Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 83
FÓLKí FRÉTTUM
Andsetnir?
Tónlist
Geislaplata
ALLT TEKUR ENDA
Allt tekur enda, geisladiskur hljóm-
sveitarinnar Stolið. Sveitina skipa
þeir Guðmundur Annas Árnason,
söngvari og gítarleikari, Snorri
Gunnarsson gítarleikari, Kristinn
Jón Arnarsson bassaleikari og
Huldar Freyr Arnarso trommuleik-
ari. Einnig leika á plötunni þau
Þóranna Dögg Bjömsdóttir á píanó
og farfisu, Hildur Guðnadóttir á
selló, Samúel Jón Samúelsson á bás-
únu, Birkir Freyr Matthíasson á
flugelhorn og Sturlaugur Jón
Björasson á franskt hora. Lög og
textar eru flest eftir Snorra Gunn-
arsson en Guðmundur Annas á tvö
lög. Valgeir Sigurðsson hljóðritaði í
Gróðurhúsinu. Hann sá einnig um
hljóðblöndun og útsetningar í sam-
vinnu við hljómsveitarmeðlimi.
Bjarai Bragi Kjartansson hljóm-
jafnaði svo í írak. Japis dreifir.
STOLIÐ mun vera hljómsveit
sem í einhverri annarri mynd gekk á
sínum tíma undir nafninu Soma.
Undirritaður bjó erlendis á þeim
tíma er sú sveit mataði landann á
popprokki sem vakti víst verðskuld-
aða athygli. Það var því ákveðin eft-
irvænting hjá gömlum nýbylgju-
hundi eins og undiirituðum er þessi
fyrsti geisladiskur afsprengis Somu
snerist í spilaranum í fyrsta sinn.
Það kemur fátt á óvart við hlustun
á afurðina. Sveitin er vel spilandi og
útsetningar laganna eru oftast eftir
bókinni, klisjan róleg erindi og kraft-
mikið viðlag er lausn sem rokktón-
listarmenn virðast seinþreyttir á að
nota þótt æði sé hún orðin þreytt.
Klisjunni er þó ekki alls staðar beitt
og er það vel. Oftast er leiðinlegt að
herma upp á listamenn ákveðna
áhrifavalda en undirritaður kemst
ekki hjá því að slá fram þeirri full-
yrðingu að sveitarmenn hljóti að
hafa hlustað mikið á Jeff heitinn
Buekley.
Lagasmíðar og útsetningar virð-
ast andsetnar Buckley en eitthvað
hefur andinn þó tapað giftinni því út-
koman er vart hálfdrættingur á við
smíðar hins lifandi eintaks. Andi
Buckleys virðist einkar nálægur í
laginu „Spjór“ sem er þó ágætt lag
en textinn er síðri og þar er talað um
„hversdag": “Ég fel höfuð mitt/sé
þig gegnum fingur/þú sleppur alltaf
burt/án þess að fá huggun/bara
hversdagurinn og blautur snjór.“
Textamir eru flestir heldur mærð-
arlegir og gætu flokkast undir það
sem stundum hefur verið kallað
menntaskólaskáldskapur; oft barna-
legar, víða illskiljanlegar, og á stund-
um óskiljanlegar hugrenningar um
ástina og lífið. Undirritaðan skortir
t.d. hæfni til að skilja textann við lag-
ið „Forsniðin“: “Þú eltir mig/ég vísa
þér ekkert/hlið við hlið/trú þín er
einstök, sorgleg/sýnir þínar, réttu
hliðar/sannar sem sorg til ástvinar/
til ástvinar." Sumt er þó öllu betur
gert og textinn við lagið „Felldur“ er
til dæmis einfaldur, þokkalega ortur
og gerir sig vel. Lagið er líka feiki-
gott og að mestu laust við andsetu.
Trommuhljómurinn er stórgóður og_
heildaráhrif lagsins gefa til kynná^-
stíl sem gæti verið upphaf að meira
tónlistarlegu sjálfstæði hjá Stolnu.
