Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Uppskrift að
góðum dögum
BÆKUR
Sjál fsrækt
FEGRAÐU LÍF ÞITT
Eftir Victoria Moran. Þýðandi: Þðra Sigríður
Ingólfsdóttir. Útgefandi: Salka.
LEIÐARVÍSIR að góðum degi er undirfyrir-
sögn þessarar bókar sem í fljótu bragði gæti
virst enn ein klisjukennda sjálfshjálparbókin,
endurtakandi allt sem hefur verið skrifað í öðr-
um sjálfshjálparbókum, bara með öðru orðalagi.
En svo er ekki, því hér er aðeins verið að
hvetja konur til þess að treysta á eigin dóm-
greind - og án þess að þær eigi við vandamál eða
fiknir að stdða. Lögð er áhersla á að konur
rækti það sem þær hafa í stað þess að kenna
þeim aðferðir til að breyta sér.
Bókin skiptist í hvorki meira né minna en
sjötíu kafla sem allir eru stuttir, skýrt fram sett-
ir á blátt áfram hátt og byggjast allir á einfóld-
um lífsreglum sem auðvelt ætti að vera að fara
eftir. En það er einmitt í einfaldleikanum sem
galdur Victoriu Moran felst. Hann minnir les-
andann á það hversu miklu hann er að tapa í há-
væru, skrumkenndu samfélagi sem dælir inn
upplýsingum um það hvemig við eigum að vera
og hvemig við eigum ekki að vera. Undirrituð
ákvað að taka höfundinn á orðinu í kafla sem ber
heitið „Gefðu þér tíma“ og hefur gefið sér býsna
góðan tíma til að fara í saumana á bókinni í stað
þess að lesa hana f belg og biðu og afgreiða hana
sem góða eða slæma - og í kjölfarið rifjað upp
einfold lífsgildi sem höfðu gleymst einhvers
staðar í miðju gjömingaveðri kröfunnar sem við
konur gerum til sjálfra okkar og álítum okkur
þurfa að uppfylla.
Það var í sjötta kaflanum sem vitranin kom en
þar segir: „Næstum allar konur sem ég þekki
eru annaðhvort svolítið dasaðar eða algerlega
búnar að vera. Ástæðan fyrir þessari líkamlegu
og andlegu þreytu virðist mér vera sú að við er-
um stöðugt að reyna að komast í heimsmetabók-
ina. Okkur finnst við bera ábyrgð á svo mörgum
manneskjum og verkefnum að það lítur út fyrir
að við höfum heiminn á herðunum. Auðvitað
beram við ábyrgð, en að sýna of mikla ábyrgðar-
tilfinningu vegna viðskiptavina, eiginmanns og
jafnvel barna getm- gert okkur örmagna að
óþörfu“ (bls. 31). Eftir skemmtilega skýringu á
því hvað átt er við ráðleggur höfundurinn kon-
um að losa sig við „ómerkilegustu orkuþjófana,
þá verða miklu fremur góðai’ og gildar ástæður
fyrir því að þú þreytist“ (bls. 33). Þessir ómerki-
legu orkuþjófar geta verið að tala of mikið,
sjálfs-vanræksla, óraunhæfar væntingar, heil-
inda-gap, slúður og umvandanir og bendir höf-
undur á að stöðug ræðuhöld „um heimspekilega
lífssýn okkar í hvert skipti sem færi gefst er bein
vísun á óendanleg leiðindi og örmögnun" (bls.
33).
I bókinni er farið í flesta þá þætti sem koma
við daglegt líf kvenna, vinnuna, tilfinningamar,
samskipti við ástvini, vinnufélaga og aðra, og
ekki verið að prédika um að konur þurfi, eða
eigi, að gera hitt og þetta og ekki er boðið upp á
neina aðra lausn en þá að hver kona hlusti á sína
eigin innri rödd og fylgi henni. Það er líka brýnt
fyrir konum að losa sig við þann leiða kæk að
vera stöðugt að draga úr gildi sínu, orðum og
gjörðum og einbeita sér að jákvæðu hugarfari í
eigin garð. Victoria Moran leggur áherslu á að
konur helgi sér svæði sem sé alfarið fyrir þær,
jafnvel þótt þær búi þröngt, finni sér hvíldar-
stund á hveijum degi og umfram allt að þær
andi: „Segðu við sjálfa þig um leið og þú andar
að þér að þú sért að draga til þín styrk, líf og
stórkostlega möguleika. Þegar þú andar svo frá
þér hugsaðu þá um að þú sért að ýta frá þér and-
legu álagi, reiði og hindranum sem kunna að
hafa haldið aftur af þér“ (bls. 97).
