Morgunblaðið - 13.09.2000, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
_____________UMRÆÐAN
Heilbrigðismál
eru kjaramál
Útgjöld til heilbrigðismála á hvem íbúa
$4.178 Útgjöld í Bandaríkjadollurum
AF HÁLFU BSRB
hefur jafnan verið lögð
mjög þung áhersla á
mikilvægi þess að
styrkja velferðarþjón-
ustuna. Á það hefur
verið bent að vel rekin
velferðarþjónusta sé
/orsenda fyrir réttlátu
samfélagi og skipti það
miklu í kjaralegu tilliti
að vel takist til um
uppbyggingu hennar.
Fari svo að gerðar
verði kerfisbreytingar
í átt til einkavæðingar
til dæmis innan heil-
brigðisþjónustunnar
eins og margir fjár-
málamenn hafa gert kröfu um mun
það tvímælalaust leiða til aukinnar
gjaldtöku og þar með kjararýrnun-
ar hjá þeim sem á þessari þjónustu
þurfa að halda. En að öðrum þátt-
um er einnig að hyggja. Fyrir
skattborgarann skiptir það sköpum
að velferðarþjónustan sé rekin á
iiagkvæman hátt. Heilbrigðismál
eru því kjaramál hvernig sem á
málin er litið.
I ljósi þessa er vert að gaumgæfa
nýútkomna skýrslu frá OECD,
Efnahags- og framfarastofnuninni.
Þar er að finna mjög athyglisverðan
samanburð á útgjöldum til
heilbrigðismála í fjölda aðildarrikja
OECD. Niðurstöðurnar koma heim
og saman við niðurstöður fyrri ára
sem jafnan hafa sýnt að útgjöld í
bandaríska heilbrigðiskerfinu eru
,Jilutfallslega miklu meiri en annars
staðar eða um 15% af
landsframleiðslu mið-
að við um 10% á Norð-
urlöndunum. Ef þess-
ar stærðir eru
skoðaðar í dollurum og
krónum kemur í ljós
að tilkostnaðurinn er
helmingi meiri í
Bandaríkjunum en
annars staðar. Þetta
kemur fram á með-
fylgjandi töflu úr ný-
útkominni skýrslu
OECD.
Einkarekið kerfí
dýrt, dhagkvæmt
og ranglátt
Að sjálfsögðu liggur næst við að
spyrja hvort Bandaríkjamenn séu
ekki einmitt öfundsverðir af því hve
mikið fé rennur til heilbrigðisþjón-
ustunnar. Svo væri vissulega ef
fjármunirnir nýttust vel. Sú er ekki
raunin. Þannig gleypa trygginga-
félögin upp óheyrilegar fjársummur
og að sjálfsögðu heimta hlutabréfa-
eigendur sitt. í mjög fróðlegri grein
sem Kristján G. Amgrímsson
blaðamaður skrifar í Morgunblaðið í
apríl síðastliðnum um rannsóknar-
skýrslu sem Parkland-stofnunin við
háskólann í Alberta gerði á heil-
brigðiskerfinu kom fram að algengt
væri að fjárfestar við einkareknar
heilbrigðisstofnanir gerðu mjög há-
ar kröfur um hagnað og voru 15%
nefnd í því sambandi. Þetta gefur
vísbendingu um stærðagráðurnar í
því fjármagni sem út úr kerfinu
Kjaramál
Aí hálfu launafóks hefur
BSRB beitt sér af alefli,
segir Ögmundur Jónas-
son, til varnar og sóknar
velferðarþj ónustunni.
rennur í vasa handhafa hlutabréf-
anna. Og hvað tryggingafélögin
áhrærir má meðal annars vitna í
skýrslu sem bandaríska ríkisbók-
haldið (US Generai Accounting Of-
fice) gerði og greint var frá í októ-
berhefti Newsweek árið 1993 en þar
kemur fram það álit að spara mætti
þijá milljarða dollara á ári hverju
með því að láta eitt opinbert trygg-
ingakerfi annast greiðslur í stað
þess að þær væru á hendi mörg
hundruð tryggingafyrirtækja. Þetta
lýtur einvörðungu að skrifstofuhald-
inu og er þá ótalinn tilkostnaðurinn
við lögfræðiþjónustu sem er geysi-
lega fyrirferðamikil og kotnaðarsöm
í bandaríska heilbrigðiskerfinu.
