Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 47 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKLIR HAGSMUNIR í HÚFI MIKLIR hagsmunir okkar ís- lendinga eru í húfi að tak- ast megi að koma aðildar- ríkjum ESB í skilning um að fiskimjöl hefur ekkert með að gera kúariðu, sem talin er eiga þátt í út- breiðslu hins svonefnda Creutzfeldt- Jakobs sjúkdóms. Eins og Morgun- blaðið skýrði frá í gær hefur franska þingið sett lög sem banna að nota mjöl úr dýraafurðum í skepnufóður og er fiskimjöl sett undir sama hatt. í þýzka þinginu liggur fyrir frumvarp um slík lög, sem geta tekið gildi næstu sólar- hringa og á vettvangi Evrópusam- bandsins í Brussel er unnið að því að setja reglur, sem gætu leitt til þess að bannað yrði að nota fiski- mjöl í skepnufóður í öllum aðildar- ríkjum Evrópusambandsins. Utanríkisráðuneytið brást hart við þegar í fyrradag og gaf sendi- ráðum Islands í öllum ESB-ríkjum fyrirmæli um að koma nauðsynleg- um upplýsingum til stjórnvalda og löggjafaraðila þess efnis, að engin vísindaleg rök væru fyrir því að setja fiskimjöl undir sama hatt og mjöl, sem unnið er úr kjöti og bein- um. Jafnframt kallaði utanríkis- ráðuneytið á sinn fund sendiherra allra ESB-ríkja á íslandi svo og nýjan sendiherra ESB, sem staddur er hér á landi, þar sem þessum aðil- um voru kynnt viðhorf íslenzkra stjórnvalda og mjölframleiðenda til þessa máls. Fyrsti áfangasigur vannst í gær, þegar ekki náðist tilskilinn meiri- hluti innan dýralæknanefndar ESB, sem fundaði um málið í gær. Hins vegar kemur tillagan fyrir ráð- herraráð ESB á mánudag. En það er áreiðanlega mikið til í því, sem Árni M. Mathiesen, sjávar- útvegsráðherra (og dýralæknir), segir í samtali við Morgunblaðið í dag, að svo virtist sem pólitísk sjón- armið skiptu meira máli í þessu sambandi en vísindaleg rök. Sjávar- útvegsráðherra bendir á, að fiski- mjöl eigi að geta hjálpað landbúnað- inum í Evrópu við að aðlaga sig þessum breytingum og segir: „Fiskimjölið gæti að einhverju leyti komið í staðinn fyrir kjöt- og beina- mjöl því sojamjöl og ýmsar aðrar tegundir hafa ekki sömu eiginleika. Þetta hafa okkar fulltrúar í Brussel lagt upp með. Vonandi tekst að koma í veg fyrir, að Evrópusam- bandið geri einhverja vitleysu í þessu máli.“ Viðbrögð utanríkisráðuneytisins í þessu máli eru til fyrirmyndar. í samtali við Morgunblaðið í dag seg- ir Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra m.a.: „Það er mín skoðun að bann við viðskiptum með fiskimjöl sé algjört brot á reglum Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar (WTO). Ef það verður bannað þá er um alvarlegt brot að ræða. Því er hins vegar bor- ið við að erfitt sé að hafa eftirlit með málinu en það er alveg ljóst að sum ríki innan Evrópusambandsins nota eigið fiskimjöl, eins og til dæmis Danir. Á þessari stundu er ekki gott að segja, hver úrslit máls- ins verða á mánudaginn.“ Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra íslands hjá Evrópusam- bandinu, sem sat m.a. fund dýra- læknanefndarinnar í gær, segir í samtali við Morgunblaðið í dag: „Þrátt fyrir, að sum ríki sýndu skilning á okkar sjónarmiðum, fund- um við að þau eru undir miklum pólitískum þrýstingi að taka ákvörð- un sem fyrst. Málið er ekki búið og við bindum vonir við að geta tekið fiskimjölið út úr texta tillögunnar. Það er lítil breyting en gæti orðið til þess að tilskilinn meirihluti fengist fyrir því að hafna tillögunni. Við höfum að sjálfsögðu ekki seturétt á fundi ráðherraráðsins en við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri þar til á mánudag.