Morgunblaðið - 18.08.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 18.08.2000, Síða 37
36 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 37 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HÆTTULEGT LAND s sland er hættulegt land að ferðast um. Það hefur komið í ljós aftur og aftur og var enn staðfest, þeg- ar hópferðabifreið festist í vaði á Lindaá, þar sem kvíslar úr Jökulsá á Fjöllum flæða í hana. Fjórtán manna hópur, sem í bifreiðinni var, komst upp á þak hennar, bílstjórinn synti í land til þess að sækja hjálp. Það var mildi að ekki fór veiT. Við þær aðstæður, sem þarna sköpuðust hefði hvað sem er getað gerzt. Það eru fjölmörg dæmi um það á undanförnum árum og áratugum, að ferðamenn um íslenzkar óbyggðir hafa lent í ógöngum og því miður eru dæmi um hörmuleg slys. Of margir útlendingar hafa ekki snúið heim úr slíkum ferðum. Hætturnar leynast hér og þar. Það er oft varasamt að fara yfír ár, að ekki sé talað um í miklum vatnavöxtum. Þá duga jafnvel sterkbyggðir bílar ekki neitt. Jöklar eru varasamir yfírferðar. Stundum skella á slík óveður á jöklum að þau geta leitt til mannskaða. Litlu munaði að illa færi fyrir hópi erlendra ferðamanna fyrir nokkrum árum, sem lenti í óveðri á jökli og vísbendingar eru um að sumir þeirra hafí verið lengi að ná sér eftir þá lífsreynslu. Jökulsprungur eru líka hættulegar og ekki margar vikur síðan erlend kona lét lífíð í slíkri sprungu. Hraun geta verið hættuleg yfírferð- ar. Þar leynast stundum gjótur og sprungur, sem geta verið lífshættu- legar. Og þannig mætti lengi telja. A ferðum um óbyggðir skapast skyndilega aðstæður, sem enginn sér fyrir eða getur séð fyrir eins og virðist hafa gerzt við Lindaá. Þess vegna er afar mikilvægt að erlendu ferðafólki sérstaklega sé gerð grein fyrir þeim hættum, sem leynast víða í óbyggðum. Þótt hér sé sérstaklega vikið að er- lendum ferðamönnum á hið sama við um Islendinga, sem ferðast um landið að vetri eða sumri. En yfirleitt gera Islendingar sér betri grein fyrir þess- um hættum en útlendingar. Islend- ingar þekkja betur sitt eigið land og aðstæður allar og verulegar líkur eru á því, að Islendingar, sem ferðast um óbyggðir, viti af því, sem gerzt hefur á undanförnum árum og áratugum. Þeir sem skipuleggja ferðir er- lendra manna hingað, ekki sízt þegar stefnt er að ferðalögum um óbyggðir, verða að gæta þess mjög vandlega að upplýsa fólkið um að þessar hættur leynist alls staðar. Þá bendir ýmislegt til þess, að ís- lenzka vegakerfíð sé varasamt fyrir erlenda ferðamenn. Það á ekki sízt við um malarvegi en að nokkru leyti einn- ig um þjóðvegi með varanlegu slitlagi sem eru mjórri en gjarnan þekkist í öðrum löndum. Þá eru brýr oft vara- samar fyrir ökumenn, sem ekki eru vanir að aka yfír svo þröngar brýr. Okkur bey skylda til að upplýsa þá, sem sækja ísland heim, um allt þetta. Stórkostleg upplifun í íslenzkri nátt- úru getur á skömmum tíma breyzt í martröð og gerir það alltof oft. Hvenær kemur að því að fréttir um tíð slys á erlendum ferðamönnum eða alvarleg óhöpp berast til annarra landa og breiðast þar út? Að fólk verði einfaldlega hrætt við að ferðast til