Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Góður akur til
að plægja
Morgunbladið/Ámi Sæberg
Kór Háteigskirkju á æfingu ásamt stjórnanda sínum, Douglas Brotchie.
TONLIST
Háteigskirkja
KÓR OG KAMMERSVEIT
HÁTEIGSKIRKJU
Messa í G dúr, D.167 eftir Franz
Schubert og Gloría (RV 589) eftir
Antonio Vivaldi. Einsöngvarar:
Erla Berglind Einarsdóttir sópran,
Gréta Jónsdóttir mezzósópran,
Hrönn Hafliðadóttir alt, Skarphéð-
inn Þ. Hjartarson tenór og
Sigurður Haukur Gíslason
bassi. Stjórnandi: dr. Douglas
Brotchie. Sunnudaginn
26. nóvember 2000 kl. 20.30.
G DÚR messa Schuberts er fal-
legt verk en heyrist því miður of
sjaldan. Hann mun hafa verið mjög
ungur er hann skrifaði hana. Verkið
er ekki mjög átakamikið og minnir
eilítið á messur Mozarts eða Haydn.
Flutningur verksins var mjög góður
og fallega mótaður. Kórinn söng sinn
hlut af miklu öryggi og var hljómur-
inn þéttur, einkum þó í neðri regist-
erunum. Bassarnir gáfu mikla fyll-
ingu, þrátt fyrir að vera liðfáir í
samanburði við sópran og alt.
Staðsetning kórs og hljómsveitar
skiptir töluverðu máli, en kórinn stóð
fyrir framan altarið. Undirrituðum
fannst eins og altarishvelfingin ein-
angraði kórinn og hindraði hljóm-
burðinn fram í kirkjuna, einnig er
hugsanlegt að hvelfingin hafi náð að
dempa eitthvað af diskantinum. Fyr-
ir vikið bar það við að hljómsveitin
varð á tíðum of sterk. Hvort stað-
setning kórs framar eða aftar hefði
verið heppilegri, skal ósagt látið.
Einsöngvarar stóðu sig með mikilli
prýði og náðu að skila söng sínum vel
fram í kirkjuna. Hlutverk sópransins
var veigamikið, bæði með kór og í
dúetti og tríói. Erla Berglind Einars-
dóttir fór einstaklega vel með það
hlutverk og þá sérstaklega í Bene-
dictus og Agnus dei. Sigurður Hauk-
ur Gíslason söng Agnus dei kaflann í
dúett með sópran og gerði það bráð-
vel. Sigurður er efnilegur bassi,
kannski enn dálítið bjartur og verður
gaman að fylgjast með honum í
framtíðinni. Tenórsóló var í höndum
Skarphéðins Hjartarsonar sem að
sama skapi söng vel og af öryggi í
Benedictus.
Seinna verkið á tónleikunum var
hin sívinsæla, og mætti jafnvel segja
„poppaða“, Gloría eftir Feneyjartón-
skáldið Antonio Vivaldi. Eftir upp-
hafskaflann sem var mjög kraftmik-
ill var eins og kórinn drægi sig til
baka eða hafi orðið hálffeiminn eftir
vel heppnaðan Schubert. Söngur
kórsins var þó vel mótaður og ég vil
þá aftur benda á áhrif staðsetningar
hans. Það er mismunandi hvernig
menn útfæra notkun á orgel og sem-
bal í Gloriunni. í þessu tilfelli settist
stjórnandinn sjálfur við sembalinn í
einsöngsköflum og samspil hljóð-
færaleikara og söngvara var líkt og
gerist í kammermúsikhópum. Þetta
gerði sig vel, en nokkuð vantaði að
hafa ekki sembalinn með í hröðu kór-
köflunum eins og í upphafs og loka-
kafla og hinum rythmíska Domine
Fili unigenite þar sem að semballinn
virkar eins og rythmasveit. Ein-
söngsaríur voru, sem fyrr í höndum
Erlu Berglindar Einarsdóttur, þá
bættust við Gréta Jónsdóttir mezzó-
sópran og Hrönn Hafliðadóttir alt.
