Morgunblaðið - 03.11.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 03.11.2000, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp byggt á niðurstöðum nefndar um tekjustofna sveitarfélaga 3,7 milljarðar til sveitarfélaganna Morgunblaðið/Þorkell Jón Kristjánsson formaður nefndar um tekjustofna sveitarfélaga, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Standandi eru Unnar Stefánsson starfsmaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga og Viihjálmur Þ. Vilhjálmsson forrnaður sambandsins. PÁLL Pétursson félagsmála- ráðherra greindi frá því í gær, á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjármál sveitarfé- laga, að hann hygðist á næstu dög- um leggja fram frumvarp sem byggist á niðurstöðum nefndar um tekjustofna sveitarfélaga. Hann sagði að í frumvarpinu fæl- ist meðal annars að hámarks- heimild sveitarfélaga til útsvars- álagningar yrði hækkuð í tveimur áföngum, alls um 0,99% og að tekju- skattsprósenta ríkisins myndi lækka um 0,33%. Lagt er til að frá 1. janúar 2001 hækki hámarksheimild til útsvars- álagningar um 0,66% og verði þá 12,70% í stað 12,04% og að frá 1. janúar 2002 hækki hún um 0,33% og verði þá 13,03% í stað 12,70%. Lagt er til að 0,33% lækkun tekjuskatts- prósentunnar komi öll til fram- kvæmdar 1. janúar 2001, um 0,33%. Álagningarstofn fasteigna- skatts verði fasteignamat Páll sagði að í frumvarpinu fælist einnig að álagningarstofn fast- eignaskatts verði fasteignamat. „Breytingin hefur í för með sér verulega lækkaðar álögur fyrir ein- staklinga og fyrirtæki utan höfuð- borgarsvæðisins, en með þessari breytingu er skatturinn lagður á raunverulegt verðmæti fasteigna," sagði Páll. Einnig sagði hann að ríkið legði 700 milljónir á fjáraukalögum þessa árs og 700 milljónir á fjár- aukalögum næsta árs í fólksfækk- unar- og þjónustuframlög. Þannig færu samtals um 3,7 milljarðar króna beint úr ríkissjóði til sveitar- félaganna, það er að segja 1250 milljónir vegna tekjuskatts, 1100 milljónir til að leiðrétta fasteigna- skatt og 1400 milljónir vegna fólks- fækkunar- og þjónustuframlaga, auk þess sem hærri álagningar- heimild myndi færa þeim um 2500 milljónir í tveimur áföngum. „Rétt er að undirstrika að verk- efni [tekjustofna]nefndarinnar var að tryggja að tekjustofnar sveitar- félaga væru í samræmi við þau verkefni sem sveitarfélögum er lög- skylt að sinna. Aldrei var meiningin að tekjuauki sveitarfélaganna kæmi eingöngu frá ríkinu," sagði Páll og benti auk þess á að sjálfstæði sveit- arfélaganna fylgir ábyrgð og mögu- leikar til ákvarðanatöku hjá sveit- arstjórnarmönnum. Páll velti upp þeirri spurningu hvort sveitarfélög muni nota álagn- ingarheimildirnar að fullu, en benti á þörfin væri mjög misjöfn. Hann tók fram að ónýtt heimild í útsvari væri um 400 milljónir miðað við álagningu árið 1999, vegið meðal- útsvar væri 11,96%, en hámark 12,04%. Hann sagði einnig að ekki yrði endilega um skattahækkun að ræða hjá þeim sveitarfélögum sem nýttu hækkunarheimildir. „í fyrsta lagi verkar