Sá kafli sem kom þó mest á óvart ber heitið
„Mikilvægar flækjur", þar sem höfundur bendir
á að lífið sé blanda af einfaldleika og mikilvæg-
um flækjum og bætir því við að mestu gleðiefnin
séu oft þau sem flækja lífið mest. Hún fjallar um
vandamál og flækjur sem eðlilegan hluta lífsins í
stað þess að slfkt sé einhver heimsendafyrir-
boði, stafi af skemmdum í uppeldi eða því að við-
komandi sé misheppnuð. Það er hugarfarið sem
skiptir mestu máli; það hvemig við umgöng-
umst okkur sjálfar, tölum tO okkar og hvað okk-
ur finnst við eiga skilið. Þótt kaflarnir séu sjötíu
og þéttir af heilræðum era það allt heilræði sem
auðvelt er að flétta inn í daglegt líf. Heilræðin
krefjast þess ekki að eiga frátekinn tíma. Þau
krefjast engra ferðalaga eða tilfæringa á lífinu.
Þau krefjast þess eins að sú kona sem les bók-
ina láti sér annt um sjálfa sig hveija mínútu
dagsins, hvemig sem allt veltist og snýst.
Undirrituð hefur ekki lesið bókina á frammál-
inu en þýðingin virkaði prýðilega; henni er „al-
gerlega" snúið á íslensku og þá á ég við að hún
er ekki bara þýdd samkvæmt orðanna hljóðan
eins og mjög algengt er með sjálfsræktarbækur,
heldur er röðun orða í setningar samkvæmt ís-
lenskum reglum. Lesandinn hnýtur því hvergi
um setningar sem hann þarf að raða upp aftur tO
að skilja þær. Textinn rennur bara eðlOega.
Einu hnökramir era stöku ásláttarvOlur sem
hafa sloppið í gegnum prófarkalesturinn. Að
öðra leyti er bókin vönduð og í þægdegu broti.
Gott að stinga henni í handtöskuna.
Fegraðu líf þitt er tvímælalaust ein af þeim
bókum sem verða ómissandi hluti af náttborð-
inu. Það er gott að fletta upp í henni. Hún er
skemmtfleg aflestrar, vel fram sett og ef manni
tekst að tileinka sér hana er nokkuð víst að lífið
verður fegurra.
Súsanna Svavarsdóttir
-jbarsem
vinmngamirfást
HAPPDRÆTTI
dae
Vinningaskrá
31. útdráttur 30. nóvember 2000
Bif reiða vinningur
Kr. 2,000.000___Kr. 4.000.000 (tvðfaldur)
4 3 0 7 3
Ferðavinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
56336
56466
62288
65645
Ferðavinningur
Kr. 50.000 Kr. 100,000 (tvöfaldur)
2833 10301 26083 28439 34173 67733
9067 18370 27338 30390 49617 72446
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
1686 11682 22519 31302 38608 50128 59807 71286
2037 12265 22708 31441 39545 50469 59960 71590
3225 15026 23160 31542 40969 54855 60066 71955
4237 15716 25747 31615 41078 55547 60287 72903
4268 16100 27149 31691 41741 55746 61545 73262
4460 16440 27495 32622 43093 56529 63610 74003
6285 17129 27536 34144 43300 57102 64522 75721
7597 17891 27833 35695 44505 57793 67395 78486
8219 18409 28955 36015 45025 58523 69224 79954
8931 18576 29180 37402 47573 58739 69284
9191 19803 29323 37628 47938 58761 69663
9759 20767 29367 37765 48509 58930 70020
10949 21075 30989 38387 48642 59345 70910
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur)
37 8945 18315 25243 35282 47303 61243 69511
1158 9038 18387 26190 35683 47934 61810 69768
1236 9168 18971 26343 35878 48732 62331 70091
1632 9475 19209 26926 36321 49253 62563 70635
1882 9572 19332 27158 36352 50421 63016 70722
3024 9973 19974 27505 36945 50906 63226 71050
3231 10418 20307 27718 38557 51089 63271 71 180
3778 10437 20449 28046 38591 51731 63759 71686
3845 10763 20476 28093 38709 51792 63817 71815
4120 11132 20513 28314 38931 51874 63919 71818
4557 1 1287 20542 29219 39259 52001 64213 72003
4729 11575 20682 29518 39320 54325 64596 72170
5798 11891 21005 30061 40522 54364 64861 72666
