Morgunblaðið - 18.08.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 18.08.2000, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ UTSALA 70% afsláttur síðustu dagar. Fatnaður, skór o.fi. Nýjar vörur komnar. SlMI 553 3 3 6 6 G L Æ S I B Æ www.oo.is Opnun laxeldisstöðvar Máka í Fljótum > Aætlun um framleiðslu allt að 1000 tonna af barra á ári FISKELDISFYRIRTÆKIÐ Máki hf. var stofnað árið 1993. Frá upp- hafi hefur það verið eitt af aðal- markmiðum félagsins að þróa svon- efnt endurnýtingakerfi á vatni því sem nýtt er við fiskeldið, með líf- rænum hreinsibúnaði sem gerir mögulegt að nota sama vatnið allt að áttatíu sinnum. Helstu einkenni endumýtingarinnar eru að um er að ræða beitingu háþróaðrar tækni sem hefur í för með sér nánast mengunarlausa starfsemi en einnig verulega bætta nýtingu þeirra nátt- úruauðlinda sem starfsemin krefst og gerir mögulegt að ala fisk við hvaða hitastig sem er, jafnvel hlý- sjávarfiska hér norður við heim- skautsbaug. Að sögn Guðmundar Arnar Ing- ólfssonar, framkvæmdastjóra og eins aðaleigenda Máka, hefur Máki haft frumkvæði að alls fjórum stór- um Evrópuverkefnum en aðalsam- starfsaðilar hafa verið franskir og hefur samstarfið staðið síðastliðin 5 ár. Starfsemi Máka hf. hófst á Sauð- árkróki með byggingu tilraunaeldis- kerfis og var þeirri uppbyggingu lokið fyrir tveimur árum, kallað Máki I en á síðastliðnu ári keypti fyrirtækið tvær ónýttar eldisstöðvar fyrrum Miklalax í Fljótum og hefur þeim nú verið breytt í eldisstöðvar fyrir barra, hlýsjávarfisk sem alinn er við 23 gráður. 65.000 fískar aldir í sölustærð Hafist var handa á síðastliðnu ári við breytingar á laxeldisstöðvunum í Fljótum og sú stöð, sem nú er tekin í notkun og nefnist Máki II, hýsir nú 65.000 fiska sem munu verða aldir í sölustærð en stöðin á Sauðárkróki verður í framtíðinni alfarið nýtt sem seiðastöð og í þessum tveimur ein- ingum verður unnt að framleiða allt að 100 tonn af barra á ári. Með kaupum á Miklalaxi vai- stefnan sett á að hefja eldi í stórum r Aldamótaskógav1 - skógræktargjöf tíl þjóðarinnar - 3kógv*æktörfélag ^slands, aðildavfélög þess og Bunadarbankinn, ésamt jteim samstavfsaðilum færa þjódinni gjöf. C^róðursettar verda alls 280 þásund tvjáplöntur ó fivnm stödum á landivui í tilefhi 70 ám ofWiælis félagsins. ein planta fyrir hvem nálifandi CTslending! /estan [aheiðaf $ 3teinsstaðir í 3kagafirði Heydalir í Breiðdal ■Reykholt í Borgarfirði £íaddstaðir við •Hellu á ■Rangárvöllum/ Fólk er kvatt tii þess að taka þótt í gróðursetningu sem Ihefst aimennt kl. 10:00 laugardaginn 19. ógúst. Verið velkomivt! Skógræktavfélag ^slands þakkan öllum einstaklingum, ffrartækjwm og stofnunum, fyrir stuðning á liðnum árum. - /síánari upjplýsingar i s. 561-8150 - SKÓGRÆKT íOi Rírasins ®BÚNAÐARBANKINN Traustur banki www.bi.is AAAAA uummsjówK VERSLUKARIHKAR I.andgrícúslu ríkisins V wm V«sltfngar I boðl 99, Ölgetrdar Ggllm SkallagrlmHOHar og Mj'llHnnar 'qm VBGAGEHÐIN — ■J - Morgunblaðið/Bjöm BjömsBon í tengslum við aðalfund Máka skoðaði Guðni Ágústsson iandbúnaðar- ráðherra, ásamt öðrum fundargestum, hinar nýju starfsstöðvar félags- ins í Fljtítum. stíl eða 700-1000 tonna ársfram- leiðslu en til þess að svo mætti verða var þörf á að þróa nýjar aðferðir til þess að nýta stóru eldiseiningarnar í laxeldisstöðinni að Hraunum, sem nefnd er Máki III, en jafnhliða upp- byggingunni þar var unnið að um- sókn til ESB um nýtt nýsköpunar- verkefni. Verkefnið MISTRAL-MAR var svo á síðasta ári samþykkt og er styrkupphæð 1,2 milljónir evra, auk stuðningsverkefnis sem alfarið er kostað af ESB. Vinna og undirbún- ingur þessa nýja áfanga er nú í full- um gangi. Gert er ráð fyrir að frum- áætlanir verði tilbúnar í október nk. en frágengin gögn til útboðs í lok ársins. Framkvæmdir gætu þá haf- ist vorið 2001. Guðmundur Örn sagði starfsemi Máka flokkast undir hátækni og fyr- irtækið væri leiðandi á