Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDÁGUR 1. DESEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞORGERÐUR
NANNA
ELÍASDÓTTIR
+ Þorgerður
Nanna Elíasdótt-
ir fæddist í Bolung-
arvík 23. maí 1923.
Hún lést á heimili
sínu Bústaðavegi 63
í Reylg'avík 22. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Sigríður
Jensdóttir sauma-
kona, f. 1.2. 1881, d.
2.1. 1968, og Elías
Þórarinn Magnús-
son skipstjóri, f.
5.11. 1878, d. 7.11.
1923. Þetta var ann-
að hjónaband þeirra beggja. Eldri
dóttir þeirra sem upp komst er
Guðmunda Elíasdóttir, söngkona,
f. 23.1. 1920. Samtals áttu þau
Sigríður og Elías sextán börn.
Upp komust af börnum Elíasar og
f.k.h. Jónínu Sveinbjarnardóttur
þau Jón Árni, f. 26.7. 1901,
drukknaði 24.7. 1925; Sveinbjörn,
f. 25.4.1905. Drukknaði 8.2. 1925;
Olga, f. 1906, d. 17.7.1997; Ágúst-
ína, f. 1.8. 1912, d. 1.1. 1999; Jón-
fna, f. 24.10. 1918. Af sex börnum
Sigríðar og f.m.h. Guðmundar
Jakobssonar komast upp Elfsabet,
f. 13.8.1906, hún fórst í flugslysi í
Búðardal 12.3.1947.
Þorgerður Nanna giftist 7.
mars 1944 Guðlaugi
Magga Einarssyni
lögfræðingi, f. 13.
janúar 1921, d. 17.2.
1977. Þau skildu
1954. Þau eignuðust
þrjú börn. 1) Guðrúnu
Sigríði Guðlaugsdótt-
ur, blaðamann og rit-
höfund, f. 20.7. 1944.
Eiginmaður hennar
er Guðmundur Páll
Arnarson blaðamað-
ur. Börn Guðrúnar og
Júnfusar Kristinsson-
ar, sagnfræðings (lát-
inn 7.1. 1983), eru: a)
Ragnheiður, f. 23.9. 1962, gift
Ævari Ágústssyni og eiga þau
dæturnar Ulfhildi, Hrafnhildi og
Gunnhildi. b) Ásgerður, f. 26.9.
1968, gift Sigurjóni B. Sigurðs-
syni (Sjón) og eiga þau börnin
Júnfu Líf og Flóka, c) Móeiður, f.
4.5. 1972, gift Eyþóri Arnalds, d)
Kristinn, f. 7. 6. 1976, e) Guðlaug-
ur, f. 7.6. 1976, kvæntur Perlu
Torfadóttur og eiga þau telpuna
Evu Lind Guðjónsdóttur. Dóttir
Guðrúnar og Benedikts Jónsson-
ar M.litt, (skildu 1994) er Sigríður
Elísabet, f. 26.4. 1986.2) Einar El-
fas Guðlaugsson, f. 22.2. 1946,
flugstjóri hjá Flugleiðum, kvænt-
ur Auði Egilsdóttur. Þau eiga
fímm börn: a) Guðlaug Magga, f.
19.10. 1964, kvæntur Guðbjörgu
Sævarsdóttur og eiga þau börnin
Hörpu, Heru og Einar Elfas. b) El-
ísabet Iðunn, f. 24.10. 1968, gift
Georgi Þorkelssyni og eiga þau
börnin Auði Rakel, Einar Þorra
og Agnesi Rut. c) Ingunn Hrund,
f. 27.8. 1970. Maður hennar er
Benedikt Emilsson. Börn hennar
og Vals Einarssonar (skilin) eru
Sunna Björk og Einar Óli. d) Auð-
ur Björk, f. 11.8. 1971. e) Erna
Bryndís, f. 17.4. 1981. Maður
hennar er Osvald Sigurðsson,
dóttir þeirra er íris Hrund. 3)
Kristján Loftsson Guðlaugsson, f.
