Morgunblaðið - 18.08.2000, Síða 42

Morgunblaðið - 18.08.2000, Síða 42
: 42 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 SKOÐUN MORGU NBLAÐIÐ HALLDÓR Jakobs- son á í merkilegri rit- deilu á síðum þessa blaðs. Hann heldur að í bók eftir mig sem kom út fyrir jól sé að , finna ósannar fullyrð- ingar um fjárreiður fyrirtækis hans, Borg- arfells. Þetta er al- rangt, enda hefur Halldór ekki tiltekið neitt úr bókinni sem ég get ekki staðið við. I síðustu grein sinni um þetta efni, en hún birtist í Morgunblað- inu 3. ágúst síðastlið- inn, tekur hann þar að auki til við að skrökva. Hann segir að ég full- yrði eitthvað um lánveitingar og af- skriftir lána til fyrirtækis hans í bók minni. Það geri ég alls ekki; það voru allt önnur fyrirtæki sem fengu skuldaniðurfellingu í gegnum miðstjórn sovéska kommúnistaf- lokksins heldur en Borgarfell, eins og lesa má skýrum stöfum í bók- inni. I fyrri greinum sínum hefur Halldór fullyrt að heimildir mínar séu falsaðar. I síðustu greininni bregður við nýjan tón er Halldór fullyrðir að ég styðjist alls ekki við heimildir. Eg hef ekki áhuga á að eltast frekar við slíkar vitleysur. Það sem kemur fram í bók minni um Borg- arfell er þetta: Fyrirtækið var stofnað í því skyni að styrkja Sós- íalistaflokkinn. Einar Ölgeirsson, formaður flokksins, reyndi oft að fá Sovétmenn til að beina viðskiptum til fyrirtækisins og sagði jafnvel að velferð fyr- irtækisins skipti jlokk- inn miklu máli. Árang- urinn var lítill. Borgarfell varð aldrei sú peningamylla sem vonast var til. Hvetjar ástæðurnar voru fjrrir þessu er ekki hægt að slá föstu: Að því er virðist báru Sovét- menn lítið traust til Halldórs Jakobssonar en ástæðurnar kunna einnig að hafa verið þær að það var aldrei ætlunin að setja stórfelld viðskipti í hendur sósíalista. Lang ábatasömustu við- skiptin voru bifreiðainnflutningur frá Sovétríkjunum og hann var fenginn öðrum aðilum sem Sovét- menn treystu sennilega betur til slíkra viðskipta en vinum sínum í Sósíalistaflokknum. Upp yfir karpið Ritdeila um þessa hluti er að mínu áliti tímasóun. Hinsvegar finnst mér orðið nauðsynlegt að út- skýra fyrir áhugamönnum um þessi efni, sem ég held að séu ýmsir, um hvað mér sýnist málið snúast. Það var von mín þegar ég lauk bókinni Kæru félagar fyrir tæpu ári að hún mundi lyfta umræðu um sögu sós- íalisma og kommúnisma á íslandi á hærra plan en verið hafði. Eg hef engan áhuga á því að taka málstað vinstrimanna eða hægrimanna, Hver er þáttur Al- þjóðasambands komm- únista, spyr Jdn Ólafs- son, í uppbyggingu og gerð vinstrihreyfingar- innar hér á landi? tilgangur minn með bókinni var fyrst og fremst að segja sögu sem hefur ekki verið sögð áður með heildstæðum og sannfærandi hætti. Sannleikurinn er sá að með því að skoða vinstrihreyfinguna frá því sjónarhorni sem skjöl í Moskvu leyfa má fá miklu fyllri, heillegri og áhugaverðari mynd af henni heldur en af frásögnum manna eins og Halldórs Jakobssonar og annarra stríðsmanna kalda stríðsins á ís- landi. Ekki er þar með sagt að það eigi að sniðganga þetta fólk. Afstaða mín var hinsvegar sú að eina leiðin til að komast út úr þeim ógöngum sem umræða um kommúnisma og kalda stríðið hefur verið í hér á landi væri að skrifa bók sem byggði ekki að neinu verulegu leyti á við- tölum við þátttakendur. Ég var svo heppinn að ég hafði í höndunum fjársjóð skjala úr sovéskum skjala- söfnum og þessvegna var þetta mögulegt. Það var mögulegt að hefja sig upp yfir karpið og skoða þróun þessarar hreyfingar á ís- landi, markmiðin sem leiðtogar sósíalista höfðu þegar áróðrinum sleppti, alþjóðatengsl þeirra eins og þau voru í raun. Ég ímyndaði mér að þessi bók þegar hún