ís- lands? Það er of mikið um óhöpp og slys. Það bendir til þess að ekki sé gætt nægilegrar varúðar. Með þeim orðum er ekki verið að varpa sök á einn eða neinn. Aðeins bent á þann veruleika, sem við blasir. Hvað sem það kostar verður að snúa þessari al- varlegu þróun við. BALDUR í FULLUM SKRÚÐA Tónlist Jóns Leifs hefur á síðustu árum verið að ná hljómgrunni með þjóðinni. Verk hans hafa verið flutt og tekin upp á geislaplötur og í dag verður Baldur fluttur í Laug- ardalshöll, ein viðamesta sviðsupp- færsla sem ráðist hefur verið í hér á landi. Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar frumflutti verkið undir stjórn Pauls Zukofskys á tónleikum á sín- um tíma, en nú er ráðist í sviðsetn- ingu verksins, eins og höfundur þess skóp það. Morgunblaðið hefur síðustu daga birt samtöl við ýmsa þá, sem leggja hönd að flutningi Baldurs og hafa gert sér far um að^ kynnast tón- smíðum Jóns Leifs. I þessum sam- tölum kemur fram, hversu hug- djarft tónskáld Jón var og hversu traustum fótum verk hans standa í sögnum og náttúru landsins. Það má líka ráða af orðum þessa fólks, að menn hafi lagt metnað sinn í að flytja okkur verkið í þeirri stórbrotnu mynd sem stóð höfundi þess fyrir hugskotssjónum, þegar hann samdi það. „Rauði þráðurinn í Baldri eru átökin milli hins góða og hins illa,“ segir Hjálmar H. Ragn- arsson tónskáld. „Þessi átök eiga sér samsvörun í sjálfri persónugerð Jóns Leifs, þeirri innri togstreitu sem fylgdi honum alla tíð.“ En átökin voru ekki bara hið innra. Uti fyrir geisaði grimm heimsstyrjöld. Jón Leifs byrjaði á Baldri í Þýzka- landi í apríl 1943 í sprengjugný loftárásanna og hann lauk við verk- ið á íslandi 1947, innblásinn af hamförum Heklugoss og knúinn af þeim persónulega harmleik að missa sautján ára dóttur sína, sem drukknaði í sænska skerjagarðin- um. Öllum þessum tilfinningum fann Jón Leifs farveg í tónlistinni. En hann samdi ekki fyrir sam- tímann. Verk hans eru þeirrar gerðar sem kallar út fyrir stað og stund. Atli Heimir Sveinsson tón- skáld segir í grein í Morgunblað- inu, að Jón hafí ekki látið sér leið- ast, hvað verk hans voru lítið flutt og fengu lítinn hljómgrunn. „Hann sagði oft, og hló við, að hann yrði ekki skilinn fyrr en eftir tvö hundr- uð ár,“ segir Atli. „En hann þarf ekki að bíða svo lengi. Hans tími er korninn." / / Bjarni Armannsson, forstjóri Islandsbanka - FBA Verðbólgan ekki vandinn heldur afleiðing- vandans ENSLAN var til umræðu á fundi Verslunarráðs Þlslands í gærmorgun og þá sérstaklega hvort hún væri tekin að hjaðna. Frummæl- endur voru Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunai-, Bjarni Armannsson, forstjóri ís- landsbanka-FBA og Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Baugs. inn hafi hækkað úr um 80.000 krónum í um 100.000 krónur. Haraldur Johannes- sen sat fundinn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bjarni Ármannsson, forstjóri íslandsbanka - FBA, segist telja að fjármálakerfið sé að gera mistök með miklum útlánum og að útlánin muni að einhverju leyti tap- ast þegar niðursveiflan komi. Á fundi Verslunarráðs íslands kom með- al annars fram í máli forstjóra