Laudamus kaflinn var mjög léttur og
mikil sönggleði í fyrirrúmi hjá þeim
Erlu og Grétu. Qui sedes ad dexter-
am var tilkomumikil hjá Hrönn Hafl-
iðadóttir, sem hefur dökka altrödd
er gaf hæfilega mikið mótvægi við
annars léttan heildarsvip. Stjórn-
andinn Douglas Brotchie, sem er að
hasla sér völl sem kórstjóri, fer
ágætlega af stað og hefur það vel á
valdi sínu að leiða kór og hljómsveit.
Hann á mikið verkefni fyrir hönd-
um að byggja upp tónlistarstarfsemi
í kirkjunni og er það greinilegt að í
Háteigskirkju er mikill vilji fyrir
hendi að byggja upp gott og mikið
tónlistarstarf. Þar er góður akur til
að plægja eins og þessir tónleikar
báru glöggt vitni.
Kári Þormar
Kona á besta aldri
LEIKLIST
Kaffileikhúsið
EVA
Bersögull sjálfsvarnareinleikur
byggður á bók Cecilu Hagen. Leik-
gerð: Irene Lecomte og Liselotte
Holmene. Leikstjóri: Jórunn Sig-
urðardóttir. Leikari: Guðlaug Mar-
ía Bjarnadóttir. Leikmynd og
búningar: Rannveig Gylfadóttir.
Hönnun lýsingar: Jóhann Bjarni
Pálmason. Hljóð: Jón Hallur
Stefánsson. Kaffileikhúsið
28. nóvember.
VITUR KONA hefur sagt að þá
fyrst öðlist konur frelsið þegar þær
eru komnar á þann aldur að þær
eru hættar að vera ofurseldar
augnaráði karla eða, með öðrum
orðum, hættar að vera fyrst og
fremst kynferðislega spennandi í
augum karla. Þegar aldurinn færist
yfir (með meðfylgjandi kílóum og
hrukkum) geti konur gefið sköpun-
argáfu sinni lausan tauminn eða
eins og Eva í einleiknum sem hér er
til umræðu segir: „þegar næmið
eykst og hömlurnar bresta".
Einleikurinn Eva hefur undirtit-
ilinn „bersögull sjálfsvarnareinleik-
ur“ og er leikgerð hans, eftir norska
leikstjórann Irene Lecomte og
norsku leikkonuna Liselotte Holm-
ene, byggð á bókinni „Kulla-Gulla i
övergangsálderen“ eftir sænska
blaðamanninn og rithöfundinn
Ceciliu Hagen. Verkið er eintal
konu sem er að nálgast fimmtugt og
er farin að finna fyrir breytinga-
skeiðinu og áhrifum þess að eldast í
samfélagi þar sem konur eiga helst
allar að vera undir þrítugu, fallegar
og hlýðnar.
Ahorfendur fylgjast með Evu þar
sem hún tekst á við spegilmynd
sína, kröfur karlasamfélagsins og
eigin áráttu og vinkvennanna sem
snýst um að vera í megrun og beita
öllum mögulegum og ómögulegum
brögðum til þess að halda í unglegt
útlit. Hér er tekist á við kunnugleg-
ar klisjur og meinlokur sem allar
konur kannast við og textinn er
bæði skemmtilegur og sannur í allri
sinni tragi-kómík.
Þótt alvarlegur undirtónn sé
vissulega til staðar í verkinu er það
þó hið kómíska sem ræður ríkjum
og Eva lætur kröfur samfélagsins
ekki slá sig út af laginu heldur gerir
hún uppreisn gegn stöðluðum hug-
myndum um (miðaldra) konur um
leið og hún tekst á við eigin löngun
til þess að varðveita æskublómann.