lægi fyrir mundi verka sem vítamín- sprauta á umræður um stjórnmála- sögu 20. aldarinnar á íslandi, vekja spurningar, gera aðrar spurningar mögulegar, hjálpa og leiðbeina þeim sem áhuga hefðu á að skilja hvað var að gerast. Ég ætlaði mér ekki að skrifa tæmandi lýsingu eða úttekt á íslenskri vinstrihreyfingu. Skammarleg varðveisla samtímaheimilda Ég verð að játa að sú umræða sem spunnist hefur í kjölfar bókar- innar veldur mér sárum vonbrigð- um. Annarsvegar hafa verið skrif manna á borð við Halldór Jakobs- son sem mér virðist, eftir síðustu grein hans, að hafi þann tilgang að ómerkja mig og rannsóknir mínar með öllum tiltækum ráðum, jafnvel ósannindum. Hinsvegar hafa verið fýluleg ummæli þeirra sem telja að ég hefði átt að ganga í skrokk á sósíalistum og gera bókina að ein- hverskonar allsherjar siðvæðingar- rollu. Það merkilega er að mér virðast hagsmunir vinstri- og hægrimanna algjörlega falla saman í þessum efnum: hvorum tveggja kemur best að bókinni sé hafnað. Mér sýnist að menn hafi hér á landi ekki að fullu gert sér grein fyrir því hvílíkur fjársjóður er fólg- inn í sovéskum skjalaheimildum sem nú eru smám saman að verða aðgengilegar. Þetta á sérstaklega vel við um okkur Islendinga því skjalavarsla hér á landi hefur verið í svo skammarlegum ólestri ára- tugum saman að það er einfaldlega ekki hægt að skrifa almennilega bók um samtímasögu og byggja hana á íslenskum heimildum, nema í einstaka sértilfelli. Hvað efni mitt varðar þá liggur það alveg ljóst fyr- ir að til þess að gera sósíalisma á íslandi skil verður að fara til Rúss- lands og grafa þar upp heimildir. Að þessu leyti stöndum við Is- lendingar verr að vígi en flestar Vesturlandaþjóðir. Þegar sagn- fræðingar frá öðrum Evrópulönd- um koma til Rússlands til að rann- saka skjöl kommúnistaflokksins og Kominterns í þvi skyni að afla sér heimilda um vinstriflokka heima fyrir hafa þeir yfirleitt fyrst haft aðgang að skjallegum heimildum í eigin skjalasöfnum. Þegar íslensk- ur fræðimaður kemur til Moskvu er bakhjarl hans hinsvegar næstum eingöngu prentaðar heimildir og munnlegar frásagnir. Með skjala- vörslu sinni hafa sovéskir skjala- verðir því unnið Islandssögunni ómetanlegt gagn. Án þeirra heim- ilda sem varðveist hafa í Moskvu væri ekki hægt að að leggja heild- armat á Islandssögu 20. aldar. Fjölmiðlar og samtímasaga Fréttaflutningur af ýmsu því sem fram kemur í bók minni og nýjar upplýsingar um styrki til Sósíalistaflokksins, sem sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 skömmu áð- ur en bók mín kom út, er Halldóri mikill þyrnir í augum og ber hann fréttamanninn, Árna Snævarr, jafnvel þyngri sökum en mig. Nú ver Árni sig auðvitað sjálfur telji hann þörf á því. En mér finnst það bera vott um ákveðinn misskilning Halldórs og fleiri að taka þvílíkt mark á umfjöllun og framsetningu í fréttum þegar um flókin mál eins og stjórnmálasögu er að ræða. Það sem stendur uppúr í fréttum eru aðal efnisatriði fréttanna. Frétta- menn eins og Árni Snævarr hafa fyrst og fremst áhuga á því að skýra frá nýjum upplýsingum, fletta ofan af, skúbba, sem Árna finnst ákaflega sætt, eða þannig orðaði hann það í grein hér í blað- inu nýlega. Það er hinsvegar miklu erfiðara að fjalla um þessi mál í fjölmiðlum þannig að til skilningsauka sé og einhvers gagns. í sumum löndum hafa framúrskarandi fjölmiðla- menn náð tökum á flóknum og stundum fræðilegum viðfangsefn- um en það er því miður algjör und- ÍSLANDSSAGAN SÓTT TIL MOSKVU Jón Ólafsson SÆTA „SKÚBBIÐ" HANS ÁRNA SNÆVARRS ÞAÐ mun hafa verið í lok október sl. að ég settist niður til að hlusta á fréttir Stöðv- ar 2. Á skjánum mátti sjá ábúðarmikinn fréttamann, Árna