Morgunblaðið - 18.08.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 18.08.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 47. MINNINGAR við hliðina á afa og ömmu sem gerði það að verkum að ég var mikill heimagangur á Grund. Ég fór ansi margar ferðir með afa í húsin að gefa fénu og oftar en en einu sinni fékk ég vísu með mér heim. Afi hafði mjög gaman af ljóðum og átti auðvelt með að læra þau. Hann hafði mest dálæti á Davíð Stefáns- syni og gat þulið flestöll ljóðin hans eins og ekkert væri. Einnig orti hann sjálfur ljóð og vísur við hin ýmsu tækifæri. Afa þótti mjög gam- an að kenna mér ljóð og það er ör- ugglega mikið honum að þakka hvað ég kann af þeim. Ég man sérstaklega vel eftir öll- um jólunum, en við fórum alltaf á aðfangadagskvöld í kaffi heim að Grund. Þá fengum við fullt af gjöf- um og svo var alltaf ein spes gjöf frá afa. Afi hafði gaman af því að vera finn og var að mínu mati ósköp sæt- ur karl. Skýrasta myndin af honum er þó þar sem hann situr við eldhús- borðið heima á Grund með kaffi- bollann í annarri hendi og jólakök- una í hinni og hlustar á karlakórinn sinn. En því má ekki gleyma að afi bjó ekki einn á Grund, því hann var vel giftur. Amma hefur alltaf verið okkur öllum ákaflega góð og átti hún stóran þátt í því hve gest- kvæmt var alla tíð á Grund. Afi hafði mjög gaman af hestum og átti marga góða hesta. Hann fór oft í göngur um ævina og hefur hann sagt mér margar sögur frá þeim ferðum. Áhugi hans á hestum sést kannski vel á því að hann gaf okkur barnabörnunum öllum hnakk í fermingargjöf. Mig langar að síðustu að láta fylgja með vísu sem afi orti. Slíkar myndir man og geymi mörgu samt ég öðru gleymi sem þó ætti allra síst. Horfi ég í himin bláan hygg ég þá að muni sjá hann: Bleikan, Rauðan, Brúnan, Gráan Blakk, er ég til ferðar snýst. Guð biessi minningu þína. Guðrún Valdís Sigurðardóttir. Þórður, föðurbróðir minn, og ég vorum nágrannar næstum alla mína ævi. Það eru því margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég kveð hann. Hann var framúrskar- andi vandvirkur og um það munu margar hans framkvæmdir bera vitni um ókomin ár. Hann vitnaði oft í málsháttinn: Til þess skal vanda sem vel á að standa - og þessi málsháttur vitnar líka um ást hans á kveðskap. Við unnum oft saman að viðhaldi heimarafstöðvar sem við áttum í sameiningu og þá komu oft upp vísur hjá honum sem tengdust því sem við vorum að gera eða ræða um. Hann hafði líka gaman af hest- um og ein skærasta minningin um Þórð er þar sem hann fer á Rauð sínum niður heimreiðina á Grund með faxið í fanginu. Hesturinn var sérlega glæsilegur þar sem hann tölti tignarlega. Þórður bjó myndarlegu búi á Grund þar sem snyrtimennskan var í fyrirrúmi. Hann var hagur á tré og járn og smíðaði m.a. skeifur undir hesta sína. Hann var aðeins 8 ára gamall þegar hann missti föður sinn svo hann þurfti snemma að læra að bjarga sér. Ungur fór hann til náms að Laugarvatni og þá kunni hann ýmis handverk sem ekki voru á færi skólafélaga hans. í skólanum tók hann þátt í kórsöng og hafði hann alla tíð síðan mikið yndi af söng og var um langt árabil félagi í Karla- kór Bólstaðarhlíðarhrepps. Þórður var félagsmálamaður og tók á sínum tíma þátt í uppbygg- ingu vegar um dalinn og var um langt árabil formaður skólanefndar sveitarinnar. Þessi mál voru honum alltaf hugleikin og hann miðlaði mér ýmsum fróðleik varðandi þessi mál. Ég er um margt ríkari af fróð- leik og reynslu eftir kynni mín af honum. Ég kveð Þórð frænda minn með virðingu og þakklæti og við Sigrún sendum Guðrúnu, konu