Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 50
MORGUNB LAÐIÐ
50 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000
%
Þjóðleg
verslun
Dulbúinn rannsóknarblaðamaður ræð-
ir við enskumœlandi verslunarfólk.
Þeim útlendingum fer
stöðugt fjölgandi,
sem eru hraðmæltir á
íslenska tungu. Á
þetta var minnt á
málræktarþingi, sem haldið var
fyrir skemmstu undir yfir-
skriftinni „íslenska sem annað
mál“.
Þessi ánægjulega þróun skapar
vitanlega fjölmarga nýja mögu-
leika, sem nýta ber til fullnustu.
Ekki er að efa að þeir út-
lendingar, sem búa á íslandi og
átt hafa þess kost að nema tungu
vora, eru reiðubúnir að leggja sitt
af mörkum landi og lýð til fram-
dráttar. Má það raunar heita
sjálfsagt að þeir endurgjaldi með
því móti nám sitt og kynni af
þeirri einstöku menningarþjóð,
sem ísland byggir.
Til álita hlýtur að koma að slíkt
endurgjald verði lögfest í ein-
hverju formi, t.a.m. á þann veg að
það verði sett sem skilyrði fyrir
dvalarleyfí.
VIÐHORF
Eftlr Asgeir
Sverrisson
Eðlilegt er
aðuppíhug-
ann komi þau
nýju tækifæri,
sem þessi þekking skapar, á sviði
kynningar á íslenskri menningu
erlendis.
En þótt þau tíðindi sem bárust
af málræktarþingi um stöðu ís-
lenskrar tungu hljóti flest hver að
teljast gleðileg leiddu umræður
þar í ljós að enn er víða pottur
brotinn.
Sérstaka athygli vakti erindi ís-
lenskumælandi útlendings, sem
upplýsti að það þýddi ekkert fyrir
hann að tala íslensku i verslunum
hér á landi, starfsfólkið svaraði
honum jafnan á ensku. „Ég hef
jafnvel talað íslensku við starfs-
fólk í verslun og haldið áfram að
tala íslensku allan tímann en það
svaraði mér alltaf á ensku,“ sagði
þessi fyrirlesari, samkvæmt frá-
sögn Morgunblaðsins.
Þetta er að sönnu skelfilegt
ástand. Að sjálfsögðu getur ekki
talist viðunandi, hvað þá ásættan-
legt, að verslunarstéttin sýni ís-
lenskri tungu slíka óvirðingu.
Þama er sýnilega þörf fyrir
bragarbót-jafnvel átak.
Ykkar einlægur taldi það
skyldu rannsóknarblaðamannsins
að kanna hvort rétt væri að af-
greiðslufólk svaraði jafnan á
ensku þegar við það væri rætt á
móðurmálinu. Ég taldi heppileg-
ast að dulbúast til að opinbera
ekki þjóðemi mitt. Nautabana-
búningurinn hafði greinilega
skroppið saman við síðustu hrað-
hreinsun. Það tók í húfuna í vind-
strengnum á Laugaveginum en
sökum rigningar varð ég að fara í
stigvél og skilja lellumar eftir
heima.
Ég skundaði beint inn í tísku-
verslunina „Bongo’s".
„Góðan dag.“
„Howdy stranger," svaraði af-
greiðslustúlkan, sem var sláandi
þjóðleg í sjón; kaffibrún, með ljóst
hár úr plastflösku, klædd hlýrabol
og gallabuxum, sem aðeins náðu
rétt niður fyrir hné.
„Bíddu, ert þú ekki íslensk?“
„You bet, bom an’ a raised in
the Hrepps."
„í Hreppunum já, en hvers
vegna svarar þú mér á ensku?“
„Well, I sees you ain’t from
’roun’ here. I mean that there
costume sure is a somethin’.“
„Hann tilheyrir nú mínu menn-
ingarsamfélagi og ég kann vel við
hann. En hvers vegna tölum við
ekki íslensku?"
„Well now, look here, if you lik-
es your costume, that’s fine with
me. Every old bam has its roof, as
they say on the Skeids. But we’ll
never talk Icelandic with all you
forejgners. Dig?“
„Ég skil ekki...“
„Well that’s the way it is and
that’s the way we like it in this a
here country. Now, what can I do
foryou?"
Eg leit í kringum mig. Þetta
verkefni ætlaði að reynast erfið-
ara en mig hafði órað fyrir. „Hvað
kostar ljósgræni, skósíði leður-
frakkinn í glugganum?"
