Morgunblaðið - 18.08.2000, Page 22

Morgunblaðið - 18.08.2000, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Mun minni hagnaður hjá Marel HAGNAÐUR Marels hf. og dóttur- félaga eftir skatta var 98 miUjónir króna eftir fyrstu sex mánuði ársins 2000 samanborið við 225 milljónir fynr sama tímabil árið áður. í tilkynningu frá Marel hf. segir að afkoman á fyrri helmingi ársins 2000 sé óviðunandi. Rekstrartekjur móð- urfélagsins hafi dregist saman og rekstrarkostnaður verið hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá segir að rekstrarskilyrði á Islandi fyrir út- flutningsfyrirtæki hafi verið erfið fyrri hluta ársins 2000 vegna hás gengis íslensku krónunnar og inn- lendra kostnaðarhækkana. Hátt raungengi krónunnar á tímabilinu hafi leitt til skerðingar á rekstrar- tekjum og lakari afkomu. Þá hafi þessi skilyrði skekkt samkeppnis- stöðu starfsemi á íslandi samanborið við Evrópu. Þessi ytri skilyrði hafi hins vegar almennt farið batnandi að undanfbrnu. Þá segir í tilkynningu frá Marel hf. að hagnaður samstæð- unnar sé nokkru minni en áætlanir hafi gert ráð. fyrir, en góð verkefna- staða gefi væntingar um betri horfur á seinni hluta ársins. Vörusala Mar- els fyrri hluta ársins hafi þó gengið vel og verið í samræmi við áætlanir. Salan á öðrum ársfjórðungi hafi verið mun betri en á þeim fyrsta og muni það hafa jákvæð áhrif á rekstrartekj- ur seinni hluta ársins. Fram kemur í tilkynningu frá Mar- el að sölumönnum hafi verið fjölgað og að unnið sé að undirbúningi stofn- unar sölufyrirtækis í Þýskalandi og muni það verða hið sjöunda í Marel- samstæðunni. Ráðgert sé að það fyr- irtæki taki til starfa í október næst- komandi. Mikil aukning varð í sölu á framleiðsluvörum Marels hf. í kjúkl- inga- og kjötiðnaði á fyrri hluta ársins 2000. Heildarsala félagsins til þess- ara greina var 63% en til fiskiðnaðar 37%. Á síðasta ári voru þessi hlutföll nokkum veginn jöfn. Um 91% af sölu Marels var til markaða utan Islands. Samkvæmt tilkynningu frá Marel segir að ný skurðarvél fyrirtækisins, sem byggist á þrívíðri tölvusjón og kynnt hafi verið í byrjun þessa árs, hafi fengið góðar móttökur. Sölu- samningur hafi verið gerður um 20 skurðarvélar til tveggja kjötvinnslu- fyrirtækja í Bandaríkjunum í júní síðastliðnum, flestar af hinni nýju gerð. Söluverð hinna nýju véla er um 300 milljónir króna. Marel hefur keypt 50% hlut í franska fyrirtækinu Arbor Technol- ogies S.A. og tók samningurinn gildi í lok júm' síðastliðnum og gætir því áhrifa af rekstri fyrirtækisinsekki í sex mánaða uppgjöri Marels. Áætlað er að velta félagsins á þessu ári verði um 270 milljónir króna. I tilkynningu frá Marel segir að rekstur danska fyrirtækisins Carni- tech, sem Marel keypti á árinu 1997, hafi gengið vel. Fyrirtækið flutti í nýtt verksmiðju- og skrifstofuhús- næði í lok júlí sl. Kostnaðarverð nýbyggingarinnar var 600 milljónir króna og verður kostnaður vegna flutnings fyrirtækisins allur gjald- færður á seinni hluta ársins. Hörður Arnarson, forstjóri Marels hf., segir að horfur í rekstri Marel- samstæðunnar séu betri á síðari hluta ársins 2000 en þær voru á fyrri hlutanum, að því gefnu að rekstrar- Marel hf. Úr milliuppgjöri samstæðu 2000 Rekstrarreikningur jan. -júní 2000 1999 Breyling Rekstrartekjur Milljónir króna 2.841 2.764 +3,0% Rekstrargjöld 2.660 2.458 +8,0% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -19 17 Haqnaður (tap) fyrir skatta 162 323 -49.8% Reiknaðir skattar -64 -99 Aðrar tekjur og (gjöld) - 1 Hagnaður tímabilsins 98 225 -56,4% Efnahagsreikningur 30.06.OO 30.06.99 Breyling Eignir samtals Milljónir króna 3.749 3.000 +25,0% Eigið fé 930 817 +13,8% Skuldir 2.819 2.183 +29,1% Skuldir og eigið fé samtals 3.749 3.000 +25,0% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Ávöxtun eigin fjár 23,6% 65,6% Eiginfjárhlutfall 24,8% 27,2% Veltufjárhlutfall 1,5 1,8 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 184 299 -38,5% skilyrði verði svipuð og nú er, meðal annars með tiUiti til gengismála. Verkefnastaðan sé góð. Salan hafi gengið samkvæmt áætlun þrátt fyrir að hún komi meira til afhendingar á seinni hluta ársins. „Við höfum meðal annarra bent á það á undanfömum mánuðum að rekstrarskilyrði út- flutningsgreinanna hafa verið erfið. Þótt þau hafi batnað aðeins vantar þar enn töluvert upp á, sérstaklega gagnvart evrunni, því ljóst er að veik evra er erfið fyrir fyrirtæki sem eru í samkeppni við fyrirtæki innan Evrópusambandsins. Menn hafa þó trú á að gengismálin muni halda áfram að batna,“ segir Hörður. Afkoman mjög mikil vonbrigði Þórður Pálsson, deildarstjóri greiningardeilar Kaupþings, segir að afkoma Marels hf. sé mjög mikil von- brigði. Samdráttur sé í tekjum móð- urfélagsins og lítill vöxtur í tekjum samstæðunnar. Það þýði að sá gróði sem félaginu takist að ná fram sé vegna sölu á skurðarvélum, en ekki á Hagnaður Þormóðs ramma - Sæbergs dregst saman um 89% Mjög léleg afkoma rækju- vinnslu ÞORMÓÐUR rammi-Sæberg hf. var rekinn með rúmlega 20 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði yfir- standandi árs. Hagnaður sama tíma- bils í fyrra nam tæplega 183 milljón- um króna. Rekstrartekjur félagsins á fyrri helmingi yfirstandandi árs námu 2.277 milljónum króna og höfðu aukist um 364 milljónir króna milli ára. Munar þar mestu um samein- ingu Þormóðs ramma-Sæbergs hf. og Árness hf. í Þorlákshöfn. Að sögn Ólafs Helga Marteinsson- ar, framkvæmdastjóra Þormóðs ramma-Sæbergs, er helsta skýringin á auknum afskriftum kaup félagsins á veiðiheimildum. Bókfærðar veiðiheimildir 30. júní sl. voru 1.650 milljónir króna saman- borið við 719 milljónir á sama tíma í fyrra. Áhrif hlutdeildarfélaga eru neikvæð sem nemur 31 milljón e þar er um að ræða Nautico og Pesquera Siglo í Mexíkó og Genís hf. Ólafur Helgi segir að aíkoman sé mun lakari en áætlanir gerðu ráð fyr- ir. Þar er einkum þrennt sem veldur: mjög léleg afkoma rækjuveiða og -vinnslu, hátt olíuverð og fjármagns; gjöld umfram það sem áætláð var. „í stórum dráttum eru flestar rekstrar- einingar að skila því sem áætlanir gerðu ráð fyrir, ef frá er talinn rekst- ur rækjutogara og rækjuvinnslu. Rækjuveiðar hafa gengið illa það sem af er árinu og þótt aflabrögð hafi farið skánandi þá er ekki við því að búast að afkoma rækjutogara verði viðun- andi á meðan olíuverð helst áfram Þormóður rammi - Sæbe Úr milliuppgjöri 2000 JhJlfar fi rg hf.