Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 72
72 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Ljósmynd/Hulda G. Geirsdóttir Stjórn hins nýja netfyrirtækis, Eiðfaxa Net ehf., Ólafur H. Einarsson, Gyða Gerðarsdóttir og Þorsteinn Broddason. Ný netþjónusta fyrir hestamenn EIÐFAXI Net ehf. er netfyrirtæki sem nýlega var stofnað af Eiðfaxa ehf. Átaksverkefni í hrossarækt og Hestamiðstöð íslands. Markmið fyrirtækisins er að reka netþjónustuna eidfaxi.is og bjóða hestamönnum upp á að kynna þjón- ustu sína með auglýsingu sem vistuð er á heimasíðunni. Jafnframt býður fyrirtækið upp á að gera heimasíður fyrir hestamenn. Fróttavefur, versl- un og upplýsingar um Eiðfaxa ehf. verður áfram á www.eidfaxi.is. Stofnhlutafé Eiðfaxa Net ehf. er 30 milljónir króna, 20 milljónir koma frá Eiðfaxa ehf. en 5 milljónir frá Hestamiðstöð Islands og aðrar 5 frá Átaksverkefninu en að því standa Bændasamtök íslands, Félag hrossabænda, Félag tamninga- manna og Landssamband hesta- mannafélaga. í sljórn Eiðfaxa Net ehf. eru þau Ólafur Hafsteinn Einarsson, Gyða Gerðarsdóttir og Þorsteinn Brodda- son. Fyrirhugað er að opna heimasíð- una 15. desember nk. Námskeið í fími HESTAMIÐSTÖÐIN á Gauksmýri ætlar að halda námskeið í fimi dagana 3. og 4. febrúar næstkomandi. Kveikj- an að námskeiðinu er fyrirhugað Fimimót Morgunblaðsins og Gusts. Kennarar verða þau Svanhildur Hall og Magnús Lárusson, en þess má geta að bæði voru í keppnisliði Oreg- on State University í fimi þegar þau stunduðu nám þar. Eins og sagt var frá í hestaþætti í þriðjudagsblaði Morgunblaðsins og á hestasíðu mbl.is er mikill áhugi á Fimimóti Morgunblaðsins og Gusts sem haldið verður laugardaginn 24. febrúar 2001. Þarna gefst því kjörið tækifæri fyrir væntanlega keppendur að hressa upp á fimikunnáttuna fyrir mótið. Að sögn Svanhildar Hall getur fólk fengið lánaða hesta á Gauksmýri sem eru þjálfaðir í fimi, eða tekið með sér þá hesta sem þeir ætla að keppa á. Kállquists jakki kr. 6.400,- KENTUSKY Kentucky skóbuxur kr. 15.900, M R búðin Lyngháls 3 • 110 Reykjavík Sími: 5401125 »Fax: 5401120 MRbúóin íshestamiðstöðinni • Sörlaskeið 26 220 Hafnarfjörður • Sími: 555 7025 -*KAL1 ISTSs- Kállquists húfur kr. 4.900,- úlpur kr. 8.900,- buxur kr. 8.900,- cd ✓ Avallt í leiðinni ogferðarvirði Myndband sem allt hestafólk þarf að eignast Almenn ánæg;ja var meðal gesta sem sáu frumsýninguna á myndbandinu Frum- tamning eftir Benedikt Líndal á dögun- um. Asdís Haraldsdóttir var ein þeirra sem hreifst af þessari fallegu mynd um gæðatamningu á íslenskum hestum. BENEDIKT Líndal hefur stund- að tamningar á hestum í áratugi. Hann er tamningameistari Félags tamningamanna og á síðustu ár- um hefur hann þróað mjög svo hestvænar aðferðir við tamningar hrossa. