Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR1. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
__________________LISTIR
Grískar goðsögur
sagðar að nýju
GRISKAR goðsögur
sagðar af Gunnari Dal,
koma út á vegnni Nýja
búkafélagsins. Verkið
er töluverður gripur,
271 blaðsíða, með for-
mála og 107 goðsög-
um. Grískar goðsögur
hafa verið sagðar með
ýmsum hætti við ólík-
ar aðstæður í tímans
rás, en þær elstu eru
sagðar 2.700 ára gaml-
ar. Að þessu sinni hef-
ur Gunnar Dal tekið
sér fyrir hendur að
segja þær með smu
nefi, á íslenskri tungu
og með hliðsjón af nútíma kringum-
stæðum. Sögunum er raðað upp í
goðsögulega tímaröð. Fyrst segir af
sköpun heimsins, þá af valdabaráttu
fyrstu kynslóða guðanna, og að end-
ingu rekur hver einstök goðsaga
aðra, lfkt og við þekkjum þær frá
skáldum á borð við Hómer, Hesiód og
Óvíd. Gunnar sagðist hafa staðið í
þeirri meiningu þangað til fyrir ná-
lega 2 árum, að Islendingar hefðu
óvinunandi aðgang að grískum goð-
sagnaarfi. Hann varð þess þó vís að
svo væri ekki og þótti með öllu ótækt,.
„Goðsögurnar eru grunnur menning-
ar okkar,“ sagði Gunnar og benti á að
rithöfundurinn Giinter Grass hefði í
viðtali við Morgunblaðið haft orð á
því sama. Gunnar sagði goðsögurnar
þegar standa okkur nærri sem sagna-
arfur. Varla verði litið í dagblað án
þess að sjá efniviði úr goðsögunum
bregða fyrir, og benti hann á að um
þessar mundir væri einmitt verið að
setja upp Medeu.
Gunnar sagði grísku goðsögurnar
einkum varðveita innviði vestrænnar
hámenningar. „Hámenning þarfnast
ævinlega menningarlegs samhengis.
Sé það ekki varðveitt líður hún undir
lok og innantóm lágmenning eða
skrílsmenning verður ein eftir.“
Gunnar sagði það kosta vinnu að við-
halda hefðinni og umskapa hana eftir
breyttum menningarlegum kring-
umstæðum hverju sinni. Þegar menn
kynni sér goðsagnaarfinn skýrist til
hh'tar ýmsar forsendur og verða þeir
betur í stakk búnir til að skilja sam-
tíma sinn. Það sé því nauðsynlegt að
menn hafi aðgang að þessum arfi og
geti talað um hann á sínu eigin tungu-
máli. Markmið sitt sagði
Gunnar í skemmstu
máli vera það að gæða
goðsagnaarfinn lífí í ís-
Iensku umhverfí.
Gunnar taldi goðsög-
ur vel til þess fallnar að
viðhalda menuingai-
arfinum, þar sem þær
höfða til fólks á öllum
tímum. „Goðsögur
verða hluti af þjóðar-
eign, en eru ekki eins
og skáldsagan, sem
gleymist fljótlega. Goð-
sögurnar eru sögur sem
seint gleymast. Þær eru
svo magnaðar að menn
geta hreinlega ekki gleymt þeim.“
En hvað er það þá sem gerir þessar
sögur svo lífsseigar og vinsælar sem
raun ber vitni? Gunnar taldi það
eiga rætur að rekja til þess að goð-
sögurnar hafi ávallt tvígildi eða
marggildi. „Tvígildi er það, þegar
sagan segir eitt, en að baki dylst
önnur saga, en fyrst og fremst
standa þær þó sem sögur. Gunnar
sagði að hefð væri fyrir því í Evrópu
í gegnum tíðina að endursegja þess-
ar sögur fremur en að þýða þær.
