Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 51 .
FJÖLMIÐLUN
Sala Berlingske-blað-
hússins gagnrýnd
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
KAUPUM Norðmanna á Beriingske
Tidende hefur verið fremur fálega
tekið í Danmörku og er greinilegt að
margir blaða- og fjölmiðlamenn hafa
af því áhyggjur að kaupin boði ekkert
gott. „Dönsk blöð í norskri járn-
greip,“ sagði á forsíðu Politiken dag-
inn eftir kaupin og í ítarlegri umfjöll-
un um málið svo og í Information var
sett spumingarmerki við það loforð
kaupandans, Orkla, að virða hina ríku
hefð sem hið 252 ára gamla Berl-
ingske Tidende er byggt á. Blaðhús
Berlingske Officin var næststærsta
fjölmiðlafyrirtæki Danmerkur, auk
Berlingske Tidende gefur það út BT,
Weekendavisen, Árhus Stiftstidende
og um þrjátíu héraðsblöð.
Leiðai-ahöfundur Politiken sér
ástæðu til að minna yfirmenn Orkla á
að sýna blaðinu virðingu. „Við viljum
minna á að fyrirtækinu hefur verið
falið elsta dagblað landsins. Berlings-
ke frænka er fín gömul dama. Hún á
skilið að vera meðhöndluð með virð-
ingu,“ segir í leiðaranum.
En hver eru helstu áhyggjuefni
keppinauta Berlingske Tidende, sem
nú rjúka blaðinu til vamar?
Þau eru til dæmis yfirlýsing Orkla
um að Berlingske eigi að skila meiri
hagnaði en það gerir nú, eða allt að
15%, en hann er nú um 2%.
Þá veldur forsaga sölunnar mörg-
um áhyggjum en hún er í stuttu máli
sú að íyrir réttu ári birti Berlingske
Tidende stóran greinaflokk um
vopnasölu fyrirtækis A.P. Mpller til
Þjóðveija í stríðinu. Stjómendur fyr-
irtækisins bmgðust ókvæða við og
nokkm síðar seldi það hlut sinn í blað-
húsinu. Carlsberg, Unibank og Den
Danske Bank fylgdu í kjölfarið og þar
með var meirihluti hlutabréfa í Berl-
ingske Officin til sölu.
Gagnrýni keppinautanna, einkum
Politiken, var óvægin er ljóst var að
Berlingske átti að seljast hæstbjóð-
anda, og það útlendu fyrirtæki. Sú
varð raunin er tilkynnt var að Orkla
hefði keypt blaðhúsið en Norðmenn-
h'nii' kepptu m.a. við Sanoma írá
Finnlandi, hið norska Schibsted og
hið sænska Bonnier, sem gefur m.a.
út Dagens Nyheter og er stærsta
fjölmiðlafyrirtæki Norðurlanda.
Gagnrýnislaus uinfjöllun
Danskir og norskir fjölmiðlamenn
spyrja þess hvað Orkla ætli sér með
danska blaðhúsið. Orkla á 27 héraðs-
blöð í Noregi og Svíþjóð og 18 í Pól-
landi og öðmm Austur-Evrópuríkj-
um, auk þriggja sjónvarpsstöðva í
Noregi. Þá er það umfangsmikið í
matvælum og merkjavöm, fjárfest-
ingum og efnaframleiðslu. Hörð
valdabarátta hefin- staðið á milli hinna
ýmsu deilda Orkla um skeið og því
jafnvel spáð að fyrirtækið klofni.
Átökin standa einkum um hver skuli
vera framtíðarstefna Orkla en þau
hafa einnig snúist upp í hatrömm
persónuleg átök.
Kaupin hafa komið mörgum á
óvart, t.d. vegna þess að fyrir átti
Orkla einungis héraðsblöð. Ymsir
blaðamenn og fjölmiðlafræðingar
saka fyrirtækið um að stjóma um-
fjöllun eigin blaða og koma í veg fyrir
gagnrýni á fyrirtækið. Blaðið Inform-
ation fiillyrðir á forsíðu að blaðamenn
Berlingske kunni að standa frammi
fyrir nýjum áskomnum þegar að því
komi að fjalla á óháðan og gagnrýninn
hátt um viðskipti fyrirtækja er heyra
undir Orkla.
Sú sé að minnsta kosti raunin í
Suðaustur-Noregi þar sem Orkla hef-
ur ítök í mörgum héraðsblöðum og fyr-
irtækjum á svæðinu. „Það er t.d.
greinilegt hve lítið Fredrikstad Bkid
skrifar um valdabaráttuna inna Orkla-
samsteypunnar, segir Gunnar Bodahl-
Johansen, sem starfar hjá Blaða-
mannastofhuninni í Fredrikstad.
Ástæðulaus ótti?
Spumingin er hvort það sama verði
uppi á teningnum í Danmörku, en ítök
Orkla í dönsku viðskiptalífi em lítil
samanborið við Noreg. Þá velta menn
því einnig fyrir sér hverjir veljist til
að ritstýra og stjóma blöðum Orkla.
Samsteypan hefur ekki skipt um yfir-
stjómendur þegar hún hefur tekið yf-
ir blöð, en þegar þeir gömlu fara frá
hafa í langflestum tilfellum orðið fyrir
valinu menn sem hafa unnið sig upp
innan annarra fyrirtækja Orkla, það
sem Johann Roppen fjölmiðla-
fræðingur kallar fyrirtækja-ritstjóra.
Roppen vinnur að doktorsritgerð
um eignasöfnun og áhrif hennar á
blaðamennsku í Noregi og niðurstaða
hans er í stuttu máli; Orkla-blöðin
vinna ekki til neinna viðurkenninga
fyrir rannsóknarblaðamennsku.
Fjölmiðlafræðingurinn Anker
Brink Lund við blaðamannaháskólann
í Oðinsvéum telur að ekki hafi verið við
öðm að búast en danskir blaðamenn
brygðust ókvæða við hinu nýja, en slíkt
viðhorf einkennist af þjóðrembu og
sveitamennsku. Ekki megi aftur á móti
gleyma þröngri stöðu á blaðamarkaðn-
um með tilkomu Netsins og annarra
fjölmiðla og að sú staðreynd að útlend-
ingar hafa keypt Berlingske-blaðhúsið
sé ekki af hinu illa.
TZJIymFDÍa_
KRINGLUNNI 8-12, SÍMI 553 3600
Netverslun:www.olympia.is
Margverðlaunaóar
gæðavörur
Lax & sfld
Góógæti ájólaboróið
ö-
ÍSLENSK MATVÆLI
Vönduð íslensk
innimálning á
einstöku tilboðsverði.
Verð á 4 lítra dós
1.9S0kr
í verslunum HÖRPU veita reyndir
sérfræðingar þér góða þjónustu og
fagiega ráðgjöf við val á hágæða
málningarvörum.
HARPA MÁLNIIMGARVERSLUN,
BÆJARLIND 6, KÚPAVOGI.
Sími 544 4411
HARPA MÁLNINGARVERSLUN,
SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK.
Sími 568 7878
HARPA MÁLNINGARVERSLUN,
STÓRHÖFÐA 44, REYKJAVÍK.
Sími 567 4400
HARPA MÁLNINGARVERSLUN,
DROPANUM, KEFLAVÍK.
Sími 421 4790
MÁU1IHG ARUERSLAHIR