4.1.1949, blaðamaður í Stavanger
í Noregi. Kvæntur Marit Wilhelm-
sen kennara og eiga þau soninn
Kristján Mfmi, f. 17.8. 1986. Dæt-
ur Kristjáns og fyrri konu hans
Soffíu Snorradóttur, hjúkrunar-
fræðings (skildu) eru: a) Ásta Sig-
ríður Kristjánsdóttir, f. 27.4.
1972. Maður hennar er Siggeir
Magnús Hafsteinsson og eiga þau
dótturina Jasmfn Sofffu. b) Nanna
Katrín, f. 20.1.1978. Hún á soninn
Alexander Má Brynjarsson.
Þorgerður Nanna var í nokkur
ár gift Finnboga Kjartanssyni
stórkaupmanni, en missti hann f
jan. 1965. Fáum árum síðar giftist
hún Ragnari Frímannssyni versl-
unarmanni. Þau skildu. Eftirlif-
andi maður Þorgerðar Nönnu er
Valdimar Karlsson, fyrrverandi
skipstjóri og stýrimaður, f. 8.2.
1929.
Utför Þorgerðar Nönnu Elías-
dóttur verður gerð frá Dómkirkj-
unni í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Kveðja til móður minnar, Þor-
gerðar Nönnu Elíasdóttur.
Blessuð, elskulega mamma mín,
með söknuði og sárri sorg í hjarta,
5S kveð ég þig við leiðarlokin þín,
mitt ljósið skæra, fagra og bjarta.
Mamma mín, mörg er orðin saga,
margt er það sem aðeins vissum við
og ég geymi alia ævidaga
uns ég á ný er komin þér við hlið.
Eitt er víst - ef ég þyrfti aftur
ógetið fóstur um að hugsa mig
því að mér sækti lífsins ofurkraftur
- úr öllum mæðrum heims ég veldi þig.
Þín dóttir
Guðrún.
„Var það sú sem var alltaf svo
glöð?“ Svo mælti ungur drengur,
lauslega kunnugur Þorgerði Nönnu
Elíasdóttur, þegar hann heyrði á
tali hinna fullorðnu að hún Nanna
væri dáin. Börnin hafa næmt auga
- sjá beint inn í sálina. Þegar ég lít
til baka og rifja upp kynni okkar
Þorgerðar Nönnu, tengdamóður
minnar, blasir við að þetta var
hennar stærsta lyndiseinkunn. Hún
naut lífsins og lystisemda þess í svo
margvíslegu formi. Henni var gefln
lífsgleði og lífsnautn sem ekki einu
sinni alvarleg veikindi eða mæða
ellinnar náðu að útmá. Alltaf var
eitthvað sem vakti einlæga gleði
hennar, bæði í stóru og smáu, og
veikindi sín bar hún af mikilli hug-
prýði og æðruleysi. Ef maður
spurði um heilsufar hennar, svaraði
hún kannski: „Æ, ég er nú ósköp
slöpp.“ Meira var það ekki. Ef til
vill er æðruleysi á einhvern hátt ein
af forsendum gleðinnar.
Síðustu árin var maður hennar,
Valdimar Karlsson, fyrrum skip-
stjóri, hennar mesti gleðigjafi en
þau áttu einstakt skap saman,
mikla ást og vináttu. Börn sín og
barnabörn dýrkaði hún og geislaði
af gleði bara við að heyra nöfn
þeirra nefnd. Sjálfa sólina átti hún
að einkavin - hvenær sem sú
glóandi kúla lét sjá sig á íslenskum
sumarhimni var Nanna komin út í
garð að heilsa henni með hörundi
sínu og brosi. Og auðvitað Valdi
líka, því eins og í svo mörgu öðru
voru þau lík að þessu leyti, bæði
sóldýrkendur.