„Well now that depends. Is you
is or is you ain’t?“
„Ég skil ekki...“
„I said, is you is or is you ain’t?“
Stúlka, sem hafði verið að
skoða lekkert tígur-dress, sneri
sér að mér, brosti og sagði: „She’s
asking if you’s a member of Bong-
o’s VlP-club, ’cause then you get’s
a 15% discount. Just say: I is, I
is.“
„Ert þú ekki líka íslensk?"
,As Icelandic as skyr and
smjör.“
„En hvers vegna svarar fólk
alltaf á ensku í búðunum þegar
það er ávarpað á íslensku?“
„Well you know, I’ve kinda
been a wonderin’ about that.“
,And have you found an
answer?" sagði ég og áttaði mig
ekki fyrr en um seinan á að nú var
ég líka byrjaður að tala ensku.
„No, no he encontrado ninguna
respuesta. Lo siento,“ sagði stúlk-
an, sem ætlaði að kaupa sér
dressið.
„Þú svaraðir mér á spænsku!
Þú sagðist ekki hafa fundið svar!
Hvers vegna svaraðir þú mér á
spænsku?“
„Well, I mean you was a talkin’
in a foreign language and I kind
of decided to do the same, you
know, courtesy an’ all.“
„Well now, how’s a tryin’ on
this here leather thing?“ sagði
afgreiðslustúlkan og gerði sig lík-
lega til að þröngva mér í ljós-
græna, skósíða leðurfrakkann.
Ég hljóp út og beint inn í herra-
fataverslunina „Chez André“.
„Góðan dag,“ sagði ég við mann-
inn, sem kom svífandi á móti mér.
„Well H1 be... That there cost-
ume sure needs a fixin’,“ sagði af-
greiðslumaðurinn.
Aftur hljóp ég út. Ég varð að
viðurkenna fyrir sjálfum mér að
sennilega hefði ég betur haldið
mig við ballettinn. Almættið hafði
næstum því ábyggilega ætlað mér
annað hlutverk í lífinu en að iðka
rannsóknarblaðamennsku.
„Go home,“ urraði gömul kona
um leið og ég gekk inn í kaffihúsið
„Fléttan og skófin“.
„Komið fagnandi, ljúfi herra.
Hvað má bjóða yður?“ var sagt
dimmum karlaróm.
„Ég ætla að fá kaffibolla og svo
ætla ég að biðja þig að hringja eft-
ir áfallahjálp."
„Það er alveg sjálfsagt. Fáið
yður sæti, kaffið kemur um leið og
presturinn."
Nú fyrst tók ég eftár því að
maðurinn var ekki eins og ég á lit-
inn. „Þú ert útlendingur,“ sagði
ég-
„Þér eigið kollgátuna,“ svaraði
hann.
„En þú svarar mér á íslensku."
„Já vitanlega og ég veiti því at-
hygli að þér kjósið einnig að tjá
yður á því tungumáli. Þér hljótið
að vera frá Spáni.“
FJÖLMIÐLUN
Rannsókn á umfjöllun þriggja dagblaða um íþróttir kvenna
Ein af hverjum tíu
fréttum um konur
Niðurstöðurnar koma íþróttafrétta-
mönnum á óvart
Nær níu af hverjum tíu fréttum á íþrótta-
síðum þrigg;ia dagblaða fjalla um íþróttir
karla samkvæmt nýrri rannsókn. Arna
Schram skoðaði niðurstöður rannsóknar-
innar og ræddi við yfírmenn íþrótta-
frétta blaðanna. Sögðu þeir niður-
stöðurnar koma á óvart.
Karlar og konur í
umfjöllun íslenskra
blaða um helstu
hópíþróttirnar
100-i
80^
60^
%
40 -j
20 —I
o-l
I
83% I
Knatt- Hand-
spyma knattl.
_§5Q- Konur
Körfu-
knatti.
Morgunblaðið/Sverrir
Iþróttafréttamenn segja að mikið sé fjallað um afrekskonur í íþréttum á
siðum blaðanna.
