Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 6'.-
------------------------v
UMRÆÐAN
Sigur HlV-jákvæðra á fordóm-
um og mannréttindabroti!
ALÞJÓÐLEGUR baráttudagur
gegn alnæmi er í dag, 1. desember.
Nýlega var dæmt í máli manns sem
á öðrum degi í starfi var rekinn fyr-
irvaralaust vegna þess að hann
greindi frá því að hann væri HIV-
jákvæður. Hann var mjög hugrakk-
ur, fór í mál og vann málið. Það var
ekki nema von því ástæða brott-
rekstursins voru fordómar eða
kunnáttuleysi um HIV. Þessi dómur
er kærkominn og mikill sigur á for-
dómum og mannréttindabroti á
HlV-jákvæðum hér á landi og okkur
öllum.
Réttur HIV-jákvæðra
á vinnumarkaði
Þessi dómur segir okkm' að réttur
HlV-jákvæðra er sterkur og ótví-
ræður. Þeir eiga rétt á að fá sér
vinnu eins og annað fólk ef þeir telja
sig hrausta og langar til þess. Eftir
að nýju HlV-lyfin komu á markað-
inn árið 1996 eru þó nokkrir sem
finnst þeir vera í það góðu formi í
dag að þá langar til þess að lifa sem
eðlilegustu lífi, t.d. með því að fá sér
starf. f dag vantar fólk til vinnu, svo
HlV-jákvæðir ættu að geta gagnast
atvinnumarkaðnum vel. Vinnustað-
irnir þurfa bara að sýna skilning og
jákvæðni í verki og opna sínar dyr.
Smithætta er engin ef
þekking er á smitleiðum
Það er engin smithætta á ferðum
við það að ráða HlV-jákvæðan ein-
stakling til vinnu ef við þekkum
smitleiðirnai' og sýnum ábyrga
hegðun. Eins og þekkt er er langal-
gengasta smitleið HIV óvarðar sam-
farir. Varla er hætta á
því að starfsfólk smit-
ist á þann hátt á venju-
legum vinnustað. Það
er aftur á móti ein
smitleið HIV sem
vinnustaðir þurfa að
kunna skil á, það er
þegar slys á sé stað og
um mikið blóðmagn er
að ræða. Þá á hin al-
menna hreinlætisvenja
að ríkja á öllum vinnu-
stöðum og á heimilum
að nota ávallt hanska,
t.d. einnota hanska, við
að þrífa blóðið svo það
komist ekki inn í blóð-
rás annars manns.
Þessari reglu þarf að framfylgja,
ekki bara vegna hættu á HIV-smiti
heldur líka vegna ýmissa annarra
sýkinga sem geta verið í öllu blóði.
Sé farið eftir þessari almennu hrein-
lætisvenju er engin hætta á HIV-
smiti. Það er ekki óalgengt að HIV-
jákvæðir viti manna best sjálfir
hvernig rétt er að umgangast blóð
en það er ekki nægjanlegt. Allir í at-
vinnulífinu eiga einnig að hafa slíka
þekkingu.
Mannréttindi
að geta tjáð sig
HIV-jákvæðir eiga að hafa sömu
réttindi á vinnumarkaðnum og aðrir
launþegar. Þeir ættu líka að hafa
sömu mannréttindi og aðrir að geta
tjáð sig um sinn sjúkdóm án þess að
aðgerðir byggðar á fordómum verði
svarið. HIV-jákvæðir eru bara
venjulegt fólk eins og ég og þú sem
okkur ber að virða eins
og hvert annað fólk.
HIV-jákvæðh' hafa
lengi þurft að fara
mjög dult með sinn
sjúkdóm af hættu við
fordóma frá öðrum.
Þessu er öfugt farið hjá
fólki með flesta aðra
sjúkdóma. Þegar það
tjáir sig um sinn sjúk-
dóm mætir það oftast
samúð og skilningi. Það
er erfitt að skilja af
hverju fólk með erfiða
sjúkdóma mætir svona
Sigurlaug mismunandi viðbrögð-
Hauksdóttir um frá umhverfinu.
Ættu ekki allir með al-
varlega sjúkdóma að eiga rétt á
skilningi og jákvæðum viðbrögðum,
sama hver sjúkdómurinn er?
