Morgunblaðið - 18.08.2000, Page 48

Morgunblaðið - 18.08.2000, Page 48
■48 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN HALL UR JÓNSSON + Kristinn Haliur Jónsson var fæddur í Litlu-Ávík í Árneshreppi á Ströndum hinn 8. september 1912. Hann var sonur hjónanna Jóns Guð- mundssonar frá Eyri og Solveigar Stefan- íu Benjamínsdóttur frá Kambi. Þau bjuggu lengst af á ^ Seljanesi við Ingólfs- Qörð. Jón og Solveig eignuðust sex börn auk Kristins sem var elstur. Þau eru: a)Jenný, gift Kristni Guðmundssyni (látinn). Þau bjuggu á fsafirði. b) Guðmunda, gift Guðjóni Magnússyni (látinn). Þau bjuggu á Kjörvogi í Árneshreppi. c) Unnur (látin), gift Jóni Guðmundssyni (látinn). Þau bjuggu í Stóru-Ávík í Árneshreppi. d) Hrefna, gift Jóni Óskari Jónssyni (látinn). Þau bjuggu í Reykjavík. e) Hulda, gift Trausta Magnússyni. Þau bjuggu lengst af á Sauðanesi við Siglu- fjörð. f) Benjamín (látinn), kvænt- •*" ur Ágústu Guðrúnu Samúelsdótt- ur. Þau bjuggu á Seljanesi og síðar á Stóru- Reykjum í Fljótum. Kristinn fór ungur til sjós og vann einkum við sjómennsku fram til þrítugs. Árið 1943 hóf hann búskap á Seljanesi í Árneshrcppi með konu sinni, Önnu Jak- obinu Guðjónsdóttur, ættaðri frá Skjalda- bjarnarvík. Anna var þá ekkja eftir Samúel Samúelsson frá Bæ og áttu þau fimm dætur. Kristinn og Anna bjuggu á Seljanesi til ársins 1953 er þau festu kaup á jörðinni Dröngum i Stranda- sýslu og bjuggu þar til haustsins 1966. Eftir það bjuggu þau lengst af á vetrum í Bolungarvík en dvöldu á sumrin að Dröngum. Börn Önnu og stjúp- dætur Kristins: 1) Þorbjörg, f. 6. mars 1934. Hún er gift Stíg Herluf- sen og búa þau í Hafnarfirði. Þau eiga fimm syni. 2) Ágústa Guðrún, f. 23. apríl 1935. Hún var gift Benjamin Jónssyni frá Seljanesi (látinn). Þau eiga þrjár dætur og tvo syni á lífi. Hún býr f Hafnar- firði. Sambýlismaður hennar er Gestur Bergmann Magnússon. 3) Sigurvina Guðmunda, f. 1. ágúst 1937. Hún er gift Erlingi Guð- mundssyni. Þau eiga fjórar dætur og einn son. Þau búa á Hellu. 4) Bjarnveig Sigurborg, f. 5. júlí 1940. Hún er gift Magnúsi Jakobs- syni. Þau eiga þrjár dætur og tvo syni og búa í Bolungarvík. 5)SeIma Jóhanna, f. 20. janúar 1942. Hún er gift Ágústi Gislasyni. Þau eiga fjóra syni og eina dóttur og búa á Steins- túni í Ámeshreppi. Börn Kristins og Önnu: 1) Jón f. 19. des. 1944. Hann er kvæntur Ursúlu Sonnenfeld. Hann á einn son. Þau búa f Reykja- vík. 2) Sveinn f. 4. sept. 1946. Hann er kvæntur Borghildi Jósúadóttur. Þau búa á Akranesi. Hann á fjórar dætur og tvo syni. 3)Sólveig Stefan- ía, f. 9. maí 1948. Hún er gift Þóri þórhallssyni. Þau búa á Akranesi og eiga tvær dætur. 4)Arngrímur f. 30. apríl 1950. Hann er kvæntur Mar- gréti Hannesdóttur. Þau búa í Bol- ungarvík og þau eiga þrjá syni og tvær dætur. 5) Elfas Svavar f. 8. júlí 1951. Hann er kvæntur Ingibjörgu Guðrúnu Viggósdóttur og búa þau á Akranesi. Hann á tvær dætur og einn son. 6) Guðmundur Óli, f. 2. okt. 1952. Hann er kvæntur Jóhönnu Jóhanns- dóttur. Þau búa í Bolungarvík og eiga tvær dætur og tvo syni. 7) Guð- jón Stefán, f. 4. okt. 1954. Sambýlis- kona hans er Jóna Sveinsdóttir og búa þau að Árbæ við Selfoss. Hann á tvo syni og eina dóttur. 