“ Til marks um þá gífurlegu hags- muni, sem hér eru í húfi, má nefna, að við fluttum út um 235 þúsund tonn af fiskimjöli í fyrra og þar af um 146 þúsund tonn til landa ESB. Útflutningsverðmæti fiskimjöls til ríkja ESB nam í fyrra um 7 millj- örðum króna og útflutningur fiski- mjöls alls um 8,5 milljörðum. Hlutur fiskimjöls í öllu útflutningsverðmæti þjóðarinnar hefur undanfarin ár verið á bilinu 5-15%. Ef tillögur um að fella fiskimjöl undir sama hatt og beina- og kjöt- mjöl yrðu að veruleika myndi það hafa djúpstæð og alvarleg áhrif á atvinnulíf okkar og ekki bara sem nemur ofangreindum tölum. Loðnu- veiði myndi leggjast af að lang- mestu leyti og þarf ekki að hafa mörg orð um hvers konar áhrif það myndi hafa á afkomu þeirra, sem vinna við loðnuveiðar og -vinnslu og þeirra fyrirtækja, sem byggð hafa verið upp í kringum þá starfsemi. Líklegt má telja, að nokkur byggð- arlög á landsbyggðinni myndu á skömmum tíma þurrkast út. Kjarni málsins er þó sá, að það eru engin vísindaleg rök, engar vís- indalegar sannanir, engar efnislegar upplýsingar, sem benda til að notk- un fiskimjöls í skepnufóður geti valdið kúariðu. Þess vegna getur Evrópusam- bandið sem slíkt og einstök aðildar- ríki þess ekki verið þekkt fyrir að taka geðþóttaákvarðanir sem þess- ar, sem engin rök eru fyrir. Heiður Evrópusambandsins er í veði í þessu máli. Það er skiljanlegt að framkvæmdastjórnin í Brussel og einstök aðildarríki taki hart á kúariðumálinu. Það ber þessum að- ilum að gera enda hefur það verið gert. En það væri óskiljanlegt með öllu, ef framleiðsluvara, sem sann- anlega hefur engin áhrif á þennan sjúkdóm, yrði bönnuð, þótt engin rök hafi verið færð fram fyrir slíku banni. Er það þannig, sem Evrópu- sambandið vinnur? Pólitísk sjónarmið eiga vissulega rétt á sér en pólitísk sjónarmið, sem eiga sér enga stoð í veruleikanum eða efnislegum rökum, eru forkast- anleg. Ef rétt er að stjórnmálamenn á vegum Græningja séu að nota tækifærið til þess að bregða fæti fyrir fiskveiðar með því að koma fiskimjöli undir hatt, sem það á ekk- ert erindi undir, er það stjórnmála- hreyfingu Græningja í Evrópu til vansæmdar svo að ekki sé sterkar að orði kveðið. •t Meiríhluti náðist ekki í dýralæknanefnd Evrópusambandsins í gær fyrír banni á notkun dýramjöls í skepnufóður Áfangasignr í málinu að mati utanríkisráðherra Ráðherraráð Evrópusambandsins mun á mánudag fjalla um til- lögu um bann við notkun dýramjöls í skepnufóður, þar með talið fiskimjöl. Milljarða viðskipti eru í húfi fyrir íslenskan sjávarútveg og hætta á að loðnuveiðar leggist af. Ovenju mikið kapp hefur ver- ið lagt á það innan utanríkisþjónustunnar að skýra sjónarmið Is- lendinga og þrýsta á ríki ESB að samþykkja ekki bannið. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason TILSKILINN meirihluti náðist ekki fyrir þeirri tillögu innan dýra- læknanefndar Evrópu- sambandsins, ESB, að banna notkun dýramjöls í skepnu- fóður, þar með talið fískimjöl. Fund- ur nefndarinnar stóð yfir í Brussel fram undir kvöld í gær. Nefndin er framkvæmdastjóm ESB til ráðgjaf- ar, áður en ákvarðanir eru teknar, og fer tillagan sjálfkrafa til umfjöll- unar í ráðherraráði Evrópusam- bandsins næstkomandi mánudag. Þótt meirihluti hafi ekki náðst í þessari ráðgjafanefnd er texti þess efnis að banna m.a. fiskimjöl áfram inni í tillögunni, sem upphaflega kom frá Frökkum. Bretar, Finnar, Svíar og Belgar greiddu atkvæði á móti tillögunni á fundi nefndarinnar og Danir, Hol- lendingar og írar sátu hjá. Onnur aðildarríki ESB samþykktu tillög- una, þ.e. Frakkar; Þjóðverjar, Spán- verjar, Grikkir, Italir, Austm-ríkis- menn, Portúgalir og Lúxem- borgarar. Hver þjóð hefur mismunandi vægi atkvæða þannig að meirihlutinn þurfti að vera meira afgerandi svo tillagan næði fram að ganga. Ef sama niðurstaða yrði í ráðherraráði ESB, myndi ekkert verða af fyrirhuguðu banni. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverj- ar lagt fram frumvörp þessa efnis á sínum þjóðþingum, og verið sam- þykkt í Frakklandi og á þýska þing- inu stendur til að staðfesta slík lög í dag. Frakkar lögðu fram samsvar- andi tillögu á nýlegum fundi með landbúnaðarráðherrum ESB, sem náði þá ekki fram að ganga, en var aftur lögð fram í gær á fundi dýra- læknanefndar ESB. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Islands í Brussel, var áheymarfulltrúi á fundi dýralækn- anefndarinnar ásamt Snorra Pálma- syni, sérfræðingi sjávarútvegsráð- uneytisins. Gunnar Snorri sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að líta mætti á þessa niðurstöðu dýralækn- anefndaiinnar sem áfangasigur í málinu. Niðurstaðan hefði getað orðið mun verri. Undir þetta sjónar- mið tók Halldór Ásgrímsson utan- rfldsráðherra þegar Morgunblaðið ræddi einnig við hann í gærkvöldi. Niðurstaðan gæfi von og svo lengi sem svo væri yrði haldið áfram. Þetta kallaði á frekari vinnu og at- huganir stjómvalda næstu daga, eða þar til ráðaherraráð ESB kæmi saman. Vonandi myndi sú umræða leiða til faglegri niðurstöðu. Gunnar Snorri sagði að málstaður Islands hefði hlotið skilning margra aðildarríkja ESB, en íslendingar og Norðmenn höfðu uppi sameiginleg- an málflutning á fundi nefndarinnar í gær sem áheymarfulltrúar. Hann sagði stuðning Norðmanna hafa skipt miklu á þessum fundi. „Þrátt fyrir að sum ríki sýndu skilning á okkar sjónarmiðum þá fundum við að þau em undir miklum pólitískum þrýstingi að taka ákvörð- un sem fyrst. Málið er ekki búið og við bindum vonir við að geta tekið fiskimjölið út úr texta tillögunnar. Það er lítil breyting en gæti orðið til þess að tilskilinn meirihluti fengist fyrir því að hafna tillögunni. Við höf- um að sjálfsögðu ekki seturétt á fundi ráðherraráðsins en við mun- um gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri þai- til á mánudag," sagði Gunnar Snorri. Hann bætti því við að ef ráðherra- ráðið samþykkti bannið á mánudag yrði málið tekið upp á sameiginleg- um fundi sendiherra ríkja EES og ESB. Það yrði fyrsti vettvangur til að taka málið upp. Bann yrði brot á alþjóðlegum viðskiptareglum Tíðindin af yfirvofandi banni ESB, á notkun dýramjöls til skepnufóðurs ullu miklu uppnámi innan íslensku stjómsýslunnar í gær og ekki síst innan ráðuneyta sjávarútvegs og utanríkismála. Samþykki ráðherraráð ESB til- löguna á mánudag gæti það haft al- varlegar afleiðingar í för með sér fyrir íslenskan sjávarútveg þar sem í húfi em m.a. veiðar á loðnu og kol- munna, auk þess sem bannið er talið geta haft áhrif á sfldveiðai'. Halldór Ásgrímsson sagði að hér væri alvarlegt mál á ferðinni og því hefðu öll sendiráð í Evrópu verið virkjuð í málinu ásamt ráðuneytis- starfsmönnum á íslandi. í tilkynn- ingu sem utanrfldsráðuneytið sendi frá sér síðdegis í gær kemur fram hvaða hagsmunir væm í húfi. Árlegt verðmæti útflutnings á fiskimjöli frá íslandi til Evrópusambandsins nemur allt að sjö milljörðum króna og heildarverðmæti um átta millj- arðar ef ríki utan ESB em tekin með í reikninginn. Utanríkisráðu- neytið fól sendiráðum Islands í ríkj- um ESB í gær að ganga á fund stjómvalda þar og þrýsta á um að fiskimjöl verði undanþegið yfirvof- andi banni. Um niðurstöðu dýralæknanefnd- ar ESB sagði Halldór hana breyta stöðunni og gefa meira svigrúm fýr- ir ísland að koma sínum sjónarmið- um á framfæri. Einkum yrði lögð áhersla á að ræða við þau ríki sem sátu hjá; Dani, Hollendinga