Guðlaug María Bjarnadóttir lék
Evu af mikilli innlifun og krafti og
fékk túlkun hennar mjög góðan
hljómgrunn meðal áhorfenda Kaffi-
leikhússins, sem var þétt setið á
frumsýningu. Úrvinnsla Guðlaugar
Maríu og Jórunnar Sigurðardóttur
leikstjóra á verkinu er skemmtileg;
uppsetningin er í senn bráðfyndin
og trúverðug lýsing á þessari
gamalkunnu glímu kvenna á besta
aldri við kröfur umhverfisins,
fjölmiðlanna og „kvennablaðanna".
Hér er mjög faglega að verki staðið.
Ólafur Haukur Símonarson hefur
þýtt verkið á íslensku og er þýðing
hans afbragð, málfarið er eðlilegt
og sannfærandi og leiftrar af góð-
um húmor. Jón Hallur Stefánsson
þreytir hér frumraun sína í hljóð-
hönnun í leikhúsi og var hann þátt-
ur í sýningunni mjög skemmtileg
viðbót við verkið. Hnitmiðað sam-
spil er á milli leikhljóða Jóns Halls
og texta leikkonunnar og „hljóð-
myndin“ jók áhrifamátt sýningar-
innar í heild. Leikmynd Rannveigar
Gylfadóttur er einföld en notadrjúg
og búningar hennar hæfðu efninu
fullkomlega. Rannveig hefur hann-
að leikmyndir fyrir alla einþáttunga
Kaffileikhússins (Eva er sá þriðji í
einþáttungaröðinni sem Kaffileik-
húsið býður upp á á þessu leikári)
og hver leikmynd er nokkurs konar
tilbrigði við hinar (grundvallar-
þættirnir þeir sömu) og þannig
skapast skemmtileg samfella milli
ólíkra einþáttunga. Hönnun lýsing-
ar er í höndum Jóhanns Bjarna
Pálmasonar og fatast honum
hvergi.
Eva er bráðskemmtilegur ein-
leikur sem ætti að höfða til allra
kvenna. Ég skora á saumaklúbba
(og aðra kvennahópa) landsins að
fjölmenna á sýninguna og taka karl-
ana með - hér gefst þeim einstakt
tækifæri á að fá innsýn inn í flókinn
heim kvenna á besta aldri!
Soffía Auður Birgisdóttir
BÓKASALA 22.-28. nóv.
Böð Var TrtiH/ HöfufKÍUr/Úigaiandi
1 Harry Potter og fanginn frá Azkaban/ Joanna K. Rowling/ Bjartur
2 Steingrímur Hermannsson III/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell
3 20. Öldin-brot úr sögu þjóðar/ Ritstj. Jakob F. Ásgeirsson/ Nýja bókafélagið
4 Steinn Steinarr-Leit að ævi skálds/ Gylfi Gröndal/ JPV forlag
5 Matreiðslubók Latabæjar/ Ragnar Ómarsson/ Magnús Scheving
6 Einar Benediktsson III/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn
7 Draumar á jörðu/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning
8 Dís/ Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir/ Forlagið
9 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna Rowling/ Bjartur
10 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur
Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK
1 Draumar á jörðu/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning
2 Dís/ Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir/ Forlagið
3 Oddaflug/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell
4 Dóttir gæfunnar/ Isabella Allende/ Mál og menning
5 Þögnin/ Vigdís Grímsdóttir/ Iðunn
6 Mýrin/ Arnaldur Indriðason/ Vaka-Helgafell
7 Stefnumót við austrið/ Régine Deforges/ Vaka-Helgafell
8 Annað líf/ Auður Jónsdóttir/ Mál og menning
9 Vorhænan og aðrar sögur/ Guðbergur Bergsson/ JPV forlag
10 Háskaflug/ Jack Higgins/ Hörpuútgáfan