Hljómurinn á plötunni er reyndur
allur hinn ágætasti sem og megnið af
hljóðfæraleiknum. Samúel Jón
Samúelsson leggur til smekklegar
útsetningar fyrir blásturshljóðfæri
við fáein lög og knéfiðla setur á
stundum skemmtilegan lit í tónlist-
ina. „Farfisu" og píanó er einnig að
finna en píanói í lokalaginu, „Hljóð-
nótt“, þykir mér ofaukið við útsetn-
ingu, sullar í bakgrunni og er á
stundum ómarkvisst í takti. g..
Þegar allt kemm- til alls þá er nið-
urstaða undirritaðs sú að Stolið hef-
ur sett saman níu laga plötu sem er
frá tæknilegu sjónarmiði hin þokka-
legasta.
Víða er þó pottur brotinn í texta-
gerð og þrátt fyrir á köflum hag-
leikstónsmíðar skortir sveitarsér-
kenni og sjálfstæði í þeim efnum.
Með áframhaldandi spilamennsku
og þróunarvinnu í lagasmíðum og út-
setningum gæti Stolið þó orðið mjög
spennandi hljómsveit sem gaman
væri að fylgjast með í framtíðinni.
Orri Harðarson
Lenny Kravitz handtekinn
Eftirlýstur
bankaræningi?
HANN ÁTTI sér einskis ills von,
tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz,
þegar hann var skyndilega um-
kringdur lög-
reglubílum fyrir
utan líkams-
ræktarstöð í Mi-
ami. Lögreglu-
maður hafði séð
til Kravitz og
hélt hann vera
mann sem rændi
banka steinsnar
frá fyrr í mán-
Kravitz uðinum.
„Maður gæti
haldið að kynþáttafordómar ættu
hlut að máli, en ég gæti líka litið
svo á að ég hafi litið mjög svipað
út og bankaræninginn," sagði
Kravitz við fjölmiðla. Bankaræn-
inginn hafði verið, rétt eins og
Kravitz þennan dag, svartur,
órakaður með afró-hárgreiðslu, í
grænun buxum og stuttermabol.
Þar sem Kravitz var ekki með
persónuskilríki á sér var honum
haldið í yfirheyrslu í stundar-
fjórðung og ekki sleppt fyrr en
bankastarfsmaður hafði staðfest
að Kravitz væri ekki bankaræn-
inginn.
Lenny Kravitz er þessa dagana
í efstu sætum vinsældalista um
allan heim með nýjustu plötu sína
Greatest Hits og er þekktastur
fyrir Iög eins og Fly Away og
Again og því lítil hætta á að hann
þurfi að drýgja tekjurnar með
bankaránum.
ALMEIMNUR
DANSLEIKUR
með GeírmunJí Valtýssyní
í Ásgarði, Glæsibæ,
í kvöld, föstudagskvöldið
1. desember
Húsið opnað kl. 22.00.
Allir velkomnir!
Dansleikur í Hreyfilshúsinu
föstudagskvöldið 1. desember kl. 22.00
Hljómsveit Hjördísar Geirsdóttur
leikur fyrir dansi.
•. J * Húsið opnað kl. 21.30. Miðaverð kr. 1.000.
c
Allir velkomnir á áfengislaust dansiball.
Nefndin.
LANGURLAUGARDAGUR
Full búð af júlafatnaði
HERRAR
Jakkaföt írá 19.900
Skyrtur 2.900
Ullarjakkar 11.900
Frakkar 6.900
Úlpur 6.900
Opiö frá kl. 11.00 - 18.00 ga
DÖMUR
áður nú
Ullarkápur IjStBOCT 15.900
Leðurjakki 19r90tT 16.900
Skyrtur 9&T 1.900
Toppar 10%afsl.
Spariskór frá 2.900
Stígvél - 3.900
cziri cz zn | iti^n
l | | M I I I I fl I I
Laugavegi, s. 511 1717