8) Benjamín, f. 7. júní 1956. Hann er kvæntur Láru Helgu Jónsdóttur og búa þau á Þorfinnsstöðum í Húnavatnssýslu. Þau eiga tvær dætur og tvo syni. 9) Óskar f. 20. mars 1958. Sambýlis- kona hans er Fríða Ingimarsdóttir og búa þau á Akranesi. Þau eiga tvær dætur og einn son. Útför Kristins fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég tigna kærleikskraftinn hljóða Kristur sem birtist oss í þér. Þú hefur fóðurhjartað góða himnanna ríki opnað mér. Ég tilbið undur elsku þinnar T> upphaf og takmark veru minnar. (Séra Sigurbjöm Einarsson.) Kæri vinur. „Hann afi minn er skrítinn og skemmtilegur karl,“ sagði eitt barnabarnið fyrir mörgum árum. Af þessu þótti þér gaman og vildir heyra það oft. En nú ert þú horfinn, I þú sem varst eins traustur og j Drangaskörðin. Einhvem veginn fannst mér að þú yrðir eilífur. Alltaf hefur mér orðið það betur og betur i ljóst, hvílík forréttindi það voru að fá j að kynnast þér og dvelja með þér á Seljanesi og Dröngum. Fyrst þegar ég fór norður var ég vöruð við og mér sagt að ég yrði að kunna nokkur skil á Islendingasög- - unum, eins yrði ég að vita eitthvað um þjóðfélagsmál, vildi ég njóta ein- i hvers álits. Fljótlega komst ég að því. Þú í byrjaðir fyrst að leiða talið að j Laxdælu, eflaust af því að þú vissir að ég hafði dvalið í Dölum vestur. I Samtöl okkar voru aldrei í yfir- heyrslutón. Þú hafðir ánægju af að Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró-og greiðslukortaþjónusta segja mér frá og ég hafði mikla ánægju af að hlusta á þig. Þú varst í daglegu tali af þínum nánustu kall- aður Gamli sem þýðir vitur og það varstu svo sannarlega. Elstu drengj- unum mínum varstu sem besti afi og hún Anna gat ekki verið betri amma. Það var stundum erfitt fyrir unga drengi að bíða eftir vorinu, en þá var farið norður og þar vildu þeir helst vera. Það er svo margs að minnast. Eg sé þig við stýrið á gamla Halli svo styrkan og öruggan og þú kallaðir: „Sitjið bátinn rétt, sitjið bátinn rétt.“ Heiðarleiki og æðruleysi einkenndu þig og það kunnir þú að meta hjá öðrum. Skopskyni þínu var við- brugðið, mér þótti það sérlega skemmtilegt. Þú gerðir gys að öðr- um en þó mest af sjálfum þér. Þú gast verið kaldhæðinn og napur en alltaf var stutt í glettnina. Ég minn- ist margra stunda er við sátum niðri á hlein, þú varst að skafa selskinn á belg með sjálfskeiðungi en ég sat hjá á rafti. Við ræddum margt og kom- um víða við og höfðum vit á öllu. ís- lendingasögurnar, ljóð, gömlu dag- arnir, stjórnmál, almættið, kvenfrelsi og hvað ríkisstjórnin væri vond voru uppáhaldsumræðuefni okkar. Oftast sat ég og hlustaði berg- numin. Þú varst svo fróður og gef- andi af þínum fróðleik og mér fannst allt svo merkilegt sem þú sagðir. Stundum fannst mér þú ansi þröngsýnn, einkum ef talið barst að kvenfrelsismálum og ferðalögum. Þér var illa við ferðalög og kallaðir mig flakkara, þá urðum við hávær og ósammála. En það kom að því að þú fluttir suður á mölina og voru það mikil umskipti fyrir þig og þitt fólk. Þú lést þér hvergi bregða, þótt þú Þegar andlát . ber að höndum j|§l|P® Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- Prestur Kistulagning anna starfa nú 14 manns Kirkja með áratuga reynslu við Legstaður útfaraþjónustu. Stærsta Kistur og krossar Sálmaskrá útfararþjónusta landsins Val á tónlistafólki Vesturhlíð 2 með þjónustu allan Kistuskreytingar Dánarvottorð Fossvogi ^ sólarhringinn. Erfidrykkja Sími 551 1266 % £ ÚTFARARSTOFA www.utfor.is yí/GA«S>^ KIRKJUGARÐANNA EHF. þyrftir að smíða