Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 83 FÓLKí FRÉTTUM Andsetnir? Tónlist Geislaplata ALLT TEKUR ENDA Allt tekur enda, geisladiskur hljóm- sveitarinnar Stolið. Sveitina skipa þeir Guðmundur Annas Árnason, söngvari og gítarleikari, Snorri Gunnarsson gítarleikari, Kristinn Jón Arnarsson bassaleikari og Huldar Freyr Arnarso trommuleik- ari. Einnig leika á plötunni þau Þóranna Dögg Bjömsdóttir á píanó og farfisu, Hildur Guðnadóttir á selló, Samúel Jón Samúelsson á bás- únu, Birkir Freyr Matthíasson á flugelhorn og Sturlaugur Jón Björasson á franskt hora. Lög og textar eru flest eftir Snorra Gunn- arsson en Guðmundur Annas á tvö lög. Valgeir Sigurðsson hljóðritaði í Gróðurhúsinu. Hann sá einnig um hljóðblöndun og útsetningar í sam- vinnu við hljómsveitarmeðlimi. Bjarai Bragi Kjartansson hljóm- jafnaði svo í írak. Japis dreifir. STOLIÐ mun vera hljómsveit sem í einhverri annarri mynd gekk á sínum tíma undir nafninu Soma. Undirritaður bjó erlendis á þeim tíma er sú sveit mataði landann á popprokki sem vakti víst verðskuld- aða athygli. Það var því ákveðin eft- irvænting hjá gömlum nýbylgju- hundi eins og undiirituðum er þessi fyrsti geisladiskur afsprengis Somu snerist í spilaranum í fyrsta sinn. Það kemur fátt á óvart við hlustun á afurðina. Sveitin er vel spilandi og útsetningar laganna eru oftast eftir bókinni, klisjan róleg erindi og kraft- mikið viðlag er lausn sem rokktón- listarmenn virðast seinþreyttir á að nota þótt æði sé hún orðin þreytt. Klisjunni er þó ekki alls staðar beitt og er það vel. Oftast er leiðinlegt að herma upp á listamenn ákveðna áhrifavalda en undirritaður kemst ekki hjá því að slá fram þeirri full- yrðingu að sveitarmenn hljóti að hafa hlustað mikið á Jeff heitinn Buekley. Lagasmíðar og útsetningar virð- ast andsetnar Buckley en eitthvað hefur andinn þó tapað giftinni því út- koman er vart hálfdrættingur á við smíðar hins lifandi eintaks. Andi Buckleys virðist einkar nálægur í laginu „Spjór“ sem er þó ágætt lag en textinn er síðri og þar er talað um „hversdag": “Ég fel höfuð mitt/sé þig gegnum fingur/þú sleppur alltaf burt/án þess að fá huggun/bara hversdagurinn og blautur snjór.“ Textamir eru flestir heldur mærð- arlegir og gætu flokkast undir það sem stundum hefur verið kallað menntaskólaskáldskapur; oft barna- legar, víða illskiljanlegar, og á stund- um óskiljanlegar hugrenningar um ástina og lífið. Undirritaðan skortir t.d. hæfni til að skilja textann við lag- ið „Forsniðin“: “Þú eltir mig/ég vísa þér ekkert/hlið við hlið/trú þín er einstök, sorgleg/sýnir þínar, réttu hliðar/sannar sem sorg til ástvinar/ til ástvinar." Sumt er þó öllu betur gert og textinn við lagið „Felldur“ er til dæmis einfaldur, þokkalega ortur og gerir sig vel. Lagið er líka feiki- gott og að mestu laust við andsetu. Trommuhljómurinn er stórgóður og_ heildaráhrif lagsins gefa til kynná^- stíl sem gæti verið upphaf að meira tónlistarlegu sjálfstæði hjá Stolnu. Hljómurinn á plötunni er reyndur allur hinn ágætasti sem og megnið af hljóðfæraleiknum. Samúel Jón Samúelsson leggur til smekklegar útsetningar fyrir blásturshljóðfæri við fáein lög og knéfiðla setur á stundum skemmtilegan lit í tónlist- ina. „Farfisu" og píanó er einnig að finna en píanói í lokalaginu, „Hljóð- nótt“, þykir mér ofaukið við útsetn- ingu, sullar í bakgrunni og er á stundum ómarkvisst í takti. g.. Þegar allt kemm- til alls þá er nið- urstaða undirritaðs sú að Stolið hef- ur sett saman níu laga plötu sem er frá tæknilegu sjónarmiði hin þokka- legasta. Víða er þó pottur brotinn í texta- gerð og þrátt fyrir á köflum hag- leikstónsmíðar skortir sveitarsér- kenni og sjálfstæði í þeim efnum. Með áframhaldandi spilamennsku og þróunarvinnu í lagasmíðum og út- setningum gæti Stolið þó orðið mjög spennandi hljómsveit sem gaman væri að fylgjast með í framtíðinni. Orri Harðarson Lenny Kravitz handtekinn Eftirlýstur bankaræningi? HANN ÁTTI sér einskis ills von, tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz, þegar hann var skyndilega um- kringdur lög- reglubílum fyrir utan líkams- ræktarstöð í Mi- ami. Lögreglu- maður hafði séð til Kravitz og hélt hann vera mann sem rændi banka steinsnar frá fyrr í mán- Kravitz uðinum. „Maður gæti haldið að kynþáttafordómar ættu hlut að máli, en ég gæti líka litið svo á að ég hafi litið mjög svipað út og bankaræninginn," sagði Kravitz við fjölmiðla. Bankaræn- inginn hafði verið, rétt eins og Kravitz þennan dag, svartur, órakaður með afró-hárgreiðslu, í grænun buxum og stuttermabol. Þar sem Kravitz var ekki með persónuskilríki á sér var honum haldið í yfirheyrslu í stundar- fjórðung og ekki sleppt fyrr en bankastarfsmaður hafði staðfest að Kravitz væri ekki bankaræn- inginn. Lenny Kravitz er þessa dagana í efstu sætum vinsældalista um allan heim með nýjustu plötu sína Greatest Hits og er þekktastur fyrir Iög eins og Fly Away og Again og því lítil hætta á að hann þurfi að drýgja tekjurnar með bankaránum. ALMEIMNUR DANSLEIKUR með GeírmunJí Valtýssyní í Ásgarði, Glæsibæ, í kvöld, föstudagskvöldið 1. desember Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir! Dansleikur í Hreyfilshúsinu föstudagskvöldið 1. desember kl. 22.00 Hljómsveit Hjördísar Geirsdóttur leikur fyrir dansi. •. J * Húsið opnað kl. 21.30. Miðaverð kr. 1.000. c Allir velkomnir á áfengislaust dansiball. Nefndin. LANGURLAUGARDAGUR Full búð af júlafatnaði HERRAR Jakkaföt írá 19.900 Skyrtur 2.900 Ullarjakkar 11.900 Frakkar 6.900 Úlpur 6.900 Opiö frá kl. 11.00 - 18.00 ga DÖMUR áður nú Ullarkápur IjStBOCT 15.900 Leðurjakki 19r90tT 16.900 Skyrtur 9&T 1.900 Toppar 10%afsl. Spariskór frá 2.900 Stígvél - 3.900 cziri cz zn | iti^n l | | M I I I I fl I I Laugavegi, s. 511 1717
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.