Að græða peninga
eða græða fólk
Að mínum dómi er þó alvarlegast
af öllu sú mismunun sem fylgir
einkavæðingunni. Á Norðuriöndum
er fjármálamarkaðurinn að bytja að
teygja sig inn eftir spítalagöngun-
um og afleiðingarnar eru þegar að
koma í ljós. í mars síðastliðum birt-
ist mjög athyglisverð grein í norska
blaðinu Dagbladet eftir norskan
yfirlækni, Dag Johansen og
prófessor í læknisfræði Mads Gil-
bert að nafni. Þeir vitna meðal ann-
ars í könnun sem birst hafði í tíma-
riti norsku læknasamtakanna réttu
ári áður. Þar kom fram að fjórðung-
ur aðspurðra deildarstjóra við
norsk sjúkrahús teldu að nýr hugs-
unarháttur hefði leitt til þess að
meðhöndlun „þungra" sjúklinga
með erfiða sjúkdóma væri látin
víkja fyrir „ábatasamari" sjúkling-
um sem heimild væri fyrir að krefja
um borgun. I greininni segir enn
fremur á þessa leið: Reynslan sýnir
ótvírætt að mjög fljótlega eftir að
markaðslögmálin hafa verið virkjuð
innan heilbrigðisþjónustunnar taka
þau völdin. Fjárhagslegur ávinning-
ur vegur þá þyngra en almannahag-
ur og læknisfræðileg sjónarmið
víkja fyrir peningalegum. Með öðr-
um orðum einkareksturinn byggir á
því að græða peninga, almannaheil-
brigðisþjónustan þjónar fólki, hún
græðir fólk.
Heilbrigðisþjónusta
í þágu aílra
Auðvitað kemur öllum við hvern-
ig velferðarþjónustan í landinu er
skipulögð og það skiptir sköpum
jafnt fyrir notendur sem skattborg-
ara hvemig tekst til. Af hálfu launa-
fólks hefur BSRB beitt sér af alefli
til vamar og sóknar velferðarþjón-
ustunni. Á vegum samtakanna var
gerð ítarlegasta könnun sem fram-
kvæmd hefur verið til þessa um af-
stöðu Islendinga til skipulags og
fjármögnunar velferðarþjónustunn-
ar. Þar kom fram yfirgnæfandi
meirihlutavilji íyrir samfélagslega
rekinni þjónustu. Menn höfnuðu
hvers kyns mismunun og gjaldtöku.
I kjölfar þessarar könnunar efndi
BSRB til umræðufunda um leiðir til
að bæta velferðarþjónustuna. Sam-
tökin hafa boðið til samstarfs við
stjórnvöld um leiðir að þessu marki
og nú síðast hefur slíku erindi verið
komið á framfæri við heilbrigðis-
ráherra. Eins og sjá má af framan-
greindum dæmum er mikið í húfi að
okkur takist að standast atlögu
gróðaaflanna að heilbrigðisþjónust-
unni og byggja hana þess í stað upp
á samfélagslegum grunni til hags-
bóta fyrir þjóðfélagið allt.
Höfundur er alþingismaður
ogform. BSRB.
Ögmundur
Jónasson
Ihaldið skelfur
ÞEGAR foringjum
Sjálfstæðisflokksins
líður illa er venjan að
leita til hirðskálda
flokksins, þeirra Hann-
esar Hólmsteins Giss-
urarsonar og Jóns
Steinars Gunnlaugs-
sonar, og senda þá
fram á ritvöllinn til að
lemja á andstæðingun-
íim.
