Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR1. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters Börn á munaðarleysingjahæli í Norður-Kóreu. Að sögn bandaríska þingmannsins Tony Hall eru hælin ekki hituð upp og þar eins og annars staðar er viðvarandi hungur. Neyðin eykst enn í Norður-Kóreu vegna uppskerubrests „Meðal mestu hörmunga í hálfa öld“ Scoul. Reuters, AFP. BANDARÍSKI þingmaðurinn Tony Hall segir eftir fjögurra daga ferð um Norður-Kóreu að ástandið í land- inu færi enn versnandi vegna mikils matvælaskorts. Talsmenn Matvæla- hjálpar Sameinuðu þjóðanna (WFP) tóku í sama streng og sögðu að auka þyrfti matvælaaðstoðina við Norður- Kóreu vegna þurrka og efnahags- þrenginga. „Eg hygg að þegar saga þessa lands verður skrifuð, en það hefur ekki verið gert, þegar við gerum okkur fulla grein fyrir því sem hefur gerst, þá verði þetta meðal mestu hörmunga í heiminum síðustu fimm- tíu árin. Ég tel að ástandið sé svo slæmt í landinu," sagði Hall, full- trúadeildarþingmaður frá Ohio, á miðvikudag eftir sjöttu heimsókn sína til Norður-Kóreu frá árinu 1994. Lifa á illmeltanlegnm núðlum Þingmaðurinn sagði að æ fleiri lifðu aðeins á núðlum sem búnar væru til úr trjáberki, laufum og greinum, auk korns. „60% innihaldsins eru greinar, lauf og trjábörkur og 40% korn. Þeir blanda þessu saman og mylja í núðl- ur,“ sagði Hall sem skoðaði verk- smiðju þar sem núðlurnar eru fram- leiddar. Þingmaðurinn sagði að íbúar bæja og þorpa sem hann skoðaði væru „heppnir að fá 200-250 grömm af mat á dag. Þetta eru um 700-800 kal- óríur á dag. Bara til að sofa þurfa menn svo mikið“. Hall sagði að margir þeirra sem neyttu núðlanna þyrftu að fara á sjúkrahús þar sem þær væru illmelt- anlegar. „Þau þjást af hræðilegum innvortis kvillum, þau fá bráðan nið- urgang og innvortis blæðingar." Þingmaðurinn bætti við að á sjúkrahúsunum væru engin sýkla- og verkjalyf. Hann sýndi mynd af skurðborði sem sjúklingar eru njörv- aðir við með ólum þar sem ekki eru til nein svæfingarlyf. „Sjúkrahúsin er köld, skítug og daunill. Þau hafa rafmagn í tvo tíma á dag þegar best lætur og sjúkling- arnir fá minna en helming þeirrar fæðu sem menn þurfa til að halda lífi,“ sagði Hall. Hann bætti við að munaðar- leysingjahæli væru ekki hituð upp og bæirnir sem hann hefði ekið um líkt- ust „draugabæjum" vegna viðvar- andi rafmagnsleysis. Aðstoðin verði aukin Norður-Kóreumenn hafa verið háðir alþjóðlegri matvælaaðstoð vegna þurrka, flóða og óstjómar í landbúnaðarmálum frá 1994. Sam- kvæmt nýrri skýrslu bandarískrar þingnefndar hafa allt að tvær millj- ónir manna, eða tæp 10% íbúanna, dáið úr sulti eða af völdum sjúkdóma sem raktir eru til vannæringar. Þingnefnd í Perú rannsakar spillingarmál Montesinos Nj ósnaforinginn hótaði valdaráni Reuters Alberto Fujimori (t.v.) tekur í hönd Federicos Salas eftir að sá síðar- nefndi sór embættiseið forsætisráðherra 29. júlí. Lima. AP, Reuters, AFP. FEDERICO Salas, fýrrverandi for- sætisráðherra Perú, skýrði frá því í fyrradag að Vladimiro Montesinos, njósnaforinginn fyrrverandi, hefði hótað að ræna völdunum með fulltingi hersins um miðjan september þegar spillingarmál hans urðu til þess að Al- berto Fujimori, þáverandi forseti, snerist gegn honum. Salas bar vitni fyrir þingnefnd, sem rannsakar meint lögbrot Montesinos, og svipti hulunni af því sem gerðist á bak við tjöldin fyrstu dagana eftir að spillingarmálin komust í hámæli. Frásögn hans þótti einna helst minna á njósnaskáldsögu frá kalda stríðinu. Salas kvaðst hafa hringt í Montes- inos, að beiðni Fujimoris, og krafist þess að hann segði af sér sem yfir- maður leyniþjónustunnar. Hrollur læsti sig um forsætisráð- herrann þegar hann heyrði svar njósnaforingjans. „Hann sagði að enginn forseti, hvað þá vesæll stjórn- arforingi, hefði vald til að knýja hann til afsagnar, að hann hefði 3.000 menn undir vopnum og gæti steypt stjóm- inni strax ef hann vildi,“ sagði Salas. Montesinos ýjaði jafnvel að því að forsætisráðherrann kæmist ekki lif- andi út úr stjómarráðinu ef afsagnar- kröfunni yrði haldið til streitu. Nokkrum dögum áður hafði sjón- varpsstöð sýnt myndbandsupptöku sem virtist staðfesta ásakanir um að Montesinos hefði mútað nokkrum stjómarandstæðingum til að styðja forsetann á þinginu. Þetta varð til þess að Fujimori tilkynnti tveimur dögum síðar að hann hygðist láta af embætti í júlí og boða til kosninga í apríl. Þingið vék Fujimori úr embætti í vikunni sem leið á þeirri forsendu að hann væri „siðferðiiega vanhæfur" til að gegna embættinu. Hann hafði þá forðað sér til lands forfeðra