breyting á fasteignaskatta sem skattahækkun þar sem matsverð er lægra en í Reykjavík. í öðru lagi hefur stór- felld hækkun barnabóta verið ákveðin og í þriðja lagi léttir hinn nýi fæðingarorlofssjóður veruleg- um kostnaði af sveitarfélögunum,“ sagði Páll. Umdeilt að ríkið skuli ekki draga enn meir úr skattheimtu Vilhjálmur Þ, Vilhjálmsson, for- maður sambands íslenskra sveitar- félaga, sagði í ræðu sinni að það mikilvægasta við niðurstöður tekju- stofnanefndarinnar væri að nú hefði loks fengist full viðurkenning á þeirri staðreynd að tekjustofnar sveitarfélaga hafi ekki verið í sam- ræmi við lögskyld verkefni þeirra. Komið væri til móts við það sjónar- mið í megintillögu nefndarinnar um hækkun útsvars á næsta ári um 0,66% og 0,33% hækkun á árinu 2002, auk 700 milljóna framlags í jöfnunarsjóð sveitarfélaga á þessu ári og næsta ári. Vilhjálmur sagði að eftir sem áður væru skiptar skoðanir á því hvort þessi leiðrétt- ing nægði til að mæta þeirri stað- reynd að tekjustofnar sveitarfélag- anna hafi ekki verið í samræmi við lögskyld verkefni þeirra. „Það á einnig við þá umdeildu niðurstöðu að ríkið skuli ekki draga úr sinni skattheimtu í samræmi við aukið svigrúm til útsvars á árinu 2002. Fulltrúar sambandsins í tekjustofnanefnd telja að auka þurfi árlegar tekjur sveitarfélag- anna í heild sinni um 6 til 7 millj- arða króna og að nú séu forsendur til að ríkið geti að sama skapi dreg- ið úr skattheimtu sinni. Þeir harma að fulltrúar ríkisvaldsins í nefnd- inni hafi ekki fallist á að koma nægilega til móts við þeirra tillögur og útfærslur þar að lútandi,“ sagði Vilhjálmur. Veruleg ívilnun fyrir íbúa landsbyggðarinnar í ræðu sinni sagðist Geir H. Ha- arde telja að tekjustofnanefndin hefði leyst verkefni sitt vel af hendi. Vitaskuld væri um ákveðna mála- miðlun að ræða af beggja hálfu, en nú þegar niðurstaða hefði náðst yrði að tryggja framgang málsins og jafnframt að huga að því hvernig samráði og samskiptum ríkis og sveitarfélaga mætti best fyrir koma í framtíðinni. Geir sagði að sú breyting að ríkið tæki að sér að greiða tekjutap sveit- arfélaganna vegna breyttrar við- miðunar við álagningu fasteigna- gjalda, sem næmi um 1100 milljónum króna, væri veruleg ívilnun fyrir íbúa landsbyggðarinn- ar, bæði fólk og fyrirtæki. Auk þess greiddi ríkissjóður á þessu ári og næsta 700 milljónir króna í Jöfnun- arsjóð sveitarfélaga. Geir sagðist ekki telja að það væri eðlileg krafa að ríkið lækkaði tekjuskatt til jafns við aukningu út- svarsheimilda. „Það tekjutap sem sveitarfélögin kunna að hafa orðið fyrir undanfar- in ár, eða kostnaður vegna aukinna verkefna, hefur ekki leitt til auk- inna tekna ríkissjóðs nema þá í und- antekningatilfellum," sagði Geir og benti auk þess á að sveitarfélögin hefðu verið rekin með tapi allan þennan áratug en að það stafaði ekki nema að hluta til af skattaleg- um aðgerðum ríkisvaldins. Því væri óeðlilegt að krefjast þess að ríkið mætti þessu tapi að fullu með eftir- gjöf á sínum tekjustofnum, en tekjutapi sveitarfélaganna