Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR i. DESEMBER 2000 37 LISTIR Nýjar bækur Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ■ ■ . ■ ; -J-.. • ÚT er komin bókin Launhelgi lyganna eftir Baugalín. Launhelgi lyganna er sönn saga þótt nöfnum og staðháttum hafi ver- ið breytt. Þetta er saga um fjöl- skylduofbeldi, aðdraganda þess, um- gjörð og afleiðingar. I bókinni er því lýst hvernig ofbeldið og þagnarhjúp- urinn kringum það mótaði æsku höf- undar og unglingsár. Bókin sýnir hvemig barnaníðingar stunda iðju sína og hvemig ofbeldið litar öll samskipti. Fjölskyldan sundrast í gerendur, fórnarlömb og þögla vit- orðsmenn, sem reyna að breiða yfir sannleikann í stað þess að vemda börnin. Þetta er um leið uppvaxtarsaga og þroskasaga ungrar stúlku í Reykja- vík á sjöunda og áttunda áratugnum. Þarna em ómetanlegar frásagnir af lífi þeirra unglinga sem dvöldu á upptökuheimilinu í Kópavogi og í Breiðavík á sínum tíma og þrátt fyr- ir allan ljótleikann er bókin full af skemmtilegum sögum og eftir- minnilegum mannlýsingum. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 409 bls., unriin íPrentsmiðj- unni Odda hf. Verð: 4.290 krónur. • ÚT ER komin bókin Fótspor hins illa eftir Birgittu H. Hall- dórsdóttur. Maria Stewart er glæsileg og gáfuð stúlka af íslenskum ættum sem alist hefur upp með for- eldrum sínum í Englandi. Fram- tíðin er björt, hún er að búa Birgitta H. sjg undir að Halldórsdóttir taka við arð- vænlegu fyrirtæki föður síns þegar heimurinn hrynur umhverfis hana. Foreldrar hennar farast á voveif- legan háttog fréttir berast af and- láti systur hennar á íslandi. Þessir atburðir leiða Mariu til ættlands síns. Ljóst er að dauði systurinnar er ekki eðlilegur, óhugnaðurinn magnast og íyrr en varir er Maria föst í veröld fomeskju og djöfla- dýrkunar. Hver ógnaratburðurinn rekur annan og tvísýnt er hvort Maria heldur lífi. Útgefandi er Skjaldborg ehf. Bókin er 184 bls. Verð: 3.480 krónur. Aðalgeir Kristjánsson • ÚT er komin bókin Magnús org- anisti - Baráttusaga alþýðu- manns. Aðalgeir Kristjdnsson skráði. Bókin greinir frá Magnúsi Ein- arssyni sem var brautryðjandi í söng- og tónlist- arlífi Akureyrar um og fyrir síð- ustu aldamót. Hann vann það sér m.a. til frægðar að fara með karlakórinn Heklu í söngföt til Noregs haustið 1905. Hann var organisti við Akur- eyrarkirkju og söngkennari við skóla í bænum. Auk þess stofnaði hann lúðrasveit og kenndi fjöl- mörgum að leika á orgel. „Lífs- braut Magnúsar Einarssonar var ekki blómum stráð. Þó er saga hans um margt ævintýri líkust... Saga Magnúsar er baráttusaga al- þýðumanns sem taldi það köllun sína og setti sér það háleita markmið að þjóna listinni, efla hana og útbreiða..." segir Jón Þór- arinsson í formála. Menningarsjóður styrkti útgáfu bókarinnar. Útgefandi er Almenna útgáfan. Bókin er 248 bls., prentuð hjá Steindórsprenti-Gutenberg ehf., bundin hjá Félagsbókband- inu-Bókfelli hf. Verð: 3.490 krónur. • ÚT er komin ljóðabókin Talað við vegginn eftir Svein Snorra Sveins- son. Þetta er fjórða Ijóðabók höfund- ar sem er fæddur árið 1973. Með ljóðunum hafa slæðst inn nokkr- ar sögur sem eiga það sammerkt að vera stuttar og hnitmiðaðar. SveinnSnorri Höfundur gef- Sveinsson ur Jjókina Út á eigin kostnað. Bókin er 44 bls., prentuð í prentsmiðjunni Alprent á Akureyri. Höfundurkápu ogmynd- ar á kápu er Ellert Grétarsson. Stúlka með fíngur og Sumarið bak- við Brekkuna SKÁLDSÖGURNAR Stúlka með fingur eftir Þórunni Valdimars- dóttur og Sumarið bakvið Brekk- una eftir Jón Kalman Stefánsson eru tilnefndar af íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs 2001. Úr því verður skorið á fundi dómnefndar í Ósló f lok janúar hvaða bók hlýtur Norðurlanda- ráðsverðlaunin að þessu sinni. Verðlaunaupphæðin er 350.000 danskar krónur. íslenskir fulltrúar í dómnefnd Jón Kalman Þórunn Stefánsson Valdimarsdóttir Norðurlandaráðs eru Jóhann Hjálmarsson skáld og Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræð- ingur. Varamaður er Sveinbjöm I. Baldvinsson skáld. COSMO FACE Laugavegi 39 og Kringlunni Kringlunm na TISSOT Swiss 1853 Garðar Ólafsson úrsmióur, Lækjartorgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.