sinna, Japans, og sent þaðan afsagnarbeiðni en þingið virti hana að vettugi. Montesinos hefur verið í felum frá því hann sneri aftur til Perú í október eftir að hafa reynt að fá hæli í Panama og talið er að herinn haldi verndar- hendi yfír honum. Þingnefnd hefur verið skipuð til að rannsaka spilling- armál Montesinos, sem hefur m.a. verið sakaður um peningaþvætti, fjárkúganir og aðild að eiturlyfja- smygli og ólöglegri vopnasölu. „Ef kóngurinn fellur, fallaþjónamir“ Salas kvaðst hafa farið í höfuð- stöðvar leyniþjónustunnar nokkrum dögum eftir samtal þeirra til að árétta kröfuna um að Montesinos segði af AP Vladimiro Montesinos sér. „Þegar ég kom á skrifstofu Mont- esinos beið hann mín þar ásamt öllum æðstu hershöfðingjum landsins og ríkislögreglustjóranum. Hann sagði: Þú verður að átta þig á því að ef ég fer þá fara allir. Ef kóngurinn fellur, falla þjónamir." Salas skýrði ennfremur frá því að Montesinos hefði hlerað síma Fuji- moris og æðstu embættismanna stjórnarinnar. Hann kvaðst hafa hringt í Fujimori og spurt hvort leyfa ætti Montesinos að halda embætti sínu eða víkja honum frá en Fujimori hefði svarað að hægt væri að velja „þriðja kostinn“ án þess að útskýra það. „Nokkrum mínútum síðar hringdi Montesinos í mig og spurði: hver er þriðji kosturinn?" Montesinos hefur verið kallaður „Raspútín Perú“ vegna mikilla valda hans á bak við tjöldin í tíu ára for- setatíð Fujimoris og í vitnisburðinum kom fram að njósnaforinginn valdi Salas í forsætisráðherraembættið fyrr á árinu. Salas kvaðst hafa skipulagt flótta Montesinos til Panama í samráði við þarlenda embættismenn. Samtök Ameríkurílqa og stjómvöld í nokkr- um ríkjum höfðu þá beitt sér fyrir því að Montesinos fengi hæli í Panama eða einhverju öðm landi til að afstýra því að bandamenn hans í hernum tækju völdin í sínar hendur. Fujimori lagðist í þunglyndi Salas sagði að Fujimori hefði lagst í þunglyndi þegar Montesinos sneri aftur til Perú 23. október eftir að beiðni hans um hæli var hafnað. „Hann var gjörsamlega hugsjúk- ur,“ endurtók Salas nokkmm sinnum í vitnisburðinum og bætti við að Fuji- mori hefði virst bugaður af kvíða þeg- ar hann forðaði sér til Japans fyrir hálfum mánuði. „Forsetinn sagðist vera svo þunglyndur að hann gæti ekki lengur stjómað landinu." Salas kvaðst hafa neitað að fara í stjómarráðið til að ræða við Valentín Paniagua, sem gegnir forsetaem- bættinu fram yfir næstu kosningar, og varað hann við því að hlerunartæki hefðu verið falin í byggingunni. Salas lét af embætti um síðustu helgi þegar Paniagua myndaði nýja ríkisstjóm. Þingnefndin bauð Salas lögregluvemd eftir vitnisburðinn og einn þingmannanna líkti frásögn hans við kvikmyndir Olivers Stone. Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við mikilvægt forvarnastarf ‘Peittii &tiiéníf$G - uerfu med-f desember' ^Krabbamein^élagsins : Volkswagen Bjalla Ver9m*ti 1.800.000 kr. 1 Bifreið eða greiðsla upp I Ibúð Verðmæti 1.000.000 kr. - 1SS Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun Verðmaeti 100.000 kr. FjOldi útgeflrna mlOð: 148.0 Konstantín sækist ekki eftir krúnunni Kaupmannahðfn. Morgunblaðið. Konstantín fyrrum Grikkjakonung- ur hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir því að endurheimta krún- una. Ástæðan er sú að Mannrétt- indadómstúllinn í Strassborg úr- skurðaði í síðustu viku að hann ætti rétt á eignum konungsfjölskyld- unnar í Grikklandi en gríska stjórn- in neitar að ganga til viðræðna við hann á þeim forsendum að hann skuldi háar fjárhæðir í skatta. Mannréttindadómstóllinn hefur gefið Konstantín og grísku stjórn- inni sex mánuði til að ganga frá málinu, annars á stjórnin yfir höfði sér háar fjársektir. Hún hefur gagnrýnt Konstantín fyrir að bera ábyrgð á grísku herstjórninni en konungur flýði hcimaland sitt árið 1967, ásamt hinni dönsku eigin- konu sinni, Onnu Maríu, eftir að hafa reynt að koma henni frá völd- um. „Þeir sem halda því fram að ég sækist eftir að koma á konungs- veldi að nýju, gera það eingöngu til að koma í veg fyrir að ég heimsæki Grikkland," segir Konstantín. „Ég sætti mig við val grísku þjóðarinn- ar, sem kaus lýðræði, en ég er ekki spámaður og veit ekki hvað fram- tíðin ber í skauti sér.“ Dómstóllinn úrskurðaði að Konstantín ætti rétt á bótum fyrir missi eigna í Tatoi skammt frá Aþenu. Kostnaðurinn nemur 110 milljörðum ísl. kr. en það svarar til kostnaðar við að leggja nýtt neðan- jarðarlestarkerfi í Aþenu. Segist konungur munu biðja um fjórðung þeirrar upphæðar og vonast eftir skilningi grfsku þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.