Morgunblaðið - 13.09.2000, Side 39

Morgunblaðið - 13.09.2000, Side 39
M()R<;i’Nln.AÍ)JÐ MIÐWKUDAGUR13.' SEPTBMBER 2000 39 Morgunblaðið/Guðmundur Páll Amarson íslenska landsliðið ber saman bækur sínar í Maastricht. Frá vinstri eru Þorlákur Jónsson, Magnús Magnússon, Þröstur Ingimarsson og Matthías Þorvaldsson. Olympíumótið í brids Italar Olympíumeistarar eftir þriggja áratuga hlé BRIDS Maa.stricht ÓLYMPÍUMÓTIÐ Ólympíumótið í brids var haldið í Maastricht dagana 27. ágúst til 9. september. Island tók þátt í opnum flokki og endaði í 5.-8. sæti. Hægt er að lesa nánar um mótið á Netinu, t.d. á slóðinni www.bridgeolympiad.nl ÍTALAR lögðu Pólverja að velli í úrslitaleik Ólympíumótsins í brids á laugardag og hrepptu Ólympíu- meistaratitilinn í fjórða skipti en Bláa sveitin ítalska vann mótið þrisv- ar í röð árin 1964, 1968 og 1972. Úr- slitaleikurinn var býsna spennandi. ítalar náðu snemma talsverðu for- skoti og munurinn var 60 impar á tímabili en Pólverjar náðu að minnka muninn og fyrir síðustu lotu var hann kominn niður í 19 stig. I síðustu lotunni skoruðu Pólverjarnir 30 stig í fyrstu 9 spilunum og komust 10 imp- um yfir en ítalar áttu góðan enda- sprett og leiknum lauk 269-249 fyrir Ítalíu. ítalska liðið er skipað sömu spilur- um og unnu Evrópumótið árið 1999. Þeir heita Norberto Bocchi, Giorgio Duboin, Dano de Falco, Guido Ferr- aro, Lorenzo Lauria og Alfredo Versace. í kvennaflokki kepptu Bandaríkin og Kanada til úrslita. Sá leikur varð aldrei sérlega spennandi því Banda- ríkjamenn höfðu mikla yfirburði og unnu að lokum 176-144. Bandarísku Ólympíumeistai-amir heita Mildred Breed, Petra Hamman, Joian Jack- son, Robin Klar, Shawn Quinn og Peggy Sutherlin. Góður árangur Islands Þótt íslendingar hafi verið slegnir út úr 8 liða úrslitum Ólympíumótsins er 5.-8. sætið árangur sem íslenskir bridsáhugamenn geta verið stoltir af. íslendingar skutust upp á stjörnuhimininn í brids árið 1991 þegar þeir unnu Bermúdaskálina öll- um að óvörum. Það má segja að þátt- taka íslands á alþjóðamótum hafi síðan staðið nokkuð í skugga þessa árangurs enda erfitt fyrir litla þjóð að vinna slík afrek aftur. Því má þó ekki gleyma að á síðasta áratug hafa Islendingar verið í fremstu röð bridsþjóða í heiminum og um það vitna margir Norðurlandameistara- titlar, heimsmeistaratitill í blandaðri sveitakeppni, heimsmeistaratitill í einmenningi, ítrekað sæti meðal 10 efstu þjóða á Evrópumótum og að auki tvívegis sæti í átta liða úrslitum á Ólympíumótum, 1996 og í ár. Eina bakslagið kom á síðasta ári þegar ísland endaði um miðjan hóp á Evrópumótinu en þá ríkti raunar einskonar millibilsástand, landsliðs- spilarar áranna á undan voru að draga saman seglin og nýir menn að koma fram á sjónarsviðið. Skipulögð landsliðsvinna hófst aft- ur í vetur og árangurinn hefur ekki látið standa á sér. Fram eru komnir ungh- spilarar sem hafa sýnt að þeir eru fullfærir um að taka upp merkið og ef allt gengur eftir áætlun gefur árangurinn í Maastricht góðar vonir um að Islendingar tryggi sér á næsta Evrópumóti þátttökurétt í keppninni um Bermúdaskálina á ný. Og hver veit... Köflóttur úrslitaleikur Spilamennskan í úrslitaleiknum í Maastricht var ekki alltaf upp á það besta þótt vafalaust hafi tvö bestu liðin á Ólympíumótinu mæst í úr- slitaleiknum. Óvenjumargar sveiflur komu í slemmuspilum og féllu þær til beggja liða. í þessu spili höfðu Pól- verjar mun betur: Vestur gefur, enginn á hættu Norður ♦ 85 v G986 ♦ 52 ♦ AD932 Vestur Austur A KDG1074 A 9632 r D * 7542 ♦ 106 ♦ G43 * 10876 * KG Suður * Á VÁK103 * ÁKD987 * 54 Vestur Norður Austur Suður Balicki Bocchi Zmudz. Duboin 3 spaðar pass 4 spaðar dobl// Pólverjarnir gerðu ítölunum erfitt fyrir í sögnum, og þar sem Bocchi taldi ólíklegt að þeir Duboin ættu slemmu ákvað hann að reyna að tryggja sér töluna með því að passa 4 spaða doblaða. En þótt NS ættu mik- ið af ásum og kóngum tókst þeim að- eins að fá 5 slagi í vörninni, 300 til Italíu. Við hitt