Spilafélagi Davíðs
Oddssonar til margra
ára, Jón Steinar Gunn-
laugsson, reynir af
veikum mætti að verja
flokkinn sinn í Mogun-
blaðinu 12. september sl. Honum
tekst þó ekki að sannfæra almenning
um sakleysi Sjálfstæðisflokksins í
mannaráðningum, hvort sem það er í
Hæstarétti eða annars staðar. í
þessum efnum kemst enginn flokkur
með tæmar þar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur hælana.
Og ekki tekst Jóni Steinari lög-
fræðingi heldur að verja gerræðis-
legan úrskurð menntamálaráðherra
k málefnum Reykjavíkurborgar.
Sjálfur stóð þessi sami lögfræðingur
í ströngu fyrir hönd Heklu hf. að
verjast þáverandi fjármálaráðherra
Sjálfstæðisflokksins, Friðriki
Skólavðrðustíg 21 • sími 551 4050 •Reykjavík
Sophussyni, sem ætlaði
að ógilda samning við
Reykjavíkurborg með
nákvæmlega sama
hætti og nú á sér stað.
Þá stóð Jón Steinar
þéttvið hlið borgaryfir-
valda. Þetta er ekki í
fyrsta sinn, sem Jón
Steinar snýst eins og
skopparakringla. Guð
forði okkur frá því, að
Davíð skipi þennan
snilling og spilafélaga
sinn í Hæstarétt.
Stöðuveiting mín á
sínum tíma var í sjálfu
Stjórnmál
Mín skoðun er sú, að
vinstri- o g miðflokkar á
----7----------------------
Islandi eigi að gefa
Sjálfstæðisflokknum frí
frá landsstjórninni, seg-
ir Aifreð Þorsteinsson,
með sama hætti og hon-
um var gefíð frí í
Reykjavík.
sér ekkert meridlegri en þegar
Davíð Oddsson var skipaður skrif-
stofustjóri og síðar forstjóri Sjúkra-
samlags Reykjavíkur á svipuðum
tíma. Hveijir skyldu nú hafa ráðið
Davíð til Sjúkrasamlagsins?
íhaldið má skjálfa mín vegna. Mín
skoðun er sú, að vinstri- og miðflokk-
ar á íslandi eigi að gefa Sjálfstæðis-
flokknum frí frá landsstjóminni með
sama hætti og honum var gefið frí í
Reykjavík. Það hefur gefist vel, eins
og kunnugt er.
Höfundur er borgarfuUtrúi
i Reykjavík.
Alfreð Þorsteinsson
Er Baugur í raun að
tapa á mjólkurvörum?
UNDANFARIÐ hefur
mátt lesa greinar á síðum
Morgunblaðsins er fjallað
hafa um Baug, álagningu
fyrirtækisins á mjólkurvör-
ur og þá fullyrðingu for-
stjóra fyrirtækisins, Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, að
Baugur tapi á því að selja
mjólkurvörur. í Morgun-
blaðinu 2. september færir
svo framkvæmdastjóri
Nýkaups, Finnur Árnason,
rök fyrir þeirri fullvrðingu
að Baugur tapi á sölu
mjólkurvara.
í grein sinni víkur Finn-
ur að álagningu fyrirtækis-
ins á matvæli, sem er
19,3%. Einnig nefnir hann álagn-
ingartölur á mjólkurvörur og vitn-
ar þar í grein Ara Teitssonar, for-
manns Bændasamtaka íslands,
sem birtist í Morgunblaðinu 31.
ágúst. í grein Ara kemur fram að í
norskum verslunum, sem eru sam-
bærilegar og Hagkaup og Nýkaup,
er álagning á mjólkurvörur 11,6%.
í Nýkaupum, segir Finnur, er
álagningin 12% „sem hlutfall af
söluverði án vsk“. Þetta er raunar
bráðskemmtileg framsetning, en
hér er átt við að álagningin sé í
raun 13,6% (venja er að tala um
álagningu ofan á grunnverð). Að
sama skapi er því álagning á mat-
vöruna væntanlega 23,9%.
