Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ
60 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000_
^ KIRKJUSTARF
UMRÆÐAN
Kór frá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli.
Safnadarstarf
Bandarískir
jólasöngvar
í Fríkirkjunni
í Reykjavík
LAUGARDAGINN 2. desember
mun samkirkjulegur kór frá vamar-
liðinu á Keflavíkurflugelli syngja
bandaríska jólasöngva í Fríkirkjunni
í Reykjavík klukkan 17. Kór þessi
samanstendur af áhugasömu söng-
fólki úr flestum kristilegum söfnuðum
á vellinum. Þar má sjá óbreytta
syngja við hlið háttsettra foringja af
mikilli gleði. Söngvamir eru fullir af
sannri jólagleði. Meðal þekktra laga
sem flutt verða era: Take a Walk
Trough Betlehem, I Give You Love
this Christmas, Have you Any Room?
Og This Little Child. Það má með
sanni segja að aðventan byijar með
sann þegar kórinn syngur jólasöngv-
ana. Tónleikamir era öllum opnir og
aðgangur er ókeypis.
Messa í Breiða-
bólstaðarkirkju í
Fljótshlíð
SUNNUDAGINN 3. des. nk. (1.
sunnudagur í aðventu) kl. 14 verður
messa í Breiðabólstaðarkirkju. Sr.
Sváfnir Sveinbjamarson, fyrrverandi
sóknarprestur og prófastur á Breiða-
bólstað, predikar en sóknarprestur-
inn, sr. Önundur S. Bjömsson, þjónar
fyrir altari. Við athöfnina verður vígð-
ur nýr hökull sem sr. Sváfnir og böm
hans átta færa kirkjunni til minning-
ar um eiginkonu og móður, Önnu El-
ínu Gísladóttur, sem hefði orðið sjö-
tug á þessu ári. Hún lést árið 1974.
Aðventusamkoma
í Stórólfshvols-
kirkju
AÐVENTUSAMKOMA verður í
Stórólfshvolskirkju sunnudaginn 3.
des. nk. (1. sd. í aðventu) kl. 21. Sr.
Gunnar Bjömsson flytur hugleiðingu.
Mikill söngur, helgileikur, nemendur
úr tólistarskólanum spila, bamakór
Hvolskóla syngur o.fl.
Sóknarprestur.
Helgihald á jóla-
föstu og jólum í
Djúpavogs- og
Heydalapresta-
köllum
í DJÚPAVOGSKIRKJU er aðventu-
kvöld 3. des., iyrsta sunnudag í jóla-
fóstu kl. 17. Kirkjuskólinn fellur inn í
athöfnina og verður annars í mánuð-
inum skv. auglýstum tíma. Á aðventu-
kvöldinu leika böm úr grannskólan-
um helgileik meðal annars efnis,
tóíihstar og talaðs orðs. Á aðfangadag
vérður aftansöngur í Djúpavogs-
kirkju kl. 18.
í Beraneskirkju verður jólaguðs-
þjónusta annan jóladag kl. 13.30 og
þann sama dag í hinum sveitakirkjun-
um, Berufirði kl. 15 og Hofi í Álfta-
firði kl. 17. Á síðustu áram hefúr ein-
ungis verið messað í litlu kirkjunum á
hátóíðum, auk þess era þær notaðar til
annarra kirkjulegra athafna, svo sem
skíma, ferminga, brúðkaupa og jafn-
vel kveðjuathafna. Allar henta þær
vel til allra minni athafna.
Fyrsta sunnudag í jólaföstu verður
aðventumessa í Stöðvarfjarðarkirkju.
Kirkjuskólabömin kveikja á fyrsta
kertinu í aðventukransinum og bam
verður borið til skímar. Kirkjuskól-
inn verður einnig annan sunnudag í
jólaföstu. I Heydalakirkju verður
kirkjuskóli nú á sunnudag. í báðum
kirkjum verður aðventukvöld þriðja
sunnudag í jólafóstu, hinn 17. des. Þar
kemur fram tónlistarfólk á öllum aldri
og talað orð verður flutt. Messað
verður einnig í báðum kirkjum á
aðfangadagskvöld, á Stöðvarfirði kl.