Ekki þurfti mikið til að gleðja
Nönnu. Súkkulaðimoli og góður
kaffísopi var nóg og því miður var
reykurinn af Camel-sígarettunni
stór þáttur lífsnautnar hennar og
sá sem varð henni dýrkeyptur und-
ir lokin, eftir að lungu hennar höfðu
skemmst í kjölfar stórrar aðgerðar.
Hún þjáðist af lungnaþembu og við-
varandi súrefnisskorti sem henni
fylgir. Oft á tíðum varð hún að
dvelja á Vífilsstöðum til að byggja
upp súrefnismagn blóðsins. Hún
var þar í vor þegar dótturdóttir
hennar, Ásgerður Júníusdóttir,
hélt „debut“-tónleika í hinu nýja
tónlistarhúsi Kópavogs. Nanna
vildi endilega fara og fékk til þess
leyfi en varð þá að hafa með sér
súrefniskút í sérstakri tösku. Ekki
lét hún það á sig fá né spilla gleði
sinni. Það kom í minn hlut að sækja
Nönnu og keyra hana á tónleikana.
Tilhlökkunin var eins og hjá lítilli
telpu sem getur ekki beðið eftir því
að jólin komi: „Mikið óskaplega
hlakka ég til,“ sagði hún andstutt
þegar við stigum út úr bílnum. Hún
var „elegant" eins og alltaf þegar
hún fór út á meðal manna og jafnvel
slönguendarnir í nasaholunum voru
eins og skraut í stíl við eyrnalokk-
ana og súrefniskúturinn eins og
sérvalin handtaska með kjólnum. I
sporum drengsins hefði ég líklega
Æ"7'
Sv
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
t sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
%
UTFARARSTOFA
KIRKJUCARÐANNA EHF.
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
■í M Sverrir Einarsson útfararstjóri, 6^ m Sverrir Olsen ö Baldur Frederiksen útfararstjóri,
sími 896 8242 útfararstjðri. wR Ær sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
sagt: „Var það konan sem alltaf var
svo vel til höfð og glæsileg." En
mér er vorkunn - ég er fullorðinn
og hef misst sálarsjónina.
Þorgerður Nanna var annáluð
fyrir fegurð sína á yngri árum.
Sjálfur kynntist ég Nönnu á efri ár-
um hennar þegar veikindin voru
farin að gera vart við sig en fegurð
hennar og glæsileiki gat ekki dulist
neinum. Og um það vitnuðu gamlar
myndir. Samt voru það aðrir eigin-
leikar hennar sem meira heilluðu.
Hún var mjög notaleg kona, við-
felldin og skemmtileg. Við áttum
oft löng samtöl í síma um allt milli
himins og jarðar. Hún hafði lag á að
losa um málbeinið á fólki. Sjálf
hafði hún næmt innsæi og skilning
á tilverunni, háþróaðan húmor og
gat verið mjög orðheppin. Nanna
naut sín afar vel í mannfögnuði þar
sem hún sat brosmild í glæsileik
sínum og leyfði öðrum að sóla sig,
laus við hroka og gagnrýni. Hún
hafði þann eiginleika að láta fólki
líða vel í návist sinni - hún kunni að
gleðjast með öðrum.
Við fráfall Nönnu hefur öll fjöl-
skyldan mikið misst, Valdimar þó
mest. Hann hefur misst sálufélaga
sinn og sorg hans er stór. Valdimar
er athafnamaður og naut þess að
búa þeim gott og fallegt heimili á
Bústaðaveginum. Jólin voru Nönnu
einkar hugleikin og Valdi var þegar
kominn á skrið með jólaundirbún-
inginn. Liður í því var að mála stof-
una. Það var dagsverk fyrir vana
menn og á meðan dvaldi Þorgerður
á heimili okkar Guðrúnar. Nanna
hafði varla orku til að halda sér
uppi og lá fyrir mestan part dags-
ins. Um miðjan dag kom hún fram í
eldhús, greinilega veik og orkulítil.