hans, og fjölskyldunni allri samúðarkveðju. Þorsteinn Guðmundsson, Syðri-Grund. Þegar ég rifja upp minningabrot frá því ég var fárra ára finnst mér sem Grund hafi verið miðdepill Svínadals og þá næstum því heims- ins alls. í augum ungs daladrengs sem ekkert hafði farið leit það að minnsta kosti þannig út. Þangað var mjólkin flutt á hestum í veg fyr- ir áætlunarbílinn, þangað var póst- urinn sóttur og þar beið fólk eftir bílnum. Þar bjuggu þau Þórður og Guðrún. Ég minnist þess líka að alltaf var talað með hlýleika um það heimili enda full ástæða til því að þar var gestrisni og vinsemd að mæta. Eg rifja þetta upp því að nú er Þórður fallinn til foldar. Þórður fæddist á Grund, missti föður sinn ungur og lifði með fjöl- skyldu sinni við kröpp kjör á kreppuárunum. En þó að kjörin væru erfið leitaði hugurinn til mennta. Ekki varð skólagangan löng, tvo vetur var Þórður þó við nám í skólanum á Laugarvatni og minntist hann þess tíma sem eins hins besta á ævinni og þar fékk Þórður staðgóðan undirbúning fyr- ir reynsluskóla lífsins. Búskaparár- in tóku við og á Grund var ævistarf- ið unnið. Þórður var knappur meðalmaður á hæð en þrekgóður, léttur á fæti og glaðsinna. Búskap- urinn á Grund var hefðbundinn, kindur, kýr og hross. Held ég að honum hafi á margan hátt þótt vænst um hrossin og vildi eiga ganggóða og viljuga hesta. Var hon- um í því sambandi tamt að vitna til Faxa og Rauðs. Þegar bærinn komst í vegasam- band hófst ræktun og hverskonar önnur uppbygging. Þórður var snyrtibóndi, hirti allar skepnur vel, hélt jörðinni í góðri ásýnd og var Grund eitt sinn verðlaunuð fyrir góða umgengni. í búskapnum naut Þórður þess að hann var eðlissmið- ur bæði á tré og járn og var því sjálfbjarga um ýmsa hluti í þeim efnum. Eitt er það sem ég vil sérstaklega nefna varðandi uppbyggingu á Grund er það að þeir bræður Þórð- ur og Guðmundur á Syðri-Grund virkjuðu Grundarlækinn til heimil- isnota og fengu þannig rafmagn löngu á undan öllum nágrönnum sínum. Sú rafstöð hefur nú snúist í næstum hálfa öld og veitt þeim bæj- um ljós og yl. Þórður var í eðli sínu framfara- sinnaður félagshyggjumaður og tók ríkan þátt í félagsmálum sveitar- innar og héraðsins í heild. Þeim málum sinnti hann af alúð og ósér- hlífni og taldi það nánast borgara- lega skyldu hvers manns að starfa í félagsmálum án þess endilega að mikil greiðsla kæmi fyrir. Hann var meðal annars lengi gjaldkeri sjúkrasamlagsins í Svínavatns- hreppi og taldi ekki ofraun neins að greiða til sjúkrasamlagsins. Raunar væri eðlilegt að sérhver manneskja greiddi gjald til heilbrigðismála og hann taldi það ranga ákvörðun þeg- ar sjúkrasamlögin voru lögð niður. Þá vil ég nefna að Þórður söng fyrsta tenór í áratugi með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og var um langt skeið formaður kórsins og síð- ast heiðursfélagi. Tel ég á engan hallað þó að sagt sé að á erfiðum ár- um kórsins hafi Þórður átt eitt drýgsta lóðið á þeirri vogarskálinni sem réð því að kórinn hélt velli. Eins og áður segir var Þórður mikill félagsmálamaður. Hann var vel máli farinn, tók oft til máls á fundum, var rökfastur og studdi jafnan þau erindi sem til framfara horfðu á hverjum tíma. Hann var sanngjarn í orðavali en vissulega gat hvinið í honum ef svo bar undir. Þórður hafði afar góða rithönd og kom þar fram listhneigð sem í hon- um bjó. Liður í þeirri gáfu var hag- mælska. Hann átti létt með að setja saman vísur en flíkaði þeii’ri gáfu ekki mikið. Þórður var traustur bóndi og um- hverfi sínu velviljaður. Slíku fólki er jafnan farsælt að