Þjóðhags- stofnunar, Þórðar Friðjónssonar, að verðbólguþróunin nú væri jákvæð, þ.e. að verðbólgan væri á niðurleið, og að Þorður ræddi tyrst um írávik frá verð á fasteignamarkaði virtist til dæmis Mrik’™í,'eáSa°gaðSitn<"S vera að ná.jafnvægi á ný eftir að fermetr- meta eftirspum í efnahagslífínu, en tók þó fram að tölurnar væru ekki mjög nákvæmar. Þórður sagðist telja að umframeftirspurn, þ.e. frá- vikið írá jafnvægishagvexti, væri á þessu ári um það bil 1,5-2% af landsframleiðslu, en spár gerðu ráð fyrir að á næsta ári yrði umframeftirspurnin óveruleg, sem þýðir með öðr- um orðum að þá verði þensl- an óveruleg. Þórður sagðist telja að verðbólguþróunin nú væri já- kvæð, þ.e. að verðbólgan væri á niðurleið, og að verð á fasteignamarkaði virtist til dæmís vera að ná jafnvægi á ný, eftir að fermetrinn hafi hækkað úr um 80.000 krón- um í um 100.000 krónur. Þórður sagði að dregið hafí úr innflutningi frá því í upp- hafí ársins. Þá hafi innflutn- ingur verið að aukast mikið, en í júní og júlí virðist hann svipaður og í íyrra. Hann sagði atvinnuleysi mjög lágt og að á vinnumark- aðnum sjáist engin áreiðan- leg merki um að slakna sé á spennunni. Þá vék Þórður að hagstjórninni og sagði heldur vera að hægja á aukningu peningamagns í umferð, þó aukningin sé enn mikil milli mánaða. Jaftiframt nefndi hann að vaxtamunur þriggja mánaða ríkis- víxla hér á landi og erlendis sé um sex prósent og að það sýndi mikið aðhald á peningamálasviðinu. Gestir í markaðsumhverfi gengisins Þá lækkun sem varð á gengi krónunnar fyrir nokkru sagði Þórður eðlilega aðlögun að nýju jafnvægi í þjóðarbúinu. Hún hafi stafað af því að á þeim tíma hafi birst upplýsingar um lakari þjóð- hagsleg skilyrði og að gengislækk- un í kjölfarið séu mjög eðlileg við- brögð við slíkum tíðindum. Hinn mikli óróleiki og umræða sem orðið hafi í kringum það hafi ef til vill ekki síður stafað aí' því að við séum enn dálítið eins og gestir í markaðsumhverfi gengisins, eins og Þórður orðaði það. Við vitum þess vegna ekki alveg hvernig við eigum að haga okkur. Smám sam- an, eftir því sem lengra líði, munum við hins vegar venjast því að gengið sé ekkert annað en verð á gjald- miðli og verð á markaði breytist eftir því sem skilyrði breytast. Þórður sagði Island vera með þriðju bestu afkomu ríkissjóðs á þessu ári á eftir Noregi og Finn- landi, sem sýni að mikill árangur hafi náðst í ríkisfjármálum og að- haldsstigið sé allverulegt um þess- armundir. Að öllu samanlögðu taldi Þórður að þessar vísbendingar sýndu að hægja kynni verulega á efna- hagsstarfseminni á næsta ári og það væru í sjálfu sér góð tíðindi, því nauðsynlegt væri fyrir framhald hagstæðrar þróunar efnahagsmála að vöxtur efnahagslífsins hægist frá því sem verið hefur og verði um tíma undir jafnvægishagvexti. Þannig megi treysta stöðugleikinn í sessi. Þórður nefndi að lokum tvö hættumerki. Hið fyrra að staðan út á við sé veik að því er snerti við- skiptahallann. Hann sagðist taka undir það sem bent hefur verið á að viðskiptahallinn sé nú ekki jafn slæmur og áður, þar sem hann sé nú til kominn vegna einkageirans í stað ríkisins áður fyrr. Engu að síð- ur sé þetta