Hann sagði að í fyrstu hafi hann ætl-
að sér að þýða helstu goðsögurnar,
en hætti við það. Hann taldi eðli-
Iegra að segja sögumar með hlið-
sjón af íslenskri menningu og laga
þær að íslenskri sagnahefð. Sagðist
hann að endingu hafa bmgðið á það
ráð að segja sögumar líkt og honum
þótti best fara á, án þess nokkur
staðar að breyta sjálfu söguefninu.
Gunnar benti á að alla tíð hafi ver-
ið fyrir hendi hefð fyrir því að um-
skapa goðsögumar í þeirri mynd
sem við á hveiju sinni. „Hver tími á
sína menningarlegu lykt og em
samtiðarmenn yfirleitt samdauna
henni. Enginn getur úrskurðað um
það hvað sé góð lykt og hvað ekki,
en það eitt er öraggt að lyktin
breytist og lyktarskynið með.“
Þetta er ástæða þess að Gunnar tel-
ur að sögumar þyrfti að segja aftur
og aftur, eftir því sem tímamir
breytast og mennimir með. Viss
kjami stenst þó ávallt tímans tönn
og kemst til skila hvernig svo sem
menn segja sögumar: „An þessa
kjarna verður sagan að sjálfsögðu
að engu. Þetta em hráar og ástríðu-
fúllar lýsingar á mannlegu eðli.“ í
frásögn Gunnars af guðunum kem-
ur ýmislegt fram sem ekki blasir
alltaf við, eins og t.d. að Seifur hafi
beinlínis nauðgað sumum barns-
mæðmm sínum. Blaðamaður for-
vitnaðist um það hvort Gunnar hefði
haft eitthvað sérstakt í hyggju með
því að tala svo tæpitungulaust um
hegðun guðanna. Gunnar kvaðst
ekki vilja setja Seif á bekk með
ótíndum nauögurum, sem hafa það
eitt að markmiði að niðurlægja kon-
ur og kvelja: „Seifur bar svo mikla
ást til þessara kvenna, að hann ein-
faldlega gat ekki hamið sig. Hann
reyndi siðan ævinlega að bæta fyrir
glæp sinn.“ Gunnar taldi að grfska
goðsögur hefðu oft verið fegraðar í
enskum þýðingum eftir velsæmis-
reglum fyrri tíðar. Hann áleit Is-
lendinga nútímans aftur á móti ekki
eiga í nokkrum erfiðleikum með að
innbyrða sögurnar eins og þær upp-
haflega voru. Hann taldi því skipta
sköpum að skjóta engu undan held-
ur leyfa sögunum að njóta sín.
Gunnar taldi mikilvægt að menn
læsu sögumar vel til að komast hjá
því að fella vanhugsaða dóma. Sög-
umar gætu síst af öllu talist leiðin-
legar. Þvert á móti séu þær lifandi
og skýrar myndir af átakanlegum
jafnt sem gamansömum mannlegum
kringumstæðum sem allir kannast
við í einhverri mynd. Menn á mis-
munandi tímum hafi leitað í skjóður
sagnanna til að geta betur hent reið-
ur á eigin kringumstæður og em fs-
Iendingar engin undant ekning frá
því
Guðimir sköpuðu ekki heim-
inn, heimurinn skapaði
guðina. Guðimir em synir
og dætur himins og jarðar.
Þannig er hin gríska heimsmynd
skáldsins Hesíóds. En hvemig varð
þá heimurinn til? Svar Hesíóds er
svona: í upphafi var Kaos, ginnunga-
gapið mikla. Kaos eignaðist á dular-
fullan hátt tvö böm, Nótt og hið hyl-
djúpa írummyrkur dauðans sem
nefnt var Erebos. Þessi systkin leit-
uðu hvort annars og í tómi dauðans
myndaðist nýtt líf með dularfullum
hætti.
tir Grískar goðsögur: sagðar
a f Gunnari Dal
Gunnar Dal
Islenskur
Birtingur
BÆKUR
Skáldsaga
DAGBJARTUR
eftir Gunnar Á. Harðarson.
Hið íslenska bókmenntafélag.
2000-176 bls.
