Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000
HESTAR
Undirbún-
ingnr fyrir
ISLAND-
ICA 2001
gengur vel
UNDIRBÚNINGUR fyrir alþjóð-
legu hesta- og hestavörusýninguna
ISLANDICA 2001 er nú í fullum
gangi en sýningin verður haldin í
Laugardalnum 7.-9. september á
næsta ári. Þetta verður í fyrsta sinn
sem slík hestavörusýning er haldin
hér á landi. Stefnt er að stórri sýn-
ingu sem höfða á til allrar fjölskyld-
unnar þar sem sýnt verður allt sem
tengist hestum og hestaíþróttinni.
Einnig verður kynning á íslensk-
um landbúnaði og handverki og
efnt til viðamikillar samkeppni
meðal íslenskra hönnuða um hönn-
un á listmunum tengdum íslenska
hestinum.
Sýningin verður að erlendri fyr-
irmynd og er m.a. horft til Equit-
ana í því sambandi, en erlendis hafa
lengi verið haldnar stórar hesta-
vörusýningar við miklar vinsældir.
Rætt er um að bjóða meðal annars
upp á hestaskrautsýningu í Skauta-
höllinni.
Að sögn Önnu S. Ólafsdóttur hjá
iðnaðarráðuneytinu er nú verið að
vinna að skráningareyðublaði sem
sent verður til hugsanlegra sýn-
enda en viðbrögð við sýningunni
hafa verið góð hér á landi. Nefnd á
vegum iðnaðar-, samgöngu- og
landbúnaðarráðuneytis hefur veg
og vanda af sýningunni, en formað-
ur hennar er Einar Bollason. Stefnt
er að því að halda slíka hestavöru-
sýningu annað hvert ár í framtíð-
inni en þá taki aðrir skipuleggjend-
ur við.
Fannar Jónasson hefur nýlega
verið ráðinn framkvæmdastjóri IS-
LANDICA 2001. Upplýsingar um
sýninguna er hægt að nálgast á
slóðinni www.islandica.com.
---------------------
Nýr samning-
ur um afnot
af Stóðhesta-
stöðinni í
Gunnarsholti
HROSSARÆKTARSAMTÖK Suð-
urlands hafa gert nýjan samning við
landbúnaðarráðuneytið um leigu á
Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti til
næstu fimm ára frá 1. janúar 2001.
Samningurinn var undirritaður á
Selfossi í á miðvikudag. Hrossarækt-
arsamtökin leigja byggingar og aðra
aðstöðu Stóðhestastöðvarinnar
vegna rannsókna á frjósemi íslenska
hestakynsins og þróunarverkefnis í
hrossasæðingum, eins og segir í
samningnum, og bera fulla ábyrgð á
rekstri stöðvarinnar.
Hrossaræktarsamtökin greiða
ekki eiginlega leigu að sögn Hákons
Sigurgrímssonar í landbúnaðarráðu-
neytinu, en fá, samkvæmt samningn-
um, afnot af Stóðhestastöðinni gegn
greiðslu fasteignagjalda og lögboð-
inna trygginga, rafmagns- og hitun-
arkostnaðar auk lóðarleigu. Einnig
er kveðið á um að þau skuldbindi sig
til þess að hafa gott samstarf við
staðarhaldara í Gunnarsholti og
virða umgengnisreglur á staðnum.
Samningurinn gildir til fimm ára
og framlengist um önnur fimm ár ef
honum er ekki sagt upp. Gagnkvæm-
ur uppsagnarfrestur er sex mánuðir.
Hvers vegna að borga hœrra verð
fyrir sömu vöru ?
rotigfiavers/,,
G'____ÆM
s'jom&Aöii;
www^jsma/'h'jlUs ^ar S€M1
Slœsibce & Hafnorflrðl 9®^a9^eraU9U
588-5970 565-5970 KOSTQ ITlinna
tatn QðUi
Nú um helgina er allra síðasta
tækifærið á að gera reyfara-
kaup á rýmingarsölu 66°N
JÉ að Skúiagötu 51
wk ATH!
Gengið inn að aftanverðu
• Utivistarfatnaður
• Vinnufatnaður
• Barnafatnaður
• Gönguskór
Askur
Föstud. 13-19
Laugard. 10-18
Sunnud. 12-18
Opið um helgina