanns félagsins. í tilefni 50 ára afmælis félagsins á þessu ári færði Svanborg Guðmundsdóttir frá Lækjarhvammi félaginu gjöf, skáp sem geyma á verðlaunagripi félags- ins, en eiginmaður hennar, Árni Hraundal, var heiðursfélagi Þyts en er látinn fyrir allmörgum árum. Nokkrir íleiri fluttu árnaðaróskir til félagsins. Jafnhliða opnuninni var haldin gæðingakeppni og opið tölt mót. Það er von hestamanna í Húna- þingi vestra, að með aðstöðu svo nærri þéttbýlinu á Hvammstanga muni áhugi almennings á hesta- mennsku aukast og aðgengi ungi’a sem aldinna batna til muna. Þess má geta að í Kirkjuhvammi er íþrótta- völlur, vinsælt tjaldsvæði, aðalumsvif Skógræktarfélags V-Hún. og hin virðulega Kirkjuhvammskirkja í grafreit sóknarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.