Morgunblaðið - 13.09.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 13.09.2000, Qupperneq 39
M()R<;i’Nln.AÍ)JÐ MIÐWKUDAGUR13.' SEPTBMBER 2000 39 Morgunblaðið/Guðmundur Páll Amarson íslenska landsliðið ber saman bækur sínar í Maastricht. Frá vinstri eru Þorlákur Jónsson, Magnús Magnússon, Þröstur Ingimarsson og Matthías Þorvaldsson. Olympíumótið í brids Italar Olympíumeistarar eftir þriggja áratuga hlé BRIDS Maa.stricht ÓLYMPÍUMÓTIÐ Ólympíumótið í brids var haldið í Maastricht dagana 27. ágúst til 9. september. Island tók þátt í opnum flokki og endaði í 5.-8. sæti. Hægt er að lesa nánar um mótið á Netinu, t.d. á slóðinni www.bridgeolympiad.nl ÍTALAR lögðu Pólverja að velli í úrslitaleik Ólympíumótsins í brids á laugardag og hrepptu Ólympíu- meistaratitilinn í fjórða skipti en Bláa sveitin ítalska vann mótið þrisv- ar í röð árin 1964, 1968 og 1972. Úr- slitaleikurinn var býsna spennandi. ítalar náðu snemma talsverðu for- skoti og munurinn var 60 impar á tímabili en Pólverjar náðu að minnka muninn og fyrir síðustu lotu var hann kominn niður í 19 stig. I síðustu lotunni skoruðu Pólverjarnir 30 stig í fyrstu 9 spilunum og komust 10 imp- um yfir en ítalar áttu góðan enda- sprett og leiknum lauk 269-249 fyrir Ítalíu. ítalska liðið er skipað sömu spilur- um og unnu Evrópumótið árið 1999. Þeir heita Norberto Bocchi, Giorgio Duboin, Dano de Falco, Guido Ferr- aro, Lorenzo Lauria og Alfredo Versace. í kvennaflokki kepptu Bandaríkin og Kanada til úrslita. Sá leikur varð aldrei sérlega spennandi því Banda- ríkjamenn höfðu mikla yfirburði og unnu að lokum 176-144. Bandarísku Ólympíumeistai-amir heita Mildred Breed, Petra Hamman, Joian Jack- son, Robin Klar, Shawn Quinn og Peggy Sutherlin. Góður árangur Islands Þótt íslendingar hafi verið slegnir út úr 8 liða úrslitum Ólympíumótsins er 5.-8. sætið árangur sem íslenskir bridsáhugamenn geta verið stoltir af. íslendingar skutust upp á stjörnuhimininn í brids árið 1991 þegar þeir unnu Bermúdaskálina öll- um að óvörum. Það má segja að þátt- taka íslands á alþjóðamótum hafi síðan staðið nokkuð í skugga þessa árangurs enda erfitt fyrir litla þjóð að vinna slík afrek aftur. Því má þó ekki gleyma að á síðasta áratug hafa Islendingar verið í fremstu röð bridsþjóða í heiminum og um það vitna margir Norðurlandameistara- titlar, heimsmeistaratitill í blandaðri sveitakeppni, heimsmeistaratitill í einmenningi, ítrekað sæti meðal 10 efstu þjóða á Evrópumótum og að auki tvívegis sæti í átta liða úrslitum á Ólympíumótum, 1996 og í ár. Eina bakslagið kom á síðasta ári þegar ísland endaði um miðjan hóp á Evrópumótinu en þá ríkti raunar einskonar millibilsástand, landsliðs- spilarar áranna á undan voru að draga saman seglin og nýir menn að koma fram á sjónarsviðið. Skipulögð landsliðsvinna hófst aft- ur í vetur og árangurinn hefur ekki látið standa á sér. Fram eru komnir ungh- spilarar sem hafa sýnt að þeir eru fullfærir um að taka upp merkið og ef allt gengur eftir áætlun gefur árangurinn í Maastricht góðar vonir um að Islendingar tryggi sér á næsta Evrópumóti þátttökurétt í keppninni um Bermúdaskálina á ný. Og hver veit... Köflóttur úrslitaleikur Spilamennskan í úrslitaleiknum í Maastricht var ekki alltaf upp á það besta þótt vafalaust hafi tvö bestu liðin á Ólympíumótinu mæst í úr- slitaleiknum. Óvenjumargar sveiflur komu í slemmuspilum og féllu þær til beggja liða. í þessu spili höfðu Pól- verjar mun betur: Vestur gefur, enginn á hættu Norður ♦ 85 v G986 ♦ 52 ♦ AD932 Vestur Austur A KDG1074 A 9632 r D * 7542 ♦ 106 ♦ G43 * 10876 * KG Suður * Á VÁK103 * ÁKD987 * 54 Vestur Norður Austur Suður Balicki Bocchi Zmudz. Duboin 3 spaðar pass 4 spaðar dobl// Pólverjarnir gerðu ítölunum erfitt fyrir í sögnum, og þar sem Bocchi taldi ólíklegt að þeir Duboin ættu slemmu ákvað hann að reyna að tryggja sér töluna með því að passa 4 spaða doblaða. En þótt NS ættu mik- ið af ásum og kóngum tókst þeim að- eins að fá 5 slagi í vörninni, 300 til