( ■J Rekstrarreikningur jan. - júni 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Fjármagnstekjur (gjöld) 2.277 1.829 282 -115 1.912 1.489 179 -25 +19,1% +22,8% +57,6% +360% Hagn. af reglul. starfs. fyrir skatta Reiknaður tekju- og eignarskattur 20 0 257 74 ■92,2% Hagnaður tímabilsíns 20 183 -89,1% Efnahagsreikningur 30.06’OO 30.06’99 Breytlng Eignir samtals Milljónir króna 9.071 5.686 +59,5% Eigið fé 2.924 2.665 +9,7% Skuldir 6.148 3.021 +103,5% Skuldir og eigið fé samtais 9.071 5.686 +59.5% Sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 362 365 -0,8% hátt. Verð rækjuafurða hefur farið lækkandi allt árið en nú eru teikn um að botninum hafi verið náð.“ Horfur eru á að afkoma seinni hluta ársins verði betri en fyrstu sex mánuðina. Að sögn Ólafs er það yfir- leitt þannig hjá félaginu. „Við höfum keypt mikið af veiðiheimildum á árinu og hefur kvótastaða félagsins aldrei verið sterkari. Því getum við beitt okkar flota af eins miklum krafti og mögulegt er. Eins er útlit fyrir að eft- irspum eftir afurðum félagsins verði góð.“ Almar Guðmundsson, forstöðu- maður Greiningar og útgáfu FBA, að það sé þóst að afkoma Þormóðs ramma - Sæbergs er mun lakari en Greiningar og útgáfa FBA reiknaði með. „Forsendur okkar um fjár- magnsliði standast en mismunur á okkar spá og afkomunni felst í lakari framlegð og lakari afkomu dótturfé- laga. Framlegð félagsins var 19,6% og er ljóst að slæm afkoma í rækju- veiðum og - vinnslu hefur dregið hana niður. Veltufé frá rekstri var svipað og á sama tíma í fyrra en fjár- binding í rekstrinum hefur aukist um 60% á sama tíma, m.a. vegna samein- ingar Þormóðs ramma - Sæbergs við Ámes og því mikilvægt að sjóðs- streymi félagsins aukist í takt við það. Búast má við að rekstur félagsins verði betri á seinni hluta ársins, en ljóst er að allt þarf að ganga upp til að félagið nái að skila þeim 305 m.kr. hagnaði sem áætlun félagsins gerir ráð fyrir. Afkoma félagsins gerir það að verkum að Greining og útgáfa FBA mun lækka verðmat sitt á félag- inu, en þrátt fyrir það teljum við að Þormóður rammi - Sæberg sé einn af betri fjárfestingarkostunum í sjávar- útvegi í dag,“ segir Almar. þeim hátæknilausnum sem hafi verið aðall félagsins hingað til. „Hagnaður fyrir afskriftir hjá móðurfélaginu er lítill, um 48 milljónir, tekjur móðurfé- lagsins dragast saman um 14% og tekjur samstæðunnar aukast um 2,8%. Þetta er að miklu leyti óvænt því eðlilegt hefði verið að félagið sendi frá sér afkomuviðvörun þegar staðan er þessi. Félagið hefur sent frá sér fréttir á tímabilinu en þær hafa ekki verið annað en jákvæðar, eins og um stefnumarkandi sölu- samning og um flæðilínu fyrir kjúkl- inga. Þetta eru því töluverð von- brigði," segir Þórður. Jónas Gauti Friðþjófsson, við- skiptastofu Landsbanka Islands, segir að hagnaður Marels hf. upp á 98 milljónir króna sé talsvert undir væntingum og að hann sé borinn uppi af dótturfélögum þess, en afkoma móðurfélagsins versni til muna milli ára og að þar komi einkum þrennt til: Rekstrartekjur móðurfélagsins dragist saman um 14% enda ytri skil- yrði erfið fyrir útflutningsfyrirtæki þar sem krónan hafi verið sterk á tímabilinu, en þó sé erfitt að meta út frá frétt félagsins hver þróun rekstr- artekna sé ef áhrifum gengisbreyt- inga gjaldmiðla sé sleppt. Þá hækki launaliðir úr 29% í 41% af rekstrar- tekjum og fjármagnsliðir versni um 30 milljónir króna, en félagið hafi ver- ið með umtalsverðan gengishagnað svo og vaxtatekjur í fyrra en ekki nú. Þá hækki vörubirgðir umtalsvert og handbært