Þar var ég fyrir að hella upp á kaffi,
sennilega nokkuð annars hugar.
Hún horfði á mig stundarkorn og
sagði svo: „Hvernig hefurðu það,
Guðmundur minn?“ og það var ein-
lægur umhyggjutónn í röddinni.
„Fínt,“ svaraði ég hissa. Hvernig
gat þessi dauðveika kona haft
áhyggur af stálslegnum manninum
sem var ekki einu sinni með kvef,
hvað þá meira? En svona var Þor-
gerður Nanna Elíasdóttir; hún bar
umhyggju fyrir öðrum en sagði fátt
um eigin vandkvæði.
Kynni okkar Þorgerðar Nönnu
voru hlý. Fyrir það er ég þakklátur,
og þrátt fyrir dapurleik dauðans þá
gleðst ég yfir þeim hamingjuárum
sem ég varð vitni að í lífi Þorgerðar
og Valdimars. En Þorgerður
Nanna var einfaldlega búin með
orku sína og kvaddi þetta jarðlíf á
hljóðlátan hátt í sátt við guð og
menn.
Ég votta öllum aðstandendum
Nönnu samúð mína; börnum henn-
ar, systrum, barnabörnum, tengda-
fólki og vinum og sér í lagi manni
hennar, Valdimar Karlssyni. Við
hann vil ég segja það sama og hún
sagði svo oft: „Sestu nú niður, Valdi
minn, og hvíldu þig svolítið."
Guðmundur Páll Arnarson.
í dag er til moldar borin amma
okkar, Þorgerður Nanna Elíasdótt-
ir. Það er erfitt að kveðja þá sem
hafa haft stóru hlutverki að gegna í
tilveru manns og umhverfi. Við
systkinin sex og átta systkinabörn
okkar vissum öll frá fyrstu tíð að
amma var stolt af okkur og gladdist
innilega þegar við komum í heiminn
eitt af öðru á árunum 1962 til ársins
1986, er tvö yngstu barnabörnin
fæddust. Við vissum líka hve ánægð
hún var með börnin sín þrjú og hve
gengi þeirra í lífinu var henni hug-
leikið.
Sjálf fékk hún snemma að reyna
hve lífsbaráttan getur verið hörð.
Hún missti föður sinn þegar hún
var á fyrsta ári. Þá stóð móðir
hennar uppi ekkja í annað sinn,
rösklega fertug að aldri með tvær
litlar dætur og hafði þá misst sex
börn. Stjúpsynir hennar drukkn-
uðu og stjúpdætur sínar gat hún
minna gert fyrir en hún vildi. Lang-
afi okkar Elías Magnússon skip-
stjóri drukknaði í nóvember 1923,
þegar amma var aðeins sex mánaða
gömul svo hún mundi eðlilega ekk-
ert eftir honum. Eigi að síður
dreymdi hana föður sinn æ ofan í æ
og þeir draumar voru henni mikils
virði. Hún eignaðist aldrei fóstur-
föður svo faðirinn sem hana
dreymdi var sá eini faðir sem hún
hafði af að segja á sinni ævi.
Vegna dauða föðurins var móðir
hennar það akkeri sem hún og
Guðmunda systir hennar bundu
sína tilveru við að mestu leyti
fyrstu árin. Langamma okkar, Sig-
ríður Jensdóttir var dugleg kona,
falleg og hæfileikarík. Hún barðist
eins og ljón fyrir sér og börnum
sínum, saumaði dagana langa til að
afla tekna, réð sig sem ráðskonu
upp í afdali og saumaði enn meira -
allt þar til Elísabet Guðmundsdótt-
ir, eina eftirlifandi barn hennar af
fyrra hjónabandi, kom frá Kaup-
mannahöfn, þar sem hún hafði lært
til hótelreksturs, og fór að aðstoða
móður sína og systur í lífsbarátt-
unni.