áhyggjuefni sem þurfi að ná niður í næstu framtíð. Síðara hættumerkið sagði Þórð- ur vera að framleiðniaukning sé of lítil og að úr henni virtist vera að draga. Hann sagði að þegar öllu sé á botninn hvolft sé framleiðnin það sem stendur undir öflugum hag- vexti til framtíðar. Dregur ekki nóg úr þenslu Bjarni Ármannsson sagðist álíta að verðbólgan væri ekki vandinn, heldur afleiðing vandans. Þegai- rætt væri um lausn vandans væri stutt í hina pólitísku umræðu þar sem staðreyndir kæmust ekki allt- af vel til skila. Hann sagði of al- gengt að einstakar tölur væru gripnar og mikið gert úr þeim, en þetta væri varhugavert og oft gæti verið um árstíðabundnar sveiflur eða óreglulegar breytingar að ræða. Bjarni taldi að ekki væri hægt að draga þær ályktanir af fyrirliggj- andi gögnum að nægilega mikið væri að draga úr þenslu. Hann benti sérstakiega á að atvinnuleysi væri jafnvel undir 1% nú og að mik- ið væri gefið út af atvinnuleyfum, þrátt fyrir að engin atvinnuleyfi þurfi innan Evrópska efnahags- svæðisins. Þetta sagði hann ýta undir launaski-ið og eiga þátt í að afkoma fjrirtækjanna færi versn- andi og samkeppnisstaða þeirra gagnvart útlöndum sömuleiðis. „Það er enn verulegur útlána- vöxtur,“ sagði Bjarni og sagði þessi útlán annars vegar fara í neyslu og hins vegar fjárfestingar. „Það er alveg ljóst,“ bætti hann við, „að ég held að fjármálakerfið sé nú að gera mistök. Útlán sem nú er verið að veita verða að einhverju leyti töpuð útlán þegar niðursveifian kemur.“ Engu að síður sagði hann að bankai-nir gætu ekki hætt að veita viðskiptavinum sínum þjón- ustu, því þá myndu aði'ir taka það að sér. Mikil aukning opinberra útgjaida Eftir að hafa rætt nokkur atriði til viðbótar, sem bentu til að ekki væri dregið nóg úr þenslu og verð- bólgu, kom Bjarni að því hvað hann telur að í efnahagsmálum. Hann sagði útgjöld hins opinbera hafa verið að aukast mikið á síðustu tveimur árum eða um 10-12% og að þau hafi jafnvel aukist sem hlutfall af landsframleiðslu þótt landsfram- leiðslan hafi vaxið hratt. Þetta sagðist hann telja að kall- aði á kerfisbreytingu í þjóðfélag- inu, því við værum ekki að ná utan um vandann með þeim aðferðum sem beitt sé í dag. „Mín niðurstaða er að það hefur ekki verið nærri nógu mikið aðhald í opinberum fjármálum á undanförnum árum. Til að taka á þessu þarf ríkisvaldið að vera mjög ákveðið í kjarasamn- ingum og það þarf að fara mjög varlega í framkvæmdir," sagði Bjarni og bætti því við að þetta yrðu að vera nokkuð sársaukafull- ar aðgerðir því annars kæmust við ekki út úr vandanum. Hann sagðist einnig telja að rík- ið væri með starfsemi á mörgum sviðum sem það yrði að koma sér út úr. Bjarni nefndi sérstaklega fjármála-, orku-, heilbrigðis- og menntageirana og sagði heilbrigð- isgeirann til dæmis velta hátt í þriðjungi af útgjöldum ríkis og sveitarfélaga. Hann sagðist álíta að kerfisbreytingar í þessum stóru geirum þyrftu að koma til svo auka mætti framleiðni og nýta vinnuaflið betur. Ríkt hefur verðstöðvun á matvörumarkaðnum Jón Scheving Thor- steinsson sagði óýenju mik- ið hafa verið að undanfömu um glannalegar yfirlýsing- ar um þróun verðlags