Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 33 Þing Flórída fliugar að tilnefna kjörmenn ríkisins sjálft Gore segir kosninga- réttinn hunsaðan AP 32 slasast í lestarslysi AL Gore hefur brugðist hart við fréttum af því að löggjafarþingið í Flórída íhugi að tilnefna hina 25 kjörmenn ríkisins sjálft, og segir útilokað að kjósendur sætti sig við að kosningaréttur þeirra verði hunsaður með þeim hætti. Sérstök nefnd hefur verið sett á fót innan löggjafarþingsins í Flór- ída til að ræða hvort þingið ætti að skipa kjörmenn fyrir hönd ríkisins, ef útlit væri fyrir að málarekstur vegna úrslita forsetakosninganna í ríkinu drægist fram yfir 12. desem- ber, þegar frestur sambandsríkj- anna til að tilnefna kjörmenn renn- ur út. Búist var við að þingið tæki afstöðu til málsins í dag. Ef niðurstaðan verður sú að Flórídaþingið tilnefni kjörmennina er Ijóst að George W. Bush hlýtur þann fjölda kjörmannaatkvæða sem hann þarf til að verða kjörinn forseti Bandaríkjanna, því repúblikanar hafa meirihluta í báð- um deildum þingsins og myndu vit- anlega tilnefna kjörmenn sem væru honum hliðhollir. Þar að auki hefur ríkisstjóri Flórída lýst því yfir að hann myndi leggja blessun sína yf- ir þetta fyrirkomulag, og er það TUGÞUSUNDIR manna gengu um götur stærstu borga Filippseyja í gær til að krefjast þess að Joseph Estrada forseti segði af sér og hót- uðu að grípa til ýmissa óhlýðniað- gerða ef hann léti ekki af embætti. Kaupsýslumenn og leiðtogar vinstrisinnaðra verkamanna hafa tekið höndum saman og skipulagt dagleg mótmæli í borgum landsins til að knýja forsetann til að segja af sér í stað þess að bíða eftir niður- stöðu málshöfðunar á hendur hon- um. Hafa þeir boðað ýmsar aðgerðir í þessu skyni, m.a. hótað að leggja niður vinnu, neita að greiða skatta og hætta öllum viðskiptum við fyrirtæki bandamanna forsetans. Estrada er sakaður um að hafa þegið andvirði rúmra 700 milljóna króna í mútur af ólöglegum veðmála- fyrirtækjum og dregið sér opinbert fé. Ráðgert er að öldungadeild þingsins hefji réttarhöld í málinu nk. fimmtudag og til að hann verði svipt- ur embættinu þurfa tveir þriðju þingmanna að dæma hann sekan. Segir aðgerðirnar koma niður á fátæku verkafólki Forsetinn kvaðst í gær vera sak- laus af sakargiftunum og ekki ætla að segja af sér. Hann ávarpaði um 7.000 stuðningsmenn sína úr fá- tækrahverfum höfuðborgarinnar á samkomu sem skipulögð var til að svara fundum andstæðinga hans. Hann sagði að mótmælaaðgerðirnar ekki að undra, því þessi æðsti emb- ættismaður Flórídaríkis heitir Jeb Bush og er yngri bróðir frambjóð- andans. Repúblikanar telja sig í fullum rétti „Ég trúi því ekki að íbúar Flór- ída sætti sig við að stjórnmálamenn taki af þeim ákvörðunarvaldið,“ sagði A1 Gore í viðtali við CNN- sjónvarpsstöðina á miðvikudags- kvöld, er hann var inntur álits á þessum fyrh-ætlunum Flórída- þingsins. „Kjósendur hafa rétt til að velja þann forsetaframbjóðanda sem þeim hugnast best. Ef stjórn- málamenn reyna að svipta þjóðina þeim rétti á ég von á að hún bregð- ist ókvæða við,“ sagði Gore. Repúblikanar telja hins vegar að stjórnarskráin tryggi löggjafar- þinginu í Flórída rétt til að tilnefna kjörmennina, ef það verður ekki gert á tilskildum tíma á grundvelli kosningaúrslita. Lögfræðingar þeirra fullyrða að þingið beri ábyrgð á því að kjörmenn verði sendir frá ríkinu til að taka þátt í hinu formlega forsetakjöri hinn 18. desember, og ef ljóst sé að mála- gætu valdið efnahagshruni og kæmu verst niður á fátæku verkafólki. „Það er enginn þjófur í fjölskyld- unni minni og ég leyni engu fyrir al- menningi," sagði hann. „Kjörtímabili mínu lýkur árið 2004 og ég hef alls ekki í hyggju að breyta því.