20.30 og í Heydölum kl. 22.
Aðventukvöld
í Möðruvallakirkju
AÐVENTUKVÖLD verður í Möðra-
vallakirkju sunnudaginn 3. desember
kl. 20:30.
Helgileikur fermingarbama og
kirkjukórs í samstarfi við Leikfélag
Hörgdæla undir stjóm Aðalsteins
Bergdal.
Kórsöngur, hljóðfæraleikur nem-
enda Tónlistarskóla Eyjafjarðar,
Lúsíusöngur nemenda Þelamerkur-
skóla undir stjóm Guðmundar Engil-
bertssonar og mikill almennur söng-
ur.
Ræðumaðurverður Bemharð Har-
aldsson.
Mætum öll og njótum sannrar jóla-
stemmningar í húsi Guðs.
Sóknarprestur og sóknamefnd.
Laugameskirkja. Mömmumorgunn
kl. 10-12 í umsjá Hrandar Þórarins-
dóttur. Kaffispjall fyrir mæðrn-, góð
upplifun fyrir böm. Unglingakvöld
Laugarneskirkju og Þróttheima kl.
20 (9. og 10. bekkur).
Langholtskirkja. Kirkjan er opin til
bænagjörðar í hádeginu.
Grafarvogskirkja. Al-Anon fundur
kl. 20.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna. Trú
og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar-
stund.
Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11. Á morg-
un sér dr. Steinþór Þórðarson um
prédikun og Bjami Sigurðsson um
biblíufræðslu. Bama- og unglinga-
deildir á laugardögum. Súpa og brauð
eftir samkomuna. Allir velkomnir.
Keflavíkurkirkja. Lofgjörðar- og fyr-
irbænastundir í kirkjunni kl. 20-21.
Víkurprestakali í Mýrdal. Kirkju-
skólinn í Mýrdal er með samvera í
dag, laugardag, í Víkurkirkju kl. 11-
12. Fjölmennið.
Ffladelfi'a. Unglingafundur í kvöld kl.
20.30.
Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna-
stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld
fyrir unga fólkið kl. 21.
Sjöundadags aðventistar á íslandi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11 í
umsjá Bamahvíldardagsskólans.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavfk: Biblíufræðsla kl.
10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðu-
maður Einar Valgeir Arason.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður:
Eric Guðmundsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar-
fírði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu-
fræðsla kl. 12. Ræðumaður Björgvin
Snorrason.
Haag-samkomulag'ið -
yfírlýsing frjálsra
félagasamtaka
Kolbrún Þórunn
Halldórsdóttir Sveinbjarnardóttir
FRJÁLS félagasamtök af
ýmsu tagi voru áberandi á ný-
afstaðinni loftslagsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna (COP6)
sem haldin var í Haag í Hol-
landi frá 13.-24. nóvember og
lauk án þess að samkomulag
næðist. Enginn gat dvalið í
ráðstefnuhöllinni stundar-
kom án þess að verða þeirra
var. Utan við höllina höfðu fé-
lagar úr þessum samtökum
hlaðið risastóra stíflu úr
sandpokum og vakti hún svo
mikla athygli að forseti ráð-
stefnunnar fékk lánaðan einn
sandpoka, sem hann bar með
sér inn í ráðstefnuhöllina og
kom honum fyrir ofan á
ræðupúlti í aðalsalnum. Hann taldi
pokann geta verið þarfa áminningu
til þeirra er þaðan töluðu. Þegar
Umhverfi
Það eru mikil vonbrigði,
segja Kolbrún Hall-
dórsdóttir og Þórunn
Sveinbjarnardóttir, að
ekki skyldi nást sam-
komulag í Haag.
spennan var orðin nokkurn veginn
óbærileg á næstsíðasta degi þá
gengu ungmenni úr frjálsu félaga-
samtökunum um ganga ráðstefnu-
hallarinnar, héldust í hendur í
langri keðju og sungu angurværa
söngva. Svo var heldur ekki hægt
að leiða hjá sér öll þau ógrynni af
prentmáli, sem dreift var á vegum
þessara félagasamtaka.