HEIMSPEKISÖGUR eða heim-
spekilegar skáldsögur em ekki
margar til á íslensku. Nokkuð hefur
borið á slíkum sögum erlendis og er
skemmst að minnast Veraldar Soffiu
og Vita Brevis eftir Jostein Gaardn-
er. Því hefur raunar stundum verið
fleygt að sagnaritun eins og hér hef-
ur tíðkast með höfuðáherslu á frá-
sögnina sé einhvers konar andstæða
heimspekinnar. Mér hefur raunar
alltaf þótt slík speki í meira lagi hæp-
in, ekki síst fyrir þá sök að enginn
segir sögu án þess að íhuga hug-
myndaheim og heimspeki persóna
sinna. I það minnsta haldast frásagn-
argleðin og heimspekin í hendur í
bók Gunnars Á. Harðarsonar, Dag-
bjarti. Þar er sagt frá ungum sveita-
manni sem greinilega er ekki gefinn
fyrir sveitastörf og hrekst til höfuð-
borgarinnar þar sem hann reynir að
fóta sig í tilvemnni.
Ekki lesa menn lengi í þessu riti án
þess að sjá rittengsl við Birting eftir
Voltaire. Dagbjartur og Birtingur
em ekki óskyld nöfn og ævintýri
Dagbjarts og örlög minna um margt
á það merka heimspekirit. Þótt Al-
túnga birtist í mynd misheppnaðs at-
vinnurekenda og Kúnígúnd líkamn-
ist í prestsdóttur fer ekki milli mála
hvert er vísað enda getur Gunnar
þess einnig í eftirmála. Raunar sækir
Gunnar einnig ýmislegt í þjóðlega
frásagnarlist. Helstu aukapersónur
heita Gísli, Eiríkur og Helgi og Ása,
Signý og Helga og Dagbjartur minn-
ir um margt á kolbíta úr íslendinga-
sögum og fomaldarsögum.
Þegar textatengslum sleppir blas-
ir við dálítið fjörleg frásögn með
fjölda atburða eða aðstæðna sem
leiða til margvíslegra orðræðna um
heimspekileg og þjóðfélagsleg mál-
efni. Meginviðfangsefnin snúast þó
um frelsið og systkin þess jafnréttið.
Utgangspunktur sögunnar er sú
spuming prestsins í sveitinni sem
nýlega hefur lesið Frelsið eftir Mill
hvort þroski mannanna sé ekki raun-
verulegt skilyrði frelsis og þar með
ábyrgðartilfinningin. Raunar svarar
einn sveitunginn því samstundis svo !í
að „hver ræður sér sjálfur og er upp 1
á engan kominn með neitt, vitlaus '
eða óvitlaus“. En svar Gunnars er
miklu flóknara og í bók sinni kannar
hann ýmsar hliðar á því þjóðfélagi
jafnréttis og frelsis sem við búum
við. Það er nefnilega svo að í okkur
halda endalaus bönd og þeir sem
halda sig höndla frelsið vita ekki fyrr
til en þeir era staddir í einhverri
endaleysu. Þannig breytist sagan |
skjótlega í satíra enda er af nógu að
taka. Sú frelsishugsjón sem ríkir hér 1
á landi er í senn takmarkalítil ein- >'
staklingshyggja byggð á nýfijáls-
hyggju og sú stefna einkennist sam-
kvæmt Gunnari af margvíslegum
yfirgangi og alls konar hagræðingu.
Þótt það samfélag sem Gunnar lýsir
sé á vissan hátt staðleysa, þ.e.a.s. oft
tengd draumum og endursögnum
manna leiðir hagræðingin hann m.a.
um ganga sjúkrahúsa sem hér á
landi af einhverjum fáránlegum að-
stæðum era gjarnan fullir af sjúkl-
ingum og jafnréttishugsjónin skapar
skóla þar sem allir verða að vera eins
og þeir sem skera sig úr, jafnvel
vegna góðs námsárangurs, fá á bauk-
inn. Einhvern veginn er allt það
kunnuglegt.