Það er von mín að þessi nýfallni
dómur geti orðið upplyfting fyrir
aðra HIV-jákvæða á vinnustöðum að
geta tjáð sig um smit sitt óski þeir
þess, þar sem ég veit í mínu starfi
sem félagsráðgjafi margra HlV-já-
kvæðra að allt of margir fara mjög
varlega með að gefa slíkar upplýs-
ingar um sig. Þetta fólk annaðhvort
veit um aðra einstaklinga sem hafa
orðið fyrir beinum eða óbeinum for-
dómum af þessum sökum á vinnu-
stað sínum eða það sjálft hefur upp-
lifað það. Það tekur ekki áhættuna á
því að segja frá og geta þar með orð-
ið fyrir höfnun, aðkasti eða jafnvel
misst vinnuna eins og reyndin var
með vélstjórann í umræddu dóms-
máli. Hann er ekki sá fyrsti sem
missir vinnuna af þessum sökum.
Baráttudagur
HIY-jákvæðir hafa
lengi þurft að fara mjög
dult með sinn sjúkdóm,
segir Sigurlaug Hauks-
dóttir, af hættu við for-
dóma frá öðrum.
Það er því mjög skiljanlegt að HIV-
jákvæðir fari varlega með að gefa
upplýsingar en það er ómannúðlegt
að þurfa alltaf að lifa í þögn þegar
fólk í reynd langar til að tjá sig.
Að lifa í þögn er ómannúðlegt
Það, að geta aldrei rætt um eitt-
hvað sem skiptir miklu máli í lífi
manns af því að það er fordæmt, er
fyrir marga mjög erfitt. Það er eins
og að þurfa að afneita ákveðnum
mikilvægum hluta af sér sjálfum
sem leiðir gjaman til vanlíðunar og
verri sjálfsmyndar. Það er eins og að
vera ávallt að leika í leikriti sem
manni er þvingað til að leika í, þurfa
oft að ljúga til um ástand sitt og að-
stæður og vera alltaf að passa upp á
að tala ekki af sér. Þetta getur
smám saman orðið til þess að HIV-
jákvæðir fara að einangra sig á
vinnustaðnum, verða fyrir mikilli
vanlíðan sem síðan getur leitt til erf-
iðleika að halda út í vinnu. Þessi
þögn hefur einnig þau áhrif að skiln-
ingur og stuðningur, sem er svo
nauðsynlegur þegar fólk er að fást
við alvarlegan sjúkdóm, nær aldrei
að verða til.
Það er betra að komast inn um
opnar en lokaðar dyr. Gerum því at-
vinnumarkaðinn að atvinnumarkaði
allra. Bjóðum HIV-jákvæða, seri?
langar til að spreyta sig í vinnu, vel-
komna til starfa þótt þeir séu ör-
yrkjar og hafi ekki verið til vinnu í
einhver ár. Einhvem tíma þurfa allir
að öðlast ný tækifæri. Sýnum þeim
virðingu í samstarfi og gefum þeim
möguleika á að tala um sinn sjúk-
dóm án þess að eiga hættu á for-
dómum og/eða uppsögnum. Skiln-
ingur og stuðningur frá umhverfinu
geta skipt sköpun fyrir vellíðan hins
jákvæða, framvindu sjúkdómsins og
fyrir afköst og úthald þeirra á at-
vinriumarkaðnum. _
Á skilningi og sveigjanleika græð-
um við öll. Þessi réttindasigur er því
sigur okkar allra!
Höfundur er félagsráðgjafí Land-
spítalanum, Fossvogi.
SKARTGRIPA VERSLUN
FYRST OG FREMST
03
U
C
E
E
3
T3
s
cn
___s
--—
«»
Gullsmiðja Heigu
Laugavegi 45 • Sfmí 561 6660
www.gullkunst.is
Frumsýning á
Kubota smágröfum
í Reiðhöllinni - Víðidal
í kvöld, föstudaginn 1. desember kl. 18.00
og á morgun, laugardaginn 2. desember kl. 12.00-17.00
ingvar Heigason hf. kynnir mest seldu
smágröfur ? Evrópu!
Einnig verða sýnd önnur tæki sem Ingvar Helgason hf.
hefur umboð fyrir s.s. Fermec, Furukawa, Fendt, Linde,
Massey Ferguson, sturtuvagnar. Einnig jeppar og
pallbílar bæði frá Nissan og Isuzu.
Á staðnum verða einnig notaðar vinnuvélar sem boðnar
verða á sérstöku tilboðsverði á sýningunni.
Munið sýninguna í kvöld þar sem
sýndar verða nýjar smágröfur
ásamt öðrum tækjum frá Ingvari
Helgasyni hf. véladeild.
Kubota KX-251 - 7 tonn
Kubota K-008 - 800 kg
Kubofo
Kubota KC-100H
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfla 2
Sími 525 8070
Fax: 587 9577
www.ih.is
Véladeild
4X