Morgunblaðið - 03.11.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 03.11.2000, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ 48 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 í. Sögulegur jöfnuður Stórmennalundur verði nýttur til að jafna aðstöðumun ráðherra. Sálfræðin kann margvís- legar skýringar á þeirri djúpstæðu þörf mannsins að reisa sér minnisvarða. Flestar tengjast þær á einn eða annan veg vitneskjunni um eigin for- gengileika, vitundinni um hin al- gjöru endalok; sjálfum dauðan- um, þessari „andstyggð mann- legs lífs“ svo vísað sé til atóm- kveðskapar stórskáldsins Steinþórs frá Hala. Þar eð stjórnmálamenn líkjast einna helst öðru fólki verður að ætla að þörf þeirra fyrir bauta- steina sé af sama toga. Um leið varpar hún ljósi á hversu erfítt hlutskipti það getur reynst að > veljast til forustustarfa sökum hæfileika sinna, fórnfýsi og dugn- aðar. Af einhverjum sökum, sem þarfnast skýringa, sýnast stjórn- málamenn vantreysta framtíðinni og óttast að komandi kynslóðir VIÐHORF hvort ekki _ , kunnaað metaframíag þenra eða að fórnfúst starf í þágu lands og þjóðar gleymist bæði öldungis og gjörsamlega. Þennan misskilning hefur því miður reynst erfítt að uppræta enda er það af þessum sökum, sem margir stjórnmála- menn telja hyggilegast að reisa sér sjálfir minnisvarða. Það er yf- irleitt gert á þann veg að hús eða önnur mannvirki eru reist fyrir almannafé. Við þetta er auðvitað ekkert að athuga enda eru allar ákvarðanir stjórnmálamanna um meðferð opinberra fjármuna réttar sam- kvæmt skilgreiningu. Þessi skip- an mála hefur hins vegar ákveð- inn vanda í för með sér, sem varðar jafnstöðu stjórnmála- manna í þessu viðfangi. Nú hefur samgönguráðherra lýðveldisins bæst í hópinn og hyggur á húsbyggingu. Sturla Böðvarsson áformar hins vegar að fara nýjar leiðir því hugmynd ráðherrans er sú, að fyrirtæki beri kostnaðinn við minnisvarð- ann. Sérstök ástæða er til að fagna því að ráðherrann horfi til einka- framtaksins í þessu efni. Bautasteinninn verður í formi mikillar samgöngumiðstöðvar, sem rísa á úr alfaraleið við rætur Öskjuhlíðar, skammt frá Naut- hólsvík. Með þessu móti verður í senn unnt að reisa miðstöðina fjarri öllum helstu samgönguæð- • um á höfuðborgarsvæðinu og eyðileggja bæði Nauthólsvík og Óskjuhlíð með einni og sömu framkvæmdinni. Samgönguráðherra hefur að undanförnu sýnt Reykjavík sér- stakan áhuga og aukið þannig vinsældir sínar og flokks síns í höfuðborginni. Sterk pólitísk staða ráðherrans ætti ekki að koma neinum á óvart enda fékk listi sá, sem hann fór fyrir, hvorki fleiri né færri en 2.826 atkvæði í síðustu kosningum. Til saman- burðar má nefna að 2.351 íbúi býr S við Hraunbæ í Reykjavík. Þótt flestir geti vísast tekið undir nauðsyn þess að Öskjuhlíð og Nauthólsvík verði eyðilagaðar um leið og samgöngumiðstöð ráð- herrans rís, vaknar sú spuming hvort ekki megi tryggja aukið jafnræði með ráðamönnum hvað bautasteina varðar um leið og t dregið verði úr þeim kostnaði, sem slíkum minnisvörðum er jafnan samfara. Sjálfgefið er að samfélagið þakki því fólki, sem velst til hárra embætta sökum hæfni sinnar og verðleika, óeigingjarnt starf landi og lýð til heilla. Vitanlega er mik- ilvægt að