Italíu. Við hitt borðið byrjuðu sagnir einu sagnstigi neðar og Pólverjarnir nýttu sér það: Vestur Norður Austur Suður Lauria Tuszyn. Versace Jassem 2 spaðar pass 3 spaðar dobl pass 4 hjðrtu pass 4 spaðar pass 5 lanf pass Btíglar pass 6hjörtu pass 7 hjörtu// Bæði Piotr Tuszynski og Krzyszt- of Jassem sögðu nokkuð hressilega á spilin sín, Tuszynski með því að segja 5 lauf og stökkva í 6 hjörtu og Jassem með því að lyfta í alslemmu. Austur spilaði út hjarta og þegar drottningin kom frá vestri undir ás- inn var þungu fargi létt af sagnhafa. Hann tók spaðaás, spilaði trompi á áttuna, trompaði spaða með kóng og tók trompin. Þegar tígullinn lá 3-2 var alslemman í húsi, 1510 til Pól- lands og 15 impar. Þetta skiptingarspil í næstsíðustu lotunni meðhöndluðu ítalar betur: Vestur gefur, NS á hættu Norður * KD v G986 * 962 * K765 Austur A 10964 v D104 ♦ DG1073 + 4 Suður A Á87532 * — ♦ 5 * ÁG10932 Það borgar sig jafnan á spil eins og þessi að halda áfram að melda en Cezari Balicki og Adam Zmudzinski fóru ekki eftir því heilræði við annað borðið: Vestur Norður Austur Suður Zmudz. Bocchi Balicki Duboin lhjarta pass 2hjörtu 3 hjörtu 4 hjörtu 4 spaðar dobl pass pass 4grönd pass 51auf dobV/ 3 hjörtu suðurs sýndu spaða og láglit og 4 grönd báðu suður að segja frá láglitnum sínum. Zmudzinski taldi sig geta hnekkt 5 laufum en tígulásinn varð eini slagur varnar- innar. Raunar vinnast 7 lauf ef vörn- in byrjar ekki á tígli því sagnhafi get- ur fríað spaðalitinn og hent öllum tíglunum í borði niður. Við hitt borðið fóru sagnirnar hærra: Vestur Norður Austur Suður Versace Tuszyn. Lauria Jassem lhjarta pass 2 hjörtu 3hjörtu 4 tiglar pass 4 hjörtu 4 spaðar pass pass ötíglar dobl pass 5spaðar pass pass ögrönd 6 lauf 6 tíglar dobl// Vestur 4 G v ÁK7532 ♦ ÁK84 G Versace og Lauria þóttust vita hvað klukkan sló og ákváðu því að fara upp á sjötta sagnstig. Tuszynski spilaði út laufakóng og þegar Jassem lét hátt lauf í slaginn skipti Tuszynski í hjarta sem Jassem trompaði. Vörnin fékk síðan slag á spaðaás og spilið fór tvo niður, 300 til Póllands en Italar fengu 12 impa. Guðm. Sv. Hermannsson Helgarferð til London 12. október ,31.200 Beínt flug alla llmmtudaga og London er í dag ein eftirsóttasta borg heims- ins, enda býður hún það besta í listum, menn- ingu, næturlífi og verslun. Heimsferðir bjóða nú sjötta veturinn í röð beint leiguflug til Lond- on, en við höfúm stórlækkað verðið fyrir íslenska ferðalanga til þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Aldrei fyrr höfúm við boðið jafn góða gisti- staði og þeir sem bóka strax til þessarar eftirsóttustu borgar heimsins, tryggja sér betra verð en nokkru sinni fyrr. Verð kr. 11.900 Verð kr. 31.200 Verð kr. 23.800 / 2 = 11.900.- Skattar kr. 3.790 ekki innifaldir. Gildir mánudag - funmtudags í okt. Flug og hótel í 4 nætur, Bayswater Inn, fimmtud. - mánudags, 12.okt. Skattar kr. 3.790 ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.600.- Verð kr. 29.300 Flug og hótel í 3 nætur, Bayswater Inn, mán. - fimmtudags. Skattar kr. 3.790 ekki innifaldir. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Innlausnardagur 15. september 2000. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.531.968 kr. 1.906.394 kr. 190.639 kr. 19.064 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.698.053 kr. 1.000.000 kr. 1.539.611 kr. 100.000 kr. 153.961 kr. 10.000 kr. 15.396 kr. 2. flokkur 1995: Nafnveró: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.380.216 kr. 1.000.000 kr. 1.476.043 kr. 100.000 kr. 147.604 kr. 10.000 kr. 14.760 kr. 1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: Innlausnarveró: 1.000.000 kr. 1.244.916 kr. 100.000 kr. 124.492 kr. 10.000 kr. 12.449 kr. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og veróbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf íbúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík | Sími 569 6900 I Fax 569 6800
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.