Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 57
um og alúð í tæplega hálfrar aldar fal-
legu samlífi við afa.
Dauðinn er hreinn og hvítur siyór
hjartavörðurinn gengur rór
og stendur sig á blæju breiðri
býr þar nú undir jörð í heiðri.
(Jónas Hallgr.)
Pótt dauðinn sé kaldur viðkomu
megum við ekki örvænta, amma er
ekki farin langt. Una lifir í hlýjum
andardrætti, þéttu handtaki og mildu
augnaráði, að ógleymdu vel unnu
verki. Haldist okkur á þeim gildum
sem felast í lífsspeki hennar þurfum
við ekki að óttast, lifum heil í and-
anum og munum hverfa sátt í dauð-
ann, bakland lífsins. Munum að Una
kláraði allt sem hún tók sér fyrir
hendur. Líf hennar er nú fullkomnað,
um það þurfum við ekki að efast. Mið-
að við hvemig amma var, þessi sterka
kona sem hafði komist í gegnum
margar líkamlegar raunir, þá tel ég
upp á að hún hafi sátt látið það eftir
sér að fljóta burt frá okkur. Una leyfði
sér það fyrst núna því hún treystir
okkur fullkomlega. Megi friður vaka
yfir okkur öllum.
Arnaldur Máni.
Elsku amma.
Fyrir tæpu ári setti ég upp hvíta
kollinn og brosti bjartsýn framan í
heiminn í þjóðbúningnum sem þú
hafðir af svo mikilli ástúð og gjafmildi
ll skapað íyrir mig. Ég fékk að sjálí'-
|| sögðu að heyra það hvemig ætti að
bera sig í þessum skrúða og til þess að
gera mér auðveldara fyrir var öllu
haldið í skorðum með smellum, tölum
og frönskum rennilásum. Og þegar ég
lagði af stað út í víðáttu heimsins
komst ég fljótt að því hversu litlu
vegalengdir skipta þegar ástvinir em
annars vegar; þú varst alltaf hjá mér
g og ert enn.
Nú er bæn mín þessi: að ég megi
í| uppfylla væntingar þínar til mín og að
if þú megir stolt líta mig frá þínum nýju
heimkynnum.
Amma mín! Sorgin finnur sér ekki
stað í hjarta mínu. Þar rúmast ekkert
nema þakklæti fyrir allt það sem þú
hefur gefið mér. Þú átt svo mikið í
mér, amma mín.
Guð geymi þig.
Berglind.
Það voru óvænt og þungbær tíð-
indi, sem mér bárust frá heimili minn-
ar kæru systur, Unu Halldórsdóttur,
ekki síður Ólöfu, erfið. Ásmundur
varð mikill Akureyringur en var að
ég held sáttur við að vera aftur flutt-
ur á höfuðborgarsvæðið. Hann
breyttist ekki þrátt íyrir mótlæti á
síðustu árum, kvartaði aldrei, leit inn
til gamalla vina sinna á vinnustaði
þeirra, þ. á m. til þess er þetta ritar.
Hann kom fyrir fáum dögum og stóð
þá í gagnaöflun í máli vegna vinnus-
lyss fyrir einn skjólstæðing sinn og
var á sama tíma öðrum til halds og
trausts við mepferð á máli hans fyrir
héraðsdómi. Ásmundur var því til
hinstu stundar trúr eðli sínu og upp-
runa, að liðsinna öðrum í vanda
þehra þótt sjálfur ætti hann í meiri
vanda en þeir sem hann taldi hjálpai-
þurfi. Ég mun um langa framtíð
sakna Ásmundai- vinar míns.
Bragi Steinarsson.
Hann Ásmundur Steinar mágur
minn er dáinn.
Ég var tæpra sautján ára þegar
Olla systir kynnti verðandi eigin-
mann sinn heima í Kristnesi. Ég var
hálf vandræðaleg og mig minnir að
ég hafi þurft að halda aftur af flissi
þegar við borðuðum hádegismatinn
þann sunnudaginn.
Þegar ég sit og rifja upp liðna daga
finnst mér þessi dagur hafa verið fyr-
ir svo stuttu.