5808 11951 21043 30278 40535 54435 65129 72843
5809 12154 21202 30450 41376 54513 65141 73013
6227 12507 21255 31129 41889 54910 65575 73042
6288 12626 21605 31255 42383 55898 65602 73833
6391 12751 21737 31451 42764 55947 65634 75656
6465 12782 21915 31887 42965 56439 65639 75826
6681 13053 21960 32063 43031 56625 65715 76118
6867 13392 2201 1 32313 43192 57109 66428 76555
6972 13680 22063 32449 43538 57173 66536 77830
7248 14206 22221 32472 43645 57897 67098 78237
7317 14678 22240 32742 43697 58421 67336 79303
7335 14749 22258 33214 43986 58746 67409 79522
7357 15145 22483 33379 44263 59284 67809 79955
7423 15681 23445 33630 44996 59444 68059
7450 15817 23837 33773 45366 59855 68447
8022 16660 24226 33837 45874 59965 68458
8065 17169 24276 34038 45988 60010 68579
8408 17194 24680 34136 46263 60310 68957
8472 17307 25206 34470 46644 61186 69273
Næstu útdrættir fara fram 7.des, 14. des, 21.des. og 28. dcs. 2000
Heimasíða á Interncti: www.das.is
Tölvuleikir og gömul
leyndarmál
ÉG STJÓRNA ekki
leiknum heitir nýút-
komin unglingasaga
eftir Jón Iljartar-
son. Sagan segir frá
Geira, nemanda í
tíunda bekk gi-unn-
skóla, sem á sér
einskis ills von þeg-
ar honum er fyrir-
varalaust svipt inn í
þá atburðarás sem
ekkert fær við ráðið
og breytir högum
hans mikið. Hann
ákveður að heim-
sækja ættfólk sitt
sem býr í sjávar-
þorpi fyrir vestan. Þar ætlar hann
að ná áttum og búa sig undir frek-
ara nám í skólanum. Eins og vænta
má verður dvöl hans í þorpinu æv-
intýrarík og þar kynnist hann ýms-
um hliðum lífsins sem hann þekkti
ekki áður. Nálægðin við náttúru-
öflin, lífsbarátta fólksins og ýmsir
kynlegir kvistir dýpka skynjun
hans á lífínu. Þá leynast gömul
ógnvekjandi leyndarmál hjá ætt-
mennum Geira og hann dregst inn
í háskalega atburðarás þar sem
hann ræður ekki ferðinni.
„Þetta er hugmynd sem ég er
búinn að vera lengi með á bak við
eyrað,“ segir Jón Hjartarson, höf-
undur bókarinnar. „Sagan byggist
í raun og veru á gamalli sögu sem
ég heyrði eftir afa mínum, það er
svo langt síðan, heill mannsaldur
liggur við. Það er ákveðið atriði í
bókinni sem er eiginlega bergmál
úr fortíðinni en þetta gerist auð-
vitað í nútímanum og ég ákvað
strax að þetta yrði í nútímanum, ég
vildi ekki vera að skrifa langt aftur
í tímann. Þetta er unglingasaga og
fjallar um strákinn Geira og hans
félaga náttúrlega sem eru á þess-
um yflrgangsaldri, nánar tiltekið í
tíunda bekk. Strákurinn kemst í
töluverðan háska í tvöföldum skiln-
ingi, hann lendir annarsvegar í því
að vera valdur að slysi sem leiðir
hann úr skólanum. Ilann er rekinn
þaðan og hrökklast út á land til
þess að klára samræmdu prófín.
Þar kemst hann í nýtt umhverfi og
í grimmara samhengi við náttúr-
una og þá fer þessi gamla saga að
skjóta upp kollinum og blandast
inn í frásögnina. Sagan byggist á
dramatískum atburðum sem gerast
í baráttu við náttúruöflin. Ég er að
reyna þarna að tengja þessa tölvu-
veröld sem krakkar á þessum aldri
lifa dálítið mikið í sem
gengur mikið út á hasar
og Iæti og spennu-
þrungin augnablik,
reyna að tengja hana
við raunverulega at-
burði. Láta þessar tvær
veraldir hljóma dálítið
saman. Krakkar á þessu
aldursskeiði eru mikið í
leikjum sem ganga út á
ofbeldi, og að keyra
hratt og svona nokkuð,
og að vinna einhver
þrekvirki á þessum svið-
um. Strákurinn lendir í
ekki ósvipuðum aðstæð-
um og í tölvuleikjunum
nema bara í raunveruleikanum,
þar sem hann verður að glíma við
erfiða þraut í raun og sann.“
Og tekst honum vel upp?