yrði einnig að mæta með því að auka al- mennt svigrúm sveitarfélaganna til að auka tekjur sínar. „Eg er reyndar þeirrar skoðunar að útsvarsálagningarheimildin eigi að vera rúm og þar með svigrúm forsvarsmanna sveitarfélaganna til að afla tekna í bæjar- eða sveitar- sjóði,“ sagði Geir og sagðist telja eðlilegt að þeir bæru ábyrgð á þeim skattbreytingum sem þeir teldu þörf á og tækju ákvörðun um. Geir sagði einnig að tillögur tekjustofnanefndar myndu leiða til þess að staða ríkissjóðs yrði á næsta ári nokkru lakari en gert væri ráð fyrir í fjárlagafrumvarp- inu, eða sem næmi rúmlega 3 millj- örðum króna, þar af næmi lækkun tekjuskatts um 1250 milljónum. „Það verður erfitt að bæta lakari stöðu ríkissjóðs með aðgerðum á öðrum sviðum og því tel ég mjög mikilvægt að auknar tekjur sveitar- félaga renni til þess að bæta fjár- hagsstöðu þeirra en leiði ekki til aukinna útgjalda," sagði Geir. Garrí Kasparov fallinn af stalli SKAK L o n d o n KASPAROV - KRAMNIK 8.10-4.11.2000 SKÁK VLADIMIR Kramnik tókst það sem flestum þótti óhugsandi í upp- hafi og sigraði í einvíginu við Kasparov. Fimmtándu skákinni lauk með jafntefli og eftir hana er staðan 8‘á-61á, Kramnik í vil. Til að bæta gráu ofan á svart, þá tap- aði Kasparov einvíginu án þess að takast að vinna skák og hefur reyndar aldrei náð að sigra Kramnik í kappskák. Það þarf að leita langt aftur í sögu heims- meistaraeinvígja til að finna heimsmeistara sem tapaði einvígi án þess að vinna eina einustu skák. Líklega gerðist það síðast í einvígi þeirra Capablanca og Laskers 1921. Þetta verður að telj- ast frekar dapurlegur endir á 15 ára glæstum ferli Kasparovs sem heimsmeistara, þar sem baráttu- gleði, frumleiki og góður undir- búningur hafa verið einkenni hans. Framtíðin verður að leiða í ljós hvort hann nær sér aftur á strik. Kasparov er hins vegar greinilega einn af fáum, sem eru spámenn í sínu eigin föðurlandi, því hann sagði einmitt fyrir mörgum árum, að Kramnik mundi taka við af sér sem heimsmeistari. Menn eru sammála um að miðað við taflmennskuna var Kramnik, sem er fyrrverandi nemandi og að- stoðarmaður Kasparovs, mjög vel að sigrinum kominn og verður nú að teljast sterkasti skákmaður heims. Kramnik sýndi ótvírætt hversu ánægður hann var með sig- urinn að skákinni lokinni þegar hann rak báðar hendur með kreppta hnefa á loft. Með þessum úrslitum er Kasparov fallinn af stalli sem óumdeilanlega sterkasti skákmaður heims. Þótt honum tækist að vinna titilinn aftur þá hefur Kramnik sýnt, að Kasparov er ekki lengur einn á toppnum. Kasparov, sem hafði hvítt í 15. skákinni, tefldi katalónska byrjun í fyrsta sinn í einvíginu og náði fljótlega heldur betri stöðu. Kramnik varðist sem fyrr mjög vel og eftir 38 leiki varð Kasparov ljóst, að engir vinningsmöguleikar voru í stöðunni og bauð Kramnik jafntefli. 