Olla og Ási voru nýkomin að sunn-
an, hún með hjúkrunarfræðipróf upp
á vasann og hann með lögfræðipróf.
Þau settust að á Akureyri og
bjuggu þar þangað til fyiir þremur
árum að þau fluttu suður. Á Akureyri
fæddust böm þeirra, þau Ásta Mar-
grét, Snorri, Jóhann, Ásmundur og
Valur. Eitt bama sinna, Snorra eldri,
misstu þau á þriðja ári en hann hafði
verið veikur allt frá fæðingu og dró
að hún hefði kvatt þennan heim
sunnudaginn 5. nóvember á dánar-
degi fóður okkar. Væntanlega var það
ekki tilviljun, svo mjög var kært með
þeim feðginum, en ég var ekki undir
það búinn, að systir mín væri horfin á
braut. Við höfðum fáeinum stundum
áður átt innilegt samtal, eitt af svo
íjöldamörgum sem við höfum átt í
gegnum tíðina. Nú rennur þetta sam-
tal okkar saman við óendanlegan sjóð
minninga um þá systur sem hafði í öll-
um okkar samskiptum unnið til þess
að mér þætti innilega vænt um hana.
Það áraði ekki sérlega vel á Isafirði
fremur en annars staðar á landinu 12.
ágúst 1931 er Una leit dagsins ljós í
fyrsta skipti. Heimskreppan var í al-
gleymingi og böm þess tíma lærðu þá
einu aðferð sem dugði til að komast
af, það er sparsemi og ráðdeild. Með
það veganesti lagði Una af stað í sex-
tíu og niu ára lífsgöngu sem hófst í
húsinu Ásbyrgi á Isafirði, sem nú er
mikil bæjarprýði. Æskuheimili henn-
ar, sem okkar hinna varð þó Hrannar-
gata 10, sem foreldrar okkar keyptu
og stækkuðu. Una sýndi það snemma
að hún var albúin að takast á við lífið í
starfi og leik. Að lokinni hefðbundinni
skólagöngu hneig hugur hennar til að
vinna umönnunarstörf sem hófust á
sjúkrahúsinu á Isafirði og á vöggust-
ofu í Reykjavík. Átti þetta að vera
undirbúningur þess að fara að læra
hjúkrun. Með vinnunni lék hún hand-
bolta með Ksf. Herði á ísafirði og Val
í Reykjavík. Þetta var á mínum
sokkabandsámm og þótti mér skrýtið
að sjá systur mína leika í rauða Vals-
búningnum á ísafirði. Það var mikið
tilhlökkunarefni þegar Una kom heim
úr Reykjavík, gjafir hennar voru allt-
af sérstakar, þar fylgdi hugur máli,
löngunin til að gleðja.
Á þessum árum urðu straumhvörf í
lífi Unu. Áform breyttust, hjúkrunar-
námið var lagt á hilluna. Þess í stað
hóf hún nám í þeim gamalfræga skóla
húsmæðraskólanum Ósk á Isafirði.
Hún hafði hitt manninn sem átti eftir
að verða hennar lífsförunautur í nær-
felit hálfa öld. Maðurinn var Þorgeir
Hjörleifsson frá Hnífsdal. Ég minnist
brúðkaups þeirra á haustdegi árið
1953. Þá stofnuðu þau sitt fyrsta
heimili að Sólgötu 8 ísafirði, í tveggja
herbergja íbúð. Húsið gekk þó undir
nafninu „Höllin“. Enginn þarf að ef-
ast um að þama var lagður grunnur
að traustu og heilsteyptu hjónabandi.
Það er sagt, að hver sé sinnar gæfu
smiður. Lífshamingja þeirra Unu og
Geira var ekki síst að þakka einstakri
þá ský fyrir sólu hjá Ollu og Ása. En
þau voru ung og dugleg og héldu
ótrauð áfram.
Olla og Ási bjuggu sér yndislegt
heimili. Þar var alltaf gestkvæmt og
gott að koma. Þau voru einstaklega
samhent í að taka vel á móti gestum.
Ásmundur var mikill gestgjafi og
vildi öllum gott gera. Ekki er mér
kunnugt um annað en að gestir
þeirra hafi farið glaðir af þeirra fundi.