og íra, en áfram yrði rætt við öll önnur rfld ESB. „Við munum beita okkur alls staðar þar sem við getum,“ sagði Halldór. Fundað með sendiherrum ESB-ríkja og framleiðendum Halldór, ásamt Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Áma M. Mat> hiesen sjávarútvegsráðherra, átti fund í gærmorgun með talsmönnum fiskimjölsframleiðenda hér á landi, nýjum sendiherra ESB á íslandi, Gerhard Sabathil, og sendiherrum þeirra ríkja ESB sem kaupa fiski- mjöl af íslendingum. Á fundinum var afstaða stjórnvalda og hags- munaaðila skýrð til fyrirætlana Evrópusambandsins um að banna notkun á fiskimjöli í dýrafóður. Talsmenn fiskimjölsframleiðenda skýrðu sín sjónarmið, meðal annars þau að ekkert benti til þess að notk- un fiskimjöls í fóðri gæti valdið kúariðu og því væru engin vísinda- leg rök fyrir því að láta bann við mjöli úr beinum og kjötafgangi á kvikfénaði ná einnig til fiskimjöls. Sendiherrarnir lofuðu að koma sjón- armiðum Islendinga á framfæri við rfldsstjómir sínar. „Það sem stendur í vegi fyrir skynsamri niðurstöðu í málinu er sú mikla hræðsla og það fát sem hefur gripið um sig vegna þessa hræðilega sjúkdóms sem Creutzfeldt-Jakob er. Allir eru hins vegar sammála um að fiskimjöl kemur þessu máli ekk- ert við. Það er mín skoðun að bann við viðskiptum með fiskimjöl sé al- gjört brot á reglum Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar (WTO). Ef það verður bannað þá er um alvar- legt brot að ræða. Því er hins vegar borið við að erfitt sé að hafa eftirlit með málinu en það er alveg Ijóst að sum ríki innan Evrópusambandsins nota eigið fiskimjöl, eins og til dæm- is Danir. Á þessari stundu er ekki gott að segja hver úrslit málsins verða á mánudaginn," sagði Hall- dór. Fram kemur í tillögunni í Brussel að bannið taki ekki til fiskeldis, þ.e. að fiskimjöl megi nota í slíku eldi en ekki sem annað skepnufóður. Sam- kvæmt upplýsingum frá fiskimjöls- útflytjendum er fiskimjöl til fiskeld- is ekki nema tíundi hluti þess mjöls sem flutt er út til ríkja ESB. Halldór benti á að stór hluti fiski- mjöls frá Islandi færi til Noregs og langmestur hluti mjölsins til ann- arra landa í Evrópu færi til skepnu- fóðurs. „Það hefur komið fram í samtöl- um við ýmsa aðila í Evrópu að þeir óska eftir því að geta haldið áfram að nota fiskimjöl. Það er nauðsyn- legt að hafa eitthvað fóður fyrir þessar skepnur. Væntanlega stend-: ur ekki til að svelta þær í hel,“ sagði Halldór. Fiskimjöl gæti hjálpað landbúnaðinum í Evrópu Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði við Morgunblaðið að yfirvofandi bann Evrópusambands- ins væri vissulega ekki til bóta fyrir íslenskan sjávarútveg. Hann sagðist fara varlega í að túlka niðurstöðu dýralæknanefndarinnar sem áfangasigur, ómögulegt væri að segja til um afgreiðslu ráðherra- _ ráðsins á mánudag. Svo virtist sem pólitísk sjónarmið skiptu meira í málinu en vísindaleg rök. Ami sagði að allt kapp yrði lagt á að fá rfld innan Evrópusambandsins til að átta sig á því að það hefði eng- an tilgang í baráttunni við kúariðu og Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn að banna fiskimjöl. Þvert á móti ætti fiskimjöl að hjálpa landbúnaðinum til að aðlaga sig þessum breytingum. „Fiskimjölið gæti að einhverju leyti komið í staðinn fyrir kjöt- og beinamjöl því sojamjöl og ýmsar aðrar tegundir hafa ekki sömu eig- inleika. Þetta hafa okkar fulltrúar í Brussel lagt upp með. Vonandi tekst að koma í veg fyrir að Evrópusam- bandið geri einhverja vitleysu í ~ þessu máli,“ sagði Ámi. Hann minnti á að í fyrstu tillög- um, sem lagðar vom fyrir dýra- læknanefndina, hefði ekki verið minnst á að banna einnig notkun