Dagbjartur er fjörlega skrifuð
saga. Höfundur veltir sér ekki mikið
upp úr sálarlífi persónanna enda era
þær oft ekki mikið annað en staðlaðir
fulltrúar ákveðinna hugsana og þjóð-
félagshlutverka, heimspekingur, §
skáld, atvinnurekandi o. s. frv. Ein- I
hvern veginn finnst mér einnig erfitt
að kalla bókina skáldsögu af því að
hún er dæmisögukennd og minnir
um svo margt á sögur fyrri tíma en
auðvitað er hún skáldsaga þótt ég sé
ekki svo ýkja viss um hversu góð hún
sé sem slík. Hún er einnig full með
heimspekilegar yrðingar, rökhendur
og jafnvel bregður höfundur á leik
með skólaspeki. Þrátt fyrir það er
hún hvergi erfið aflestrar eins og oft 1
vill henda í slíkum ritum og kímni p
höfundai- nýtur sín víða. Hér er því á
ferðinni bók sem er í senn afþreying
og vekur til umhugsunar um heim-
spekileg málefni.
Skafti Þ. Halldórsson
Ljóðið
er sáðkorn
BÆKUR
L j ó ð I i s t
OGÞÖGNIN
GETURSUNGIÐ
eftir Jón frá Pálmholti. 86 bls.
Útg. Valdimar Tómasson. 2000.
»LJÓÐIÐ er sáðkorn,« segir Jón
frá Pálmholti í samnefndu ljóði.
Hvernig hefur hann uppskorið?
Þetta er tólfta Ijóðasafn hans, auk
ljóðaþýðinga. Hann kvaddi sér fyrst
hljóðs með bókinni Ókomnir dagar
1958. Þá hafði formbyltingin staðið í
nokkur ár. Hún átti sér einkum
málsvara meðal
ungs fólks, og þá
fyrstogfremsttil
þeirra sem höll-
uðust til vinstri.
Þetta var fólk
sem vildi brjóta
niður og byggja
af nýju. Enn var
þó hvergi liðinn
sá tími að þessi
skáldskapur væri
ekki harðlega gagnrýndur. Rætur
Jóns liggja annars vegar í þjóðlegri
hefð en hins vegar í jarðvegi þeim
sem atómskáldin plægðu. Hann er
skáld hins óræða og dulda. Hann
kafar gjarnan í djúpum tilfinninga-
lífsins. Með hliðsjón af forminu held-
ur hann sér enn við þau sjónarmið
sem hann kjöri sér ungur. En sé
skyggnst undir yfirborðið kemur í
ljósað skáldið hefur ekki staðið í stað
fremur en tíminn. Efahyggju gætir
meira en forðum. Skáldinu fer sem
fleirum að hann spyr þegar árin fær-
ast yfir hvað sé nú orðið okkar starf.
Jón frá Pálmholti á sér alltaf bak-
land í náttúrunni. Sum ljóð hans eru
eins og draumur um landslag. Sökn-
uður og einlægni eru falin undir
margræðu svipmóti umhverfisins, til
að mynda í ljóðinu Móðurminning
sem er eitt hugtækasta ljóðið í bók-
inni:
í yóðstafabliki
leika vötnin í faðmi mánans
ogfangasöngþinn.
Ogljóðmhrynja
úr runnunum rökkurbláum
ogfallaífljótið.
ekki beinlínis til hlutlægs veraleika.
En skáldið horfir víðar um öxl, for-
tíðin er ekki liðin, liðni tíminn hverf-
ur ekki frá manni þótt hann færi sig
fjær. »Líf án minninga er tré án
laufa,« segir t.d. í ljóðinu Andstæður.
Sama máli gegnir um gengin spor,
þau verða ekki stigin aftur. Það sem
gerst hefur er hluti veraleikans sem
býr með okkur. Við reikum fram og
aftur í rústum draumsins. En
draumum, sem ekki rætast, líkir
skáldið við rústir í ljóðinu Fótspor:
Hamrarogsigðirfalla
ívægðarlaustrykið
og rótlaus vindurinn feykir
glitskrúði horfinna radda
um brennandi hallir sögunnar.