INNAN við ein af hveijum tíu frétt-
um eða lengri greinum á íþróttasíðum
dagblaðanna, Morgunblaðsins, DV og
Dags, Qallar um íþróttir kvenna. Nær
níu af hveijum tíu fréttum eða grein-
um fjalla því um íþróttir karla en aðr-
ar umfjallanir á íþróttasíðum dag-
blaðanna snúast um almennar
íþróttafréttir, þ.e. fréttir sem ekki
tengjast neinni sérstakri íþróttagrein
með tilliti til kynferðis.
Þetta er meðal helstu niðurstaðna
rannsóknar Hilmars Thors Bjarna-
sonar fjölmiðlafræðings og kennara
við Háskóla Islands og Jódísar
Bjamadóttur, nema í félagsfræði við
HÍ, á íþróttaumfjöllunum dagblað-
anna þriggja á eins árs tímabili. Tald-
ar voru allar íþróttafréttir og íþrótta-
greinar áttunda hvem dag á
tímabilinu frá 1. maí 1999 til 30. apríl
2000. Segir Hilmar Thor að tilgangur-
inn með því að skoða fréttir og lengri
greinar á þessu tímabili hafi verið sá
að ná yfir knattspymuvertíðina sem
og handboltavertíðina. Vekur hann
jafnframt athygli á því að ekki hafi í
þessari könnun verið litið til stærðar
fréttar eða greinar. Lítil frétt vegur
með öðmm orðum jafnþungt og til
dæmis heil opnugrein. Hér á eftir
verður því aðeins talað um frétt þó
hvort tveggja geti verið um að ræða
frétt eða grein.
I könnuninni vom taldar samtals
2.310 fréttir á fyrrgreindu tímabili.
AIls 1957 eða 85% þeirra snemst um
íþróttir karla, en alls 165 eða 7%
þeirra snerast um íþróttir kvenna.
Alls 188 eða 8% þeirra snemst hins
vegar almennt um íþróttir óháð kyn-
ferði. Flestar fréttimar vom um
knattspymu eða 57,1%, en næstflest-
ar vom um handknattleik eða 14,2%.
Því næst kom umfjöllun um körfu-
knattleik sem var 9,7% af íþróttaum-
fjöllun dagblaðanna. Hlutur annarra
íþróttagreina á síðum blaðanna var
2,7% eða minni. Að sögn Hilmars
Thors var hlutfallið nokkuð jafnt á
milli dagblaðanna þriggja, þ.e.
áhersla þeirra á íþróttagreinar virtist
vera nokkuð svipuð.
Þess má geta áður en lengra er
haldið að niðurstöður þessarar könn-
unar, varðandi umfjöllun um iþróttir
karl annars vegar og kvenna hins
vegar, em í samræmi við aðrar kann-
anir sem gerðar hafa verið um sama
efni hér á landi. Fjölmiðlanefnd
íþróttasambands íslands gerði til að
mynda sams konar könnun árið 1990.
Þar kom fram að konur fengu 10,3%
umfjöllunarinnar á íþróttasíðum dag-
blaðanna en karlar 72%.
Nfundi hver viðmælandi karl
í könnun Hilmars Thors og Jódísar
var einnig litið til þess hve oft væri
rætt við fólk á íþróttasíðum dagblað-
anna og það síðan greint hve oft hefði
verið rætt við karla og hve oft hefði
verið rætt við konur. Eftir talningu
kom í Ijós að viðmælendur í íþrótta-
fréttum hafi alls verið 679 á könnun-
artímanum. Þar af hafi níu af hverjum
tfu viðmælendum verið karl og þar
með innan við einn af hveijum tíu
kona, þ.e. í 92% tilfella var viðmæl-
andi karl en 8% tilfella var hann kona.
Þegar litið var til stöðu viðmælanda
í íþróttafréttum blaðanna með tilliti
til kynferðis kom í Ijós að karlkyns
viðmælendur vora í flestum tilfellum
íþróttamenn en því næst þjálfarar og
þar á eftir talsmenn íþróttafélags eða
íþróttahreyfingar. Kvenkyns viðmæl-
endur vom hins vegar í nær öllum til-
fellum íþróttakonur. Kvenkyns við-
mælendur vora með öðmm orðum
afar sjaldan í hlutverki þjálfara eða
talsmanns íþróttafélags eða -hreyf-
ingar.
Þá var í könnuninni litið til mynd-
birtinga á íþróttasíðum dagblaðanna.
Kom í ljós að níu af hverjum tíu \jós-
myndum á síðunum em af körlum.