kynnast. Við Holtsfólk minnumst hans með virð- ingu. Jóhann Guðmundsson. í Húnaþingi deildi jökulfljótið Blanda löndum og sveitarfélögum. Hún var gríðarmikill farartálmi áð- ur en brúargerð hófst yfir elfina. Brú okkar dalbúa, fram í Blöndu- dal, var vígð um miðja öldina. Þar sköpuðust ný tengsl í héraðinu en þó sérstaklega milli Svínvetninga og Bólhlíðinga. í framhaldi af bættum samgöng- um gengu í Karlakór Bólstaðarhlíð- arhrepps góðir og traustir félagar sem bjuggu vestan árinnar og einn þeirra, Þórður Þorsteinsson á Grund, sem hér er minnst, varð síð- ar formaður kórsins um árabil. Hann starfaði að margvíslegum fé- lagsmálum fyrir sveit sína og hérað og var kunnur af góðmennsku sinni og félagshyggju. Bær hans, Grund, stendur á fögr- um stað í Svínadal, í miðri byggð þeirra frænda, afkomenda Þor- steins Helgasonar, sem bjó þar á fyrri hluta 19. aldar. Móðir Þórðar, Ragnhildur Sveinsdóttir, var sonardóttir Pétur Jónssonar á Refsstöðum forföður okkar Ártúnafeðga, svo bönd frændsemi voru meðal okkar og mikil samskipti, sumpart vegna kórstarfsins, en sumpart milli bæja. Þau Þórður og Guðrún kona hans voru mjög gestrisin og gott til þeirra að koma. Við eigum góðar minningar frá heimsóknum til þeirra á Grund og miklu og góðu samstarfi í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, sem við vilj- um þakka með þessum minningar- orðum. Jón Tryggvason og Ingi Heiðmar Jónsson. Þeir týnast á brott einn af öðrum bændurnir í Svínadalnum sem voru upp á sitt besta þegar við vorum að alast upp í dalnum. Þetta er hinn eðlilegi gangur lífsins og ekkert sjálfsagðara en að aldrað fólk kveðji heiminn að loknu miklu og farsælu ævistarfi. Sá sem við kveðjum í dag var einn af þeim traustu mönnum sem byggðu Svínadalinn um miðja öld- ina. Þórður á Grund var af þeirri kynslóð sem sennilega hefur gengið í gegnum mestu og örustu breyt- ingar Islandssögunnar. Hann var líka einn af þeim sem var ávallt til- búinn að taka á móti nýjungum og tileinka sér þær, búi sínu og sveit til framdráttar. Þórður var hestamaður, söng- maður og gleðimaður og hafði af- skaplega gaman af öllu félagslífi. Hann var virkur þátttakandi í fé- lagsmálum sveitarinnar og sinnti þeim trúnaðarstöfum sem honum voru falin af mestu kostgæfni og trúmennsku. Á þessum tímum þurftum við sem bjuggum í framdalnum að fara með mjólkina út að Grund í veg fyr- ir mjólkurbílinn. Eftir að hafa hoss- ast á dráttarvélinni eftir holóttum vegi var gott að setjast inn í eldhús á Grund og þiggja veitingar sem ævinlega voru þar á borðum hjá Gunnu, sem alin var upp í Ljótshól- um og var því eins og föðursystir okkar, þannig að tengslin voru mik- il. Þá var spallað um menn og mál- efni, sagðar sögur og farið með vís- ur enda var kveðskapur í hávegum hafður á Grund. Þórður var prýðilega hagmæltur og átti auðvelt með að kasta fram hnyttnum stökum. Hann kunni vel að segja frá liðnum atburðum og glæddi frásagnir sínar með smelln- um óvæntum innskotum og dillandi hlátri. Þórður var afskaplega natinn við skepnur og mikið snyrtimenni í allri umgengni. Á Grund var allt vel um gengið bæði innan húss og utan og allt bar þess merki að þar voru sannir bændur við stjórn. Okkur þykir vænt um að hafa kynnst Þórði á Grund og haft tæki- færi til samverustunda með honum hér á árum áður. Einnig erum við þakklát þeirri hlýju og vináttu sem fjölskyldan í Ljótshólum naut alla tíð frá Grundarheimilinu. Gunnu frænku ogbörnum Þórðar sendum við samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa framtíð þeirra. Systkinin frá Ljótshólum. GUNNAR