Þá víkur Finnur að kostnaðar-
útreikningum á því hvernig þeir
tapa á sölu mjólkurvara. Ekki ætla
ég að rengja þau hlutföll sem hann
nefnir varðandi ýmiss konar kostn-
að við mannahald ofl. Hinsvegar er
ég ósammála þeirri niðurstöðu að
tap sé á sölu mjólkurvara. Er rétt-
lætanlegt að reikna sama kostnað
á vörur sem þurfa annarsvegar
mikla þjónustu og hinsvegar litla?
Rætt hefur verið
um þýðingu
veltuhraða og áð-
ur hefur verið
vitnað til norskra
talna (í grein Ara
Teitssonar).
Skiptir virkilega
ekki máli hvort
hægt er að selja
margfalt fleiri
einingar af einni
vörutegund mið-
að við aðra?
Þetta hefur verið
skoðað mjög
gaumgæfilega af
norska mjólkur-
iðnaðinum (1999)
sem komst að þeirri niðurstöðu að
mjólkurvörur (í Noregi) hafa nærri
þrefalda veltu (2,97) á við allar
aðrar vörur, umreiknað á fermetra
- þ.e. það pláss sem vörurnar taka
í verslunum. Á íslandi gæti þetta
jafnvel verið hærra hlutfall, enda
íslendingar annálaðir mjólkur-
vöruneytendur.
En hvað þýðir þessi aukni veltu-
hraði? Tökum dæmi: Matvara er
með 23,9% álagningu (meðalálagn-
ingin hjá Baugi) og kostar það
sama og mjólk. Til að gera dæmið
einfalt skulum við segja að tekjur
fyrirtækisins séu 23,9 kr af sölu á
þessari matvöru. Álagningin fyrir
mjólkina er lægri (13,6%) en veltu-
hraðinn þrefalt meiri. Hver ferna
skilar í þessu dæmi 14,9 kr í tekjur
og því eru heildartekjur 44,7 kr
(14,9 x 3). I dæminu eru rauntekj-
urnar 20,8 kr hærri af mjólkursöl-
unni, en af matvörunni með hærri
álagninguna.
Þá er ónefndur mikilvægur þátt-
ur sem er eftirspurn mjólkurvar-
anna. Ljóst er að mjólkurvörur
eru mjög eftirsóknarverðar vörur
Verðmyndun
Stjórnendur hjá
Baugí þurfa að taka tillit
til þessara mikilvægu
þátta, segir Snorri
Sigurðsson, og meta svo
af sanngirni hvort tap
sé í raun og veru á
sölu mjólkurvara.
og leiða til sölu á öðrum vörum í
öllum verslunum og erlendis mjög
þekkt að nota þær til að fá við-
skiptavini. Hérlendis er þessu eins
farið, enda varla tilviljun að mjólk-
urkælar eru yfirleitt innarlega í
verslunum. Ef menn hafa ekki trú
á þessum áhrifum mjólkurvaranna,
því þá ekki að prófa að staðsetja
kælana næst búðakössunum og sjá
þannig þessi hliðaráhrif mjólkur-
vara? Ætli sala á ýmsum vörum
myndi ekki minnka?
Af framansögðu má vera ljóst að
veltuhraði og eftirspurn matvara
skiptir miklu máli fyrir verslunar-
eigendur og ætti e.t.v. að taka rík-
ara tillit til slíkra þátta við álagn-
ingarákvörðun ólíkra matvara.
Stjórnendur hjá Baugi þurfa að
taka tillit til þessara mikilvægu
þátta og meta svo af sanngirni
hvort tap sé í raun og veru á sölu
mjólkurvara. Reikni þeir dæmið til
enda, munu þeir væntanlega kom-
ast að sömu niðurstöðu og undir-
ritaður.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssambands kúabænda.
Snorri
Sigurðsson