stálhúsgögn, sjálfur bátasmiðurinn. Þú bjóst að mig minnir þrjá vetur í húsi foreldra minna í Tjarnargöt- unni. Urðu þau bæði óskaplega hrif- in af þér, ekki síst hann pabbi minn, sem þá var orðinn gamall og hafði ekki marga til að tala við og þið sátuð oft á spjalli. Ekki er hægt að minnast þín án þess að minnast á Önnu, kon- una þína, hún var þín stoð og stytta. Það er eitt af því fallegasta sem ég hef séð, hve þú umvafðir hana kær- leik í ellinni. Önnu og fjölskyldu þinni votta ég samúð. Hvíl þú í friði. Kveðja, Gunnvör Björnsdóttir. Jæja afi minn. Þá ert þú farinn. Ég ætla ekki að rekja ævi þína í þessari minningargrein því ég veit að aðrir munu gera það af meiri kunnáttu en ég bý yfir. Ég sagði þér aldrei frá draumnum sem mig hefur dreymt síðustu ár. Nú seinast tveim- ur dögum áður en mér var sagt að þú værir kominn upp á Akranes, veikur. í draumnum er ég á Dröngum. Það er þoka í fjöllunum. Dimmt yfir há- loftin og öldur eins og fjöll nálgast hólmana. Kríur í öllum himninum og ég sit í hnipri undir stiganum. Ég held því ekki fram að ég sé berdreyminn en ég veit að það þurfti öldur eins og fjöll til að hægja á þér, afi minn, því þannig var þessi sjúk- dómur. Eins og risaalda sem ríður yfir. Það sem ég vildi koma til skila í minningargreininni er hvað mér þykir vænt um þig og sakna þess að þú sért farinn. Við hittumst ekki oft síðustu árin en ég er feginn að hafa farið á Dranga í fyrrasumar. Ég varði mestum tima uppi í herbergi hjá þér og ömmu. Við skiptumst á sögum. Þú last brot og brot úr því sem þú hélst upp á í íslendingasög- unum. Ég er þakklátur fyrir þessar stundir, afi minn, og þú baðst mig um að vera lengur. Ég vildi að ég hefði orðið við því. En ég er heppinn að hafa átt þig að. Fengið að alast upp hjá ykkur ömmu í nokkur ár og að því bý ég alltaf. Þú kemur svo oft upp í hugann. Ég sé þig flá sel og skola skinnið niður við bryggju. I varpinu. Fylgjast með kríunum út um gluggann. Eins og þú sagðir í fyrra: „Þær eru að grobba sig af veiðinni. Fljúga hérna hjá með sílin.“ Ég sé þig ganga yfir túnið í áttina að húsánni og spjalla við kolluna sem gerði sig þar heimakomna og þú heilsaðir upp á daglega. En þessu gleymi ég aldrei. Við vorum á leið frá Dröngum á opinni trillu um haust. Við vorum nokkur barnabörnin ásamt fullorðnum. Ég man að amma var þarna alla vega og einhver af bræðrunum. Það var vont í sjóinn. Það var ekki talið ráðlagt að halda áfram með svona mörg börn og lagt í lítilli vík. Það var ekki hægt að skilja við trilluna þarna, því það var lítið skjól og trillan gæti brotnað í mél við klettana. Það er ekki hræðslan við þessa för sem mér er minnisstæð, heldur þegar ég var á gangi eftir kambinum, nartandi í hráa kartöflu sem amma lét mig hafa, að mér er litið út á hafið og sé þig afi minn, sitja með pípuna þína og halda um stýrið. Hafið var úfið og hárið þitt líka en allt svo kyrrt í kringum þig. Ég er feginn að þú gast dvalið á Dröngum næstum fram á síðasta dag. í sveit- inni þinni. Með ömmu og fólkinu þínu. Fjöllunum og varpinu. En svo varst þú kominn upp á Akranes. Ég hitti þig tvisvar og þó að þú værir mikið veikur glataðir þú ekki skop- skyninu. Þú varst á leið inn í her- bergi eftir matinn og sagðir: „Ég ætla að leggjast hérna fyrir og halda áfram að drepast." Síðan glottirðu. Jæja, afi minn. Þegar ég renni yfir það sem ég