fiskimjöls. Sú tillaga hefði komið fram á síðustu stundu af eftirlits- ástæðum. Ami benti á að bann á notkun dýramjöls, t.d. í Þýskalandi, væri keyrt áfram af græningjum og umhverfisvemdarsinnum. Þar væri verið að tala um vemd á fiskistofn- um. „Samkvæmt þessu sýnist mér að menn séu að reyna að koma að öðr- um sjónarmiðum en þeim að koma í veg fyrir kúariðu. Það vekur ugg með manni hvemig þama er unnið að málum,“ sagði Ami. Markaðsstjóri SR-mjöls um hugsanlegt bann á notkun fískimjöls í skepnufóður innan ríkja ESB Bannið yrði gífurlegt áfall fyrir þjóðarbúið Verðmæti útflutnings á loðnumjöli 1990-2000 Skipting á helstu útflutningssvæði. FOB-verð á gengi hvers árs. 10.000 milljónir kr.- 9.000 8.000 7.000 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 Verðvísitala loðnumjöls í SDR 1990-2000 Vísitala verðs í SDR, 1986 = 100 300 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 Þjóðverjar flýta prófunum á sláturkj öti Berlfn, Parfe. AP, AFP. SÓLVEIG Samúelsdóttir, mark- aðsstjóri SR-mjöls hf., segir að samþykki Evrópusambandið að banna notkun fiskimjöls í dýra- fóður hafi það mjög mikil áhrif. „Það yrði gífurlegt áfall fyrir þjóðina," segir hún. íslendingar fluttu út um 235.000 tonn af fiskimjöli í fyrra og þar af um 146.000 tonn til landa Evrógu- sambandsins eða um 63%. Út- flutningsverðmæti loðnumjöls nam um 7,4 milljörðum króna og útflutningur fiskimjöls samtals um 8,5 milljörðum, þegar allt er til tekið, en í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að verðmæti fiskimjölsút- flutnings íslendinga til Evrópu- sambandsins nemi allt að sjö milljörðum króna á ári. Rúmlega 60% mjölsins seld til ESB-landa Útflutningur á mjöli frá ís- landi var um 235.000 tonn í fyrra og þar af fóru um 146.000 tonn til Evrópusambandslanda. Fyrstu 10 mánuði líðandi árs voru flutt út um 229.000 tonn að verðmæti um 8,3 milljarðar. Þetta er að langstærstum hluta loðnumjöl eða um 200.000 tonn, en um 15.000 tonn af síldarmjöli hafa verið flutt út á árinu og um 5.000 tonn af kolmunnamjöli. í fyrra fóru um 63% íslenska fiskimjölsins til Evrópusam- bandslanda og það sem af er þessu ári nemur útflutningur þangað um 60%. í fyrra voru flutt út um 57.000 tonn af síldar- og loðnumjöli til Danmerkur en þangað fóru um 43.000 tonn fyrstu 10 mánuði ársins. Um 57.500 tonn voru flutt til Noregs í fyrra en um 70.000 tonn það sem af er árs. Til Bretlandseyja fóru um 62.500 tonn í fyrra og 45.000 tonn í ár. Útflutningur til Frakklands nam um 6.600 tonn- um í fyrra en um 10.000 tonnum í ár og samsvarandi tölur fyrir Þýskaland eru 3.300 og 2.000 tonn, en 1998 nam útflutningur- inn til Þýskalands um 19.700 tonnum. Um 5 til 15% útflutnings- verðmætis þjöðarinnar Sólveig segir að þó engin vís- indaleg rök séu fyrir því að fiski- mjöl geti valdið kúariðu falli það undir skilgreininguna á dýra- próteini og verði bannið að veru- leika innan ESB hafi það gríðar- leg áhrif. „Útflutningsverðmæti fiskimjöls og lýsis frá íslandi hefur verið um fimm til 15% af útflutningsverðmæti þjóðarinnar á ári undanfarin 10 ár,“ segir hún og bendir á að helstu sjávar- útvegsfyrirtæki landsins séu með mjöl- og lýsisframleiðslu, sem nemi um einum þriðja og upp í meira en 50% af veltu viðkom- andi fyrirtækja. Aukinheldur séu flestar fiskimjölsverksmiðurnar á litlum stöðum úti á landi þar sem allt snúist um framleiðsluna og því séu margfeldisáhrif hugs- anlegs banns mjög mikil. „Þetta getur því haft geigvæn- leg áhrif hér á landi og er stærsta mál sem hefur komið upp varðandi íslenskan sjávar- útveg undanfarin ár,“ segir hún. Hluti útflutnings fiskimjölsins fer í fiskeldi en Sólveig