Snævarr, og stóðu augun í honum á stilk- um af æsingi. Hann sagðist sjálfur hafa komist yfir frétt ald- arinnar, stóra sann- leik, og var því auð- vitað fyrstur með hana. Hann lét þess jafnframt getið að kommamir hefðu allt- af borið á móti því að þeir hefðu þegið Rússagull en nú hefði hann sannanirnar í höndunum með til- ' styrks norsks manns, Svens G. Holtsmarks. Þessi stórkostlega frétt var vart hljóðnuð á ljósvaka- öldunum þegar sálufélagi Áma, í barsmíðum á gömlum kommum, Jakob F. Ásgeirsson, kvaddi sér hljóðs og sakaði Jón Olafsson, for- st.m. Hugvísindastofnunar, um að liggja á upplýsingum sem gagnast gætu í barsmíðunum. Á Jakobi mátti skilja að honum þætti Jón hallur undir kommana. Jón Ólafs- son svaraði að bragði og sagðist vel hafa vitað um þessar upplýsingar, ,, bær væru í svonefndum Moskvu- skjölum en hann hefði talið þær varhugaverðar vegna þess að þær væm aðeins tölur á blaði og ekki getið um viðtakanda. En fleira gerðist í framhaldi af fréttaflutn- ingi Árna Snævarrs. Maður á ní- ræðisaldri, Halldór Jakobsson, kvaddi sér hljóðs á Súfistafundi í - umræðum um bók Jóns Ólafssonar, Kæm félagar, sem kom út um þetta sama leyti. Halldór greindi frá því hvernig gamli kommúnistaf- lokkurinn hefði fengið peninga til reksturs síns enda hefði hann sýslað með fjármál hans á sínum tíma. Hann neitaði því alfar- ið að hafa þegið Rús- sagull og að peningar frá Rússum hefðu mnnið í gegnum fyrir- tæki hans, Borgarfell, og bað um heimildir fyrir þessum áburði en fékk þær ekki. í kjölfarið á ofangreind- um umræðum birti Halldór þrjár greinar í þessu blaði, með skömmu millibili, þar sem hann óskaði eftir heimildum og í leiðinni stangaði hann ýmsa menn og stofnanir. Hann fékk ekkert svar, nema hvað Árni Snævarr spyrti hann saman við Stalín. í nefndum greinum ræddi Halldór einnig hvernig versl- unarviðskiptum Islendinga við Rússa var háttað á kalda-stríðsár- unum og benti á þá staðreynd að ef einhver fyrirtæki hefðu hagnast veralega á Rússlandsviðskiptunum, þá væm það fyrirtæki sem hefðu styrkt Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, þ.e.a.s. timb- ur-, olíu- og bílasölufyrirtæki. 2. júlí sl. skrifaði Ámi Snævarr grein í þetta blað og átti hún að heita svar við greinum Halldórs Jakobssonar en var í rauninni mestan part væmið sjálfshól. Hann nefndi frétt sína „skúbb“ og hann taldi „skúbbið“ hafa verið afar sætt, eins og hann orðaði það. Hann hæddist að þeim orðum Halldórs að „honum finndist ekki ólíklegt að Kaldastríðsáróðurinn er orðinn, segir Eiríkur Eiríksson, að óbifan- legri steinhellu í sálum þeirra. misindismenn hafi farið höndum um skjölin áður en Jón [Ólafsson] fékk þau í hendur, gróðapungar í sovéska kerfinu eða leyniþjónusta Sovétríkjanna". Þetta fannst Árna skemmtilegt því hann segir svo um þessi ummæli Halldórs: „Með öðr- um orðum að ráðandi menn í so- véska kerfinu og KGB hafi gert samsæri um að falsa fjöldann allan af skjölum til að koma höggi á Sós- íalistaflokkinn, Borgarfell og Hall- dór Jakobsson persónulega. Ég læt lesendum eftir að dæma um hve líklegt það sé“. - Ef margar mil- ljónir manna risu upp úr kumlum sínum gætu þær sagt Árna Snæv- arr hvað hafi verið líklegt í störfum KGB. En ég nefni aðeins mér til fulltingis skáldið Solsjenitsyn og ritstj. Mbl. sem sögðu við annað tækifæri: „Þegar þær (þ.e. uppl.) styðjast við skýrslur KGB hljóta margvíslegir fyrirvarar að fylgja slíkum upplýsingum frá vörgum Gúlagsins.