haldið sé til skila arf- leifð þeirra, sem skarað hafa fram úr samferðafólki sínu og lagt hafa á sig erfið (og oft van- þakklát) þjónustustörf fyrir landsmenn alla. En í þessum efn- um er aukins jafnaðar þörf. Við blasir að svigrúm tiltekinna ráð- herra er takmarkað þar eð emb- ætti þeirra bjóða ekki upp á sömu tækifæri til mannvirkjagerðar og önnur. Því skal eftirfarandi lagt til: Gerð verði stytta í lifanda lífi af hverjum þeim Islendingi, sem gegnir embætti ráðherra. Stytt- urnar verði allar jafnstórar, mið- að verði við fimm hæða hús, en önnur útfærsla verði á valdi við- komandi listamanns. Afsteypu af styttunni verði komið fyrir í kjör- dæmi ráðherrans, að höfðu sam- ráði um staðarval við heima- menn. Frumgerðin verði hins vegar sett upp í svonefndum „Stórmennalundi" á Þingvöllum. Rekstur Stórmennalundar falli undir Þjóðmenningarhús (og þá er átt við það, sem starfrækt er nærri Lýðveldisgarðinum í Reykjavík en ekki samnefnda stofnun, sem Nicolae Ceausescu kom á fót í Búkarest). Lagt er til að mikilmennadeild verði stofnuð við Þjóðmenningarhús og hafi hún umsjón með flutningum á styttum og sýningahaldi heima sem erlendis. Riddaralið ríkisins haldi uppi öryggisgæslu í Stór- mennalundi og tryggi að spjöll verði ekki unnin á minnisvörðun- um. Ljóst er að með stofnun Stór- mennalundar og mikilmenna- deildar Þjóðmenningarhúss yrði unnt að slá mökk af flugum í einu höggi. Jafnstaða ráðamanna yrði tryggð og dregið yrði verulega úr kostnaði þeim, sem fylgt hefur minnisvarðagerð til þessa. Með því að koma fyrir afsteypum heima í héraði yrði enn jöfnuð aðstaða fólks í dreifbýli og þétt- býli. Ekki er að efa að Stór- mennalundur myndi auka virð- ingu fyrir störfum stjórnmála- manna, sem er ekki vanþörf á, líkt og dæmin sanna. Stór- mennalundur myndi og laða að sér mikinn fjölda bæði íslenskra og erlendra ferðamanna. Minja- gripasala myndi skapa tekju- möguleika. Líkt og gert hefur verið hér á landi á sviði markaðs- væðingar væri við hæfi að leita einnig fyrirmynda í Rússlandi í þessu efni. Rússar selja árlega milljónir af smástyttum af Vlad- ímír Lenín og hafa af því miklar tekjur. í nafni byggðastefnu færi vel á því að minjagripagerð færi eingöngu fram í dreifbýli og er ekki að efa að hún myndi skapa fleiri störf en t.a.m. „Landskrá lausafjármuna“, sem viðskipta- ráðherra mun hafa boðað að flutt yrði til Ólafsfjarðar. Nú hefur komið í ljós að sú merka stofnun er ekki til. Jöfnun aðstöðumunar er mjög haldið á lofti í íslenskri þjóðmála- umræðu og er það vel. Sú tillaga, sem hér hefur verið kynnt, er í sama anda og varðar jafnstöðu ís- lenskra ráðamanna gagnvart dómi sögunnar. MINNINGAR EGGERT KRISTJÁNSSON + Eggert Kristjáns- son fæddist í Ól- afsvík 14. ágúst 1923. Hann lést 25. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru María Guðmundsdóttir, f. 1891, d. 1944, og Krisfján Guðmunds- son, f. 1884, d. fyrir 1930. Systkini Egg- erts voru Sigurást Aðalheiður Krist- jánsdóttir, f. 11. sept- ember 1917, d. 12. ágúst 1984, lengst af búsett í Reykjavík, og Stefán Scheving Kristjánsson, f. 24. mars 1920, bóndi í Götu í Hrunamannahreppi. Eggert missti föður sinn bam að aldri og hafði móðir hans hvorki efni né aðstæður til þess að ala önn fyrir börnum sínum svo systkinin vora send hvert í sína áttina. Eggert og Sigurást voru þó áfram á Snæfellsnesinu, hann hjá Mettu fóstru sinni og hennar manni, en Stefán var sendur suður og hitti ættingja sina ekki aftur í tæp fimmtíu ár. Eggert bjó mestan part ævi sinnar í Ól- afsvík, bæ sem hann var afar stoltur af. Sem fullorðinn mað- ur hélt hann til hjá hjónunum Jóhönnu Krisljánsdóttur og Guðmundi Jenssyni og síðar dóttur þeirra og tengdasyni, Jennýju Guðmundsdóttur og Jónasi Gunn- arssyni. Eggert fékkst við ýmis al- menn störf á lífsleiðinni, fór ung- ur til sjós, var í vegavinnu og málningarvinnu og var siðast bæj- arstarfsmaður hjá Ólafsvíkurbæ. Útför Eggerts fer fram frá ÓI- afsvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Vinur okkar Eggert Kristjánsson er látinn. Það er erfitt að trúa því að hann birtist ekki í dyrunum og láti í sér heyra, eitthvað um það sem hefði nú mátt gera betur eða hefði átt að vera ógert. Hann hafði alltaf tilbúin verk sem eftir var að koma í fram- kvæmd, enda mikill ákafamaður. Eggert Kristjánsson var fæddur í Ólafsvík 14. ágúst 1923 og því sjötíu og sjö ára gamall er hann lést. For- eldrar hans voru þau María Guð- mundsdóttir og Kristján Guðmunds- son, bæði fædd og uppalin í Ólafsvík. Segja fróðir menn að ætt Eggerts sé ein .þeirra ætta sem lengst megi rekja í sögu Ólafsvíkur. Örlögin höguðu því þannig að Eggert var tekinn í fóstur sex ára gamall af Mettu Kristjánsdóttur og manni hennar Jóhanni Kristjáns- syni, og átti hann heimili hjá þeim uns Metta lést árið 1960. Eggi eins og hann var alltaf kallaður ólst upp við hlýju og umhyggju fósturmóður sinnar og fjölskyldunnar enda mun yngri en uppeldissystkinin. Hann bar einstakan hlýhug og virðingu fyrir Mettu sem hann kallaði alltaf mömmu og var tilbúinn til að leggja á sig ómælt erfiði til að létta henni sporin, enda alltaf ólatur og sporlétt- ur. Böm hennar, þau Sigríði, Guð- mund, Kristján og Bárð, leit hann á sem systkin og var það gagnkvæmt. Hann lauk hefðbundinni skóla- göngu eins og hún gerðist á þeim tíma og vann jafnhliða þau störf er til féllu. A heimilinu var alltaf stundað- ur búskapur með annarri vinnu, hestar voru hafðir til að létta bú- störfin og til ferðalaga. Eggi minnt- ist oft á að hann sem unglingur hafi þurft að sækja hestana langar leiðir, jafnvel uppí Seljadal sem er góður spölur, og hafi hann þá oft þurft að taka sprettinn. Á þessum ferðum lærði hann öll örnefni og kennileiti í nágrenni Ólafsvíkur og hann var sannarlega minnugur á þau og óspar að miðla þekkingu sinni til annarra. Eggi fór á sjó með Jóhanni og bræðrum sínum en Jóhann átti bát sem þeir gerðu út á. Síðar var hann á sjó með Guðmundi bróður sínum. Það er minnisstætt að hafa heyrt frá því sagt að ungir menn voru tveir saman uppá einn hlut þegar þeir voru að byija að beita og fara á sjó, þannig var það með Egga, en aldrei heyrðist að honum hafi fundist eitt- hvað ranglæti í því fólgið. Á þessum árum var uppbygging vegakerfisins hafin og það þótti eftirsóknarvert að komast í vegavinnu. Eggi var einn þeirra ungu manna sem unnu að vegagerð á Fróðárheiði og í Staðar- sveit. Vegavinnan var mikið ævintýri og þar kynntist hann nýju fólki og