ÍSLENSKAR OG ÞÝPDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
1 Harry Potter og fanginn frá Azkaban/ Joanna K. Rowling/ Bjartur
2 Matreiðslubók Latabæjar/ Ragnar Ómarsson/ Magnús Scheving
3 Harry Potter og fanginn frá Azkaban/ Joanna K. Rowling/ Bjartur
4 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna K. Rowling/ Bjartur
5 Jólin koma/ Jóhannes úr Kötlum/ Mál og menning
6 Ert þú Blíðfinnur? Ég er með../ Þorvaldur Þorsteinsson/ Bjartur
7 Bestu barnabrandararnir-Geggjað grín/ / Bókaútgáfan Hólar
8 Moldvarpan sem vildi vita/ Werner Holzwarth og Wolf Erlbruch/ Vaka-Helgafell
9 Snjóstubburinn/ Andrew Davenport/ Vaka-Helgafell
10 Búkolla/ Kristinn G. Jóhannsson teiknaði/ Bókaútgáfan Hólar
ALMENNT EFN» OG HANDBÆKUR
1 20. Öldin-brot úr sögu þjóðar/ Ritstj. Jakob F. Ásgeirsson/ Nýja bókafélagið
2 Undir bárujárnsboga/ Eggert Þór Bernharðsson/ JPV forlag
3 Stóra bakstursbókin/ Soffía Ófeigsdóttir þýddi/ Vaka-Helgafell
4 Almanak Háskólans 2001/ Þorsteinn Sæmundsson sá um/ Háskóli íslands
5 Framtíð lýðræðis á tímim .../ Hjálmar Sveinsson og Irma Erlingsdóttir/ Bjartur
6 20. Öldin-mesta ../ Simon Adams o.fl.,Helga Þórarinsdóttir o.fl. þýddu/ Vaka Helgafell
7 Útkall uppá líf og dauða/ Óttar Sveinsson/ íslenska bókaútgáfan
8 Betri heimur/ Dalai Lama/ JPV forlag
9 Fluguveiðisögur/ Stefán Jón Hafstein/ Mál og menning
10 Almanak hins íslenska þjóðvinafélags 2001// Hið íslenska þjóðvinafélag
ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR
1 Steingrímur Hermannsson III/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell
2 Steinn Steinarr-Leit að ævi skálds/ Gylfi Gröndal/ JPV forlag
3 Einar Benediktsson III/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn
4 Engin venjuleg kona-Litríkt líf.../ Þórunn Valdimarsdóttir/ JPV forlag
5 Ólafur biskup-Æviþættir/ Björn Jónsson skrásetti/ Almenna útgáfan
6 Svínahirðirinn/ Jeffrey Kottler og Þórhallur Vilhjálmsson/ JPV forlag
7 Nærmynd af Nóbelsskáldi/ Ritsj. Jón Hjaltason/ Bókaútgáfan Hólar
8 Lífsgleði-Minningar og frásagnir/ Þórir S. Guðbergsson/ Hörpuútgáfan
9 Einn á ísnum/ Haraldur Örn Ólafsson/ Mál og menning
10 Undir dagstjörnu/ Sigurður A. Magnússon/ Mál og menning
Bókabúðir sem tóku þátt i könnuninni
Höfuðborgarsvæðið:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla
Bókabúðin Hlemmi
Bókabúðin Mjódd
Bóksala stúdenta, Hringbraut
Bónus, Holtagörðum
Eymundsson, Kringlunni
Hagkaup, Kringlunni
Hagkaup, Skeifunni
Hagkaup, Spönginni
Penninn-Eymundsson, Austurstræti
Penninn, Kringlunni
Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi
Bónus, Kópavogi, Hagkaup, Smáratorgi
Penninn-Eymundsson, Hafnarfirði
Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Keflavíkur, Keflavík
Hagkaup, Njarðvík
Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga
Bókval, Akureyri, Hagkaup, Akureyri
Samkaup, Egilsstöðum,
Tónspil, Neskaupstað
KÁ, Selfossi
Samantekt Félagsvlsindastofnunar á sölu bóka 22.-28. nóvember 2000. Unnið fyrir Morgunblaðiö,
Félag islenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaversiana. Ekki eru taldar með þær
bækur sem seldar hafa verið á mörkuöum ýmiss konar á þessu tlmabili, né kennslubækur.