Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 74
MORGUNBLAÐIÐ
74 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000
*----------------------------
FRÉTTIR
Málþing
Guðfræði-
* >
stofnunar HI
GUÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla
Islands heldur málþing með yfir-
skriftinni: Stef úr sögu guðfræðinn-
ar á íslandi í 2000 ár, laugardaginn 2.
desember nk. kl. 14—18 í Hátíðarsal
Háskóla íslands. Málþinginu stýrir
prófessor Páll Skúlason rektor.
Á dagskrá eru eftirtaldir fyrir-
lestrar sem kennarar guðfræðideild-
ar flytja. Amfríður Guðmundsdóttir
lektor: „Kristur var minn eini vinur“:
Þjáningin og trúin í lífi Guðríðar
Símonardóttur, Bjöm Bjömsson
prófessor: Manngildiskenning
Helmuts Thielicke, Einar Sigur-
bjömsson prófessor: af stallinum
Kristí:“ Jólakvæði í Vísnabók Guð-
brands, Gunnlaugur A. Jónsson pró-
fessor: „íslands þúsund ár“: Sálmur
90 í sögu og samtíð, Hjalti Hugason
prófessor: Trúarhefð Norðurlanda í
ljósi kirkjusögunnar, Jón Ma. Ás-
geirsson prófessor: Díatessaron á
Islandi, Kristján Búason dósent;
Hlutdeild heiðingjans í hjálpræði
Jesú Krists: Mt 15.21-28, Kristján
Valur Ingólfsson, lektor: Krákustíg-
ur eða kláfferja: Staða og hlutverk
praktískrar guðfræði í samtímanum
, séð út frá sögu guðsþjónustunnar á
íslandi í þúsund ár og Pétur Péturs-
son prófessor: Guðfræðin og aðferðir
félagsvísinda.
Að loknum fyrirlestrunum verða
fyrirspumir og umræður. Allir era
velkomnir og kaffiveitingar verða í
boði.
---------------
Markaður
og laufa-
brauðsgerð
í Gjábakka
LAUFAB RAUÐSDAGURINN í
Gjábakka, Fannborg 8, verður á
morgun, laugardaginn 2. desember,
kl. 13. Öllum er velkomið að taka
þátt í laufaskurðinum og er fólk sem
á góð áhöld, skurðbretti og hníf, beð-
ið að taka þau með sér.
Kökurnar verða tilbúnar til út-
skurðar í Gjábakka og verða síðan
seldar á kostnaðarverði. Þeir sem
taka þátt í útskurðinum ganga fyrir
til að kaupa. Undanfarin ár hefur
yngri kynslóðin notið þess að læra
handtökin og tekið þátt í þessari
fomu íþrótt.
Sama daga verður jólahand-
verksmarkaður í Gjábakka sem
einnig verður opnaður kl. 13. Á þess-
um markaði býður eldra fólk til sölu
ýmsa nytja- og skrautmuni sem unn-
ir hafa verið með hugviti og högum
höndum. Um kl. 14.30 mætir Samkór
Kópavogs í Gjábakka og syngur
áheyrendur inn í aðventuna.
Heitt súkkulaði og pipakökur til
sölu í Gjábakka kl. 14.45.
Unnið við glerblástur í glerblástursverkstæðinu á Kjalarnesi.
Opið hús í
glerblástursverkstæði
Leikiðaf
fíngrum fram
HLJÓÐFÆRAVERSLUNIN Sam-
spil-Nótan heldur tónleika laugar-
daginn 2. desember kl. 16 í samvinnu
við nemendafélag FÍH. Nemendur
ásamt öðrum sýna listir sínar á ýmis
hljóðfæri og verður leikið af fingrum
fram. Meðal nemenda era meðlimir
úr hljómsveitum eins og Funkmast-
er 2000, Jagúar, Flís og Jazzandi.
FIH skólinn hefur um árabil verið
einn helsti vettvangur fyrir tónlist-
arfólk á íslandi í framsækinni tónlist.
Allir era velkomnir og era eldri
nemendur skólans hvattir til að
mæta með hljóðfæri og taka lagið.
Veitingar á staðnum, segir í fréttatil-
kynningu.
