Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 86
86 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Friðrik krónprins Dani ársins Kaupmannahöfn. Morguublaðið. FRIÐRIK krónprms er Dani ársins að mati lesenda fréttatímaritsins Börsen. Er talið að óformlegur stfll prinsins og sá styrkur sem hann hefur sýnt í strangri herþjálfun hafi vakið aðdáun landa hans. Hann nýtur þó vissulega góðs af því einfaldlega að vera konungborinn því að af tíu efstu á listanum eru þrír úr konungsfjölskyldunni. Þetta er í annað sinn sem Friðrik er val- inn Dani ársins, hann hlaut titilinn í fyrsta sinn í Gallup-könnun árið 1997. Að þessu sinni völdu lesendur Börsen hann en hingað til hefur blaðið sjálft valið mann ársins. Skýringuna á vinsældum prinsins telur það vera að hann sé sjálfstæður, skrifi sínar eig- in leikreglur, hann hafi endumýjað hið kon- unglega hlutverk sitt án þess að vanvirða hefðimar eða varpa frá sér ábyrgð. Blaðið ræðir einnig við menn úr við- skiptalífinu sem segja að Friðrik hafi verið mörgu ungu fólki fyrirmynd og sé til marks um tíðarandann, t.d. í tölvuheimin- um þar sem menn séu óhræddir við að taka sér langt frí til að slaka á, þar sem unnið sé í skorpum og menn taki einstök verkefni fyrir fremur en að vinna ætíð við það sama. Þeir sem á eftir komu á listanum yfir Dana ársins em í réttri röð: útgerðarmað- urinn Mærsk Mc-Kinney Möller, Karen Jespersen innanríkisráðherra, Margrét drottning, Lars von Trier kvikmyndagerð- armaður, Qöllistamaðurinn Erik Clausen, Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra, Alexandra prinsessa, golfleikarinn Thom- as Bjöm og fótboltamaðurinn Michael Laupdrap. Reuters Friðrik krónprins hefur undanfarið iært til orustufiugmanns. Fœst ínœstu verslun fyrir nýjungagjarna íslendinga King Arthur samlokurnar eru sneisafullar af gómsœtu, fersku og spennandi áleggi. Fljóthitaðir pastaréttir með skinku eða kjúkling. Þetta eru Ijúffengir réttirfyrir nútíma fólk. MYNPBONP Englar Friðriks Englar alheimsins Drama ★★★% Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson. Handrit: Einar Már Guðmundsson, byggt á samnefndri skáldsögu. Að- alhlutverk: Ingvar Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Baltasar Kormákur, Bjöm Jörundur Frið- björnsson ogHilmir Snær Guðna- son. (97 mín.) ísland, 2000. Háskóla- bio. Leyfð öllum aldurshópum. FLESTUM ætti að vera kunn vel- gengni Engla alheimsins, ekki að- eins á erlendri grundu, heldur líka hér heima þar sem hún hefur vafalaust slegið öll aðsóknar- met á árinu. Þann- ig fylgir kvikmynd- in eftir þeirri hylli sem skáldsaga Ein- ars Más Guð- mundssonar hefur notið. Atakanleg umfjöllun höfund- arins um fórnarlamb illvígs geðsjúk- dóms snerti margan lesandann og þennan reynsluheim leitast þeir Friðrik Þór og Einar Már við að færa yfir í kvikmyndaformið. Mörg af sérkennum myndarinnar tengjast einmitt þessari færslu skáldsagna- texta yfir í kvikmynd og er mynd- máli miðilsins oft beitt á magnaðan hátt. Atburðarásin er um leið nokk- uð brotakennd, sem á vel við við- fangsefnið, en það tekur frásögnina dálítinn tíma að fanga tilfinningar áhorfandans. Þegar því er náð verð- ur myndin mjög áhrifarík. Árið 2000 hefur markað djúp spor í íslenska kvikmyndasögu og eru Englar al- heimsins ekki síst ástæða fyrir því. Heiða Jóhannsdóttir ---------------- Barn á milli vina Næsti bær við (Next Best Thing) D r a m a ★★ Leikstjóri: John Schlensinger. Handrit: Tom Ropelewski. Aðal- hlutverk: Madonna, Rupert Ever- ett, Illena Douglas, Lynn Redgrave. (107 mín.) Bandarfkin. Háskólabíó, 2000. Myndin er öllum leyfð. VINIRNIR Robert og Abby eru kjörið par nema það að hann er sam- kynhneigður. Upphaf myndarinnar er mjög létt og skemmtilegt en þegar óhappið verður tekur myndin allt aðra stefnu. Shclesinger á sínar bestu myndir á 7. og 8. áratugnum og í þeim tók hann hversdagleikann og dró fram raun- verulega og oft grátbroslega mynd af samfélaginu. Rupert Everett er mjög góður í sínu hlutverki og á hann margar sterkar senur en það er eins og Madonna finni sig ekki al- mennilega í hlutverki sínu fyrr en liðið er svolítið á myndina en þá verður túlkun hennar á Abby mjög sterk. Gallinn við myndina er syk- ursætur endirinn sem er mjög óþæg- legur á að horfa en fram að þeim tíma er myndin fín skemmtun en endirinn dregur hana í meðal- mennskuna. Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.