Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íslensk endurtrygging hf. dregur úr starfsemi sinni um næstu áramót Semja verður um endur- tryggingu skipaflotans Yerð á bensíni lækkar OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu í morgun verð á bensíni um 2 kr. og mun lítrinn af 95 oktana bensíni kosta 96 krónur og 98 oktana bensín kr. 100,70 krón- ur. Verð á gasolíu á bíla og skip breytist ekki, en lítrinn af svartolíu hækkar um 65 aura. Samkvæmt upplýsingum frá Olíufélaginu taka verðbreyt- ingar nú mið af breytingu með- alheimsmarkaðsverðs frá októ- ber til nóvember ásamt áhrifum frá stöðu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Talsverðar hreyiíngar hafa verið á eldsneytisverði í nóvem- ber og um miðjan mánuðinn hækkaði það verulega og varð með því hæsta í gasolíutegund- um ó árinu, en síðustu daga hef- ur verðið farið lækkandi, þó engar meiri háttar sveiflur hafi orðið. STARFSEMI íslenskrar endur- tryggingar hf. verður að mestu hætt um næstu áramót í kjölfar þess að ís- lensku tryggingafélögin hafa ákveðið að segja upp endurtryggingarsamn- ingi við fyiirtækið. Stæi'stur hluti ís- lenska skipaflotans, þ.e. skip yfir 100 lestir, hefur verið endurtryggður hjá íslenskri endurtryggingu (IE), gegn- um tryggingafélögin í landinu og þurfa félögin að semja við nýja aðila um endurtryggingu skipatrygginga fyrir áramót. Heildariðgjöld skipa- flotans námu í fyrra um 1.200 milljón- um króna. Gunnai- Felixson, forstjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar (TM), segir að fram að þessu hafi tryggingafélögin keypt af ÍE tryggingavemd á stór- tjónum, en nú verði því hætt og hvert tryggingafélag fyrir sig verði að kaupa endurtryggingu á sinni starf- semi á markaði erlendis. Að sögn Gunnars hefur harðnað á dalnum í staii'semi endurtryggingar- félaga að undanfömu og afkoman í skipatryggingum ekki verið sem skyldi. Því sé útlit fyrir nokkra hækk- un á endurtryggingaiðgjöldum skipa- trygginga frá næstu ár-amótum. Rótgróið fyrirtæki íslensk endurtrygging hf. er rót- gróið fyrirtæki á íslenskum markaði, en dregið hefur þó úr starfsemi þess á seinni áram, ekki síst vegna sam- keppnissjónarmiða, en íslensku tryggingafélögin era stærstu eigend- ur félagsins og um leið stærstu við- sldptavinir þess og hefur verið talið vafasamt hvort slíkt standist gagn- vart samkeppnislögum. Félagið verður hins vegar rekið áfram að nafninu til, enda þótt sölu endurtrygginga verði nú hætt, að sögn Einars Sveinssonar, stjórnar- formanns félagsins og forstjóra Sjó- vár-Almennra. „Þetta era ákveðin kaflaskil, enda um rótgróið félag að ræða. Óuppgerð- ar tjónakröfur gagnvart endurtrygg- ingarfélagi mun hins vegar, eðli máls- ins samkvæmt, taka mörg ár að gera upp og af þeim sökum verður félagið rekið áfram í einhverri mynd,“ segir hann. TM stærsti eigandi félagsins Hagnaður af rekstri íslenskrar endurtryggingar hf. á síðasta ári nam 163,6 milijónum króna. Hagnaður fé- lagsins árið 1998 var 85,3 milljónir króna. Eigið fé félagsins í árslok 1999 nam 675,3 milljónum króna að meðtöldu hlutafé að fjárhæð 374,4 milljónir ki-óna. Hluthafar í árslok vora 59 og fækkaði þeim um fjóra frá fyrra ári. Fjórir stærstu hluthafamir í árslok vora Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Tryggingamiðstöðin hf. og Vátrygg- ingafélag íslands hf. með 27,1% hlut hvert félag og Trygging hf. með 9% hlut. Síðan þá hefur Tryggingamið- stöðin eignast hlut Tryggingar hf. og er því nú stærsti hluthafi félagsins. Tryggingamiðstöðin hefur jafn- framt mesta markaðshlutdeild í skipatryggingum hér á landi, eða tæplega 50%. Hæstiréttur í máli lyfsala gegn rrkinu Gjaldtakan ólögmæt en mál höfðað of seint HÆSTIRÉTTUR segir að laga- grundvöll hafi skort fyrir töku lyf- sölusjóðsgjalds af lyfsala árin 1989- 1994 og lyfjaeftirlitsgjalds 1989-1993. Hins vegar hafi lyfsalinn ekki sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni í skilningi skaðabótaréttar og krafa hans um endurgreiðslu hafi fymst, þar sem meira en 4 ár liðu frá síðustu greiðslu hans þar til hann höfðaði mál. Lyfsalinn, sem rak lyijaverslanir á árunum 1986 til 1997, höfðaði tvö mál gegn íslenska ríkinu til greiðslu skaðabóta og/eða endurgreiðslu lyf- sölusjóðsgjalds og lyfjaeftirlitsgjalds sem honum var gert að greiða á grandvelli þágildandi lyfjalaga. í lög- unum kom fram, að lyfsölusjóðsgjald væri meðal tekna lyfsölusjóðs og nyti lögtaksréttar. Það væri jafnhátt eftir- litsgjaldi lyfjabúða og innheimtist með því, svo