Þar kenndi ýmissa grasa; allt frá
daglega útgefnum fréttabréfum
með fróðlegum upplýsingum til
„mattador" peningaseðla sem ætl-
aðir vora til að kaupa fyrir losunar-
heimildir. Á seðlunum stóð: 1
karbon kredit - hægt að nota í
skiptum fyrir kjamorkuver, erfða-
breyttan skóg eða önnur jafnskað-
leg verkefni. Þessi seðill er einungis
hugsaður til að auka á hagnað stór-
fyrirtækja og ber alls ekki að skoða
hann sem vænlega lausn á vanda
þeim sem stafar af loftslagsbreyt-
ingum.
Með réttlætið að leiðarljósi
Einn daginn undir lok ráðstefn-
unnar var dreift yfirlýsingu í nafni
fjölmargra umhverfisvemdarsam-
taka frá öllum heimshornum. Yfir-
lýsingin bar yfirskriftina: Haag-
samkomulagið - yfirlýsing sprottin
af þörf fyrir dugmikið og sann-
gjamt samkomulag sem verndað
getur lofthjúp jarðarinnar.
Þar sem - loftslagsbreytingar
eiga sér nú stað vegna losunar á
gróðurhúsalofttegundum af manna-
völdum - þær þjóðir heims sem
minnsta ábyrgð bera á los-
uninni verða helst fyrir barð-
inu á áhrifum loftslagsbreyt-
inganna - samdráttur í losun
getur og á að eiga sér stað
hjá iðnríkjunum í norðri eins
og samþykkt var í Ríó - sam-
dráttur í losun mun fæða af
sér nýjar leiðir nauðsynlegar
til að koma á sjálfbærri þró-
un jafnt í norðri sem í suðri,
trúum við því að - að enginn
jarðarbúi hafi rétt umfram
annan til að menga and-
rúmsloftið - allir íbúar jarð-
arinnar eigi jafnan rétt til
þeirra auðlinda sem eru
undirstaða sjálfbærrar þró-
unar - hverju þjóðríki beri
skylda til að takmarka losun við þau
mörk sem ríkið getur gert tilkall til
miðað við höfðatölu - losun iðnríkj-
anna í norðri í fortíð, nútíð og fram-
tíð hafí verið, sé og verði um
ókomna tíð miklu meiri en hægt er
að kalla sanngjarna.
Við viljum vekja athygli á því að
Kýótó-bókunin er ófullkomin og
tryggir ekki að jafnræði ríki með
þjóðum í losunarmálum. Þannig er
heldur ekki tryggt að með henni
takist að ná meginmarkmiði lofts-
lagssamnings Sameinuðu þjóðanna,
að koma á jafnvægi í kolefnabúskap
jarðarinnar. Til þess að markmið
bókunarinnar og samningsins nái
fram að ganga þurfa ríkisstjómir
heimsins að sýna vilja í verki. Við
hvetjum þær til að leggja sig fram
við að koma Kýótó-bókuninni í
framkvæmd og fylgja henni og
markmiðum loftslagssamningsins
eftir svo að - þau lönd sem núna
losa mest m.v. höfðatölu dragi mest
úr losun (fyrst af öllu heima fyrir) -
fátæku löndin sem eiga erfiðara
með að þróast á þann veg að dragi
úr losun fái hjálp við það frá iðnríkj-
Ef Jdn Sigurðsson réði...
í DAG halda stúd-
entar fullveldisdaginn
hátíðlegan í Háskóla
íslands. Blómsveigur
verður lagður að leiði
Jóns Sigurðssonar og
minni hans flutt. Eftir
hádegi fer fram viða-
mikil dagskrá sem
nefnist „ísland í
fremstu röð - sam-
keppnishæfni mennt-
unar og menningar á
Islandi" en dagskráin
er að þessu sinni í sam-
vinnu við Reykjavík
Menningarborg
Evrópu árið 2000.
Eiríkur Jónsson
utanlands, eptir því
standa þær neðar í röð
[hinna] menntuðu
þjóða.“
Samkeppnishæfni ís-
lenskrar menntunar
Á fullveldisdegi þjóð-
arinnar fer vel á því að
velta fyrir sér hver sam-
keppnisstaða háskóla-
menntunar á íslandi er.
