Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Eðlur á ógnaröld KVIKMYIVDIR Itíóhöllin, Kringlu- b í ó, It e g n b o g i n n, Laugarásbíó, Nýja bíó Akurcyri, Nýja bfð Keilavfk RISAEÐLUR- DINOSAUR ★ ★% Leikstjórar Eric Leighton og Ralph Zondag. Handritshöfundar Walon Green, Thom Enriques. Tónskáld James Newton Howard. Lög e. Kate Bush. Teiknimynd. Aðal- raddir (á ensku) D.B. Sweeney,_ Alfre Woodard, Ossie Davis, o.fl. ís- lensk talsetning: Amar Jónsson o.fl. Sýningartími 85 mín. Banda- rísk. Walt Disney. Árgerð 2000. NÝJASTA teiknimyndin frá Disney byrjar með ólíkindum vel. Ahorfendur fá að upplifa hug- myndir listamanna, byggðar á bestu vísindalegri þekkingu, um hvernig umhorfs var á meðan risa- eðlur réðu ríkjum í árdaga. Við för- um í hálfgerða skoðunarferð um þá paradís með öllum sínum furðu- skepnum á láði, legi og lofti. Allar eru þær útdauðar en útlit þeirra hefur varðveist í steingervingum og kemur Disneyteiknurum til góða. Talið er að skyndileg útrým- ing tegundanna á miðlífsöld hafí stafað af gífurlegum jarðhræring- um og loftslagsbreytingum sakir loftsteina sem féllu á móður jörð og höfðu í för með sér óbætanlega eyðileggingu. Eyddu m.a. gróðri og spilltu vatnsbólum dýranna. Myndin Risaeðlur hefst skömmu fyrir þessi ragnarök. Við kynnumst söguhetjunni, fleglunni Aladar, um það leyti sem hún er að brjóta sér leið út úr eggjaskurninni. Eggið hefur borist, eftir mikla svaðilför, út í eyju skammt undan megin- Iandinu. Þar er Aladir litli alinn upp í góðum siðum af apafjölskyldu - rétt eins og Tarzan apabróðir. Þá gerast hörmungarnar. Loftsteinar koma utan úr geimnum og Agadir svamlar í land með apafjölskyldu sína á bakinu. Þar blasir eyðilegg- ingin hvarvetna við. Eyjarskeggjar finna flokk risaeðlna sem eru á leið til dalsins góða þar sem þær tímg- ast og vona að þærhafi sloppið. Eðluflokkurinn lendir í margvís- legum hættum og ævintýrum en að lokum nær hann á leiðarenda. Al- adar hefur reynst hið vænsta for- ingjaefni og nú finnur hann ástina sína. Hér skortir ekki vandvirknina, teikningarnar eru ótrúlega góðar, hvort sem þær eru af dýrum, gróðri eða öðru landslagi. En form- úlan er tekin að þreytast. Hér eru skoffínin til að hressa upp á hlátur- taugarnar, hetjurnar, óvinimir, hættumar og sykursætur lokakafl- inn, sem er afar endasleppur og veikasti hluti myndarinnar. Sagan er hins vegar marflöt, ef undan er skilið upphafsatriðið góða. Disn- eymyndirnar eru farnar að endur- taka sig um of, en það breytir engu um að Risaeðlurnar em fyrirtaks fjölskylduskemmtun. Ekki má gleyma geðstirðu, íhaldssömu og illa innrættu fornaldarskrímsli sem löngum barðist við að vera í farar- broddi - en varð að láta í minni pokann fyrir frjálslyndari öflum. Hvað slyldi það heita annað en Kron(!) Sæbjörn Valdimarsson Börn sýna í Hafnarborg ENGLAR, stjömur og fjöll er yfir- skrift sýningar 6-10 ára barna úr Litla Myndlistarskólanum í Hafnar- firði. Sýningin verður opnuð í kaff- istofu Hafnarborgar í dag kl. 17. Verkin sýna hugmyndir nemenda um hvemig kristnin kom til landsins í formi engla, stjarna og trúarlegra tákna fyrir 1000 árum. I forsal kaff- istofunnar sýna bömin að auki englaleirkertastjaka sem eiga að lýsa kaffigestum á aðventunni. Myndimar eru unnar með bland- aðri tækni með pastellitum á karton- pappír. Aðalheiður Skarphéðinsdótt- ir, sem rekur Litla Myndlistarskólann, leiðbeindi böm- unum. Sýningin er opin fram til 7. janúar 2001, alla daga nema þriðju- daga, kl 11-17. Mottlltilboð 30-50 % afsláttur HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Hinn þýzki Galdra-Loftur TðNLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Liszt: Rhapsodie Espagnole (úts. Busoni); Faust-sinfónia. Francesco Niklosi, pianó; Guð- björn Guðbjörnsson tenór; Karla- kórinn Fóstbræður (kórstj.: Árni Harðarson); Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjóm Ricos Saccani. Fimmtudaginn 30. nóvember kl. 19:30. SÍÐRÓMANTÍKIN réð ríkjum á vel sóttum tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar íslands í gærkvöld með tveim verkum eftir Franz Liszt (1811-86), sem ásamt Richard Wagner var helzti boðberi „nýþjrzku“ hreyfingarinnar á miðri 19. öld. Þrátt fyrir virtúósísku ímynd sína sem að líkindum mesti píanósnillingur aldarinnar náði Liszt á seinni árum meistaralegum tökum á orkestrun og innleiddi ýmsar nýjungar í tónsmíðatækni, sem ekki síður en ómstreituskörun Wagners í Tristan vísuðu veginn fram á tóntegundaleysi höfunda eins og Schönbergs, þ.á m. stefræna umbreytingu sem enn þann dag í dag lifir góðu lífi hjá mörgum tón- skáldum. Það er því svolítið kald- hæðnislegt hvað tónmál Liszt getur í bland verkað úr sér gengið nú á dögum, en eflaust eiga hamslausar stælingar kvikmyndatónskálda frá árdögum talmynda þar drjúga sök. Rhapsodie Espagnole kvað í gær hafa verið flutt á Islandi í fyrsta sinn. Frá hendi Liszts er þetta píanóverk, samið á ferðalagi um Iberíuskaga 1845 en endurskoðað h'tilsháttar 1863. Útgáfan fyrir píanó og hljómsveit var gerð af hin- um fjölþreifna Feruccio Busoni 1894, sem vílaði m.a.s. ekki fyrir sér að sjóða saman ofhlaðin hljómsveit- arverk úr pólýfónískum handraða Bachs. Þessi „flugeldasýning" (eins og rapsódían var kölluð í tónleika- skrá) kom undirrituðum ekki bein- línis þannig fyrir sjónir, því útsetn- ingin virtist í heild fremur dauf. Með því að þjóðlegt tónefnið var ekki heldur ýkja bitastætt frá frum- höfundar hendi, hefði sennilega þurft að ýkja tempó og snerpu í flutningi meira en gert var til að verkið næði einhverju flugi, og má vera að nýfengin hirting frá gagn- rýnendum vestan hafs fyrir þess háttar tilþrif á hlj ómleikaferðalagi sveitarinnar hafi hugsanlega dregið einhvem dug úr stjómandanum. Einleikarinn stóð sig þó með ágæt- um og lék þvínæst tvö aukalög utan dagskrár eftir Sigmund Thalberg, Tilbrigði úr I Puritani Bellinis (að því er bezt varð heyrt af munnlegri kynningu) og Tarantellu; hvorugt sérlega bragðmikil tónlist, en Ijóm- andi vel flutt og af mikilli fágun á veikum stöðum. Á þeim sterkari hljómaði flygillinn hins vegar und- arlega harður og pappakenndur, einkum á miðsviði, og gaf ótvírætt til kynna, að hljóðfærið væri varla mönnum bjóðandi í núverandi standi. Eftir hlé var komið að aðalverki kvöldsins, Faust-sinfóníunni, sem Liszt samdi 1854-55 en bætti og breytti allt til ársins 1880. Sinfónían þríþætta er ekki aðeins umfangs- mesta hljómsveitarverk Liszts (hátt í 80 mín.), heldur með stærstu hljómkviðum 19. aldar. Þótt raunar megi frekar tala um þijú sinfónísk Ijóð en hefðbundna sinfóníu, þar sem hvert þeirra er skapgerðarlýs- ing í tónum á höfuðpersónum Goethes, þ.e. Faust, Gretchen og Mefistófelesi, þá nær Liszt að tengja saman útþættina með tema- tískum umbreytingum á stefi Fausts, hnígandi þrítónaröð sem spannar alla 12 tóna áttundarinnar, auk ýmissa stefrænna millivísana. Þrátt fyrir tíðar tví-, þrí- og fjór- tekningar á hendingum, sem stund- um hljóma ofauknar í nútímaeyrum, verður því ekki á móti mælt, að ork- estrunarsnilld Liszts meira en veg- ur upp slíkar „lummur", og staðim- ir þar sem maður sperrti eyrun vegna frumlegra hljómsveitarlita voru legíó. Nægir aðeins að nefna atriði