Þegar við Ófeigur fluttum til Akur-
eyrar bjuggum við fyrstu mánuðina í
kjallaranum í Stafholtinu hjá Ollu og
Ása.
Þá bundust þeir svilar órjúfanleg-
um böndum þótt ólíkir væru.
Ási hafði stórt, mjúkt hjarta þó að
hann sýndi það fáum og kímnigáfu
hafði hann góða.
Mér er minnisstætt þegar Ási og
Ófeigur fóru saman til rjúpna. Ófeig-
ur hafði alist upp við rjúpnaveiði en
Ási var alls óvanui- slíku. Þegar þeir
komu heim og farið var að spyrja um
afrek veiðiferðarinnar svaraði Ási:
Mikið lifandis skelfing var ég feginn
þegar ég sá þær allar fljúga. Þannig
var Ási.
Tíminn leið og við áttum saman
marga yndislega daga í útilegum,
bridsspili og öðrum áhugamálum.
Þetta voru góðir tímar og saman nutu
fjölskyldur okkar lífsins.
Þegar Ófeigur lést af slysförum
bara 45 ára studdu þau okkur mæðg-
ur af alhug.
Þá var Asi okkur alveg ómetanleg-
ur. Hann var vakandi yfir velferð
okkar og ætið boðinn og búinn til að
hjálpa í öllu sem hann gat.
Fyrir 10 árum fékk hann hjarta-
áfall sem hann náði sér aldrei eftir.
Hann varð óvinnufær. í hönd fóru
erfiðir tímar. Það var honum ekki að
skapi að sitja iðjulaus heima og vera
samheldni og gagnkvæmri virðingu
þeirra hvort fyrir öðru. Hjá flestum
foreldrum búa draumar og vonir í
framtíð barna og bamabama. I Sól-
götunni fæddust böm þeirra bæði,
Elísabet, blaðakona, sem ber nafn
fóðurömmu sinnar, og Halldór deild-
arstjóri í umhverfisráðuneytinu, sem
ber nafn móðurafa síns. Ég veit að ár-
in á ísafirði 1953-1978 voru fjölskyld-
unni mikil hamingjuár. Isafjörður var
og er fjölskylduvænn bær. Auk alls
annars átti fjölskyldan saman hug-
sjón skátanna, sem Una og Geiri hafa
deilt saman alla tíð. Fyrsti fjölskyldu-
bíllinn, Vauxhall í-696, sameinaði fjöl-
skylduna í ótal draumaferðum, um ís-
lenzka náttúra, sem á engan sinn líka.
Þegar bömin stálpuðust fór Una á
vinnumarkaðinn á ný. í þetta sinn til
að taka þáttí að byggja upp merkilegt
fyrirtæki á ísafirði, Vefstofu Guðrún-
ar Vigfúsdóttur, sem hún var starfs-
maður og meðeigandi í meðan hún
átti heima á ísafirði. Una glímdi
lengst af við þrálátan og erfiðan sjúk-
dóm sem varð til þess að þau fluttu
búferlum árið 1978 til Reykjavíkur.
Víst þótti okkur öllum aðskilnaðurinn
erfiður, en það rauf þó ekki þau íjöl-
skyldubönd, sem alla tíð höfðu verið
traust á milli okkar. Þeirra heimili
varð okkar í Reykjavík og okkar
heimili varð þeirra á Isafirði.
Una kom víða við í félagsmálum,
auk íþrótta, sem áður er getið, tók
hún þátt í verkalýðsmálum m.a. með
áralangri setu í stjóm Iðju, og starf-
aði seinni árin í kvennadeild Oddfel-
lowreglunnar. Þó má fullyrða að eng-
in félagasamtök hafi mótað líf hennar
og karakter meira en skátahreyfing-
in. Hún gekk til liðs við kvenskátafé-
lagið Valkyrjuna á Isafirði þegar hún
var ung stúlka og var virk í skáta-
starfi síðan. Hún var um árabil að-
stoðarfélagsforingi Valkyrjunnar.
Fyrir Unu var skátahreyfingin ekki
venjulegur félagsskapur, heldur sá
vegur lífsins, sem hún samfléttaði
góðri kristinni trú. Þessi góðu gildi
birtust í daglegum athöfnum hennar.