hér á landi. Skýringarnar væru líklega bæði pólitískar og einnig hi’æðsla almennings vegna slæmrar reynslu af verðbólgu áður fyrr. Jón sagði að ljósvakamiðlar hafi ekki tekið mikið eftir nýlegum jákvæðum frétt- um um verðlagsþróun, en neikvæðum fréttum sé jafnan mikið sinnt. Afleið- ingar þessa séu meðal ann- ars þær að almenningur hér á landi hafi í sumar haft mun meiri verðbólguvænt- ingar en efni hafi staðið til. „Það má eiginlega segja að ríkt hafi verðstöðvun á íslenska matvömmarkaðn- um því matvara hefur hækkað um 0,4% á síðustu sex mánuðum, sem er innan við 1% breyting á ársgrundvelli,“ sagði Jón og jafnframt að þetta mætti ekki skýra með árstíðasveiflu. Hann sagði að þótt blikur væru á lofti varðandi matvælaverð vegna innfluttrar vöru og hrávöru reyndi Baugur að vinna gegn þessu með aukinni framleiðni, fækkun milli- liða, einföldun vöruflæðis og sam- legðaráhrifum. Jón sagði oft of marga og of litla framleiðendur vera hér á landi og að sameining og hagræðing þyrfti að koma til. Hann sagði þó ýmis teikn á lofti um að þetta sé að gjör- breytast og mörg nýleg dæmi væru um sameiningar. Hann nefndi að ríkisstjómin hefði verið að taka til í vömgjaldsmálum, en þau hafi löngum skekkt verðlag. Þar sé heilmikið svigrúm til að lækka matvöruverð. Hann taldi einnig að mikil tæki- færi væni til framleiðniaukningar í landbúnaði með framsækinni laga- setningu. Skýrsla OECD um land- búnað frá því í júní síðastliðnum sýndi að einungis fjórða hver króna sem rynni til styrkveitinga í land- búnaði skili sér til bænda, hinar þrjár brenni á báli kvótagróða og ýmissa milliliða. Hann segir skýrsl- una benda til að lækka megi matar- verð hér um á annan tug prósenta og koma því þannig á sambærilegt stig og það er í löndum Evrópu- sambandsins. Verð á fatnaði sagði Jón að mældist nú aðeins 89% af því sem það hafi verið fyrir þremur árum og auk þess hafi verð ýmissa heim- ilistækja lækkað mikið. Jón sagðist loks telja að búast megi við stöðugu verðlagi í verslunum hér á landi á næstu misserum. Kynningarátak um lifrarbólgu C sem 600 manns hafa greinst með Lifrarbólg'a C orðin að faraldri meðal sprautufíkla LIFRARBÓLGA C er orð- in að faraldri hér á landi meðal fíkniefnaneytenda sem sprauta sig, að því er Sigurður Guðmundsson landlækn- ir greindi frá á blaðamannafundi í gær. Landspítali - háskólasjúkra- hús, SÁÁ og sóttvai-nalæknir standa að kynningarátaki um sjúk- dóminn. Lifrarbólga C hefur verið vax- andi vandamál hér á landi síðustu 10-15 árin og hafa um 600 manns, flestir á aldrinum 20-39 ára, verið greindir með sjúkdóminn, að sögn HaraldsBriem sóttvarnalæknis. Árlega smitast 60-70 einstakl- ingar, heldui- fieiri karlar en kon- ur, og þar sem smitleiðin er þekkt er hún í langflestum tilvikum vegna sprautunotkunar hjá fíkniefnaneytanda en fíkniefnaneysla er í 88- 90% tilvika orsök smits. Blóðgjöf er ekki lengur virk smitieið en einnig er mjög sjald- gæft að lifrarbólga C smitist við kynmök. 