Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 27 ERLENT Lieberman lofar ameríska drauminn AP Varaforsetaefni demokrata, Joseph Lieberman, ávarpar landsþingið, er haldið var í Los Angeles. Los Angeles. AP. JOSEPH Lieberman, varaforseta- efni bandaríska Demókrataflokksins, sagði í ávarpi sínu á landsþingi flokksins á miðvikudagskvöld, að ein- ungis hann og forsetaefnið A1 Gore gætu „veitt öllum aðgang" að gnægtaborði efnahagsuppgangsins. Hann vottaði ameríska draumnum virðingu sína og sagði: „Nú þegar ég stend hér frammi fyrir ykkur og nýt þeirrar blessunar að hafa fengið það tækifæri sem mér hefur hlotnast, þá veit ég að við erum orðin að þeim Bandaríkjum sem svo marga af kynslóð foreldra okkar dreymdi um að veita okkm-.“ Lieberman er fyrsti gyðingurinn sem er í framboði fyrir annan stóru flokk- anna í Bandaríkjunum. Hann lofaði því að Gore og Lieberman myndu láta alla njóta góð- ærisins. „Við sem erum hér saman komin í kvöld vitum, líkt og A1 Gore hefur sagt, að það er ekki bara um- fang þjóðarveislunnar sem skiptir máli, nei, heldur er það sá fjöldi fólks sem kemst að borðinu. Það verður að vera pláss iyrir alla,“ sagði Lieber- man. Hann fór ennfremur mörgum orð- um um 15 ára samband sitt við Gore og lýsti forsetaefninu sem manni er gæti „endumýjað siðferðisgrundvöll þessarar þjóðar" í kjölfar umdeildra atburða í varaforsetatíð Gores og for- setatíð Bills Clintons, sem Lieber- man hefur gagnrýnt. „Vegna hrein- skilni sinnar, vegna styrks síns, vegna heiðarleika síns og vegna pers- ónu sinnar verður A1 Gore að verða næsti forseti Bandaríkjanna.“ Um keppinautana, George W. Bush og Dick Cheney, forseta- og varaforsetaefni repúblíkana, sagði Lieberman: „Þeir eru heiðarlegir og viðkunnanlegir menn,“ en hann gagn- rýndi stefnu þeirra í menntamálum, heilbrigðismálum, velferðarmálum, sjúkratiyggingamálum og skatta- málum. „Málið er einfalt. Við demó- kratar munum breiða út góðærið - þeir munu eyða því.“ Þingfulltrúar fögnuðu varaforsetaefninu gífurlega og hrópuðu: ,Áfram Joe! Áfram Joe!“ Fulltrúi framboðs Bush brást þeg- ar við orðum Liebermans. „Því leng- ur sem Joe Liberman er með A1 Gore því flokkshollari verður hann og því meira breytist sannfæring hans,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður Bush. Fréttaskýrandi AP segir að Lieberman sé enn að reyna að sann- færa svarta, kennara, launþegasam- tök og fleiri, um að miðjuviðhorf hans séu í takt við þeirra viðhorf. Eiginkona Liebermans, Hadassah, kynnti hann. Foreldrar hennar lifðu af vist í útrýmingarbúðum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld og voru frelsaðir af bandarískum hermönnum. „Sú staðreynd, að hállri öld síðar stendur dóttir þeirra hér á þessu sviði, er til vitnis um sífelldan kraft ameríska draumsins," sagði Lieberman. Hann minntist ennfremur föður síns, sem var alinn upp á munaðar- leysingjahæli og átti síðar umbúða- verslun í Connecticut-ríki. Móðir Liebermans var meðal áheyrenda á miðvikudagskvöldið. Gore var formlega útnefndur for- setaefni flokksins á miðvikudags- kvöldið, en forsetakosningamar fara fram 7. nóvember nk. Meðal ræðu- manna var 27 ára dóttir Gores, Kar- enna Gore Schiff, sem reyndi að mýkja ímynd fóður síns, hældi honum fyrir „gamaldags kurteisi" sem væri „hressandi nú á tímum“. Gore kom þingfulltrúum og dóttur sinni á óvart með því að birtast á sviðinu og faðma Karennu að sér. Landsþinginu átti samkvæmt áætlun að ljúka í gærkvöldi með ávarpi Gores, þar sem hann myndi formlega taka við útnefningu sem forsetaframbjóðandi flokksins. Hann sagði við fréttamenn, áður en hann flutti ræðuna, að þetta væri „ræða sem ég hef skrifað sjálfur. Ég á skilið hrósið eða skömmina. Ég hef verið að endurskrifa hana, fara yfir hana og finpússa hana.“ Hann sagði að þingfulltrúar mættu búast við mörgum orðum um og út- skýringum á áætlunum sínum um endurbætur á skólakerfinu, laga- frumvarp um réttindi sjúklinga, laga- frumvarp um hatursglæpi, bætur vegna lyfseðilsskyldra lyfja, hertari skotvopnalöggjöf, umhverfisvemd og íleira. Þungamiðjan í ræðunni yrðu hugmyndir hans um endurbætur á velferðarkerfinu og 500 milljarða dollara skattaívilnanir vegna mennta- mála, langtímaheilsugæslu, ellilífeyr- is, auk vísindarannsókna og þróunar- mála. Gore hefur unnið að ræðunni í nokkrar vikur og borið hluta hennar undir eiginkonu sína, Tipper, dóttur sína, Karennu, og mann hennar, og gert breytingar samkvæmt tillögum þeirra. Talsmaður Gores, Chris Lehane, sagði að atvinnuræðuritarar hefðu átt lítinn þátt í að semja ávarp- ið, og hefðu í raun bara verið í hlut- verki álitsgjafa. Meðal þeirra var Eli Attie, fyrrver- andi ræðuritari forsetaembættisins, en hann aðstoðaði við ritun ræðu Karennu, dóttur Gores. Tveir ráð- gjafar Gores voru einnig í hópnum, þeir Bob Shrum, sem er sérfræðing- ur í skrúðmælgi, og Carter Eskew, sem þykir lunkinn við að sykurhúða eitraðar athugsemdir. Eskew, sem hefur átt hvað stærst- an þátt í að móta kosningabaráttu Gores, var ómyrkur í máli um mikil- vægi ræðunnar. Varamaður Clintons í sjö og hálft ár var að reyna að kynna sig fyrir þjóðinni sem leiðtogi og sinn eigin herra. „Þetta er aðaltækifærið sem hann fær til að vera aðalmaður- inn,“ sagði Eskew. Ótrúlegt verð á íslensku SAMKAUPSVERSLflNtB: Krossmóa 4, Njarðvík Miðvangi 41, Hafnarfirði Austurvegi 2, (safirði Vesturbergí 76, Reykjavík Vfkurbraut 60, Grindavik Kaupvangi 1, Egiisstaðir Hringbraut 55. Keflavík Gerðavegi 1, Garði Víkurbraut 11, Sandgerðí Stigahlíð 41-45, Reykjavík Vitastíg 3, Bolungarvík Vesturvegi 1, Seyðisfirði Hafnarbraut 2, Neskaupstað Strandgötu 50, Eskifirði Búðargötu 3, Reyðarfirði Skólavegi 59, Fáskruðsfirði w w w . s a m k a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.