Hún átti marga vini sem sumir vora
sjúkir og aldraðir, aðiir gamlir skóla-
eða æskufélagar. Þetta fólk fékk sinn
tíma af hennar lífsprógrammi. Hún
vissi hvers virði það var að halda sam-
bandinu, koma í stutta heimsókn,
sýna ræktarsemi. Það hefur verið
mér mikil uppörvun að heyra frá
þessu fólki hve þakklátan hug það ber
til systur minnar.
Una las eitt sinn fyrir mig úr síð-
asta bréfi Baden Powells til skáta um
ekki fær um að takast á við sín fyrri
störf.
En hann eignaðist ljós á þessum
erfiðu dögum. Það vora bamabömin
hans: Steinar nafni hans,Valentína og
Olla litla, sem hann átti orðið nægan
tíma fyrir og veittu honum mikla
ánægju og var það gagnkvæmt. Þeg-
ar þau komu í heimsókn til afa og
ömmu var fyrst hrópað: AFI!
Að leiðarlokum kveðjum við
mæðgur Ása með virðingu og þökk.
Megi hann hvíla í friði.
Þorbjörg (Tobba).
Það var gott að koma í heimsókn til
Ásmundar og Ólafar á Akureyri. Ás-
mundur sagði skemmtilegar sögur,
ræddi af þekkingu og húmor um
hæðir og lægðir lífsins og leysti mann
svo út með góðum bókum úr safni
sínu. Hann greiddi götu þess sem
vildi ferðast um, því ferðaþrána skildi
hann vel og vílaði ekki fyrir sér að
leggja upp í langferð þangað sem von
var á góðri stemmningu. Þegar 9. sin-
fónía Beethovens var flutt í Reykja-
vík kom hann yfir landið þvert til að
vera á framsýningu og mætti flottur í
smóking af virðingu fyrir uppákom-
unni. Þá fannst mér sem allar æfing-
arnar í kómum hefðu verið þess virði.
Kannski lýsir ekkert hljómverk
skaplyndi hans eins vel og einmitt of-
angreind sinfónía þar sem meðal-
mennskan er síst í fyrirrúmi. Djúpir
bassar og háradda sópranar syngja
um samstöðu og styrk dauðlegra
manna frammi fyrir áfóllum og órétt-
læti í heiminum. Það var gott að eiga
Ásmund að og ég sendi Olöfu, Bíbí,
Ástu, Snorra, Jóa, Ása og Val samúð-
arkveðju vegna fráfalls hans. Blessuð
sé minning hans.
Oddný Eir Ævarsdóttir.
víða veröld. Þar sagði hann á þessa
leið: „Reyndu að yfirgefa þennan
heim ofurlítið betri en hann var þegar
þú komst í hann, þá veistu að þú hefur
ekki lifað til einskis.“ Þennan hreina
og auðskilda boðskap tileinkaði Una
sér og þess vegna skynjum við öll sem
þekktum hana, hve stórt skarð hún
skilur eftir. Ég vil að leiðarlokum
þakka ómældar ánægjustundir sem
fjölskylda mín hefur átt á Háaleitis-
braut 40 og sömuleiðis kærkomnar
heimsóknir þeirra til ísafjarðar. Ef til
vill er ferð okkar á æskustöðvar for-
eldra okkar í Tjaldtanga og að Foss-
um og Fossavatni eftirminnilegust
Una, Geiri og fjölskylda þeirra vora
miklir aufúsugestir okkar, og svo
verður það áfram.
Kæri Geiri, Elsa, Amaldur, Dúddi,
Heiða, Berglind og Hákon Atli.
Kveðjustundin er alltaf erfið, þegar
mikið er misst, en við skulum láta for-
dæmi, sem Una setti, verða okkur
leiðarljós til betri og bjartari framtíð-
ar.
Kveðjuorðin til systur minnar
verða Ijóðlínur kvenskátahöfðingjans
og sómakonunnar Hrefnu Tynes, sem
í skátahópnum stóra stóð fremst með-
aljafningja.
