Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 1 3 • • Onnur umræða um fjárlög fyrir árið 2001 Stjórnarandstæðingar gagnrýna efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar Inngrip Seðlabankans að undanförnu Krónur keyptar fyrir 4,7 milljarða TILLÖGUR þingmanna Samfylk- ingarinnar við aðra umræðu um fjár- lög ársins 2001 gera ráð fyrir aukn- ingu á ríkisútgjöldum um fimm mifijarða króna frá því sem lagt er til í sjálfu frumvarpinu. Fela þær tillög- ur aðallega í sér aukið framlag til menntamála sem og aukið framlag til barnabóta vegna hugmynda þeirra um að bamabætur verði ótekju- tengdar til sextán ára aldurs. Einnig fela þær í sér aukið framlag til aldr- aðra og öryrkja. A móti hyggjast þingmenn Samfylkingarinnar leggja fram tillögur að niðurskurði eða auknum tekjum upp á 6 milljarða króna. Þannig segja þeir að tillögur Samfylkingarinnar við fjárlagaum- ræðuna muni auka tekjur ríkisins um milljarð króna frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Önnur umræða um fjárlög ársins 2001 stóð yfir á Alþingi allan daginn í gær og fram eftir kvöldi. Eins og fram hefur komið hefur meirihluti fjárlaganefndar Alþingis þegar lagt fram breytingartillögur á frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2001 sem nema samtals um tæplega 3,8 milljörðum króna til hækkunar. Einstakir þing- menn lögðu einnig fram breytingar- tillögur á frumvarpinu á Alþingi í gær og má þar nefna tillögu þing- flokks Frjálslynda flokksins og tveggja þingmanna Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs, þeirra Jóns Bjamasonar og Þuríðar Back- man, um að framlög til tekjutrygg- inga ellilífeyrisþega hækki um 410 milljónir króna frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu og verði þannig alls 7,5 milljarðar á næsta ári og að framlög til tekjutrygginga ör- orkulífeyrisþega verði hækkuð um 160 milljónir króna frá því sem lagt er til í frumvarpinu og verði þannig þrír milijarðar á næsta ári. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, hóf um- ræðuna í gær og gerði grein fyrir breytingartillögum meirihlutans. Jón sagði einnig við það tækifæri að góð- æri hefði ríkt í þjóðarbúskapnum undanfarin ár og að til marks um það hefði árlegur hagvöxtur verið 4,7% að meðaltali á árunum 1996 til 2000. Hann tók þó fram að því væri ekki að leyna að góðærið hefði reynt á efna- hagslíf landsins. „Skýr merki um það má m.a. sjá í vaxandi verðbólgu og viðskiptahalla, sem í æ ríkari mæli stafar af mikilli neyslu. Við þetta bætist að ytri skilyrði þjóðarbúsins hafa versnað nokkuð, einkum vegna hækkandi olíuverðs á heimsmarkaði. Þessi hættumerki benda eindregið til að hægja þurfi um sinn á ferðinni til að tryggja að árangurinn sem náðst hefur verði viðvarandi. Til þess að ná þessu markmiði skiptir meginmáli að fylgja aðhaldssamri stefnu í ríkisíjár- málum. Skilaboðin til þeirra sem nú vinna að fjárlagagerð eru því skýr; bæta þarf afkomu ríkissjóðs milli áranna 2000 og 2001.“ Morgunblaðið/ Kristínn. Ossur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi harð- lega efnaliagsstefnu ríkisstjórnarinnar í umræðunum. Við hlið hans er Jóhanna Sigurðardóttir. 2 milljarðar til öryrkja og aldraðra Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir nefndaráliti fyrsta minnihluta íjár- laganefndar en þann minnihluta skipa, auk Össurar, samfylkingar- þingmennimir Gísli S. Einarsson og Einar Már Sigurðarson. Eins og fyrr segir leggja þingmennimir fram breytingartillögur á fjárlagafmm- varpinu, sem nema samtals fimm milíjörðum króna til hækkunar. Ber þar hæst framlög til mennta- og menningarmála upp á einn milljarð, framlög til aldraðra og öryrkja upp á tvo milljarða og framlög til bamabóta upp á rúma 1,2 milljarða króna. A móti hafa samfylkingarmenn þegar lagt fram tillögur um auknar tekjur ríkisins