Eins og áður segir snerist meira en
helmingur íþróttafrétta dagblaðanna
þriggja um knattspymu, þar á eftir
um handknattleik og því næst um
körfubolta. Aðrar íþróttagreinar
fengu mun minni umfjöllun. I könn-
unninni var fundið út hve hlutur
kvenna í þessum í umfjöllun um
íþróttagreinamar væri mikill. Kom í
Ijós að af umfjöllun dagblaðanna um
knattspymu voru 4% frétta um knatt-
spymu kvenna. í umfjöllun um hand-
knattleik vom 17% frétta um hand-
knattleik kvenna og í umíjöllun um
körfuknattleik vom 8% frétta um
körfuknattleik kvenna.
Að mati Hilmars Thors er heildar-
niðurstaða könnunarinnar sú að
íþróttir kvenna eiga erfitt uppdráttar
á íþróttasíðum dagblaðanna. Hver
ástæðan hins vegar er er honum ekki
kunnugt um. Endurspeglar hún þátt-
töku karla og kvenna í íþróttum? Eða
endurspeglar hún markhópinn, þ.e.
þann hóp sem talinn er helst lesa
íþróttasíðumar?
Til að leita svara við þessum spum-
ingum hafði blaðamaður samband við
yfirmenn íþróttasíðnanna á dagblöð-
unum þremur. Fyrstur verður fyrir
svöram Sigmundur Ó. Steinarsson,
yfirmaður íþróttafrétta á Morgun-
blaðinu. Hann segir að niðurstöðum-
ar komi sér á óvart og dregur í efa að
marktækt sé að telja fréttir áttunda
hvem dag. Það nægi ekki til að gefa
rétta mynd af umfjöllun íþróttasíðn-
anna. Segir hann að í auknum mæli
hafi verið skrifað um íþróttir kvenna á
undanfömum árum í Morgunblaðinu.
Bendir hann einnig á í þessu sam-
bandi að 80% af efni íþróttablaðs
Morgunblaðsins hafi verið lagt undir
íþróttir kvenna hinn 7. apríl sl. og tek-
ur fram að líkurnar á því að það blað-
hafi lent í úrtakinu séu einn á móti
átta.
„Islendingar eiga marga afreks-
menn í röðum kvenna sem mikið er
skrifað um,“ segir hann. „Bestu dæm-
in um það em Vala Flosadóttir, Guð-
rún Arnardóttir og Martha Ernsdótt-
ir. Ef könnunin hefði farið fram á
meðan Ólympíuleikamir í Sydney
stóðu yfir hefði komið fram að yfir
60% af umfjöUun blaðsins um íslenska
keppendur væm um konur.“
Meiri fjánnunir til karlaíþrótta
Niðurstöður rannsóknarinnar
koma Erlingi Kristenssyni, íþrótta-
fréttamanni á Degi, einnig á óvart.
Dregur hann í efa að niðurstöðumar
endurspegli umfjöllun á fréttasíðum
Dags. „Ég er sannfærður um það að
umfjöllun um íþróttir kvenna hefur
aukist síðustu árin en þó kannski ekki
í samræmi við sífellt meiri umfjöllun
um íþróttir almennt. Það kemur
hugsanlega tii vegna þess að umfjöll-
unin hefur aukist frekar um dellu-
íþróttir karla, á borð við aksturs-
íþróttir en slíkar íþróttir fá sífellt
meira rúm á síðum stærri blaðanna.“
Stefán Kristjánsson, yfirmaður
íþróttairétta á DV-Sport, segir eins
og hinir tveir að niðurstöðumar komi
sér á óvart. Segir hann að DV hafi
þvert á móti verið að auka umfjöllun
sína um kvennaíþróttir. Hann geti
ekki nefnt nákvæmt hlutfall í því sam-
bandi en það sé þó ömgglega mun
hærra en niðurstöðumar gefi til
kynna.
Stefán segir jafnframt að það sé
ekki rétt að íþróttir kvenna eigi erfitt
uppdráttar á íþróttasíðum DV-Sport.
Hann bendir þó á að árangur geti í
þessu sambandi skipt einhveiju máli.
Landslið karla í knattspymu standi
svo dæmi sé tekið framar getulega
séð en landslið kvenna í knattspymu.
„Hluti af skýringunni er að meiri fjár-
munum er varið í karlaliðið en
kvennaliðið í knattspymu auk þess
sem sérsamböndin veija minni íjár-
munum til karlaíþrótta en kvenna-
íþrótta.“