hef skrifað hef ég á til- finningunni að ég komi því ekki að hvað mér þótti vænt um þig. Hvemig læt ég orðin hljóma rétt um svona mikinn mann? Þegar ég var lítill hélt ég að þú myndir aldrei fara og værir eins og kapparnir í fornsögunum sem ekk- ert virtist vinna á. En þú ferð með sömu reisn og þeir og allan timann sem þú varst að lesa um þá, sögðu sögurnar þína sögu, afi minn. En ég ætla að kveðja þig í bili. Nú sé ég þig koma gangandi frá hlein- inni á Dröngum og hundarnir eru allir með þér. Það eru æðarkollur í fjörunni og reykur liðast úr stromp- inum á húsinu. Þú ert með kóp á bak- inu og kríurnar eru allt í kring og það hefur ekki verið svona mikil blíða síðan vorið sem Benjamín fæddist eins og þú sagðir í sumar, elsku afi minn. Kristjón Kormákur Guðjónsson. Þegar ég hitti Kristin fyrst var hann að velta fyrir sér líkkistunni sinni sem átti að vera úr rekaviði frá Ströndum. Ég var sextán ára gömul og fannst merkilegt að hitta bónda á nyrsta og afskekktasta stað landsins sem talaði um þetta einsog sjálfsagð- an hlut, jafnvel einsog skemmtiefni. Svona rétt einsog hann væri að fara smíða stól. Það var reyndar aðal Kristins að geta talað um hlutina tæpitungulaust, en þetta sýnir líka að hann var á einhvern hátt skáld, hann bjó til skáldskap úr lífi sínu, hann gerði atburðina dramatíska með því að afdramatísera þá. Til merkis um það er líka sagan af því með hvaða hætti hann leysti fjórtán þrælabörn á Indlandi úr ánauð. Eða þegar hann sagðist ekki vita hvort það væri mestur lífshásk- inn sem hann hefði lent í þegar bátur sökk undan honum. Jón Prímus seg- ir á einum stað: Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni. Kristinn lifði og hrærðist í Islend- ingasögunum, þangað sótti hann málfar sitt, styrk, húmor og fyrir- myndir. Á einhvern hátt lifði hann í þessum sögum, hann hafði fullkomið vald á því hvernig hann gekk inn í sögurnar, og í dauðastríði hans hefði hver setningin af annarri sem hann sagði sómt sér í hvaða Islendinga- sögu sem var, þannig er hægt að segja að hann hafi dáið hetjudauða. En heimur Islendingasagnanna var hans vörn, hann sjálfur var við- kvæmt náttúrubam, ein lifandi kvika gagnvart umhverfi sínu, seln- um, hafinu, fjallinu, fuglinum. Og að sama skapi afar næmur á fólk og að sumu leyti varnarlaus þótt enginn fyndi það því alltaf var það hann sem var þessi sterki og einstæði persónu- leiki sem heillaði fólk uppúr skónum svo það gleymdi honum aldrei. Og þeim sem hittu hann fannst þeir eiga eitthvað í honum því að hann gaf svo mikið af sjálfum sér. Sennilega var það hans helsti styrkur hve honum var létt að vera hann sjálfur, hvaða galdrabrögðum sem hann annars beitti til þess. En hvernig byrjaði þessi harði töffari að þróast. Ég held það hafi verið þegar aðstæður hans á unga aldri leyfðu ekki að hann gæti lært. Hann var gáfaður og draum- lyndur ungur maður sem þráði svo heitt að læra og verða skáld. En þess í stað þurfti hann að fara að vinna við ómannúðlegar aðstæður á útilegu- bátum. Samt var hann engan veginn bitur, þetta hafði hinsvegar verið brennandi ástríða og villtir draumar. Ég bjó á Seljanesi í nokkra mán- uði um hávetur af því að ég hafði orð- ið skotin í einum sona hans og átti að heita ráðskona hjá Kristni. Sonur hans kom um helgar svo við Kristinn vorum að mestu leyti ein. Lengst norður á Ströndum, enginn