upp á um 4 milljarða króna og boða jafnframt fleiri tillögur í þá átt við þriðju umræðu um frum- varpið. I tillögunum, sem þegar hafa verið kynntar, kemur m.a. fram að samfylkingarmenn hyggist ná aukn- um tekjum til rOdssjóðs með skatt- lagningu söluhagnaðar vegna sölu hlutabréfa, með endurgreiðslu til húsbyggjenda en þannig megi upp- ræta svarta atvinnustarfsemi og með bættum skattskilum einstaklinga og lögaðila. í framsöguræði sinni lagði Össur m.a. áherslu á að staða efnahagsmála um þessar mundir einkenndist af af- leiðingum langvarandi þenslu sem ekki sæi fyrir endann á. Sagði hann m.a. að viðskiptahallinn væri með hæsta móti eða um 8% af landsfram- leiðslu, gengið hefði fallið um 10% frá því í maí og ennfremur að þvert ofan í spár ríkisstjómarinnar stefndi verð- bólgan í að vera yfir 5% á næstu mán- uðum. Sumur gengju meira að segja svo langt að spá verðbólgunni yfir 6% á komandi mánuðum. Össur minnti á að Samfylkingin hefði varað við vax- andi þenslu við umræðuna um fjár- lögin á síðasta ári og rifjaði einnig ALÞINGI upp orð ýmissa annarra aðila um efnahagsástandið, m.a. orð Yngva Amar Kristinssonar, bankastjóra Búnaðarbankans í Lúxemborg, en í Morgunblaðinu hinn 11. nóvember sl. er haft eftir Yngvari að sennilega hefði efnahagsstefnan sem fylgt hefði verið á Islandi undanfarin ár að nokkru leyti magnað „þennan vanda sem þjóðarbúið er að glíma við“. Öss- ur gat þess einnig að á síðasta sumri hefði Samfylkingin varpað fram þeirri hugmynd að stjómmálaflokkar og aðilar vinnumarkaðarins tækju höndum saman um að mynda nýja þjóðarsátt gegn verðbólgunni en þeirri hugmynd hefði verið hafnað af ríkisstjóminni. Jón Bjamason, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs, mælti fyrir áliti frá öðmm minnihluta fjárlaganefndar en Jón stendur einn að því áliti. Jón lagði áherslu á, eins og aðrir þingmenn stjórnarandstöð- unnar, að fjárlagaíirumvarpið kæmi nú til annarrar umræðu við miklar óvissuaðstæður. Sagði hann að við- skiptahallinn stefndi í 60 milljarða á þessu ári og að gengi krónunnar færi fallandi. Hefði þurft að verja háum fjárhæðum í erlendum gjaldmiðlum henni til vamar. í máli Jóns kom einnig fram að þingmenn Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs vildu aðra for- gangsröðun í útgjöldum ríkisins en ríkisstjóm Davíðs Oddssonar. Sagði Ein sjálfsvígstilraun á dag YFIR 20 manns á mánuði koma að meðaltali vegna sjálfsvígstil- rauna inn á bráðaþjónustu Land- spítalans - háskólasjúkrahúss í Fossvogi, fyrstu tíu mánuði þessa árs. Þá komu að meðaltali tíu í mánuði vegna sjálfsvígstilrauna á bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut á árabilinu 1990 til 1999. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skriflegu svari heilbrigðis- ráðherra, Ingibjargar Pálmadótt- ur, við fyrirspum Astu R. Jóhann- esdóttur, þingmanns Sam- fylkingar. Segir Ásta að sam- kvæmt þessum upplýsingum megi leiða líkum að því að að meðaltali ein sjálfsvígstilraun sé gerð á dag á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er inni í áðumefndum tölum þeir sem fara beint inn á gjörgæsludeild eða lyflæknisdeild Landspítalans í Fossvogi og heldur ekki þeir sem fara beint inn á geðdeild. I svarinu kemur fram að flestir sem komi á bráðamóttöku við Hringbraut komi vegna lyfjaeitr- unar en aðrar sjálfsvígstilraunir svo sem voðaskot fara frekar inn í Fossvog. I svarinu segir að Ijóst sé að sjálfsvígstilraunir séu alvarlegt vandamál á íslandi. í rannsókn sem gerð var á Borgarspítalanum á 9. áratugnum kom m.a. fram að tíðni sjálfsvíga var marktækt hærri hjá þeim sem höfðu reynt sjálfsvíg áður, þ.e. um 12% þeirra sem féllu fyrir eigin hendi hefðu áður reynt sjálfsvíg. „Því er mikil- vægt að þessir einstaklingar fái faglegan stuðning strax og sé fylgt vel eftir,“ segir í svarinu. Er því