Hér talar skáldið nógu berlega til
að skiljist. En það eru líka, eftir á að
hyggja, rímuð ljóð í þessari bók þar
sem skáldið lætur sig ekki muna um
að hverfa aftur á vit þjóðlegrar kveð-
skaparhefðar með stuðlum og höfuð-
stöfum og þar með til kunnuglegri
skírskotana. Þeirra á meðal eru
minningarljóð um látna vini. Allt um
það verður varla sagt að þau séu úr
annarri átt. Formið er annars konar.
Efnið þar með tekið lítið eitt öðrum
tökum. Dauðinn knýr skáldið til að
horfast í augu við tilvist sína. »Að lifa
er að vaka,« segir í ljóði um Guð-
mund Steinsson. En Leiðarijóði, sem
skáldið nefnir svo, lýkur með þessum
orðum:
En vitundin um það sem var og er
verður alltaf hluti af sjálfum þér.
Liðið er á fimmta áratuginn síðan
ljóð Jóns frá Pálmholti tóku að ber-
ast í hendur þeim sem skáldskap
unna. Langt eða skammt? Það fer
allt eftir því hvernig á er litið. Jón frá
Pálmholti hefur stundum verið mis-
tækur. En hann hefur alltaf eitthvað
að segja. Með þessari bók sinni varp-
ar hann fram spurningum um ver-
undina, drauminn og hverfleikann -
spumingum sem leita því fremur á
hugann að endanlegt svar við þeim
er sennilega ekki til.
Enda þótt bók þessi kveiki neista í
hugskotinu hefur maður á tilfinning-
unni að skáldið eigi sitthvað ósagt.
Nýjar bækur
• ÚT er komin á vegum Jens ehf.,
gull- og silfursmiðju, bókin Skraut-
steinar.
Bókin er byggð á danskri og
enskri útgáfu rits sem unnið var í
samvinnu við British Museum of
Natural History.
Ari Trausti Guömundsson jarð-
eðlisfræðingur, rithöfundur og
sjónvarpsmaður, sá um að þýða og
staðfæra bókina.
Útgefandi er Jón Snorri Sigurðs-
son; JENS ehf., ljósmyndir: Harry
Taylor, ljósmyndir á kápu: Ástþór
Helgason, kápuhönnun: Ástþór
Helgason og Hlynur Helgason. Oddi
hf. sá um prentvinnslu.
• ÚT er komin bókin Heimilis-
handbókin, uppsláttarbók um allt
sem viðkemur heimilishaldi á nú-
tímaheimili, eftir Cassöndru Kent.
Ingrid Markan þýddi bókina. Rit-
stjóri íslensku útgáfunnar var Sig-
ríður Harðardóttir.
Bókin var unnin í samráði við
Hjördísi Eddu Broddadóttur, for-
stöðumann Leiðbeiningastöðvar
heimilanna.
í bókinni era yfir 2.000 hollráð
og ábendingar sem auðvelda heim-
ilisstörfin og viðhald á húsi og inn-
búi.
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Bókin, sem prentuð var á Ítalíu, er |
191 bls. með ítarlegrí atriðisorða-
skrá. Leiðbeinandi verð hennar er
3.660 krónur.
Rennandivatnið
grípur glitrandi höndum
táreftirtár
oghvítarstjömur
hvísla blómum að moldinni
ogminnastþín.
Öræfin kasta ösku hinna dauðu
yfir fótspor minninganna
og spinna nýjar voðir úr laufum
yfir ósýnilegar girðingar.
Og hamrar og sigðir hvíla
á rústum jarðneskra drauma
við allar strendur þessa heims.
Erlendur Jónsson
Ljóð þetta er einfalt og á að vera
auðskilið þó táknmyndir þess vísi •