borðið byrjuðu sagnir einu sagnstigi neðar og Pólverjarnir nýttu sér það: Vestur Norður Austur Suður Lauria Tuszyn. Versace Jassem 2 spaðar pass 3 spaðar dobl pass 4 hjðrtu pass 4 spaðar pass 5 lanf pass Btíglar pass 6hjörtu pass 7 hjörtu// Bæði Piotr Tuszynski og Krzyszt- of Jassem sögðu nokkuð hressilega á spilin sín, Tuszynski með því að segja 5 lauf og stökkva í 6 hjörtu og Jassem með því að lyfta í alslemmu. Austur spilaði út hjarta og þegar drottningin kom frá vestri undir ás- inn var þungu fargi létt af sagnhafa. Hann tók spaðaás, spilaði trompi á áttuna, trompaði spaða með kóng og tók trompin. Þegar tígullinn lá 3-2 var alslemman í húsi, 1510 til Pól- lands og 15 impar. Þetta skiptingarspil í næstsíðustu lotunni meðhöndluðu ítalar betur: Vestur gefur, NS á hættu Norður * KD v G986 * 962 * K765 Austur A 10964 v D104 ♦ DG1073 + 4 Suður A Á87532 * — ♦ 5 * ÁG10932 Það borgar sig jafnan á spil eins og þessi að halda áfram að melda en Cezari Balicki og Adam Zmudzinski fóru ekki eftir því heilræði við annað borðið: Vestur Norður Austur Suður Zmudz. Bocchi Balicki Duboin lhjarta pass 2hjörtu 3 hjörtu 4 hjörtu 4 spaðar dobl pass pass 4grönd pass 51auf dobV/ 3 hjörtu suðurs sýndu spaða og láglit og 4 grönd báðu suður að segja frá láglitnum sínum. Zmudzinski taldi sig geta hnekkt 5 laufum en tígulásinn varð eini slagur varnar- innar. Raunar vinnast 7 lauf ef vörn- in byrjar ekki á tígli því sagnhafi get- ur fríað spaðalitinn og hent öllum tíglunum í borði niður. Við hitt borðið fóru sagnirnar hærra: Vestur Norður Austur Suður Versace Tuszyn. Lauria Jassem lhjarta pass 2 hjörtu 3hjörtu 4 tiglar pass 4 hjörtu 4 spaðar pass pass ötíglar dobl pass 5spaðar pass pass ögrönd 6 lauf 6 tíglar dobl// Vestur 4 G v ÁK7532 ♦ ÁK84 G Versace og Lauria þóttust vita hvað klukkan sló og ákváðu því að fara upp á sjötta sagnstig. Tuszynski spilaði út laufakóng og þegar Jassem lét hátt lauf í slaginn skipti Tuszynski í hjarta sem Jassem trompaði. Vörnin fékk síðan slag á spaðaás og spilið fór tvo niður, 300 til Póllands en Italar fengu 12 impa. Guðm. Sv. Hermannsson Helgarferð til London 12. október ,31.200 Beínt flug alla llmmtudaga og London er í dag ein eftirsóttasta borg heims- ins, enda býður hún það besta í listum, menn- ingu, næturlífi og verslun. Heimsferðir bjóða nú sjötta veturinn í röð beint leiguflug til Lond- on, en við höfúm stórlækkað verðið fyrir íslenska ferðalanga til þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Aldrei fyrr höfúm við boðið jafn góða gisti- staði og þeir sem bóka strax til þessarar eftirsóttustu borgar heimsins, tryggja sér betra verð en nokkru sinni fyrr. Verð kr. 11.900 Verð kr. 31.200 Verð kr. 23.800 / 2 = 11.900.- Skattar kr. 3.790 ekki innifaldir. Gildir mánudag - funmtudags í okt. Flug og hótel í 4 nætur, Bayswater Inn, fimmtud. - mánudags, 12.okt. Skattar kr. 3.790 ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.600.- Verð kr. 29.300 Flug og hótel í 3 nætur, Bayswater Inn, mán. - fimmtudags. Skattar kr. 3.790 ekki innifaldir. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Innlausnardagur 15. september 2000. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.531.968 kr. 1.906.394 kr. 190.639 kr. 19.064 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.698.053 kr. 1.000.000 kr. 1.539.611 kr. 100.000 kr. 153.961 kr. 10.000 kr. 15.396 kr. 2. flokkur 1995: Nafnveró: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.380.216 kr. 1.000.000 kr. 1.476.043 kr. 100.000 kr. 147.604 kr. 10.000 kr. 14.760 kr. 1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: Innlausnarveró: 1.000.000 kr. 1.244.916 kr. 100.000 kr. 124.492 kr. 10.000 kr. 12.449 kr. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og veróbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf íbúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík | Sími 569 6900 I Fax 569 6800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.