næst bent á að í drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2010 komi fram sú stefna stjórnvalda að dregið verði úr tíðni sjálfsvíga um 25% á tímabilinu. Meirihluti þeirra sem reyna sjálfsvíg er kon- ur. hann að Vinstrihreyfingin - grænt framboð vildi að fjárlögum ríkisins yrði beitt til að auka jöfnuð í samfé- laginu þannig að enginn þyrfti að líða vegna aldurs, fötlunar eða búsetu. Legði hún ennfremur áherslu á að tekjum ríldsins yrði í auknum mæli varið til menntunar og rannsókna. Jafnramt að stefna í atvinnumálum tæki fullt mið af sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og að tekið verði upp grænt bókhald þegar meta skuh arð- semi í atvinnurekstri við ákvörðun framkvæmda. Hlutabréf boðin út í áföngum Önnur umræðan um fjárlögin stóð fram eftir kvöldi í gær. Gagnrýndu stjómarandstæðingar í umræðunni m.a. efnahagsstefnu rfkisstjómar- innar en stjómarliðar fóm m.a. ofan í einstakar fjárveitingar til ákveðinna málaflokka og lýstu yfir ánægju sinni með einstakar fjárveitingar. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, fjallaði m.a. um tillögur Samfylkingai-innar um skattlagningu á söluhagnaði hluta- bréfa. Benti hún á í þeirri umræðu að 636 einstaklingar hefðu á síðustu tveimur áram nýtt sér heimild til að fresta skattlagningu á söluhagnaði bréfanna. Það þýddi að ríkið hefði orðið af skatttekjum á um 20 millj- örðum króna á þeim tíma. Sagðist hún sannfærð um það að ef frestunin yrði afnumin þá myndi það skila sér með auknum tekjum í ríkissjóð. Jóhanna gerði sölu ríkisbankanna og Landssíma Islands einnig að um- talsefni og spurði Jón Kristjánsson hvort líklegt væri að af sölu þeirra yrði á næsta ári. Svaraði Jón því til að inni á fjárlagaframvarpinu væri reiknað með tekjum upp á sjö millj- arða króna vegna sölu ríkiseigna. „Það er Ijóst að ekki þarf að selja nema 25% af hlutdeild rfldsins í bönk- unum til að ná því markmiði og rúm- lega það,“ sagði hann. „Eg hef trú á því að það náist samkomulag um að bjóða út hlutabréf í ríkisfyrirtækjum í skynsamlegum áföngum. Það era ríkisstjórnarflokkamir að skoða.“ SEÐLABANKI íslands hefur sam- tals selt gjaldeyri sem svarar til 4,7 milljarða króna til að styrkja gengi íslensku krónunnar að undanförnu. Frá því á miðvikudaginn í síðustu viku og fram til síðastliðins mánu- dags beitti Seðlabankinn i nokkur skipti inngripum á markaðnum og seldi gjaldeyri til að styrkja gengi ís- lensku krónunnar í sessi. Gengi krónunnar hefur nokkuð hækkað í framhaldi af þessum að- gerðum. Gengisvísitala krónunnar var síðari hluta dags í gær um 119,7, en fór lægst í 121,5 í síðustu viku, en gengisvísitala krónunnar hækkar þegar krónan lækkar í verði. Rólegt á gjaldeyrismarkaði Viðskipti á gjaldeyrismarkaði vora með rólegasta móti í gær og var sölugengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal 87,60 kr„ samkvæmt opinberri skráningu Seðlabankans, en fór í rétt um 90 kr. þegar gengið var hvað lægst í síðustu viku. Velta á gjaldeyrismarkaði í gær var orðin um einn og hálfur millj- arður kr. þegar dró nær lokum við- skipta, en var til samanburðar um 13 miÚjarðar kr. síðastliðinn föstudag og um 11 milljarðar kr. á mánudag- inn var. ------------------- * Isskápur fauk á bíl ÍSSKÁPUR fauk á jeppa á Pollgötu á ísafirði í gær og skemmdist jepp- inn, sem var nýlegur, nokkuð mikið að sögn lögreglu. Afthurhurð hans beyglaðist og annar spegillinn eyði- lagðist. Isskápurinn hafði verið í viðgerð þar sem gert hafði verið við þjöppu í honum og var verið að flytja hann heim á pallbíl þegar vindhviða olli því að hann fauk af pallinum og á jeppann, sem kom á móti. Grýlukerta seria 200 Ijósa díóðusería, sem er með minni perum en mun sterkari. Líftími allt að 25.000 klst. 3.950 kr. HÚSASMIÐJAN Simi 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.