Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landbúnaðarráðherra svarar fyrirspurn um kúariðu í Evrópu Mundu svo bara, Búkolla mín, að segja ekki einum einasta manni frá þessum norsku fósturvísum sem ég var að troða í þig. • Sjónvarpssófinn er frábærlega vel hannaður. • Sjónvarpssófinn er með innbyggðu skammeli í báðum endasætum. • Sjónvarpssðfinner með niðurfellanlegu baki í miðjunni sem breytist i borð með einu handtaki. Sjónvarpssófinn er ein skemmtilegasta nýjung í húsgögnum hin síðari ár. Hann er sérstakLega hannaður til að mæta kröfum nútímans um aukin þægindi og góða hönnun. Upplifðu vellíðan og afslöppun á nýjan hátt. • Sjónvarpssófinn er framleiddur í USA. • Sjónvarpssófinn fæst hjá okkur. HÚSGAGNAHÖLLIN Raðgreiðslur i allt að 36 mánuði Bíldshöfða, 110 Reykjavík, s.510 8000 www.husgagnahollin.1s Námskeið um iíftæknifyrirtæki Tengsl líftækni og viðskipta Ólafur Sigurðsson NÁMSKEIÐ fyrir líftækni og hag- nýtingu lífvísinda verður haldið á vegum E ndurmenntunarstofnun- ar HÍ í samvinnu við Tal- entu-Líftækni hjá íslands- banka-FBA. Námskeiðið er ætlað faglærðu sem ófaglærðu fólki, bæði úr vísinda- og fjármálageira samfélagsins. Umsjónar- maður námskeiðsins er Ólafur Sigurðsson sem stýrir Talentu-Líftækni hjá Íslandsbanka-FBA. Hann var spurður hvað fjalla ætti um á námskeið- inu. „Við ætlum fyrst og fremst að fjalla um þá þætti sem hafa áhrif á fyr- irtæki sem ætla að nýta sér líftæknina í hagnaðar- skyni.“ - Hvaða þættir eru það? „Við ætlum að fjalla t.d. um að- gang að fjármagni og fjármögn- unarleiðir, þar sem sérþarfir fyr- irtækja í lífVísindum verða teknar til athugunar. Reynt verður að nálgast vandamál, sem fyrirtæki þessi eiga í, við að brúa bilið milli þess að vinnan fari fram og þar til hún fer að skila hagnaði. Um þetta efni mun ég halda fyrirlestur. Bjarni Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri Talentu, fjallar um hvernig áhættufjárfestingarfyrir- tæki koma svokölluðum sprota- fyrirtækjum (nýstofnuðum íyrir- tækjum) til hjálpar. Margeir Pétursson, framkvæmdastjóri MP-verðbréfa, gerir grein fyrir viðskiptum með hlutabréf í fyrir- tækjum sem ekki skila hagnaði að sinni, t.d. deCode.“ -Hvemig er þetta námskeið skipulagt? „Námskeiðið stendur í þrjá morgna og allt sem fyrr er talið fer fram á fyrsta morgninum. Á öðrum morgni verður áhersla lögð á starfsskilyrði líftæknifyrir- tækja. Þar mun t.d. Þór Sigþórs- son, framkvæmdastjóri íslenskra lyfjarannsókna (enCode), gera grein fyrir opinberu eftirliti með lyfjarannsóknum og rannsóknum tengdum greiningartækjum í heil- brigðisgeiranum. Árni Vilhjálms- son, sem starfar sem lögfræðing- ur hjá Logos, mun fjalla um hugverkarétt og áhrif einkaleyfa á viðskipti.“ - Eru þetta allt efnisþættir sem brenna á mönnum í viðskiptalífinu ídag? „Það er brennandi umræða um það hvernig eigi að vernda svo- kölluð þekkingarfyrirtæki og sýn- ist sitt hverjum um það. Þekking er ekki áþreifanleg eign. Þá hafa margir brennt sig á því að segja að ekki séu nein verðmæti í fyrir- tækjunum sem réttlæti hátt gengi á bréfum í þeim. Endurskoðendur t.d. hafa í vaxandi mæli þurft að meta hluti eins og einkaleyfi og hugverkarétt inn í bókhald fyrir- tækjanna. Vignir Rafn Gíslason, löggiltur endurskoðandi hjá Price Waterhouse Cooper, mun m.a. gera grein fyrir því hvemig end- urskoðendur hafa brugðist við þessum vanda. Hann lýkur raunar öðrum áfanga námskeiðsins með fyr- irlestri um bókhaldslega meðferð á óefnislegum eignum.“ - Hvað gerist svo þriðja morg- uninn? „Þá ætlum við að reyna að brjóta niður hugtakið líftækni og gera grein fyrir þeim undirflokk- um sem fyrirtækjum er raðað í. Þar mun ég t.d. gera grein fyrir ► Ólafur Sigurðsson fæddist 13. febrúar 1970 í Reykjavík. Hann tdk stúdentspróf í Menntaskólan- um á ísafirði 1990 og tók mast- ersgráðu í erfðafræði frá Salz- burg-háskóla í Austurríki. Hann hefur unnið á Raunvísinda- stofnun Háskóla ísiands og hjá Lyfjaverslun Islands. Nýverið tók hann til starfa hjá Talentu, dótturfyrirtæki íslandsbanka, og stýrir þar áhættufjárfestingar- sjóðnum Talenta-Líftækni. Kona Olafs er Marta Hlín Magnadóttir píanókennari. hvernig fyrirtæki hafa í auknum mæli nýtt sér erfðatækni og þær upplýsingar sem koma úr kortlagningu erfðaefnis manns- ins. Jakob Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Prokaria, mun fjalla um hagnýtingu lífefna í iðn- aði en líftæknin nær til fleiri geira en bara heilbrigðisvísinda. Á eftir honum ætlar Einar Mántyla að tala um það hvemig líftæknin hef- ur haft áhrif á landbúnað með framleiðslu erfðabreyttra mat- væla til að mynda. I lokin geta gestir varpað fram spumingum sem reynt verður að svara.“ -Er mikil þörf á svona nám- skeiði? „Já, hingað til hefur ekki verið fjallað um tengsl lífvísinda og við- skipta á skipulagðan hátt en með þessu námskeiði á að bæta úr því. Það hefur verið mikil umræða um verðmat á t.d. deCode - hvert hið rétta verð sé á deCode. Megintil- gangurinn með námskeiðinu er að reyna að gera betur grein fyrir hvaða þættir hafa áhrif á verðmat á bréfum í líftæknifyrirtækjum og hver áhættan er samfara kaupum á þeim. Það er að mínu mati mjög í takt við umræður sem fram fara í fjölmiðlum samfélagsins." - Erum við hér á íslandi í takt við það sem gerist erlendis í þess- um efnum? „Viðskiptum á sviði líftækni hér er á svipaðan veg farið og í mörg- um Evrópulöndum. Ef eitthvað er höfum við með tilkomu deCode náð forskoti á mörg önnur lönd í þró- uninni. Við erum komn- ir lengra á veg með að markaðssetja fyrirtæki sem byggja á þekkingu á líftækni. Ætlunin er með þessu námskeiði að upplýsa þá sem hafa í hyggju að kaupa bréf í fyrirtækjum sem sérhæfa sig í líftækni um þá áhættu sem því fylgir. Námskeiðið er ekki síð- ur ætlað fólki úr fjármálageiran- um sem þarf að miðla upplýsing- um um slík áhættufyrirtæki sem það er að versla með bréf í. Kynna á mark- aðsviðskipti með hlutabréf í áhættufyrir- tækjum I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.