“ Þá má nefna hvert álit KGB hafði á Kristni E. Andréssyni og Halldóri Laxness, sem þá vom taldir mestir stuðningsmenn þeirra á íslandi. Sendiboði flutti rúss- neska sendiherranum í Reykjavík þær upplýsingar frá KGB að Krist- inn E. væri „slægur hræsnari" en Laxness „siðferðilega varhugaverð- ur alkóhólisti“. Hvernig mundi þá KGB geta komið fram við litlu peð- in eins og Halldór Jakobsson? Ég verð að segja það hreinskilnislega að það er sennilega gjörsamlega ómögulegt að eiga orðastað við þá sálufélaga Árna Snævarr og Jakob F. Ásgeirsson vegna vanþekkingar þeirra, einsýni og ofstæki. Kalda- stríðsáróðurinn er orðinn að óbifan- legri steinhellu í sálum þeirra. Þeir búa til sögulegar forsendur og fá síðan niðurstöður samkv. þeim. Og treysta á að háskólagráður þeirra geri bull þeirra trúanlegt. Það er staðreynd að Holtsmarks- gögnin em komin frá KGB og eru bara tölur á blaði og þannig úr garði gerðar að sómakær sagn- fræðingur, eða fræðimaður, myndi ekki nota þær sem heimildir. Það em alls engar heimildir til fyrir þvi að Sósíalistaflokkurinn hafi þegið Rússagull til starfsemi sinnar og að þeir peningar hafi farið m.a. í gegn- um Borgarfell. Þetta fyrirtæki er nefnt á nafn í einhverjum skjölum í sambandi við fjárafladrauma Ein- ars Olgeirssonar, t.d. ef því tækist að selja heilan járnbrautarfarm af handónýtum sippuböndum frá So- vét. Halldór Jakobsson hefur verið trúverðugur og skýrt skilmerkilega frá því hvernig fór með þessa Borg- arfells-fjárafladrauma. Ég tel orð hans vera góðar heimildir. Þegar ég tala um heimildir, á ég við það sem breskir og bandarískir sagn- fræðingar myndu nefna souree eða authority, þýskir quelle eða er- laubnis. Mér finnst afar einkennilegt að Árni Snævarr skuli ekki hafa spurt Holtsmark að því hvers vegna hann minntist ekki á Island í bók sinni um styrktargreiðslur til kommún; istaflokkanna á Norðurlöndum. í stað þess setur Árni fram þá barna- Eiríkur Eiríksson legu tilgátu „að hann hafi gleymt okkur Islendingum eins og norræn- ir frændur okkar gera svo oft“ eins og hann orðar það svo smekklega í grein sinni um „sæta skúbbið". Ef Holtsmark þessi er vandaður í skrifum hefur hann unnið eftir þeim leiðarmerkjum að leita sann- leikans og skýra hann. Auðvitað verður þetta atriði skoðað nánar. Skýringar Árna Snævarr eru alveg fráleitar. Hinsvegar verð ég að hryggja Halldór Jakobsson með því að það em til nokkuð sterkar vís- bendingar um að gamlir og látnir félagar hans hafi beðið Rússa um fjárhagsaðstoð til Máls og menn- ingar. Enginn veit með vissu hvort þessar beiðnir voru afgreiddar sem lán eða styrkir og hvað háar upp- hæðirnar voru. Og báðir höfum við vitað, reyndar allir sem vildu vita, að Rússar kostuðu alla starfsemi MÍR og ferðir forustumanna Sós- íalistaflokksins og uppihald þeirra austur í Rússíá, sömuleiðis allar boðsferðir alls konar fólks. Banda- ríkjamenn notuðu Mótvirðissjóð Marshall-hjálparinnar í sama til- gangi handa sínum stuðningsmönn- um, sbr. bls. 158-178 í stórgóðri bók Vals Ingimundarsonar, I eldlínu kalda stríðsins. Ég held því fram að „sæta skúbbið" hans Árna hafi aldrei ver- ið annað en sætt subb. En hann, og sálufélagar, munu halda áfram að sverta látna róttæklinga í gröfinni. En þessir róttæklingar voru hvorki glæpamenn né ölmusumenn. Ég þekkti marga þeirra, var reyndar einu sinni í þeirra hópi. Til að mynda þekkti ég vel þann greinda og skemmtilega mann, Áka Jakobs- son, bæði fyrir og eftir að hann sagði skilið við sinn gamla flokk, Sósíalistaflokkinn. Ég vissi að Áki hafði verið í fjármálanefnd Sósíal- istaflokksins og eftir að hann sner- ist gegn sínum gömlu félögum spurði ég hann hvort flokkurinn hefði ekki þegið Rússagull. Áki svaraði eitthvað á þessa leið: Við hefðum ekki þurft að splæsa í föt á hann Brynjólf, svo hann væri sæmi- lega til fara á alþingi, ef við hefðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.