Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR i. DESEMBER 2000 37
LISTIR
Nýjar bækur
Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
■
■
.
■
;
-J-..
• ÚT er komin bókin Launhelgi
lyganna eftir Baugalín.
Launhelgi lyganna er sönn saga
þótt nöfnum og staðháttum hafi ver-
ið breytt. Þetta er saga um fjöl-
skylduofbeldi, aðdraganda þess, um-
gjörð og afleiðingar. I bókinni er því
lýst hvernig ofbeldið og þagnarhjúp-
urinn kringum það mótaði æsku höf-
undar og unglingsár. Bókin sýnir
hvemig barnaníðingar stunda iðju
sína og hvemig ofbeldið litar öll
samskipti. Fjölskyldan sundrast í
gerendur, fórnarlömb og þögla vit-
orðsmenn, sem reyna að breiða yfir
sannleikann í stað þess að vemda
börnin.
Þetta er um leið uppvaxtarsaga og
þroskasaga ungrar stúlku í Reykja-
vík á sjöunda og áttunda áratugnum.
Þarna em ómetanlegar frásagnir af
lífi þeirra unglinga sem dvöldu á
upptökuheimilinu í Kópavogi og í
Breiðavík á sínum tíma og þrátt fyr-
ir allan ljótleikann er bókin full af
skemmtilegum sögum og eftir-
minnilegum mannlýsingum.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 409 bls., unriin íPrentsmiðj-
unni Odda hf. Verð: 4.290 krónur.
• ÚT ER komin bókin Fótspor
hins illa eftir Birgittu H. Hall-
dórsdóttur.
Maria Stewart
er glæsileg og
gáfuð stúlka af
íslenskum ættum
sem alist hefur
upp með for-
eldrum sínum í
Englandi. Fram-
tíðin er björt,
hún er að búa
Birgitta H. sjg undir að
Halldórsdóttir taka við arð-
vænlegu fyrirtæki föður síns þegar
heimurinn hrynur umhverfis hana.
Foreldrar hennar farast á voveif-
legan háttog fréttir berast af and-
láti systur hennar á íslandi. Þessir
atburðir leiða Mariu til ættlands
síns. Ljóst er að dauði systurinnar
er ekki eðlilegur, óhugnaðurinn
magnast og íyrr en varir er Maria
föst í veröld fomeskju og djöfla-
dýrkunar. Hver ógnaratburðurinn
rekur annan og tvísýnt er hvort
Maria heldur lífi. Útgefandi er
Skjaldborg ehf. Bókin er 184 bls.
Verð: 3.480 krónur.
Aðalgeir
Kristjánsson
• ÚT er komin bókin Magnús org-
anisti - Baráttusaga alþýðu-
manns. Aðalgeir Kristjdnsson
skráði.
Bókin greinir
frá Magnúsi Ein-
arssyni sem var
brautryðjandi í
söng- og tónlist-
arlífi Akureyrar
um og fyrir síð-
ustu aldamót.
Hann vann það
sér m.a. til
frægðar að fara
með karlakórinn
Heklu í söngföt til Noregs haustið
1905. Hann var organisti við Akur-
eyrarkirkju og söngkennari við
skóla í bænum. Auk þess stofnaði
hann lúðrasveit og kenndi fjöl-
mörgum að leika á orgel. „Lífs-
braut Magnúsar Einarssonar var
ekki blómum stráð. Þó er saga
hans um margt ævintýri líkust...
Saga Magnúsar er baráttusaga al-
þýðumanns sem taldi það köllun
sína og setti sér það háleita
markmið að þjóna listinni, efla
hana og útbreiða..." segir Jón Þór-
arinsson í formála.
Menningarsjóður styrkti útgáfu
bókarinnar. Útgefandi er Almenna
útgáfan. Bókin er 248 bls., prentuð
hjá Steindórsprenti-Gutenberg
ehf., bundin hjá Félagsbókband-
inu-Bókfelli hf. Verð: 3.490 krónur.
• ÚT er komin ljóðabókin Talað við
vegginn eftir Svein Snorra Sveins-
son.
Þetta er fjórða
Ijóðabók höfund-
ar sem er fæddur
árið 1973. Með
ljóðunum hafa
slæðst inn nokkr-
ar sögur sem eiga
það sammerkt að
vera stuttar og
hnitmiðaðar.
SveinnSnorri Höfundur gef-
Sveinsson ur Jjókina Út á
eigin kostnað. Bókin er 44 bls.,
prentuð í prentsmiðjunni Alprent á
Akureyri. Höfundurkápu ogmynd-
ar á kápu er Ellert Grétarsson.
Stúlka með fíngur
og Sumarið bak-
við Brekkuna
SKÁLDSÖGURNAR Stúlka með
fingur eftir Þórunni Valdimars-
dóttur og Sumarið bakvið Brekk-
una eftir Jón Kalman Stefánsson
eru tilnefndar af íslands hálfu til
Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs 2001.
Úr því verður skorið á fundi
dómnefndar í Ósló f lok janúar
hvaða bók hlýtur Norðurlanda-
ráðsverðlaunin að þessu sinni.
Verðlaunaupphæðin er 350.000
danskar krónur.
íslenskir fulltrúar í dómnefnd
Jón Kalman Þórunn
Stefánsson Valdimarsdóttir
Norðurlandaráðs eru Jóhann
Hjálmarsson skáld og Dagný
Kristjánsdóttir bókmenntafræð-
ingur. Varamaður er Sveinbjöm I.
Baldvinsson skáld.
COSMO
FACE
Laugavegi 39
og Kringlunni
Kringlunm
na
TISSOT
Swiss 1853
Garðar Ólafsson
úrsmióur, Lækjartorgi