VIÐAR ÁRNASON + Gunnar Viðar Ámason fæddist í Reykjavík 16. októ- ber 1977. Hann lést 8. ágúst síðastliðinn eftir flugslys og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 17. ágúst. Nú kveð ég þig, Gunni minn. Eg trúi því ekki enn að þú sért horfinn frá mér á svo sviplegan og átakan- legan hátt. Þú sem varst svo góður strák- ur og vildir öllum vel, sérstaklega hvað þú varst góður við móður þína og litla bróður þinn sem þú dýrkað- ir og talaðir svo mikið um. Sagt er að þeir deyi ungir sem guðimir elska og ég trúi því að þér sé ætlað eitthvað stærra hlutverk annars staðar. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman og það var svo gott að vera í návist þinni. Þá skiptir tíminn ekki máli, heldur lifa yndislegar minningar um góðan dreng. Kæra fjölskylda og vinir, guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Hug- ur minn er hjá þér, elsku Gunni minn. Þitt ljós er nú á leið úr okkar heimi. Þín lífsins braut, var aðeins lítil stund. Um góðan dreng ég minninguna geymi og gleðina með okkar stutta fund. (Stefán Jónatansson.) Svanhvít Stefánsdóttir. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgrimss.) Nú kveðjum við Gunnar Viðar Árnason, fyrrverandi nemanda okk- ar í Kópavogsskóla. Hann lést í hörmulegu flugslysi 8. ágúst sl. Fyr- ir sjö árum kvaddi Gunnar okkur með grunnskólaskírteini sem hann mátti vera stoltur af og var ákveð- inn í að takast á við framtíðina af sama krafti og samvera okkar hafði einkennst af. Hann hafði ákveðnar skoðanir og það var ánægjulegt að umgangast félagana í N-bekknum. Þeir voru hugmyndaríkir, höfðu gaman af að spreyta sig á nýjum sviðum og var Gunnar áberandi í þeim hópi.Við fylgjumst gjarnan með nemendum okkar árin eftir að grunnskóla lýkur og við vorum viss um að Gunnari myndi famast vel og vera sér og sínum til sóma. Framtíðin var svo sannarlega björt. En lífíð er hverfult og það er sársaukafullt að sjá á eftir ungu fólki í blóma lífsins. Við þökkum Gunnari fyrir þær stundir sem við áttum saman í Kópa- vogsskóla. Fjölskyldu hans sendum við inni- * legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrár sem aðeins í draumheimum uppfyllast mi (Davíð Stef.) Valdís Þorkelsdóttir, Elín Jóhannsdóttir, Sigurður Þorsteinsson. Nú kveð ég besta vin minn, Gunnar. Við kynntumst fyrir tveim- ur árum. Síðan höfum verið góðir vinir og átt margar yndislegar ** stundir saman sem alltaf munu lifa í minningunni. Lífið er skrítið. Ég kveð vin minn úti í Vestmannaeyj- um og nokkrum tímum síðar er hann dáinn. Gunnar var vinur vina sinna, blíður og góður. Sjaldan hef ég hitt strák sem talaði jafn oft og fallega um mömmu sína eins og hann Gunni gerði. Hann var algjör „mömmustrákur". Fótboltinn var hans líf og yndi. Hann byijaði að vinna í Míru í byrjun febrúar og lík- aði mjög vel. Gunni hugsaði meira . um tilfinningar annarra en sínar' eigin. Ég gaf honum peysu í jóla- gjöf. Peysan var of lítil og ekki reyndist vera til önnur í hans stærð. Hann gat fengið aðra tegund, en hann sagði að þá væri peysan ekki frá mér. Sá sem lifir deyr þeim sem deyr en hiim látni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pét) Ég veit að einhvern tíma einhvers staðar mun ég hitta Gunna aftur. Ég votta Kiddu, Ara, Rúnari og í öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Dagmar Ásmundsdóttir. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Sleitustöðum, Skagafirði. Sigríður Vala Þórarinsdóttir, Bjami Kolbeinsson og aðrir aðstandendur hinnar látnu. *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.