vegur, ekkert rafmagn, bara bækur, olíu- eldavél, samræður, kertaljós, hund- ar, byssur, og alltaf þessi ísbjörn sem snuðraði fyrir utan húsið á nótt- unni. En þarna sátum við kvöld eftir kvöld meðan snarkaði í eldavélinni, vindurinn næddi úti, og við töluðum. Um móður hans sem hann hafði ver- ið svo hændur að, um þegar hann var að fara á fjörurnar við Önnu, konuna sína, þessa fegurðardís Strandanna og hann var svo feiminn, um börnin hans og allt annað. Hann las Íslend- ingasögurnar, Laxness og Skáld: Rósu og ég lærði Einræður Starkað- ar utan að. Á virkum dögum borðuð- um við saltfisk og saltkjöt á sunnudögum. Hann var að smíða bát og ég fór í göngutúr á hverjum degi með haglabyssu og hundana fjóra, að gá á rekann eða til að veiða ís- björninn. Og stundum fékk ég að hjálpa til við að smíða bátinn. Og norðurljósin æddu um himinhvolfið, stjömurnar skinu í háloftunum og hafið ólmaðist að landi. Það var einkennandi fyrir Kristin að hann skyldi taka uppá því að smíða báta á fullorðinsaldri rétt einsog þegar hann tók uppá því fyrir nokkrum árum að prjóna skrautlega ullarsokka á alla þessa óteljandi af- komendur sína. En svona liðu þessir vetrardagar í ró sem var handan við rúm og tíma. Um áramótin var áramótabrennan logandi eldur sem barst yfir fjörðinn á milli Seljaness og Munaðarness. Þegar fór að vora var róið á grá- sleppu og við tóku dýrðardagar þar sem hafið lyftist til himins, æðarfugl- inn úaði í dularfullri leiðslu, selurinn flatmagaði í fjörunni og krían garg- aði. Kristinn hafði það fyrir sið að heilsa sérstaklega uppá kríuna. Þá gekk hann útí kríuvarpið fyrsta dag- inn og það lá við að fuglarnir settust á hendurnar á honum. Þetta voru vinir hans, hluti af honum sjálfum, og hann sagði mér líka, þessi mikli selveiðibóndi, að hann hefði alltaf átt erfiðast með það í sínum búskap að drepa sel. Einu sinni sleppti hann sel sem horfði svo angurblítt í augu hans og ef kóparnir voru lifandi í netunum var þeim sleppt. Hinsvegar átti æðarvarpið vel við hann, þar gat hann hlúð að og byggt upp, dekrað og nostrað og búið til ævintýraheim fyrir kollurnar. En Kristni lá alltaf á að komast inní rúm að lesa. Að lesa og spjalla saman gat verið mikilvægara en flest annað. Það var honum hreinlega ást- ríða. Þegar fjölskyldan fór að tínast norður um sumarið var hann í essinu sínu. Við borðið risu stórkostlegar samræður um eilífðarmálin meðan sólin rúllaði eldrauð eftir sjóndeild- arhringnum alla nóttina. Á Dröngum og Seljanesi skiptir engu máli hver þú ert, hvaðan þú kemur, eða hvaða fötum þú klæðist, svo lengi sem þú ert tilbúinn til að kasta þér útí sam- ræður, tala um guð, pólitík, heim- speki, bókmenntir og segja ódauð- legar ýkjusögur með klikkuðum húmor og ótrúlegri atburðarás þang- að til allir veltast um af hlátri og þá er kannski kominn nýr dagur og mál til komið að fara í háttinn, enda eins- og kom fram í sjónvarpsþætti um Dranga, þá vakna Drangamenn þeg- ar þeir eru búnir að sofa. Á Dröngum er enginn tími, það er að segja, þar ríkir tími náttúrunnar, sá tími sem það tekur grasið að spretta, eggið að klekjast út, selinn að skjóta upp kollinn, viðinn að reka að landi, sólina að setjast, fuglakvak- ið að hljóðna, - í þessum tíma lifði Kristinn. Þetta var hans draumaland þar sem hvað eina slær með sínum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.