“ Allt að 20.000 manns gengu að for- setahöllinni til að krefjast afsagnar Estrada og skipuleggjendur mót- mælanna dreifðu sópum sem þeir sögðu tákn um þöriina á því að hreinsa til í yfirstjóm landsins. Strætisvagna- og lestastjórar lögðu niður vinnu á nokkrum svæðum. Jaime Sin kardináli, æðsti maður kaþólsku kirkjunnar á Filippseyjum og leiðtogi uppreisnarinnar gegn Ferdinand Marcos einræðisherra árið 1986, skoraði á landsmenn að taka þátt í bænahaldi við þinghúsið þegar réttarhöldin hefjast. Kveikt var í eftirmyndum forset- ans í mörgum borgum og í Davao þóttist einn mótmælendanna vera Estrada í eftirlíkingu af fangelsis- klefa, hélt á vínflösku í annarri hend- inni og spilastokki í hinni. Estrada er fyrrverandi kvikmynd- astjama og hefur játað að hafa verið drykkfelldur flagari og fjárhættu- spilari. Hermt er að hann hafi eign- ast tíu börn með nokkmm hjákonum sínum. Forsetinn sagði þó í gær að hann hygðist ganga í hreyfingu hjóna sem berjast fyrir kristilegum gildum. Nokkur hjónanna hafa lagst gegn því að hann fái inngöngu. ferli komi í veg fyrir að kjörmenn verði tilnefndir fyrir 12. desember beri þinginu skylda til að sjá til þess að þeir verði skipaðir. Ef Flórídaþingið ákveður að taka málin í sínar hendur gæti sérstakur þingfundur í þeim tilgangi hafist strax á þriðjudag í næstu viku. Repúblikönum er í mun að flýta meðferð málsins, meðal annars til að forðast gagnrýni vegna hlutar Jebs Bush í málinu. Ríkisstjóri þarf alla jafna að undirrita frum- vörp sem þingið afgreiðir, en þau öðlast samt sem áður lagagildi ef hann hefur ekki undirritað þau inn- an sjö daga. Þannig kæmist Jeb hjá þeirri vafasömu stöðu að undirrita tilskipun sem myndi tryggja bróð- ur hans forsetaembættið. Framvindan með ólíkindum í viðtalinu á CNN vísaði Gore því á bug að hann væri að fara fram á „sérmeðferð" með því að óska eft- ir frekari endurtalningum atkvæða og framlengingu á fresti til að skila niðurstöðum þeirra. Hann sagðist einungis vilja tryggja að farið væri að vilja kjósenda, „en ekki stjórn- málamanna sem hafa stjórn á kosn- ingakerfinu og geta í krafti þess ákveðið að telja ákveðin ólögleg at- kvæði með, en sleppa öðrum at- kvæðum, sem greidd voru með lög- legum hætti“. Varaforsetinn kvaðst búast við að úrslit forsetakosninganna yrðu ljós um miðjan desember, og viður- kenndi að framvindan frá kjördegi hefði verið með ólíkindum. „Það er ótrúlegt hvernig málin hafa þróast, ekki satt?“ sagði hann við frétta- mann CNN. SLÖKKVILIÐSMAÐUR virðir fyr- ir sér tjón á lestarvagni á lestar- stöðinni í bænum Herbrechtingen í Baden Wurttemberg í S- Þýskalandi í gær. 32 slösuðust, þar af fimm alvarlega, þegar far- þegahraðlest ók á kyrrstæða vöru- flutningalest sem af ókunnum ástæðum var á sama spori og far- þegalestin. Fremsti hluti farþegalestarinn- ar er gjörónýtur en klippa þurfti einn þeirra alvarlega slösuðu út úr lestarvagninum. Af þeim 32 sem fluttir voru til skoðunar á sjúkra- hús fengu átta að fara strax hcim. Fallegir vandaðir damask borðdúkar sem auðvelt er að meðhöndla Litir: Hvítt, kremað, blátt, gyllt, vínrautt, f grænt og gult. Stærð: 152x213 cm ...verð kr. 2.950,00 \ 152x242 cm ...verð kr. 3.390,00 152x270 cm ...verð kr. 3.690,00 ^ :.|jÉ|SÉÉ 152x304 cm ...verð kr. 3.830,00 152x366 cm ...verð kr. 4.270,00 P’-A'/ j|BÉÉð£ÍB|g 43x43 cm munnþurrka ...verð kr. 220,00 € #.É$ÉÉÍÍÍSP'' 33x50 cm diskamotta ...verð kr. 270,00 f| s ■ | The House of | w j Villeroy & Boch j | Kringlan | sími 533 1919 : Afsagnar Estr- ada krafíst Manila. AP, Reuters, AFP. Föstudags-, laugardags-, og sunnudagskvöld í desember Verð aðeins kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.