Þú átt skáti að vaka og vinna
vera trúr í þinni stétt,
skátastörfúm þínum sinna
segjasattogiðkarétt
Vekja þann á verði er sefur
verasólinbjörtoghlý
fyrir dag hvem guð þér gefur
gefstþértækifæriáný.
Megi góður Guð varðveita minn-
ingu Unu Halldórsdóttur í hjarta
þeirra, sem hana þekktu og hún var
kær.
Ólafur B. Halldórsson.
Mínirvinirfarafjöld,
feigðin þessa heimtar köld...
Þessar ljóðlínur Bólu-Hjálmars
óma í höfði manns þegar góðir vinir
hafa hnigið í valinn hver af öðram og
látið eftir sig tóm sem ekki verður
fyllt með öðra en eftirsjá, söknuði og
þrúgandi þögn. Sú gjöf er líklega dýr-
mætust þeirra sem lífið gefur hveij-
um manni, að hann veit ekki örlög sín
eða sinna. Allt í einu er kallið komið,
komin er nú stundin.
Án nokkurs vafa var það mesta líf-
slán Þorgeirs bróður míns að kynnast?
og kvænast Unu Halldórsdóttur. í
okkar fjölskyldum var ætíð talað um
Unu og Geira, aldrei aðeins annað
hvort þeirra, svo samrýnd vora þau
og órjúfanleg heild, að okkur fannst.
Þau hjónin vora alltaf afar samstiga
og maður fann hvað þau virtu hvort
annað mikils. Hún lifði honum og
hann henni. Þau vora bæði skátar af
lífi og sál, höfðu byrjað sitt skátalíf í
Einherjum á ísaftrði, þar sem þau
kynntust og hófu búskap og áttu góða
tíð - í faðmi fjalla blárra. Þar fæddust
bömin þeirra, Elísabet og Halldór.
Og eftir að þau fluttu til Reykjavíkur
héldu þau áfram að starfa í skáta-
hreyfingunni, skátalögin vora sungin
á gleðistundum. Oddfellowreglan átti
líka hug þeirra og þar áttu þau marga
félaga og sameiginlega vini. Og auð-
vitað vora þau bæði í Isfirðingafélag-
inu hér í borg og engan hef ég þekkt
rneiri ísfirðing en hana Unu. í hennar
huga var ísafjörður fegurst byggð í
landinu. Og Una starfaði einnig að fé-
lagsmálum í Iðju, félagi verksmiðju-
fólks hér í Reykjavík og gegndi þar
stjórnarstörfum. Ég þekki ekki til
starfa hennar þar því þeim flíkaði hún
ekki. Hún var hrein og bein og átti
ekki til undirferli eða fals. Hún var
rökfóst og ákveðin og myndaði sér
eigin skoðanir, hafði þroskaða og ríka
réttlætiskennd og var ófeimin að
fylgja henni gagnvart háum sem lág-
um. í þjóðmálum hafði hún fastar og
mótaðar skoðanir og oft varð ég að
láta í minni pokann þegar við ræddum
landsmálin. Hún hafði mikinn áhuga á
ættfræði og hafði stundað nám og
fengið leiðbeiningu fróðra manna um
ættir. Oft þurftum við að leita til
hennar í þeim efnum og fengum ætíð
greið svör og fræðslu um okkar fólk.
Það rennur nú upp fyrir mér hvað
Una og Geiri lifðu lífinu lifandi, allL*£
var nóg að fást við, fundir og sýningar
eða þá námskeið allskonar. Áhugi
hennar var sívakandi og nærvera
hennar skapaði öryggi sem
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR,
Njálsgötu 31 a,
Reykjavík.
Birgir Birgisson, Guðrún Gunnarsdóttir,
Óiafur Magnússon, Lilja Sigmundsdóttir,
Emiiía Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við fráfall föður okkar, tengda-
föður og afa,
VALDIMARS JÓNSSONAR,
Engjavegi 10,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar
Landsprtalans í Fossvogi og séra Dennis O'Leary
fyrir kærleiksnka umönnun.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SVANHILDAR SIGRÍÐAR VALDIMARSDÓTTUR,
Hólshúsi,
Sandgerði.
Valdimar Sveinsson,
Sigurlína Sveinsdóttir,
Einar Sveinsson, Kolbrún Kristinsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.