200 sprautufíklar smitaðir af lifrar- bólgu C Á fundinum kom enn fremur fram mikilvægi þess að kynna fyrir fólki áhættuna af því að sprauta sig með fíkni- efnum. Samkvæmt könnunum SÁA smit- ast 15% þeirra sem hafa sprautað sig einu til tíu sinnum en fólk getur borið sjúkdóm- inn ævilangt og í sum- um tilvikum dregur hann viðkomandi til dauða. Þórarinn Tyrfings- Aldursdreifing sjúklinga með greinda lifrarbólgu C andi 1985 KONUR Aldur 60-69 50-59 40-49 30-39 20-29 Morgunblaðið/Ami Sæberg Sigurður Ólafsson landlæknir biður íjölmiðla um aðstoð við að kynna lifrarbólgu C fyrir landsmönnum svo unnt sé að stcmma stigu við útbreiðslu hennar. Á fundinum flutti Már Kristjánsson smitsjúkdómalæknir erindi auk Sigurðar Ólafssonar meltingarsérfræðings, Þórarins Tyrflngssonar, yfirlæknis á Vogi, og Haraldar Briem sóttvarnalæknis. son, yfirlæknir á sjúkrastöð SÁÁ, greindi enn fremur frá því að um helmingur þeirra fíkla sem sprauta sig reglulega í æð fá lifrarbólgu C. Á árunum 1997-1999 leituðu 615 sprautufíklar til sjúkrastöðvarinn- ar en 387 þeirra sprautuðu sig reglulega. Út frá þessum tölum er áætlað að um 500 virkir sprautu- fíklar séu á íslandi um þessar mundir og 200 þeirra séu sýktir af lifrarbólgu C og séu að smita aðra. Á vef SÁA kemur einnig fram að sprautufíklum fer fjölgandi og nær fíknin sífellt til yngri aldurshópa. Þá eru sprautufíklar einnig vax- andi hlutfall þeirra vímuefnafíkla sem leita til Vogs. Af línuriti á vef SÁÁ má lesa að stórneytendurn ólöglegra vímuefna 19 ára og yngri, sem komu á Vog, fjölgaði úr um einum tug árið 1993 í fimmtíu árið 1999. Hann sagði helstu ástæðu þess að ungum sprautufíkl- um hefði fjölgað innflutningur á ólöglegu amfetamíni frá Hollandi sem væri mest keypt af kannabis- neytendum. Þórarinn benti á að ekki væri ástæða til svartsýni á mátt for- varna því að á árunum 1987-1994 hefði dregið úr fíkniefnaneyslu hér á landi. Oft líður langur tími uns einkenni korna fram Árlega eru um 40 manns greind- ir með lifrarbólgu C á sjúkrastöð- inni Vogi en alls greinast 60-70 manns með sjúkdóminn ár hvert. Lifrarbólgan er bráður og viðvar- andi sjúkdómur, um fimmtungur nær að mynda ónæmi gegn henni en hinir ganga margir hverjir með sjúkdóminn áratugum saman. Oft líður langur tími uns einkenni sjúkdómsins koma fram og í sum- um tilvikum koma þau aldrei fram en engu að síður er viðkomandi einstaklingur smitandi. Um 80% þeirra sem smitast fá varanlega sýkingu og af þeim fær um fimmtungur skorpulifur og geta hugsanlega látið lífið vegna nýrnabilunar. Skorpulifur eykur svo hættuna á lifrarkrabbameini. Nú er svo komið að lifrarbólga, en ekki drykkjusýki, er algengasta orksök skorpulifrar á Vesturlönd- um og lifrarbólga C er aðaláhættu- þátturinn í mörgum löndum fyrir lifrarkrabbameini, að því er Sig- urður Ólafsson, meltingarlæknir og sérfræðingur í lifrarbólgu, greindi frá á blaðamannafundin- um. Hann benti enn fremur á að lifr- arbólga C er mjög hægfara sjúk- dómur og liðið geta 20 ár frá smiti uns skorpulifur myndast. Til er lyfjameðferð við lifrarbólgu en hún skilar ekki árangri nema í 30-40% tilvika og að auki fylgja henni miklar aukaverkanir. Ekkert bólu- efni er til við lifrarbólgu C. Sigurð- ur sagði að erfitt væri að segja til um hversu marga sjúkdómurinn drægi til dauða þar sem enn væri um tiltölulega nýtt vandamál