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu að lengi hafi hann átt þann draum að gera myndband um frumtamning- ar til að koma aðferðum sínum á framfæri. Nú hefur þessi draum- ur ræst og óhætt að fullyrða að vel hafi tekist til. Nauðsynlegl að hafa ákveðinn leiðtoga Myndbandið hefst á skemmti- legum myndum af hópi hrossa um vor, þar sem þau hlaupa um frjáls með rassaköstum í rigningunni. Fylgst er með því þegar hrossin eru rekin heim og sýnt hvernig Benedikt meðhöndlað nýkastað folald. Fyrsta stig tamningar er hafið. Hann strýkur því og klapp- ar og klórar og skýrir vel út hvers vegna hann fer svona að. Það fer ekki á milli mála hverju hann vill ná fram með þessu og það er að venja folaldið við manninn til að auðvelda ormalyfjagjafir í fram- tíðinni og alla aðra meðhöndlun hrossins. Næst kynnist áhorfandinn fjór- um ótömdum hrossum. Þeim er lýst mjög vel, hvernig skapferlið er og hestgerðin. Þessi fjögur hross sem fylgt er í gegnum tamningaferilin eru skemmtilega ólíkar hestgerðir sem kemur sér afar vel þegar um kennslumynd- band í tamningum er að ræða. Upp koma sérstök vandamál hjá hverri hestgerð í tamningunni og tækifæri er til að skýra þau og sýna hvernig á að leysa þau. Það vekur athygli hversu vel Benedikt fer að hrossunum og hefur eðli þeirra og velferð ávallt að leiðarljósi. Mörgum gæti þótt þetta of „linar“ aðferðir, en þeir sem betur þekkja til vita að svo er ekki enda er skýrt tekið fram að tamningamaðurinn þurfi að vera ákveðinn en jafnframt sanngjarn leiðtogi hestsins. Lögð er áhersla á það hversu nauðsynlegt það er að hesturinn hafi leiðtoga og að leiðtoginn verði að sýna ákveðin vinnubrögð en ekkert fum svo hesturinn viti til hvers ætlast er til af honum. Með þessum aðferð- um nær Benedikt að fá öll þessi mismunandi hross til að vinna með sér og fylgja sér. Tamningin þróast stig af stigi og hvert skref er í eðlilegu framhaldi af því næsta á undan. Þannig virðist ekkert koma hrossinu á óvart því allt sem það lærir byggist á fyrri reynslu enda sést vel hve hrossið treystir leiðtoganum í gegnum allt ferlið. Eins og að sitja á púðurtunnu Það sem gerir þetta myndband sérstakt er hversu persónulegt það er. Benedikt miðlar af reynslu sinni og segir hvernig hann gerir hlutina og hvers vegna. Hann segir ekki að svona eigi að gera hlutina en í lok myndbandsins gefur hann tamn- ingamönnum þó ýmis heilræði. Þeir sem vilja læra af myndband- inu hafa líka gott af að heyra um og sjá hin ýmsu vandamál sem koma upp í tamningunni enda er ekki verið að fela þau, þvert á móti. Til dæmis er vel sýnt þegar hinn klárgengi Flinkur hoppar upp á fótinn þegar hann byrjar að tölta, hvers vegna hann gerir það og hvernig það getur jafnvel verið jákvætt. Sýnt er líka hversu dauf Glíma var svo þurfti að hafa plastpoka á píski til að gera hana líflegri og hvernig Flóki átti til að binda sig. Einnig segir Benedikt hreinskilnislega frá því að honum finnist eins og hann sitji á púður- tunnu sem gæti sprungið hvenær sem er þegar hann fer fyrst á bak á hinum örgeðja Flinki úti. En allt gengur vel og vel sést hvernig hin mikla undirbúningsvinna skil- ar sér og knapinn hefur full- komna stjórn á hestinum. Eins og Benedikt sagði í áður- nefndu samtali er myndbandið ætlað jafnt atvinnutamninga- mönnum sem og öllum hestaeig- endum sem áhuga hafa á að reyna að temja sjálfir. Auk þess á það að gefa þeim hugmyndir um hvernig meta á gæði tamningar. Vel hefur tekist að koma tamn- ingaferlinu til skila í myndband- inu og hefur þetta markmið náðst vel með einfaldri en skýrri fram- setningu. Það er greinilegt að þessar tamningaaðferðir henta vel fyrir hinn almenna hestamann og þótt hann fari ekki alla leið