segir að það breyti litlu sem engu. 60 til 70% af framleiðslu íslands fari til landa í ESB og lokist þessi markaður sé ljóst að fiskimjöl frá helstu framleiðsluþjóðunum, Perú, Chile, Noregi, Danmörku og íslandi, fari ekki allt í norskt fiskeldi. Iðnaðurinn leggst af Magnús Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf., segir að ákveði ESB að banna alla notkun á fiskimjöli í skepnufóður drepi það einfaldlega iðnaðinn. Hann segir að sérfræðingar séu al- mennt sammála um að kúariða sé vegna þess að nautgripir hafi verið fóðraðir á smituðu kjöt- og beinamjöli og hafi ekkert með fiskimjöl að gera. „Ef hræðslan verður með þeim hætti að öll notkun verður bönn- uð þá leggst þessi iðnaður af og þá geta náttúruverndarsinnarnir brosað hringinn," segir hann og spyr hvort eingöngu eigi að fóðra skepnurnar á grænfóðri. „Ég get ekki hugsað þessa hugs- un til enda en fari þetta á versta veg, hefur það mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þennan iðnað. Hins vegar vil ég ekki trúa því að fiskimjölið verði bannað.“ Að sögn Magnúsar er þáttur veiða og vinnslu vegna mjöl- vinnslu fyrirtækisins um 60 til 70% heildarstarfseminnar. „Þetta er því alvarlegt mál og gríðarlegt áfall, ef af verður,“ segir hann. í ÞVÍ skyni að hraða aðgerðum til að slá á ótta neytenda við út- breiðslu kúariðu, sem getur vald- ið hinum banvæna heilahrörnun- arsjúkdómi Creutzfeldt-Jakobs (CDJ) í mönnum, boðuðu þýzk stjórnvöld í gær, að frá og með næstu viku yrði gengið úr skugga um að kúariðusmit fyndist ekki í öllum sláturnautum sem eru yfir 30 mánaða gömul. Framkvæmdasijórn Evrópu- sambandsins (ESB) hefur lagt til að slíkar prófanir verði gerðar á öllum yfir 30 mánaða gömlum sláturnautum í öllum aðildar- ríkjunum frá 1. júlí á næsta ári. Þýzka sljórnin vildi hins vegar bregðast hraðar við og heilbrigð- isráðuneytið í Berlfn tilkynnti í gær að í Þýzkalandi yrðu þessar prófanir teknar upp strax. Kjöt sem ekki hlyti vottun um að hafa verið prófað með þessum hætti færi ekki á markað. Lög um kjötmjölsbann í gildi á laugardag? Gert var ráð fyrir að neðri deild þýzka þingsins, Bundestag, sam- þykkti í gær tillögu rfkisstjórnar Gerhards Schröders kanzlara um bann við notkun beina- og kjöt- möls í dýrafóðri. Lögin hlytu síð- an staðfestingu efri þingdeildar- innar, Bundesrat (þar sem fulltrúar stjórna sambandsland- anna 16 silja) í dag, föstudag, og gengju í gildi á laugardag. Með þessari skyndilöggjöf og nýju reglugerðum eru þýzk stjórnvöld að bregðast við því, að í síðustu viku greindist í fyrsta sinn kúariða f nautgripum f Þýzkalandi. Er talið að þeir hafi fengið smitið úr fóðri sem innihólt kjötnyöl. Nærri þriðjungur allra Þjóð- verja er nú tilbúinn til að snið- ganga nautakjöt með öllu, sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í gær. í Bretlandi hefur nautakjöti af sláturdýrum yfir 30 mánaða aldri verið haldið frá markaðnum, frá því stjórnvöld þar í landi gripu til róttækra aðgerða til að uppræta kúariðu fyrir nokkrum árum. Franski landbúnaðarráðherr- ann Jean Glavany sagði í gær, að frönsk stjórnvöld væru að fhuga að aflétta banni við innflutningi nautakjöts frá Bretlandi, að því gefnu að Bretar tækju upp reglu- legar prófanir á öllum nautgrip- um yfir 30 mánaða gömlum. Frakkar hafa fram til þessa ekki viljað aflétta banni við kjötinn- flutningi frá Bretlandi, þótt Evrópusambandið hafi í fyrra af- létt að stærstum hluta slíku banni sem sett var árið 1996, þegar kúa- riðufárið stóð sem hæst. Það hef- ur biossað upp aftur að undan- förnu, einkum eftir að kúariðutilfellum fór hraðfjölgandi í Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.