-----♦-♦-♦----
Jólabasar og
hlutavelta slysa-
varnakvenna
SLYSAVARNAKONUR verða með
basar og hlutasölu í Sóltúni 20 á
morgun, laugardag. Kökur og margt
góðra muna verður til sölu. Slysa-
varnafélagið Landsbjörg hefur gefið
út bamabók og geisladisk um Núma
og höfuðin sjö. Sagan er eftir Sjón og
Halldór Baldursson sem jafnframt
myndskreytti bókina, Ingunn Gylfa-
dóttir syngur lögin á diskinum en
þau era flest þekkt barnalög. Þá er
sagan um Núma einnig lesin milli
laga. Þessi pakki kostar 2.500 kr. og
verður til sölu á basarnum og hjá
Slysavamadeild kvenna í Reykjavík.
-----♦-♦-♦----
Markaður
í Mosfellsbæ
OPIÐ hús verður í glerblásturs-
verkstæðinu á Kjalarnesi helgina 2.
og 3. desember frá kl. 10-17 laug-
ardag og kl. 10-15 sunnudag.
Þar verður unnt að fylgjast með
glerblæstri/mótun, útsala verður á
útlitsgölluðum glermunum og boðið
upp á kaffi, piparkökur. Galleruð
verður opið og veittur er afsláttur
af allri vöru.
Verkstæðið er milli Klébergs-
skóla og Grundarhverfis (u.þ.b. 22
km frá Ártúnsbrekku). Allir vel-
komnir.
FÉLAG handverksfólks í Mosfells-
bæ og nágrenni verður með hand-
verksmarkað á torginu í Kjama í
Mosfellsbæ föstudaginn 1. desember
frá kl. 11 til 19 og laugardaginn 2.
desember frá kl. 11 til 18.
Ymsar uppákomur.
Ný fótaaðgerðastofa
opnuð á Selfossi
Selfossi. Morgunblaðið.
FÓTAAÐGE RÐARSTOFA Mar-
grétar var nýlega opnuð á Austur-
vegi 6, 3. hæð, í miðbæ Selfoss. Það
er Margrét Guðmundsdóttir fótaað-
gerðarfræðingur sem er eigandi og
starfar á stofunni.
Margrét lauk námi í fótaaðgerða-
fræði frá Norsk Fotterapeutskole í
Kristiansand í Noregi síðastliðið vor
og hefur bæði norska og íslenska
löggildingu.
Margrét sagði stofuna hafa fengið
góðar viðtökur. „Fólki finnst gott að
hafa góðan aðgang að stofu sem
þessari," sagði Margrét en hún
greinir þarfir einstaklinga út frá líð-
an þeirra í fótum svo sem varðandi
heppilegan skófatnað og innlegg í
skó. Hún veitir einnig ráðgjöf varð-
andi heppilegan skófatnað en hún
segir að 90% tilvika fótameina megi
rekja til skófatnaðar.
Hún kvaðst hafa fengið til sín fólk
á öllum aldri, bæði karla og konur og
það væra ekki síður karlarnir sem
kæmu. Gott væri fyrir fólk að huga
að fótum sínum á svona 4-6 vikna
fresti. Það væri nefnilega staðreynd
að það tæki öllu fram að h'ða vel í fót-
unum.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Margrét Guðmundsdóttir fóta-
aðgerðafræðingur og eigandi
Fótaaðgerðastofu Margrétar á
Selfossi.
Ræða stöðu
Islands í
Evrdpumálum
LAUGARDAGSKAFFI Kjördæma-
félags Samfylkingarinnar í Reykja-
vík verður haldið 2. desember kl. 11 á
kaffihúsinu Vegamót við Vegamóta-
stíg (gegnt Máli og menningu).
Til umfjöllunar verður staða ís-
lands í Evrópumálum; reynslan af
EES-samningnum, staða hans,
framtíðarhorfur Evrópumála og
reynsla og viðhorf innan ASÍ og
LIÚ.
Stutt framsöguerindi flytja Þór-
unn Sveinbjamardóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, Sveinn Hjörtur
Hjartarson, hagfræðingur Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna,
og Halldór Grönvold, skrifstofustjóri
ASÍ.
Laugardagskaffið er öllum opið.