Litlu systurnar voru stundum
sendar til ættingja tíma og tíma og
þannig liðu árin og amma óx upp og
varð æ myndalegri eftir því sem
tímar liðu fram. Þegar til Reykja-
víkur kom settust þær mæðgur að á
Smiðjustígnum, þar voru fyrir El-
ísabet og Olga, hálfsystur ömmu.
Olga bjó þar með fjölskyldu sinni
og börn hennar urðu leikfélagar
ömmu. Hún fór í Miðbæjarskólann,
þar sem hún lærði meðal annars að
skrifa svo vel að það dugði henni til
að fá eftirsótt starf síðar meir. Hún
lærði að synda hjá Vigni Andrés-
syni og þá kunnáttu nýtti hún sér
þegar hún var um fermingaraldur í
Æðey á ísafjarðardjúpi hjá frænd-
fólki sínu, þá synti hún iðulega í
sjónum og þótt fólki til um vaskleik
hennar.
Hún var í Æðey hátt í þrjú ár og
fermdist þaðan í kirkjunni í Unaðs-
dal. Hún sagði okkur sjálf að
mamma hennar hefði komið sigl-
andi með Djúpbátnum með ferm-
ingarkjólinn, sem var keyptur en
ekki heimasaumaður. Það var fyrsti
kjóllinn sem mamma hennar hafði
ekki saumað á hana og henni fannst
hann ævintýralega fallegur. í Æð-
ey fannst ömmu gott að vera, þar
lærði hún til ýmissa verka, svo sem
að sauma út, sem hún gerði listavel.
Sigríður í Æðey sagði henni til og
áminnti hana um að það ætti vel að
vanda sem lengi ætti að standa.
Stór borðdúkur sem hún saumaði í
Æðey er enn til og er notaður á há-
tíðum fjölskyldunnar þegar mikið
er við haft.
Eftir fermingu fór amma aftur til
Reykjavíkur og fór í gagnfræða-
skóla. Henni gekk vel að læra en
aðstæður buðu ekki upp á fram-
haldsnám. Langamma var fátæk í
efnalegu tilliti en rík af mörgu öðru,
hún var listelsk manneskja og hafði
mikla tónlistarhæfileika, söng enda
í kirkjukórum í 30 ár og hafði fagra,
hreina og mikla rödd. Hún söng við
verkin sín, og dæturnar sofnuðu og
vöknuðu við söng hennar og sauma-
vélarniðinn. Tónlistin var þeim
enda í blóð borin, Guðmunda varð
þjóðfræg söngkona og söngkennari
og amma lærði líka að syngja, hún
varð síðar ein af stofnendum
Kirkjukórs Bústaðasóknar og söng
um árabil í Þjóðleikhúskórnum,
auk þess sem hún söng einsöng við
ýmis tækifæri. Hún hafði afar
hljómfallega og glæsilega rödd og
var mjög músíkölsk - en nú hlaup-
um við nokkuð hratt yfir sögu.
Áður en að þessu kom hafði hún
unnið í hattabúð í miðbænum og
hafði mikla ánægju af að hjálpa við-
skiptavinum að finna viðeigandi
höfuðföt. Sautján ára sótti hún um
vinnu hjá Líkn, þar sem rekin var
berklavarnastarfsemi. Hún fékk
þetta starf vegna þess hve fallega
rithönd hún hafði, það var eiginleiki
sem var meira metin þá en nú. Þá
var Guðmunda systir hennar farin
til Kaupmannahafnar til söngnáms
en þær mæðgur amma og lang-
amma voru aftur sestar að á Smiðj-
ustígnum, eftir að hafa leigt m.a. á
Vesturgötunni og búið um tíma á
Bergþórugötunni. Þegar amma fór
að vinna í Líkn fékk hún 1.025
krónur á mánuði og þá fór hagur
þeirra heldur en ekki að vænkast.
Langamma gat hætt að ganga í hús
og sauma í þeim mæli sem hún
hafði áður gert og einskorðað sig
meira við peysufatasaum sem hún
hafði sérstaklega lært og var mikil