eins og tvíleik óbóa með sóló- víóluundirspili í II. þætti eða arpeggíeraðan samleik þriggja flautna á hörpubakgrunni nokkru síðar. Einleiksstaðir voru og fjöl- margir eftirminnilegir, og myndi æra óstöðugan að reifa þá í þaula, en þó mætti, bara til að segja eitt- hvað, geta hlýrra einleiksinnslaga konsertmeistarans, sem voru eins og bráðið súkkulaði, göfugs tromp- etstóns Ásgeirs Steingrímssonar og hins plastíska pákusláttar Eggerts Pálssonar. í heild var túlkun Saccanis afar heillandi og sannfærandi á þessu mikla meistaraverki, hnitmiðuð og snörp í fyrsta þætti, undurblíð í paradfsískum miðþætti Grétu og spriklandi spræk og samtaka í kraumandi órólegum lokaþættin- um, þai- sem Guðbjöm Guðbjöms- son og Fóstbræður færðu í niður- lagi hólpna sál hins þýzka Galdra-Lofts til himna með höfug- um glæsibrag. Ríkarður Ö. Pálsson Dansverk fyrir börn Morgunblaðið/Golli Auðun og ísbjörninn leggja dansandi upp í ferðalag. ÍSLENSKI dansflokkurinn hefur hafíð sýningar á „Auðuni og Isbim- inum“, dansverki fyrir böm, eftir Nönnu Ólafsdóttur. Sagan fjallar um Auðun sem á sér draum um að gefa Danakonungi fs- bjöm sem er mikil gersemi. Hann leggur á sig svaðiifarir og ferðalög til að gera draum sinn að veruleika. Draumurinn verður honum ekki að falli heldur verður gæfan hans föm- nautur. Efni verksins er sótt í Auðunar Siátt vestfirzka sem er ein af perlum slendingasagnanna. Einar Ólafúr Sveinsson hefur sagt um Auðunar þátt: „í honum kemur fram trú á líf- ið, trú á góðan viija og gott hjarta. Óbilandi trú. Og hún verður sigur- sæl. Auðun kemst að vísu í nógar raunir, sem áreiðanlega mundu halda hinum unga áheyranda mín- um vakandi og með uppglennta skjáina, en bamshugur Auðunar HÁTÍÐARSALUR HÁSKÓLA ÍSLANDS KL. 13 ísland í fremstu röð! Málþing um samkeppnishæfni í menntamálum og menningarmálum á íslandi. Paiiborösumræður undir stjórn Sigmundar Ernis Rúnarssonar fréttastjóra. Liður í Stjörnuhátíð menningar- borgarinnar GERÐARSAFN steypir honum ekki í glötun. Sagan fer vel. í henni ríkir skáldlegt rétt- læti, og þess óskar hvert bam, og raunar hver maður, þó að sögurnar - og lífið - fari ekki alltaf eftir því.“ Verkið verður aðeins sýnt fimm sinnum á stóra sviði Borgar- leikhússins, ein sýning er búin og hinar verða 2., 3., 9. og 10. desem- í KÓPAVOGl KL. 17 Sýningin Fullveldi - verk ungra myndlistarmanna Fullveldi nefnist þriöja mynd- listarsýningin sem Búnaöarbanki ís- tands, einn af máttarstólpum menn- ingarborgarinnar, efnir til á þessu ári í tilefni sjötíu ára afmælis bankans. Á sýningunni eru verk eftir ísienska myndlistarmenn afyngstu kynslóö- inni. Nafn sýningarinnarvísarekki ber. Sýningar hefjast. kl. 14 alla dag- ana. Verkið er samið með böm á aldr- inum fjögurra til m'u ára í huga. Auðun og ísbjörninn var frumsýnt á sérstakri listaháti'ð baraa sem Listahátíð í Reykjavík stöð fyrir síð- asta vor. Sýningar vom aðeins tvær og komust færri að en vildu. eingöngu til fullveldisdagsins heldur líka til þess aö í hugum íslendinga hefur fullveidi löngum veriö lagt aö jöfnu við menningarlegt sjálfstæði. Guöbjörg Kristjánsdóttir, for- stööumaöur Gerðarsafns, er sýning- arstjóri og sá jafnframt um val þeirra fjórtán listamanna sem taka þátt í sýningunni. 2000 góðar minningar frá menningarári Upphaf Ijósmyndasamkeppni menn- ingarborgarinnar og Morgunblaðsins f samvinnu viö Hans Petersen og Kringluna. Skilafrestur er 20.1. 2001 og veröa valdar myndir úr sam- keppninni sýndar á sýningu í Kringl- unni í febrúar. Verðlaun í boði. y^M-2000 Föstudagur 1. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.