að ræða hér á landi og flestir hinna sýktu væru með sjúkdóminn á byrjunarstigi. Þjóðfélagslegar afleiðingar ekki komnar fram Már Kristjánsson smitsjúk- dómalæknir segir að íslenskt þjóð- félag sé vart farið að finna afleið- ingar lifrarbólgufaraldursins og eftir 10-30 ár verði afleiðingar hans auðsjáanlegri því fólk beri sjúkdóminn lengi. Því muni á kom- andi árum margir verða fyrir var- anlegu heiisutjóni af völdum sjúk- dómsins og kostnaðarbyrði þjóðfélagsins vaxa mikið. Hann benti á að for- varnir væru afar mikil- vægar meðal annars til að draga úr ýmsum fyrirsjá- anlegum kostnaðarliðum, s.s. ýmsum beinum kostn- aðarliðum vegna sjúkra- húsvistar, rannsókna og læknis- og lyfjakostnað- ar. Þá kosti hálfs árs lyfjameðferð um 750 þús- und og í mörgum tilvikum þurfi að framlengja hana um annað hálft ár og við það tvöfaldist kostnaður- inn. Þá megi jafnframt búast við því að lifraríg- ræðsla verði sífellt al- gengari meðal þeirra sem þjáist af lifrarkrabba- meini og skorpulifur en slík aðgerð kosti um 14-15 milljónir íslenskra króna. Þá sé um ýmiss konar óbeinan kostnað að ræða s.s. vegna blóðskimunar, stunguslysa svo og aukins kostnaðar í félagslega kerfinu vegna þunglyndis, skerts vinnuframlags o.fl. Dauðsföllum vegna lifrarsjúkdóma fjölgar Már upplýsti einnig að banda- rískir vísindamenn hefðu gert rannsókn á lifrarbólgu C á árunum 1997-1998. Jafnframt spáðu þeir fyrir um, miðað við 4% aukningu á nýjum tilfellum lifrarbólgu C í Bandaríkjunum á árunum 1998- 2008, að tilfellum skorpulifrar fjölgi um 61% vegna lifrarbólgu C, lifrarkrabbameins um 68% og þörf fyrir lifrarígræðslu vegna sjúk- dóms sem rekja má til lifrarbólgu C aukist um 528%. Enn fremur spá vísindamenn- irnir, sem eru frá lyfjafyrirtæki og tveimur bandarískum háskólum, því að dauðsföll sem rekja megi til lifrarsjúkdóma af völdum lifrar- bólgu C aukist um 223% á þessum tíu árum í Bandaríkjunum. Komið í veg fyrir smit HARALDUR Bricm sóttvarnalæknir benti á blaðamananfundi á að talsverðra fordóma gæti í þjóðfélaginu gagnvart smituðum einstaklingum. Fólk virðist því ekki þekkja smitleiðirnar, sem er fyrst og fremst blóðblöndun, og því sé engin ástæða til að forðast að umgangast þann sem haldinn sé lifrarbólgu C. Á bæklingi sem gefinn hefur verið út af að- standendum kynningarátaksins er að finna eftir- farandi upplýsingar um hvernig hægt sé að koma í veg fyrir smit: * Láta fíkniefnaneyslu eiga sig, sérstaklega sprautur og deila aldrei sprautunálum eða öðr- um áhöldum með öðrum. * Deila ekki hlutum eins og rakvélum, nag- laklippum og tannburstum með sýktum ein- staklingum. * Gæta ábyrgðar í kynlífi; nota verjur, varast skyndikynni. Kynlíf og fikniefni eiga ckki sam- an. * Gæta þess að við húðflúr og götun, t.d. á eyrnasneplum, séu notuð sótthreinsuð áhöld. Hvernig iifrarbólga smitast ekki I upplýsingabæklingi fyrir sjúklinga er að finna upplýsingar um það hvernig lifrarbólga C smitast ekki: * Við venjulega umgengni og snertingu milli fólks. * Af matarílátum, matargerð eða við það að borða saman. * Með andardrætti og hósta. * I sundlaugum. +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.