bast vinaböndum sem héldu ævina á enda. Má þar nefna fjölskylduna á Ölkeldu, en Þórður og Margrét kona hans opnuðu heimili sitt fyrir Egga. I ágúst sl. bauð unga fólkið, afkom- endur Þórðar og Margrétar, sem nú búa á Ölkeldu, Egga í heimsókn. Þau tóku á móti honum, á sama hátt og vinur hans Þórður hafði gert fyrrum. Þegar bygging Hraðfiystihúss K.F. Dagsbrúnar hófst um 1950 vann Eggi þar, hann tók þátt í smíðavinnunni og hóf síðan störf hjá frystihúsinu, keyrði traktor og land- aði fiski. Öll sú uppbygging var mik- ið ævintýr, unnið var frá morgni til kvölds og allar helgar, og þetta átti við minn mann, aldrei var kvartað undan of mikilli vinnu. Síðar vann Eggi hjá Sævari Þóijónssyni mál- arameistara og í málningarvinnunhi naut hann sín til fulls, fór á milli staða með Sævari og hafði skoðun á flestu sem var verið að vinna við og auðvitað mönnum og málefnum. Þegar sjóninni fór að hraka hætti hann málingavinnunni, fór þá að vinna hjá Ólafsvíkurbæ og vann þar um áratugs skeið. Þar eignaðist hann góða kunningja sem honum þótti fengur í að eiga samskipti við og reyndust honum góðir félagar. Nú er kominn vetur að nafninu til, haustið hefúr farið um okkur mildum höndum og víða má enn líta fallega liti haustsins í hlíðum og holtum. Þeir hafa verið margir fallegir haust- dagamir, einn slíkan kvaddi Eggi okkur. Það var gott hans vegna því vetur- inn var framundan, það var ekki sá árstími sem honum féll best, hann sofnaði í rúminu sínu og vaknaði ekki aftur héma megin. Fyrir okkur er það mikil breyting að hann sé ekki lengur hjá okkur því hann hefur verið með fjölskyldu okk- ar í tæp sjötíu ár og umgengist fimm ættliði. Eggi bar hag okkar alltaf fyrir bijósti og sýndi okkur á sinn hátt væntumþykju sína, hann var ekki allra en þeir sem komust inn fyrir skelinni fóru ekki varhluta af því sem innra bjó. Hver er sem veit, nær daggir drjúpa, Hvar dafnar fræ, sem ná skal hæst. Hver er sem veit, nær knéin kijúpa Við kirkjuskör, hvar guði er næst Fyrst jafnt skal rigna yfir alla, jafnt akurland sem grýtta jörð - skal nokkurt tár þá tapað falla, skal týna sauði nokkur hjörð. Hver er að dómi æðsta góður - Hver er hér smár og hver er stór? - í hveiju strái er himingróður, í hveijum dropa reginsjór. (EinarBen.) Kæri vinur, við þökkum þér sam- fylgdina. Farðu í friði. Jenný og Jónas. Eggert kom inn í „Götufjölskyld- una“ 1971. Systkinin, Eggert og Sig- urást, vissu að þau áttu einn bróður til en vom með rangt nafn á honum og hafði þeim því ekki tekist að hafa uppi á honum. Árið 1971 var Stefán bróðir þeirra svo staddur í Ólafsvík á ferðalagi en var með í farteskinu upplýsingar um Eggert. Hann spurðist fyrir í plássinu um Eggert Kristjánsson og var sagt að það væra frekar tveir en einn með því nafni á staðnum. Stefán sagðist halda að sá sem hann leitaði að væri um fimmtugt, dökkhærður, saman- rekinn og lágvaxinn. Lýsingin pass- aði við annan Eggertinn. Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar bræðumir hittust á ný tæpum fimm áratugum eftir aðskilnaðinn í æsku. Eggert var góð viðbót í „Götufjöl- skylduna“ og skemmtilega líkur bróður sínum, og afa undirritaðrar, á margan hátt. Fjörlegur og hávaða- samur tuðari sem hafði mikla söng- rödd. Hann tók ótæpilega í nefið og hristi aUtaf tóbaksklútinn hraustlega við mismiklar vinsældir ryksugu- þreyttra húsmæðra. Hann var gjafmildur og sérlega góður við krakkana. Hann hafði ein- staklega gaman af knattspymu og lét sig aldrei vanta á línuna þegar Ólsarar vora að keppa og var þá gjarnan mjög kjamyrtur í hvatning- arhrópum sínum. Hin síðari ár kom hann sjaldnar suður í langar heimsóknir. HeUsunni tók að hraka og hann undi því illa. Hann bjó hjá Jennýju og Jónasi til dauðadags því á elliheimih vildi hann aldrei fara, hafði það fyrir víst að þaðan kæmi enginn lifandi út aftur. Hvíl í friði kæri frændi. Ágústa Ragnarsdóttir. Eggi frændi, afi eða jafnvel pabbi á stundum, þetta var allt frekar óljóst þegar við voram krakkar því við vissum ekki almennilega hvernig hann tengdist okkur. Þegar við lítum til baka áttuðum við okkur á að hann var okkur þetta allt. Hann var einn af fjölskyldunni, hann skammaði okkur, huggaði, passaði og var um- hugað um okkur þó hann ætti ekki aUtaf auðvelt með að sýna það. Þegar við komumst til vits og ára kom í ljós að Eggi var ekki skyldur okkur, langamma okkar Metta Kristjánsdóttir hafði tekið hann að sér sem bam. Þegar hún féll frá æxl- aðist það þannig að hann flutti með mömmu og pabba þegar þau byrjuðu að búa í Brautarholti 7 og síðar í 18 og var hjá okkur alla tíð. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir ungt fólk að hafa karlinn inni á heimilinu, hann hafði skoðanir á flestu og lá ekkert á þeim. Eggi fór víða og þekkti allt og alla í bænum og sveitunum í kring og fannst mismikið tU fólks koma og lét það alveg í ljós. Fyrir marga sem ekki þekktu hann nógu vel gat hann oft virkað harður og óvæginn, en hann reyndist okkur og bömunum okkar alltaf vel og átti margar góðar hliðar sem við höfum í seinni tíð lært að meta betur. Þegar við systkinin fóram að koma heim með okkar maka var ekkert þeirra nógu gott fyrir okkur að hans mati, en þegar árin liðu og þetta virtist allt ætla að blessast urðu þau auðvitað vinir hans og hið besta fólk. Eggi okkar, við eigum eftir að sakna þín, athugasemda þinna, ofanígjafa og þá kannski mest hring- inganna á fimm mínútna fresti þegar við voram að ferðast á imlli staða í tvísýnum veðram, því að við vitum að það var ein af þínum aðferðum til að sýna okkur umhyggju og að þér þótti vænt um okkur. Blessuð sé minning þín. Jóhanna, Selma og Illugi Jens Jónasarbörn. Eggert Kristjánsson, eða Eggi frændi, var einn af þeim mönnum sem setja svip á sitt umhverfi og það var sjaldan lognmolla kringum hann. Nú þegar hann er fallinn frá er sam- félagið í Ólafsvík fátækara en áður, því Eggi var áberandi hvar sem hann fór og hann sagði sína meiningu við þá sem hann hitti. Fjölskyldan okkar er líka fátækari en áður, því Eggi bar umhyggju fyrir okkur öllum og hann fylgdist með lífi og starfi okkar. Stundum þótti okkur hann heldur fyrirferðarmikill og afskiptasamur en þannig birtist umhyggja hans. Eggi var í raun ekki frændi okkar, en hann ólst upp og lifði með ættinni okkar og hefur fylgt henni í langan tíma. Hann lifði og starfaði með nokkram ættliðum ættarinnar og því hefur hann verið eins og einn af okk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.