Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Áhugaljdsmyndaklúbbur Akureyrar, ÁLKA, gefur út ljósmyndabók
Svipmyndir af heimabyggð
ÁHUGALJÓSMYNDAKLÚBBUR
Akureyrar, ÁLKA, hefur ráðist í
stórvirki og gefíð út bókina; Akur-
eyri - bærinn okkar. Bókin er um
100 blaðsíður og í henni eru um
250 ljósmyndir eftir þrettán félags-
menn í Ijósmyndaklúbbnum, sem
þó eiga misjafnlega margar mynd-
ir.
Myndunum fylgir stuttur texti á
þremur tungumálum, íslensku,
ensku og þýsku, sem saminn var af
félagsmönnum ÁLKA,J>eim Björg-
vini Steindórssyni og Arna Ólafs-
syni. Þeir félagar komu einnig að
hönnun bókarinnar og myndavali
ásamt Sigurði Baldurssyni og Þór-
halli Jónssyni.
Tilefni útgáfunnar er hátíðarár
stóraldamóta, eins og segir í kynn-
ingu, afmælisár kristnitöku og
landafunda. Ennfremur segir, að
það að bókin er gerð af félögum í
ÁLKA, geri hana sérstæða í tvenn-
um skilningi. Annars vegar felur
áhugamennskan í sér að ekki
liggja atvinnu- eða arðsemissjónar-
mið á bak við myndatöku og efnis-
tök og hins vegar að bókin er unn-
in af hópi heimamanna sem skoða
og birta brot úr eigin heimahögum
en eru ekki gestir eins og títt er
þegar atvinnuljósmyndarar fást
við hliðstæð viðfangsefni.
Þórhallur Jónsson gjaldkeri
ÁLKA sagðist ánægur með út-
komuna. Bókin væri eiguleg og til-
valin gjöf til vina og ættingja er-
lendis og til allra þeirra fjölmörgu
gesta, innlendra og erlendra sem
sæktu Akureyri heim.
Eitt ár í sögu bæjarins
Tilgangurinn með útgáfu bókar-
innar er að bregða upp svipmynd
af heimabyggðinni, sem sýnir
mannlíf og umhverfí, atvinnulíf og
athafnasemi, menningu og við-
burði - eitt ár í sögu bæjarins - til
fróðleiks og ánægju og ef til vill til
samanburðar síðar. Myndirnar
voru teknar frá haustinu 1999 og
fram á haustið 2000. Myndasíðum
og syrpum er raðað í meginatrið-
um í tímaröð eftir árstíðum - byrj-
að á kuldalegum vetrarmyndum í
janúar og endað með flugeldasýn-
ingum um áramót.
Bókinni er þó ekki ætlað að vera
annáll, heldur hefur val við-
fangsefna ráðist af áhuga og nán-
asta umhverfi þeirra félaga sem að
bókinni unnu. Norðan tveir, Akur-
eyri, sáu um litgreingu, mynd-
vinnslu og hönnum kápu en Oddi
ehf. sá um filmur og prentun.
Magnús Teitsson og Rafn Kjartans-
son sáu um enska þýðingu textans í
bókinni og Herdís Gunnlaugsdóttir
um þýðingu textans á þýsku.
UJAT€
■
S V
L I
sverö
3 kr. 167.9
\ *- \í%
* ■ |
; • # i
il % i! % » \
j \m
r
■■ |:
:90 cm
85x85 cm
120x90 cm
Hjartalaga tveggja manna
nuddbaSkar meo framhliS.
Verð kr. 145.800,-^
Stærð 143x143 cm.
NuddbaSkar úr
emeleruSu stáli.
Verð kr. 115.200,- verÖ án hlífa og höfuðp^v, ^
Stærðir 180x83 cm og 170x83cm
ílæsilegt úrval af sturtuhurðum, -hornum og
öryggisgleri.
Vife Fellsmúla
Simi 588 7332
www.heildsoiuverslunin.is
OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-J
lauqard. kl. 10-14
Kirkjan, Leikfélag
Hörgdæla og
Þeiamerkurskóli
Samstarf
um að-
ventukvöld
LEIKFÉLAG Hörgdæla,
Þelamerkurskóli og kirkjan í
Möðruvallaklausturspresta-
kalli hafa tekið höndum sam-
an um að gera aðventukvöldið
árið 2000 ógleymanlegt.
Aðalsteinn Bergdal var ráð-
inn til að leikstýra helgileik
fermingarbarna og kirkjukórs
á aðventukvöldi kirkjunnar
sem verður á sunnudagskvöld,
3. desember kl. 20:30. Ef vel
tekst til mun helgileikurinn
einnig verða sýndur á aðvent-
ukvöldum í Glæsibæjarkirkju
10. desember og sameiginlegu
aðventukvöldi Bægisár- og
Bakkasókna í Bakkakirkju
þann 17. desember.
Á aðventukvöldinu í Möðru-
vallakirkju á sunnudag munu
börn úr Tónlistarskóla Eyja-
fjarðar leika á hljóðfæri og
börn úr Þelamerkurskóla
verða með Lúsíusöng undir
stjórn Guðmundar Engil-
bertssonar kennara.
Ræðumaður kvöldsins verð-
ur Bernharð Haraldsson, en
stundinni lýkur með helgi-
stund í umsjá sóknarprestsins
sr. Solveigar Láru Guðmunds-
dóttur. Einnig verður mikill
almennur söngur, svo hin
sanna jólastemmning mun
ríkja í Möðruvallakirkju
fyrsta sunnudag í aðventu.
Orgeltónleik-
ar á aðventu
BJÖRN Steinar Sólbergsson,
organisti Akureyrarkirkju,
heldur orgeltónleika í
kirkjunni á morgun, laugar-
daginn 2. desember, kl. 12.
Á efnisskránni verður að-
ventutónlist eftir Johann Seb-
astian Bach, Johann Gottfried
Walther og Dietrich Buxte-
hude. Lesari á tónleikunum er
sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.
Að tónleikunum loknum verð-
ur svo léttur hádegisverður í
Safnaðarheimilinu.
Aðgangur að tónleikunum
er ókeypis og eru allir vel-
komnir.
Kirkjustarf
LAUFÁSPRESTAKALL:
Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju
kl. 11 á morgun, laugardaginn
2. desember. Kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 21 á sunnudags-
kvöld. Kirkjuskóli verður í
Grenivíkurkirkju á morgun,
laugardag, kl. 13.30. Guðsþjón-
usta verður í kirkjunni kl. 14 á
sunnudag. Byrjum aðventuna
með kirkjugöngu.