fé frá rekstri samstæðunn- ar sé því neikvætt um 227 milljónir, sem sé 490 milljónum lakara en á sama tímabili í fyrra. „Þrátt fyrir að uppgjörið standist ekki væntingar er Ijóst að félagið er að þróast í rétta átt þar sem það eyk- ur útrás á erlendum mörkuðum og leggur áherslu á að breikka vöruúr- valið, sem að öllu jöfnu ætti að draga úr sveiflum í afkomu samstæðunnar. Að teknu tilliti til þessa og að verk- efnastaða félagsins er góð er of snemmt að dæma félagið út frá þessu milliuppgjöri en skoða frekar stöðuna við aðaluppgjör næsta vor.“ Hagnaður Lyfjaverslunarinnar 32 milljónir 40% veltuaukn- ingu spáð í ár HAGNAÐUR af rekstri Lyfja- verslunar íslands hf. nam 32 millj- ónir króna fyrstu sex mánuði ár- sins en var um 37 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Rekstur fé- lagsins gekk heldur betur en áætl- anir félagsins gerðu ráð fyrir, en neikvæð áhrif gengisbreytinga í lok júní koma þar á móti. Veltuaukning félagsins er 31% miðað við sama tímabil árið áður, en veltan var 1.070 milljónir hjá samstæðunni á fyrri hluta ársins. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir allt að 40% veltuaukningu á árinu. Rekstrargjöld lyfjaverslunarinnar nema rúmum 817 milljónum króna sem er einnig 31% aukning frá fyrra ári. Laun og launatengd gjöld standa nánast í stað milli ára, eru nú um 87 milljónir króna er voru fyrir ári um 83 milljónir króna. Fjármunatekjur félagsins eru rúmar 13 milljónir samanborið við tæplega fjögurra milljón króna fjármunagjöld á fyrstu sex mánuð- um síðasta árs, samkvæmt Morg- unpunktum Kaupþings í gær. Hagnaður af reglulegri starf- semi fyrir skatta eru nú rúmar 39 milljónir króna en í fyrra var hagn- aður félagsins 13 milljónir króna. Á sama tíma í fyrra var félagið með 28 milljónir króna í söluhagnað. Lítil viðskipti með félagið á Verðbréfaþingi íslands I fréttatilkynningu frá lyfja- versluninni kemur fram að jákvæð þróun var á hlutabréfaeign félags- ins á tímabilinu. Til að mynda hækkaði gengi hlutabréfa Delta hf. úr 16,5 í 21,5. Lyfjaverslun á 34,2 milljónir króna að nafnvirði í Delta. Lyfjaverslun Islands hf. er skráð félag á Verðbréfaþingi Is- lands og eru hluthafar nú um 940. Aðeins einn hluthafi á yfir 10% hlut í félaginu. Lítil viðskipti hafa verið með félagið það sem af er ári eða fyrir rúmar 224 milljónir króna. Fyrstu viðskipti ársins voru á genginu 3,0 en síðustu viðskipti voru á genginu 5,0. Hjá samstæð- unni störfuðu að jafnaði 54 starfs- mennn á fyrri hluta ársins. Lyfjaverslun Úr milliuppgjöri 2000(^ íslan ‘^9 Sam ids hf. stæða Rekstrarreikningur jan.-júni 2000 1999 Breyling Rekstrartekjur Milljónir króna 1.070,1 817,1 +31% Rekstrargjöld Afskriftir 1.031,1 -12,9 786,4 -14,1 +31% -9% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Tekiuskattur 13,5 -7.3 24,3 -4.0 +44% +83% Hagnaður tímabilsins 32,2 37.0 -13% Efnahagsreikningur 30.06.OO 30.06.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 1.441,0 1.172,9 +23% Eigið fé 551,7 502,0 +10% Skuldir 889,3 670,9 +33% Skuldir og eigið fé samtals 1.441,0 1.172,9 +23% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Arðsemi eigin fjár Veltufjárhlutfall 12,2% 1,5 13,2% 2,2 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 32,6 15,7 +108%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.