sínu sviði í heiminum. Framtíðarmarkmið væru að framleiða 700 til 1.000 tonn af barra á ári en einnig væri verið að skoða möguleika á því að aðlaga kerfið eldi annarra tegunda. Hann sagði að sala þekkingar væri krafa til þeirra fyrirtækja sem tyóta styrks frá ESB og nú væri unnið að gerð viðskiptasamninga og öflun einkaleyfa á þeirri tækni sem Máki hf. hefði yfir að ráða. „Áhætta íslenskra laxastofna af fiskeldi engin“ STANGVEIÐIMENN hafa undan- farið gangrýnt tilraunakvíeldi í sjó sem hafið er í Vogum á vegum Sil- ungs ehf., nú síðast í sunnudags- blaði Morgunblaðsins. Þar segir Einar Sigfússon, eigandi Haffjarð- arár á Snæfellsnesi, að kvíeldi það sem hafið er í Vogum sé ein stærsta ógn framtíðarinnar við ís- lenskra laxastofna og undrar hann sig á því að landbúnaðarráðherra hafi gefið leyfi til eldisins án lög- formlegs umhverfismats. Er í raun umhverfismat Ingimar Jóhannsson, skrifstofu- stjóri landbúnaðarráðuneytisins, segir að tilraunaeldið í Vogum sé í raun umhverfismat. „Það er ekki hægt að gera umhverfismat nema að hafa einhverja starf- semi í gangi. Eins er fjarlægð eld- isins í Vogum frá næstu laxveiðiám það mikil að þar er komið langt út fyrir öll fjarlægðarmörk sem menn miða við erlendis. Því tel ég að menn hafi farið eins varlega í þetta eins og hægt er að hugsa sér.“ Ingimar segir að í Noregi hafi stangveiðimenn undanfarin ár kennt laxeldi um dræma veiði í norskum laxveiðiám en þar eru allt að 100 þúsund tonn alin í einum og sama firðinum. „Nú hefur hins vegar veiðin í laxveiðiám í Þránd- heimsfirði í Noregi aukist svo mik- ið að það þarf að fara 25 ár aftur í tímann til að finna samsvarandi veiði, þrátt fyrir mikið laxeldi ut- arlega í firðinum. Ekki er hægt að kenna sjókvíaeldi um slæma veiði í íslenskum laxveiðiám þar sem sjókvíaeldi hefur verið mjög tak- markað hér við land. Því tel ég að menn verði að leita annarra skýr- inga á lélegri laxveiði í íslenskum laxveiðiám hverjar svo sem þær eru. Mér finnst miður, að íslenskir laxveiðimenn séu svo andsnúnir fiskeldi og vísa í því sambandi til góðrar laxveiði í Rangánum, þar sem veiðinni er haldið uppi með hafbeit,“ segir Ingimar. Ummælin vart svara verð Jónatan Þórðarson, fram- kvæmdarstjóri Silungs ehf., segir að hann gefi ekki mikið fyrir gagn- rýni stangveiðimanna. „Stangveiði er náttúrlega trúarbrögð og þeir sem skrifa fyrir hönd þessara manna eru mjög ómálefnalegir í sinni umræðu. Flest af þessu sem eftir þeim er haft er ekki svaravert og ég held að þeir ættu að kynna sér málin betur áður en þeir fara að setja eitthvað á prent.“ Aðspurður hvort starfsemin hefði átt að fara í umhverfismat eða ekki segir Jónatan að hann sé líffræðingur en ekki lögfræðingur en hvað umhverfið varði stafi því ekki hætta af eldinu. „Líffræðileg áhætta íslenskra laxastofna af eldi er engin. Þessir menn verða að kynna sér það sem gerst hefur í kringum þá, það sem virtari fræði- menn hafa verið að skrifa og taka saman, og kynna sér málið niður í kjölinn í stað þess að vera með endalausar fullyrðingar og upp- hrópanir. Fiskeldi er búið að ganga í gegnum sína hreinsun og margir hverjir sem eru í þessu í dag kunna þetta vel og vita um hvað málið snýst.“ 260 tonn í kvíunum Jónatan segir að sjö kvíar séu komnar út í sjó við Vogastapa og gangi mjög vel. „Þetta hefur geng- ið alveg hnökralaust. Það eru um 260 tonn í kvíunum núna og verða um 400-500 tonn við slátrun. Fiskeldið er að verða skemmti- legur vettvangur til að vinna í á nýjan leik. Við vorum skammaðir eins og hundar hér íyrir nokkrum árum en nú erum við að uppskera eftir langan baráttutíma. Það eru miklir möguleikar í fiskeldi í dag og hvemig við nýtum þá fer að miklu leyti eftir því hvað við fáum leyfi til að gera mikið. Það er hægt að auka eldi gríðarlega ef leyfi fást til þess og skynsamlega er staðið að því,“ segir Jónatan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.