„Já, honum er nauðugur einn
kostur að standa sig þar, það er
nánast um líf og dauða að tefla.“
Heldur þú að krakkar í dag eigi
erfitt með að greina skilin á milli
sýndarheimsins svokallaða og hins
raunverulega heims sem við lifum í
dags daglega?
„Ég held nú ekki! Ekki hjá heil-
brigðum krökkum sem þau eru nú
flest, Guði sé lof, þá held ég að sé
nú ekki stór hætta á því. En þetta
er auðvitað svolítið tvíeggjað ef
þau gleyma sér alveg gjörsamlega
í þessu. Ég held þó að þau séu
aldrei í neinni hættu með það að
fara yfirfæra þennan gerviheim yf-
ir á raunveruleikann í raun og
veru. Þau geta þó kannski fengið
ranghugmyndir um raunveruleik-
ann af þessum leikjum eins og til
dæmis um ofbeldi, ég er dálítið
hræddur um það. En auðvitað
treystir maður á heilbrigða skyn-
semi þessara einstaklinga eins og
annarra manna. Að þau sjái í gegn-
um þetta og ég held að þau geri
það nú reyndar en það er alveg gíf-
urlegur hraði í þessum leikjum og
læti. Fyrir bragðið þjálfast þau í
þvi að hugsa miklu miklu hraðar
en maður gerði þegar maður var á
þessum aldri, þannig að þetta er nú
ekki alvont. En þau öðlast mikla
tæknilega færni og sjálfsagt skerp-
ir þetta sköpunargáfuna á vissan
hátt. Ég hef meiri áhyggjur af
tilfinningaþroskanum. Þetta hefur
sem sagt sína kosti og galla. Borg-
arbörn í dag Iifa dálítið mikið í
þessum gerviheimi, það er hætt við
að raunveruleikaskynið brenglist
eilítið hjá þeim. Það fer talsverður
tími hjá þeim í það að leika sér í
tölvuleikjum og að horfa á vídeó,
en það er svona minna um það að
þau reyni eitthvað á sjálfum sér.
Þau eru markhópur fyrir dýra
framleiðslu á tölvum og tölvuleikj-
um, og þetta er auðvitað fram-
leiðsla sem er fyrst og fremst ætl-
uð þessu unga fólki. Markaðurinn
er ákaflega ýtinn og þau eru
kannski auðveld bráð ef maður
dæmir þannig.“
En það býr góður kjarni í krökk-
um í dag?
„Ég er í sjálfu sér ekki enginn
sérfræðingur á þessu sviði, þó ég
eigi nú reyndar sjálfur ungling á
þessum aldri. Það er engin ástæða
til að hafa stórar áhyggjur af því
að heilbrigð skynsemi lifi ekki
góðu lífi ennþá, en það er orðin dá-
lítið mikil breyting á tómstundum
krakka frá því maður sjálfur var
að alast upp. Þau eyða óneitanlega
miklum tíma í það sem mætti með
sanni kalla gerviveröld.“
Geiri leit á þennan opin-
mynnta, ólögulega slána,
sem hengslaðist áfram,
eins og hann væri að
slitna í þrjá parta. Lappirnar á hon-
um slettust áfram, búkurinn hólkað-
ist með hlykkjóttum bylgjuhreyf-
ingum en haus og herðar slöngraðu
ofan á öllu saman. Hann skildi ekki
þennan dreng. Hann var undarlegt
sambland af fávita og snillingi. Hon-
um tókst einhvern veginn að gapa
með öllu andlitinu, munnurinn op-
inn, augun eins og í hræddum hundi.
Maður beið bara eftir því að hann
færi að slefa. Benedikt var að öllu
leyti undarlegur. Hann gat til dæm-
is hlegið að tölum, stærðfræðidæm-
um. Sat yfir bókum fullum af reikn-
ingsrugli og hló, einn. Þetta var
náttúralega langt frá því að vera
eðlilegt. Geira hafði teldst að halda
því leyndu í skólanum að þetta væri
frændi hans. Hann hafði skipað
Benna að steinhalda kjafti yfir því.
Það fór ekki á milli mála að hann var
stærðfræðiséni, en hann var líka
hálfviti í öllu öðra, sérstaklega öllu
verklegu. Það var stundum kostur
að hafa hann með, til dæmis í leik-
fimi. Óskar, íþróttanördinn sem
kenndi hana, eyddi oft svo löngum
tíma í að reka hann áfram, sparka í
rassinn á honum, hrista hausinn yfir
honum, hnussa og stynja, að aðrir
gátu slappað af, gert það sem þeir
vildu, tímunum saman.
Úr Ég stjórna ekki leiknum.