Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
^Gefið ástinrii hlýja gjöf
1 Ekta pelsar
verð frá kr. 50.000
Opið virka daga kl. 11—18, lau. kl. 11—16 og sun. kl,13—18.
Sigurstjama
Fákafeni (Bláu húsin),
s. 588 4545
Jólin nálgast!
Full búð af flottum skóm!
Kringlunni 8-12, sími 568 6211.
Skóhöllin, Bæjarhrauni 16, Hf., sími 555 4420.
________ERLENT_____
Evrópsk framtíð
fyrir Serbíu
eftir Javier Solana
SVO virðist vera sem Serbía sé nú
að varpa af sér þungu oki yfirráða
eins og lönd Mið- og Austur-
Evrópu gerðu fyrir ellefu árum og
komist á nýjan leik í fjölskyldu
frjálsra ríkja í Evrópu.
Ég vona og trúi að framundan sé
nýtt tímabil í vændum fyrir svæði
sem hefur verið þekkt fyrir óstöð-
ugleika, átök og óvissu.
Á síðasta áratug var það einkum
stjórnin í Belgrad sem hamlaði
stöðugleika á svæðinu. Á síðustu
mánuðum hef ég oft lýst Serbíu
sem „svartholi" Balkan-landanna
og síðasta vígi alræðisins. Á sama
tíma höfðu nágrannalöndin þegar
fundið fyrir auknu öryggi, aukinni
velmegun og auknu sjálfstrausti
þrátt fyrir að aðstæður þeirra hafi
verið erfiðar til að byrja með. Serb-
neska þjóðin hefur gefið sjálfri sér
tækifæri til að komast út úr þessu
svartholi. Þrátt fyrir alla erfiðleik-
ana eru Balkan-löndin á réttri leið.
Breytingarnar á svæðinu má
rekja til nokkurra grundvallar-
atriða. Hið fyrsta er hversu góðar
móttökur lýðræði og frjáls markað-
ur hafa fengið.
Annað er vilji og staðfesta landa
Vestur-Evrópu til að aðstoða ná-
granna sína á Balkan-skaganum við
breytingamar.
Við sættum okkur ekki eingöngu
við að í Balkan-löndunum ríki frið-
ur og stöðugleiki. Sem svar við
ákafri löngun þeirra munum við
leggja okkur öll fram til að Balkan-
löndin verði fullgildir meðlimir í
pólitísku og efnahagslegu umhverfi
Evrópu. Löndin vinna nú að þessu
markmiði og árangurinn er vel
sýnilegur.
Framlag okkar til svæðisins er
þegar mikið. Evrópusambandið
(ESB) og aðildarríki þess hafa lagt
tii meira en átján milljarða banda-
ríkjadala síðan 1991. Helsta fram-
lagið á síðustu árum hefur þó verið
að opna fyrir möguleika landanna á
þátttöku í sambandinu. Flest ríkj-
anna á svæðinu hafa nú sótt um
inngöngu eða eru þátttakendur í
samvinnuferli sem snýr að stöðug-
leika og aðild. Með þátttöku í samn-
ingaviðræðum hafa löndin í höndum
leiðarvísir til aðildar og eiga rétt á
efnahagslegri og fjárhagslegri að-
stoð, pólitískum samskiptum og
samvinnu á ýmsum sviðum stefnu-
mörkunar og frjálsrar verslunar.
Nú þegar er meira en áttatíu prós-
ent verslunar Balkan-landanna við
Evrópusambandið skattfrjáls. Og
fyi'ir mánuði síðan samþykkti ESB
að auka verslunarfrelsi við lönd á
vestanverðum Balkan-skaga.