sem nánar skyldi ákveðið í reglugerð. Slík reglugerð var þó ekki sett, en frá árinu 1988 aðstoðaði Apótekarafélag Islands lyfsölusjóð við innheimtu gjaldsins með því að senda sjóðnum gíróseðla með útfyllt- um réttum upphæðum, sem greiða skyldi vegna hvers og eins apóteks í landinu. Umræddur lyfsali greiddi tæpar 760 þúsund kr. í lyfsölusjóð. Hann greiddi einnig tæpar 550 þús. kr. í lyfjaeftirlitsgjald, en það gjald var lagt á og innheimt á grandvelli lyfja- laga um árlegt eftirlitsgjald á fyrir- tæki þau og stofnanir, er Lyfjaeftirlit ríkisins hefði eftirlit með, og skyldi verja þeim tekjum til greiðslu kostn- aðar við eftirlitið. Lyfsölusjóður var lagður niður í júní 1995 og rannu eignir sjóðsins til Islenska lyfjafræði- safnsins og Lyfjafræðingafélags ís- lands. Hæstiréttur segir, að um tekjuöfl- un opinberra aðila gildi sú megin- regla, að hún verði að byggjast á heimild í settum lögum, hvort sem um sé að ræða skattheimtu eða álagningu gjalda fyrir þá þjónustu, sem látin er í té. „Þjónustugjöldum er ekki ætlað annað hlutverk en að standa straum af þeim kostnaði, sem lagaheimildin kveður á um,“ segir rétturinn og vísar m.a. til þess að lög hafi gert ráð fyrir að lyfsölusjóðsgjaldi hafi mátt, að minnsta kosti að hluta, verja til ann- arra verkefna en þeirra, er gætu talist til þjónustu við þá, sem gjaldið var lagt á. „Lagaheimild um töku gjalds- ins varð því að fullnægja kröfum 40. gr. og 77. gr. stjómarskrárinnar um skattlagningu," segir Hæstiréttur. Hann vísar til þess að við álagningu lyfsölusjóðsgjalds hafi verið vísað til ákvæða laganna um lyfjaeftirlits- gjald, en hvergi hafi verið skýrlega kveðið á um skattstofn og afmörkun þeirrar fjárhæðar sem renna skyldi í lyfsölusjóð. Með dómi réttarins árið 1998 hafi verið komist að þeirri niður- stöðu, að taka lyfjaeftirlitsgjalds vegna ársins 1996, sem reist var á reglugerðarákvæði um skipun gjald- enda í gjaldflokka eftir „veltu og/eða umfangi eftirlitsskyldrar starfsemi", hefði ekki stuðst við viðhlítandi laga- heimild og verið ólögmæt. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nemendur Flensborgarskóla voru ekkert sérstaklega brosmildir þegar þeir mættu á fund með skólameistara í gær, enda verkfall framhaidsskólakennara búið að standa í rúmar þrjár vikur. NEMENDUR í Flensborgarskóla í Hafnarfirði voru hvattir til þess á fundi með Einari Birgi Steinþórs- syni skólameistara í gær, að nýta tímann í verkfallinu vel, rifja upp námsefni og klára þau verkefni sem þeir ættu eftir að gera. Um 550 nem- endur eru í skólanum og mættu um 100 þeirra á fundinn, þar sem Einar Birgir fór yfir stöðu mála í verkfall- inu. „Verkfallið leysist, þótt ekki sé vitað hvenær, og við hvern dag sem líður styttist í að skólahald hefjist að nýju,“ sagði Einar Birgir. „Skólinn mun gera allt sem í hans valdi stend- ur til að þetta námsár nýtist ykkur, en nánari útfærsla á leiðum til þess verður að bíða verkfallsloka." Einar Birgir lagði áherslu á það að önnin væri ekki ónýt en að vænt- anlega yrði ekki hægt að ljúka henni fyrir jól eins og áformað hefði verið. N emendur hvattir til að nýta tímann „Þessari önn verður náttúrlega lokið, það eru búnar 11 vikur af 14 í kennslu og það verður aldrei sett strik yfir það.“ Einar Birgir bað nemendur að skoða vel námsáætlanir haustannar- innar og lesa námsefnið sem eftir væri í hverri grein ef þeir mögulega gætu. „Þegar kjaradeilan leysist verður þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið og önninni lokið með ein- hveijum þeim hætti sem samkomu- lag verður um milli aðila. Eitt er al- veg ljóst, álag á nemendur verður mikið þegar farið verður af stað aft- ur og þess vegna er brýnt að nota tímann vel til að minnka það álag.“ Reynt að halda uppi eðlilegu félagslífi Þótt engin kennsla sé í Flensborg í verkfallinu er reynt að halda uppi eðlilegu félagslífi og á fundinum var farið yfir helstu viðburði næstu vikna og verða m.a. uppákomur á þeim dögum sem í upphafi annar voru hugsaðir sem prófdagar. Laust eftir hádegi í dag munu nemendur skólans vekja athygli á þvi að þeir era líka í verkfalli og hitt- ast á hringtorginu við veitingastað- inn A. Hansen, spila jólalög, drekka heitt kakó og borða piparkökur. á&émt líf BlÓBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM Kvennalandsliðið leikur gegn Slóveníu / B1 Stærsti ósigur Stoke á heimavelli frá upphafi / B4 Morgunblað- inu í dag fylgir blað frá Skíf- unni, „Plötu- tíðindi". Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.