15. einvígisskákin Hvítt: Kasparov Svart: Kramnik Katalónsk byrj- un l.d4 Nú er það Kasparov sem tekur málin í sínar hendur og leikur í fyrsta skipti í einvíginu 1. d4, enda væntanlega orðinn þreyttur á að berja höfðinu við Berlínarmúr Kramniks. l...Rf6 2.c4 e6 3.g3 d5 Eftir þetta fer byrjunin yfir í Katalónska vörn. Kramnik ætlar að tefla traust, enda engin ástæða til annars. 4.Bg2 Be7 5.Rf3 0-0 6.0-0 dxc4 7.Dc2 a6 8.Dxc4 b5 9.Dc2 Bb7 10.Bd2 Vel þekkt staða, sem kom m.a. upp í heimsmeistaraeinvígi Karp- ovs og Kasparovs 1984. Stöðumynd 1 10.. .Be4 ll.Dcl Bb7 12.Bf4 Bd6 13.Rbd2 Rbd7 14.Rb3 Bd5 15.Hdl De7 Þetta var eitt af fáum skiptum í einvíginu sem Kasparov hafði um- talsvert betri tíma en Kramnik. Hann hafði notað 20 mínútur, en Kramnik 50. 16.Re5 Bxg2 17.Kxg2 Rd5 (Stöðumynd 1) Hvítur hefur nú aðeins betri stöðu þar sem veikleika má finna á drottningarvæng svarts. 18.Rc6 Rxf4 19.Dxf4 De8 19.. .Bxf4 gekk ekki vegna 20. Rxe7 og hvítur vinnur. 20. Df3 e5 Svartur nær að losa um sig með þessum leik. 21. dxe5 Rxe5 22.Rxe5 Dxe5 23.Hd2 Hae8 24.e3 He6 25.Hadl Stöðumynd 2 Hf6 26.Dd5 De8 Kramnik forðast drottningar- uppskipti, líklega í fyrsta skipti í einvíginu, en hann hefur sýnt mikla útsjónarsemi í endatöflum. 27.Hcl g6 28.Hdc2 h5 Kasparaov var nú orðinn nokkuð tímanaumur, átti eftir 12 mínútur á næstu 12 leiki, en Kramnik átti 20 mínútur til góða. 29.Rd2 Hf5 30.De4 c5 31.Dxe8 Hxe8 Loks nær Kasparov drottning- aruppskiptum og fær þar með betra tækifæri til að reyna að færa sér peðameirihlutann á kóngs- vængnum í nyt. 32.e4 Hfe5 33.f4 H5e6 34.e5 Be7 35.b3 f6 36.Rf3 fxe5 37.Rxe5 Hd8 38.h4 Hd5 og hér var samið jafntefli að tillögu Kasparovs. (Stöðumynd 2) Eftir skákina tók Kasparov af allan vafa um það að hann hefði undirbúið sig rækilega fyrir ein- vígið. Kramnik hefði einfaldlega snúið á hann, þannig að hann gat aldrei sýnt það sem hann hafði undirbúið. Menn ættu eftir að sjá það á næstu stórmótum, að hann hefði haft fjölmargar öflugar nýj- ungar í handraðanum. Kasparov sagði að í einvíginu hefði hann ekki haft neinar góðar byrjanir til að tefla gegn byrjana- vali Kramniks og það hefði haft áhrif á taflmennskuna. Kramnik svaraði að það væri nú kannski ekki skýringin á úrslitunum, því um miðbik einvígisins hefði sér lið- ið svipað. Það má sjá á svörum Kramniks á blaðamannafundum, að hann berst einnig fyrir sínu ut- an skákborðsins. Síðasta skákin í einvíginu verður tefld á laugardag og hefst klukkan 15 að íslenskum tíma. Það var um það samið fyrir einvígið, að allar 16 skákirnar skyldu tefldar. Unglingameistaramót íslands Skáksamband íslands heldur Unglingameistaramót íslands 2000 (fyrir skákmenn f. 1980 og síðar) dagana 3.-5 . nóvember. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad- kerfi. Keppnin hefst klukkan 19:30 í kvöld í Hellisheimilinu, Þöngla- bakka 1 í Mjódd. Atskákmót Reykjavíkur Atskákmót Reykjavíkur stendur nú yfir í Hellisheimilinu. Davíð Ól- afsson er efstur eftir fjórar um- ferðir með fjóra vinninga. Arnar E. Gunnarsson og Kristján Eð- varðsson eru í 2.-3. sæti með 3Á vinning. Keppninni lýkur á mánudagskvöld í Hellisheimilinu. Daði Örn Jónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.