Jólabasar
Kvenfélags
Kópavogs
HINN árlegi jólabasar Kvenfélags
Kópavogs verður haldinn sunnu-
daginn 3. desember kl. 14 í húsnæði
félagsins að Hamraborg 10,2. hæð.
Þar verður margt góðra muna á
boðstólum, handgerðir munir,
heimabakaðar kökur og ýmislegt
fleira. Allur ágóði jólabasarsins
ferð til líknar- og menningarmála.
Tekið verður á móti munum
laugardag milli kl. 16 og 18 og
sunnudagsmorgun frákl. 10.
-----------•-+-*-----
Jólahlutavelta
Sjálfsbjargar
HIN árlega jólahlutavelta, lukku-
pakka- og kaffisala Sjálfsbjargar á
höfuðborgarsvæðinu verður helgina
2. og 3. desember í félagsheimilinu
Hátúni 12. Húsið verður opið frá kl.
14 til 17 báða dagana.
Margir góðir vinningar era í boði.
Jólasveinar koma á svæðið og
gefa krökkunum nammi. Allir vel-
komnir.
------♦-♦-♦-----
■ LANDSSAMTÖKIN Heimili og
skóli halda aðalfund samtakanna
laugardaginn 9. desember kl. 18 á
mannhæðinni, Laugavegi 7,3. hæð.
igræm Jól,t
-e<fa///tá ás^e/t//1 ás^
Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígræn
eðaltré, íhæstagœðaflokki ogprýða þau nú wjr
mörg hundruð íslensk heimili /-^6^^777
► 10 ára abyrgð ►
► 12 stærðir, 90 - 500 cm ►
► Stálfóturjylgir ►
► Ekkert barr að ryksuga ►
► lYuflar ekki stQ/ublómin ►
Eldtraust
Þarfekki að vökva
Islenskar leiðbeiningar
lYaustur söluaðttt
Skynsamlegjjárfesting
^Znú
fa*rðu
Bandalagftlanskraskáta Wfa/
FJARSTÝRÐUR PORSCHE 911 TURBO
Magnað leikfang sem nær
allt að 25 km hámarkshraða.
Verð kr. 10.900
TAKMARKAÐ MAGNI
Krin
9lunna
•nnaf
aða. |
a
- gjafavöruverslun bilaáhugafólks
Vagnhöföa 23 8t Kringlunni • Sími 587 O 587 • www.benni.is
Uppboð til styrktar
Mæðrastyrksnefnd
UPPBOÐ á um 30 bílum í eigu
bílaleigunnar AVIS verður haldið
laugardaginn 2 og sunnudaginn
3. desember milli kl. 12 og 16.
Um er að ræða bfla í mjög góðu
ásigkomulagi og eru þeir af mis-
munandi tegundum. Flestir bfl-
anna era árgerð 1999. Að upp-
boðinu standa bflaleigan AVIS og
útvarpsstöðin Bylgjan.
Andvirði einnar bifreiðar renn-
ur óskipt til Mæðrastyrksnefnd-
ar. Upphæðin getur verið á bilinu
450 þúsund til 800 þúsund krón-
ur. Síðan fer ákveðið hlutfall af
hverjum seldum bfl í sama pott
og er markmiðið að ná 1 milljón
króna til að afhenda Mæðra-
styrksnefnd.
Uppboðið fer fram á athafna-
svæði AVIS að Dugguvogi 10 í
Reykjavík.
Á aðventu er opið alla virka
daga hjá Mæðrastyrksnefnd frá
kl. 14-18. Þangað getur fólk leit-
að eftir aðstoð.
Mæðrastyrksnefnd kaupir
svokallaða matarmiða sem hún
dreifir til sinna skjólstæðinga og
einnig fær nefndin fot frá inn-
flytjendum, framleiðendum og
frá fólki sem býður nefndinni
góðan lítið notaðan fatnað til
dreifingar.
Fjöldi fyrirtækja hefur lagt
hönd á plóginn en þrátt fyrir auk-
inn kaupmátt fólks hefur fjölgað í
þeim hópi sem þarf aðstoðar
Mæðrastyrksnefndar. Þannig
vora afgreiddar 1.100 beiðnir á
skrifstofu nefndarinnar að Sól-
vallagötu 48 í desember í fyrra.
Nefndin reiknar með aukningu
fyrir þessi jól.