Morgunblaðið - 13.09.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 13.09.2000, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AP Alþjóðageimstöðin sést hér upplýst af sólargeislum sem eru að hverfa fyrir sjóndeildarhring jarðar, sem er um 370 km fyrir neðan geimskipið. Alþidðageimstöðin Framkvæmdir sagðar ganga vonum Houston. AP, AFP. VINNA við Alþjóðageimstöðina (ISS) hefur, að sögn Mark Ferring, eins þeirra sem að geimstöðvar- áætluninni standa, gengið vonum framar og vinnur áhöfn geimferj- unnar Atlantis nú að því hörðum höndum að gera geimstöðina íbúð- arhæfa en þrír geimfarar verða í nóvember næstkomandi fyrstu íbúar ISS. I gær hóf áhöfn Atlantis, fimm Bandaríkjamenn og tveir Rússar, að flytja 2,16 tonn af ýmiskonar búnaði og birgðum um borð í geimstöðina fyrir fjögurra mánaða dvöl þrem- enninganna. Kenndi ýmissa grasa meðal þeirra birgða sem geimferjan flutti, en auk búnaðar til að fram- leiða súrefni og Qarlægja koltvísír- ing, Qarskiptatækja og rafhlöður, mátti þar einnig finna hversdags- legri hluti á borð við ritfong, orða- bækur, tölvur, ryksugur og salemi. Atlantis lagðist að Alþjóðageim- stöðinni, sem samanstendur af þremur einingum, á sunnudag og á mánudag lögðu þeir Edward Lu og Júrí Malenchenko á sig sex tíma geimgöngu utan á skrokki Zvezda- einingarinnar, m.a. til að tengja framar kapla sem nota þarf til að nýta orku frá sólarrafhlöðu-„vængjum“ sem koma á upp við Zvezdu síðar. Vegalengdin sem geimfararnir lögðu að baki, 42 metrar, kann að þykja stutt á jörðu niðri þótt um sé að ræða eina lengstu vegalengd sem farin hefur verið af geimförum tjóðruðum við ferju sína. Töluverð vinna fólst þá í því í gær að opna tólf lúgur sem eru víðsvegar um geim- stöðina. Er þetta gert til að þre- menningarnir hafi aðgang öllum svæðum ISS. Jafn þrýstingur þarf hins vegar að vera báðum megin við hveija loku áður en unnt er að opna hana og þykir áhöfn Atlantis hafa verið snör að ljúka þessum hluta verksins, þótt enn bíði hennar vik- uvinna við að afhlaða ferjuna. Kostnaður neraur 4.800 milljörðum Alþjóðageimstöðin hefur stækk- að um helming frá því geimfarar sóttu stöðina síðast heim í maí síð- astliðnum. Nú í lok júlí var lokið við að festa Zvezda-eininguna við ISS, eftir tveggja ára tafir við gerð ein- ingarinnar sem er eitt helsta fram- Andstaðan við hvalveiðar Japanar gagnrýna Banda- ríkjamenn Tokyo, New York. AFP. JAPANSKA stjórnin réðst í gær harkalega á Bandaríkjamenn fyi-ir að beita sér gegn hvalveiðum í vís- indaskyni og sagði hina síðar- nefndu haga sér eins og þeir réðu öllum heiminum. „Eg er farinn að halda að Bandaríkjamenn álíti að við munum hætta hverju sem er ef þeir ákveði að svo skuli vera,“ sagði Yoichi Tani, ráðherra sjávar- útvegs, landbúnaðar og skógrækt- ar, á fréttamannafundi. „Pað veld- ur mér áhyggjum að þeir skuli tala eins og allur heimurinn sé á þeirra valdi.“ Japanar veiða árlega um 440 hrefnur en hafa nú ákveðið að veiða að auki 10 búrhvali og 50 skorureyðar á norðurhluta Kytra- hafs. Er markmiðið með vísinda- veiðunum sagt að kanna hvernig fæðuval tegundanna tveggja sé og í hve miklum mæli þær éti fisk sem ella yrði veiddur af japönskum sjómönnum. Búrhvalur og skorureyður eru hvalategundir sem báðar eru á lista Bandaríkjamanna yfir tegun- dir sem ber að vernda vegna fækk- unar í stofnum þeirra. Þær höfðu ekki verið veiddar í 13 ár þar til nú. Alþjóða hvalveiðiráðið, IWC, bannaði aðildarþjóðum ráðsins hvalveiðar í atvinnuskyni árið 1986. Mikið skilur í milli deiluaðila, að sögn bandarískra embættismanna. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og Yohei Kono, starfsbróðir hennar í Japan, hittust í New York á mánudag. „Við létum í ljós mikil vonbrigði okkar vegna ákvarðana Japana, einkum með tilliti til veiða á fleiri tegundum," sagði bandaríski emb- ættismaðurinn. Hann sagði að- spurður að ekkert hefði þokast í viðræðunum. I lok ágúst skýrði utanríkisráðu- neytið í Washington frá því að Bandaríkjamenn myndu hundsa ýmsar alþjóðlegar ráðstefnur í Japan til að mótmæla þannig veið- unum á búrhval og skorureyði. Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Norman Mineta, hefur sagt að hann muni íhuga að biðja Bill Clinton forseta að grípa til við- skiptalegra refsiaðgerða gegn Jap- önum ef þeir skipti ekki um skoð- un. Tani var spurður um þessar hót- anir. „Vonandi ganga þeir ekki svo langt,“ svaraði hann. „Vísindamenn telja að hvalir éti mikið af sardín- um. Sumir segja að hvalir valdi því að sardínustofnar minnka,“ sagði hann og bætti við að hvalastofnar færu stækkandi. „Ætli Bandaríkja- menn hafi kynnt sér þetta áður en þeir töluðu?" spurði ráðherrann. AP Geimfararnir Júrí Malenchenko og Terrence Wilcutt sjást hér kanna innviði Zvezda-einingarinnar, eins þriggja hluta Alþjóðageimstöðvar- innar. Unnið er að því þessa dagana að gera geimstöðina íbúðarhæfa fyrir nóvemberbyrjun. lag Rússa til Alþjóðageimstöðvar- innar. Zvezda, sem þýðir stjarna á rúss- nesku, er ein 19 tonn að þyngd og um 13 metrar að lengd. Er einingin útbúin eldhúsi og svefnaðstöðu fyrir hvern geimfara, enda ætlað að gegna hlutverki híbýla fyrir áhöfn ISS. Auk Zvezda, eru í Alþjóða- geimstöðinnni tvær aðrar einingar - bandaríska einingin US Unity og hin rússneska Zarya. „Við erum eins og ein stór stjórn- stöð umhverfis jörðu,“ sagði Ferr- ing í viðtali við AP-fréttastofuna, og taldi árangur síðustu daga vera góðs vita fyrir frekari vinnu. í heild sinni er Alþjóðageimstöðin einir 48 metrar á lengd og er áætl- aður kostnaður við gerð hennar um 60 milljarðar dollara, eða um 4.800 milljarðar króna. Til stendur að ljúka gerð hennar fyrir 2006 og er notkun geimstöðvarinnar tryggð til a.m.k. 2013, en um 16 þjóðir hafa lagt sitt af mörkum við byggingu ISS og segir Milt Heflin, talsmaður geimstöðvaráætlunarinnar, þessa samvinnu vera hin raunverulegu út- mörk byggingarinnar. Togast á um málamiðlun um borgararéttindaskrá ESB Bretar vilja tak- marka ákvæði um félagsleg réttindi Brussel. The Daily Telegraph. BREZKA stjómin beitir sér nú af krafti gegn því að ákvæði um félagsleg og efnahagsleg rétt- indi verði höfð með í væntanlegri borgararétt- indaskrá Evrópusambandsins (ESB). Óttast Bretar að réttindi af þessu tagi, hvort sem rétt- indaskráin verður síðan skilgreind sem pólitísk yfirlýsing eða lagalega bindandi, gætu grafið undan samkeppnisstöðu hins brezka markaðs- hagkerfis. Goldsmith lávarður, sérlegur sendifulltrúi Tonys Blairs forsætisráðherra, átti fund með fulltrúum hinna ESB-landanna fjórtán í Brussel í fyrradag, í því skyni að reyna að finna mála- miðlunarsamkomulag um orðalag draganna að borgararéttindaskránni, sem leiðtogar ríkjanna munu taka á dagskrá á fundi sínum í Biarritz í SV-Frakklandi í október. Að sögn heimildarmanna Daily Telegraph í höfuðstöðvum ESB í Brussel mun Blair hafa á fundi með frönskum starfsbróður sínum, Lionel Jospin, í síðustu viku fallizt á að slaka á afstöðu Breta hvað varðar ákvæði um viss félagsleg réttindi. Frakkar gegna formennsku í ráðherra- ráði ESB þetta misserið og er mikið í mun að málamiðlun náist um málið. Talsmenn brezka Ihaldsflokksins hafa krafizt þess að ríkisstjórnin beiti neitunai’valdi gegn ESB-réttindaski-ánni, sem þeir halda fram að sé vísirinn að stjórnarskrá íyrir evrópskt sam- bandsríki. Ekki hefur enn verið útkljáð, hvort réttinda- skráin verði lagalega bindandi. Flest aðildar- ríkin eru hlynnt því að hún verði með einum eða öðrum hætti sameinuð stofnsáttmála sam- bandsins, sem næst stendur til að uppfæra á leiðtogafundi í Nizza í desember. Skráin verði „sýningargluggi" réttinda Blair hefur hvatt til þess að skráin verði ekki annað en „sýningargluggi" réttinda sem þegar eru í gildi og að hún hafi ekki réttaráhrif sem gæti fært lögsögu í ákveðnum málum út fyrir landamæri hvers aðildarríkis fyrir sig. Þjóðverj- ar vilja að texti réttindaskrárinnar verði stuttur og laggóður og hann verði frá upphafi gerður að lagalega bindandi hluta stofnsáttmálans. Frakkar vilja hins vegar heilt, jólatré réttinda", en leggja minni áherzlu á að skráin verði laga- lega bindandi, í trausti þess að með því að dóm- stólar (einkum Evrópudómstóllinn) muni taka tillit til þess sem í henni standi og þannig muni hún í fyllingu tímans ávinna sér bindandi gildi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.