Við höfum verið vitni að söguleg-
Reuters
Javier Solana ásamt Vojislav
Kostunica, forseta Júgóslavíu, á
fundi Balkanríkja og Evrópu-
sambandsins í siðustu viku.
um breytingum að undanfömu og
þær veita Serbíu og Evrópu allri
stórkostleg tækifæri. Kostunica
forseti sagði, í einni fyrstu ræðu
sinni eftir að Slobodan Milosevic
hafði verið komið frá völdum, að hin
nýja Serbía þyrfti hvorki á Moskvu
né Washington að halda en værí nú
komin að nýju til Evrópu þar sem
hún ætti heima. Fari Serbar fram á
samvinnu mun Evrópusambandið
taka markvisst á þeim málaleitun-
um.
Gleðin sem fylgir í kjölfar dauða
spilltrar stjómar er blendin því
verkefnin sem bíða okkar era risa-
vaxin. Við ættum ekki að draga
neina dul á það að breytingamar í
Serbíu munu verða mjög erfiðar.
Milosevic hefur skilið eftir sig
skelfilega slóð. Efnahags- og fé-
lagsmál era í algjöram glundroða,
fjandskapur ríkir milli þjóðarbrota,
spilling er landlæg og ríkisstofnanir
era ekki undanskildar. Þess vegna
munum við vinna hratt og mark-
visst.
Fyrst af öllu höfum við haldið lof-
orðið sem við gáfum serbnesku
þjóðinni fyrir hinar afdrifaríku
kosningar. Við lofuðum þá að lýð-
ræðislegar breytingar mundu leiða
til róttækra breytinga á afstöðu ES
til Serbíu. Það snerti einkum versl-
unarbannið en þegar sigur lýðræð-
isafla væri orðinn að veraleika
myndi því tafarlaust verða aflétt.
Þegar höfum við aflétt öllum höft-
um sem beint hefur verið að Júgó-
slavíu síðan 1998 að undanskildum
þeim sem er sérstaklega beint að
Milosevic og samstarfsmönnum
hans. Einnig hafa þegar verið tekn-
ar ákvörðun um að hafnbann á olíu
og flugbann sé ekki lengur í gildi.
í öðra lagi hefur ES staðfest
vinnuáætlun um efnahagslega og
fjárhagslega samvinnu sem það sér
fyrir sér til handa hinni nýju Júgó-
slavíu. Hún mun gera Evrópusam-
bandinu kleift að víkka út verkefni
sem snúa að hjálparstarfi í Júgó-
slavíu, gerir Júgóslaviu kleift að
njóta góðs af aðstoð ESB sem snýr
að enduruppbyggingu og mun flýta
fyrir hreinsun Dónár. Þar að auki
sér ESB fyrir sér að Júgóslavía
verði fullgildur þátttakandi í Stöð-
ugleikasamningnum fyrir Suðaust-
ur-Evrópu. Ég vona að við getum
fljótlega tekið upp viðræður við
efnahagsráðgjafa Kostunica forseta
til að fá að heyra hverjar era helstu
þarfir serbneska efnahagslífsins.
Þannig gætum við fljótlega sett
saman neyðar- og stuðningspakka
til aðstoðar yngsta lýðræðisríki
Evrópu á íyrstu mánuðum þess. Að
sjálfsögðu mun ESB leita eftir sam-
starfi annarra alþjóðastofnana til
að hrinda þessu í framkvæmd.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Al-
þjóðabankinn og Evrópski fjárfest-
ingarbankinn munu hafa þar stóra
hlutverki að gegna.
í þriðja lagi er ES tilbúið að að-
stoða við að hjálpa Júgóslavíu að
nýju inn í alþjóðasamfélagið. Við
erum tilbúin að leggja okkar af
mörkum við að græða sárin sem
hafa myndast vegna átaka síðasta
áratugar, að byggja upp sjálf-
straust og að sannfæra fólk um að
allir á svæðinu fái sanngjarna með-
ferð. Endurkoma Serbíu í alþjóða-
samfélagið á ekki að vera á kostnað
einhverra nágrannalandanna.