Stúdentaráð hefur und-
anfarið bent á ýmsar
staðreyndir sem era til
marks um að sam-
keppnishæfni Háskóla
Islands sé stefnt í voða.
Ríkisframlög til háskólamenntunar á
Áfangi í
sjálfstæðisbaráttu
Háskóli íslands var stofnaður af
mikilli bjartsýni og framsýni þann
17. júní 1911. Það var ekki tilviljun
sem réð því að 100 ára afmælishátíð
Jóns Sigurðssonar var valin. Stofnun
skólans var mikilvægur áfangi í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar og Jón
forseti hafði frá upphafi ferils síns
lagt mikla áherslu á aukna og bætta
menntun. Allt frá 1911 hefur Háskóli
íslands gegnt lykilhlutverki í efna-
hags- og menningarlífi þjóðarinnar.
Þetta hlutverk verður sífellt mikil-
vægara, enda byggjast möguleikar
okkar Islendinga á því að við sköpum
okkur öruggan sess í þekkingarsam-
félagi framtíðarinnar. Það era hug-
vit, menntun og mannauður sem
skipta sköpum. Jón forseti komst
þannig að orði: „eptir því sem [þjóð-
irnar] era daufari og afskiptaminni
um að læra sem allramest það, sem
nytsamt og fróðligt er bæði innan og
Islandi eru langt undir meðaltali
OECD-ríkjanna þegar hlutfall af
landsframleiðslu er athugað. Sem
dæmi má nefna að hlutfall Norður-
landanna er almennt helmingi hærra
en íslendinga. Þegar innbyrðis
skipting heildarframlagsins er skoð-
uð kemur í ljós að samkeppnisstaða
Háskóla íslands er gríðarlega erfið,
enda fá einkaskólar og ríkisskólar
ríkisframlög á sömu forsendum.
Þetta fyrirkomulag er í ósamræmi
við það sem gerist annars staðar á
Norðurlöndum og felur í sér mikla
hættu á því að ríkisskólarnir verði
með tíð og tíma annars flokks skólar
og að háskólastigið færist inn á braut
skólagjalda. Slíkt má ekki gerast,
enda er það sjálfsögð skylda hverrar
sjálfstæðrar þjóðar að halda uppi öfl-
ugum skólagjaldalausum ríkishá-
skóla þannig að jafnrétti til náms sé
tryggt. Jón forseti orðaði það þannig
að það væri hlutverk stjórnvalda að
sjá til þess „að enginn kraftur mist-
Það eru hugvit, mennt-
un og mannauður, segir
Eiríkur Jónsson, sem
skipta sköpum.
ist, sem stoðað gæti til velferðar alls
félagsins, heldur að sérhverjum
stæði vegur opinn til að nema það
sem honum væri best lagið“.
Eflum háskólamenntun
Að sjálfsögðu segja fjárveitingar
ekki alla söguna og innan Háskóla
Islands starfa margir fremstu fræði-
menn heims sem hafa staðið sig
mjög vel við erfiðar aðstæður. Eng-
um sem lifir og hrærist innan há-
skólasamfélagsins dylst sá fjár-
hagsvandi sem Háskóli íslands á í og
nú er svo komið að framtíð heilla
deilda er í hættu. Úr þessu verður að
bæta og gefa Háskóla íslands tæki-
færi á að standa með reisn undir
hinu mikilvæga hlutverki sínu. Árið
1842 skrifaðj Jón forseti greinina
„Um skóla á íslandi". Þar lagði hann
áherslu á að auknu fé yrði veitt til
eflingar menntunar á Islandi því
„engum peningum er varið heppilig-
ar enn þeim, sem keypt er fyrir and-
lig og líkamlig framför.“ Þess er hollt
að minnast á fullveldisdegi. Það er
óskandi að þingmenn hafi þessi orð í
huga við afgreiðslu fjárlagafram-
varpsins nú í desember.
Höfundur er formaður
Stúdentaráðs.