gæti hann undirbúið hrossin sín vel sjálfur áður en hann sendir ingu. Falleg myndataka og markviss Myndatakan er markviss og klippingin þannig að allt atferli hrossins sést vel, t.d. þegar það beinir athygli sinni að tamninga- manninum með að beina eyranu að honum, eða þegar það kjamms- ar og sýnir undirgefni og vilja til samstarfs. Auk þess er myndin mjög falleg. Myndatakan fer mik- ið fram úti í náttúrunni enda legg- ur Benedikt áherslu á að hrossin séu sem mest tamin úti og fái um leið svalað þörf sinni fyrir að hreyfa sig frjáls. Þetta myndband þyrfti allt hestafólk að eignast. Einnig er það kjörið til að koma á framfæri sýnikennslu í íslenskri gæðatamn- ingu í fallegu umhverfi við þá fjöl- mörgu sem eiga íslenska hesta á erlendri grundu. Vonandi á Bene- dikt fleiri hugmyndir í pokahorn- inu sem hann gæti miðlað hesta- fólki. Páll Steingrímsson hafði um- sjón með gerð myndbandsins. Framleiðandi er KVIK kvik- myndagerð. Myndataka var í höndum Friðþjófs Helgasonar, samsetningu annaðist Ólafur Ragnar Halldórsson og um hljóð- setningu sá Hjörtur Howser. Benedikt Líndal stjórnaði sjálfur upptöku, klippingu og er jafn- framt þulur. Tónlist er eftir Jens Einarsson, ritstjóra Eiðfaxa, en auk hans leika á hljóðfæri þeir Grétar Örvarsson, Guðmundur Pétursson og Kristján Grétars- son. Aðstoðarfólk Benedikts eru þau Eyjólfur Gíslason, Óskar Sverrisson, Sigríkur Jónsson, Sigríður Ævarsdóttir og Inga Lóa Benediktsdóttir. Sigríður Ævars- dóttir tók ljósmynd á kápu. Það er gaman að sjá að Bene- dikt gleymir ekki að geta vinnu- hestanna, sem hann kallar svo, sem meðal annars eru notaðir þegar verið er að teyma ung- hrossin, bæði úti og inni. Þau eru Gefjun frá Eyrarbakka, Kóngur frá Hjarðarholti, Léttfeti frá Stað. Léttir frá Stóra-Ási og Nótt frá Stað. Þessi hross segir Bene- dikt ákaflega mikilvæg i tamn- ingaferlinu enda hafa þau sjálf gengið í gegnum það og þekkja allar bendingar. Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins styrkti gerð myndbandsins. Starfsemi Islenska reiðskólans frestast fram yfir áramót ÖLL starfsemi íslenska reiðskólans frestast fram yfir áramót. Ástæðan er sú að verið er að vinna að því að fá við- urkenningu á skólanum hjá fræðslu- yfirvöldum svo hægt verði að hefja samstarf við Fjölbrautaskóla Suður- lands og Félag tamningamanna um að nám í skólanum verði metið til ein- inga á framhaldsskólastigi. Órn Karlsson, stjómarformaður íslenska reiðskólans, sagði í samtali við Morgunblaðið að á meðan málið væri í vinnslu væru sem minnst um- svif í skólanum. Reynir Aðalsteinsson skólastjóri er nú í vinnu í Þýskalandi á meðan á þessu stendur og hætt hef- ur verið við að bjóða upp á lengri námskeið á meðan ekki er hægt að tryggja nemendum áðumefnd rétt- indi með náminu. Öm sagðist búast við að ákvörðun í málinu verði tekin alveg á næstunni. Búið er að leggja fram námsskrá um stigskipt nám fyrir íslenska reið- skólann en hún byggist á íyrirhuguðu samræmdu menntakerfi hestamanna sem enn er í mótun. Á grundvelli nýja stigakerfisins hyggst íslenski reiðskólinn einnig kynna gmnnskólunum hugsanlega kennslu í reiðmennsku enda nær stigakerfið alveg niður í byrjenda- kennslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.