Utanríkisráðherrar Evrópu-
sambandslandanna hafa ákveðið að
stinga upp á við stjómina í Belgrad
að landið taki þátt í viðræðum um
stöðugleika og aðild.
Hin fimmtán aðildarríki ESB
hafa hvert og eitt lýst yfir vilja sín-
um til að taka upp að nýju eða
koma jafnvægi á samskipti sín við
Júgóslavíu sem allra fyrst.
Serbía stendur nú á tímamótum.
Að baki er áratugur efnahagslegrar
afturfarar og alþjóðlegrar einangr-
unar. Framundan era loksins
möguleikar á að snúa til eðlilegs lífs
en það er nokkuð sem margir full-
orðnir í Serbíu hafa nærri gleymt
hvað er og börn þeirra hafa aldrei
þekkt. Serbneska þjóðin hefur sýnt
mikinn kjark og sannfæringu við að
staðfesta lýðræðislega framtíð. Þau
hafa fengið land sitt tilbaka. ESB
hefur þegar hafið aðgerðir til að
sýna í verki að það er tilbúið að
svara kallinu með hraða, andagift
og gjafmildi.
Javier Solana er æðsti talsmaður
Evrópusambandsins út á við isam-
eig-inlegvm utanríkis- og öryggis-
málum aðildarlandanna.
Framkvæmdastjóri ferju-
fyrirtækis fynrfór sér
Piraeus. AP, Telegraph.
PANDELIS Sfinias, framkvæmda-
stjóri gríska fyrirtækisins sem átti
ferjuna Express Samina sem fórst í
september sl., stytti sér aldur í
fyrradag. Sfinias, sem var 62 ára
gamall, stökk út um glugga á skrif-
stofu sinni sem er á sjöundu hæð
Minoan Lines-byggingarinnar í
hafnarborginni Piraeus, í grennd
Aþenu. Sfinias átti í viðræðum við
framkvæmdastjóra annars skipafyr-
irtækis, Ioannis Lefakis, um áhrif
harmleiksins þegar hann opnaði
skyndilega glugga á skrifstofunni og
stökk út. Sfinias, sem lenti á bíl sem
lagt hafði verið fyrir neðan glugg-
ann, lést samstundis.
Gríska ferjan Samina Express var
í eigu fyrirtæksins Minoan Flying
Dolphins sem Sfinias setti á laggim-
ar 1977. Það er
dótturíyrirtæki
Minoan Lines en
fyrirtækin eiga
samanlagt yfir 35
ferjur og hafa
smám saman
keypt nær allar
ferju sem sigla í
Eyjahafi.
Ferjan fórst
þegar hún steytti
á skeri í vonskuveðri 26. september.
Um 500 manns vora um borð í ferj-
unni og létust áttatíu manns. Skerið
var vel merkt en skipstjórinn játaði
að hafa verið sofandi þegar slysið
átti sér stað. Hann hefur ásamt
þremur öðram úr áhöfninni verið
ákærður fyrir manndráp. Einnig
Pantelis
Sfínias
sögðu farþegar að áhöfnin hefði ver-
ið að fylgjast með fótboltaleik þegar
ferjan sigldi á skerið.
Fjölmörg skaðabótamál hafa ver-
ið höfðuð á hendur eiganda feijunn-
ar og nema fjárkröfur yfir þremur
milljörðum ísl. króna. Sfinias átti að
bera vitni í málinu í næsta mánuði.
Forsætisráðherra Grikklands, Cost-
as Simitis, sagði í gær að öll sjálfsvíg
væra sorgleg og sendi samúðar-
kveðjur sínar en hann er nú staddur
í opinberri heimsókn í Ungverja-
landi.
Gríska ríkisstjómin var harðlega
gagnrýnd í kjölfar slyssins, sem er
versta sjóslys í Grikklandi í 35 ár,
fyrir að hafa ekki gætt þess nægi-
lega vel að ferjufloti Grikkja væri
endurnýjaður.