Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000
v----------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
4
+ Sigurveig Krist-
jánsdóttir fædd-
ist í Klambraseli,
Aðaldælahreppi, S-
Þingeyjarsýslu 26.
nóvember 1928. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Þingeyinga 23. nóv-
ember siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Kristín Þuríður
Þorbergsdóttir, f.
7.1. 1895, d. 18.8.
1977, og Kristján Jó-
hannesson, f. 29.11.
1892, d. 27.7. 1987.
Systkini Sigurveig-
ar: Jóhannes, f. 7.12.1920; Kristín,
f. 24.3. 1922, d. 25.7. 1942; Svein-
björn, f. 23.11. 1923; Þorbergur, f.
6.7. 1926; Sigríður Kristjana, f.
Kveðja frá börnum
Elsku mamma! Þá ertu farin, horf-
in til nýrra heimkynna þar sem sagt
er að birta og friður ríki. Dauðinn er
framhald af lífinu, eðlilegur, fyrirsjá-
anlegur. Eftir erfið og langvarandi
veikindi um 15-20 ára skeið, er það
líkn með þraut að fá hvfldina eilífu.
En minningin um þig, móðurina,
■ húsfreyjuna, uppalandann og bónda-
konuna er mynd af glaðlegri og fal-
legri konu, dagfarsprúðri, konu sem
skipti ekki skapi á hverju sem gekk.
Minningin um æskuheimilið er
ekki bara myndin af ykkur pabba og
okkur systkinunum, það sem í nú-
tímanum heitir kjamafjölskylda.
12.7. 1930; Gísli, f.
5.12. 1931; Ásdís, f.
16.7.1938.
Sigurveig giftist
26.6. 1948 Þórarni
Jónssyni, búfræðingi
frá Skörðum, f. 6.8.
1928. Foreldrar Þór-
arins, Jón Þórarins-
son, f. 12.11. 1895, d.
29.10. 1984, og Sól-
veig Unnur Jónsdótt-
ir, f. 30.9. 1899, d.
25.12.1982.
Börn Sigurveigar
og Þórarins: 1) Jón, f.
28.3. 1949, lögfræð-
ingur. Bam hans Ragnheiður Þór-
dís, móðir Anna María Lámsdótt-
ir. 2) Stúlka, fædd andvana 6.9.
1950. 3) Kristín Þuríður Þórarins-
Þessi mynd samanstendur af mörgu
öðru sem eins og hellist yfir á þess-
um vegamótum lífs og dauða.
I kveðjuorðum til móður sinnar
þarf ekki að tilfæra eða tímasetja
ævigönguna, né ræða aðra jarð-
bundna hluti heldur stikla á steinum
og nema rétt staðar við einhver þau
leiftur sem hvarfla um hugann.
Þegar þetta er skrifað er 26. nóv-
ember, afmælið þitt. Þá fæddist þú í
Klambraseli í reisulega timburhús-
inu sem þá var nýlegt, reist 1920 af
föður þínum og Haraldi bróður hans.
Þá var móðuramma þín og nafna,
Sigurveig Jónatansdóttir frá Litlu-
Laugum, stödd í þessu húsi. Eins
dóttir, f. 17.5. 1954, tanntæknir.
Eiginmaður hennar Pálmar Orn
Þórisson, f. 3.2. 1958, rafmagns-
tæknifræðingur. Börn þeirra a)
Þórarinn Ragnar, f. 1.10. 1979, b)
Sævar, f. 24.9. 1988, c) Stella Sól-
veig, f. 24.1. 1991. 4) Kristján, f.
10.4. 1957, byggingafræðingur.
Hann var kvæntur Margréti S.
Þórisdóttur, f. 25.2. 1961. Börn
þeirra a) Ragnar Pálmar, f. 25.8.
1978, b) Arnar Dan, f. 8.2. 1988, c)
Rakel Sigurveig, f. 29.5. 1990.
Sambýliskona Kristjáns er Hildur
Kristmundsdóttir, sálfræðingur, f.
23.9. 1965. Sonur hennar Krist-
mundur Freyr, f. 10.6. 1986. 5)
Sigurður Ágúst, f. 1.9. 1964, bóndi
Skarðaborg. Eiginkona hans
Helga Helgadóttir, f. 8.1. 1964,
húsmóðir. Börn þeirra a) Jón
Ágúst, f. 27.2. 1986, b) Sigþór, f.
10.4.1990, c) Bjarki, f. 5.9.1993, d)
Helgi Maríus, f. 16.4.1999.
Utför Sigurveigar fer fram frá
Húsavikurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
gott að vera nálæg, sjálf ljósmóðirin.
Og þetta var líka afmælisdagurinn
hennar, bara 70 ára þennan dag. Og
þetta timburhús stendur ennþá í lát-
lausum virðuleik innan um samtím-
ann, vel varðveitt af ættfólki þínu.
Svipmyndir líða hjá. Afi og amma í
Skörðum, tengdaforeldrar þínir,
sem voru íyrstu búskaparár ykkar
pabba á sama heimili. Síðar voru
bara nokkur hundruð metrar milli
heimilanna Skarða og Skarðaborgar.
Þannig liðu árin og áratugir. Á
þeirra farsæla ævikvöldi varstu þeim
athvarf og styrkur. Foreldrar þínir,
Kristján og Þuríður, í Klambraseli,
voru líka nálæg okkur, komu í heim-
sókn, annað í einu, stundum bæði,
dvöldu nokkra daga í senn. Þau voru
bæði upprunnin í lágsveitum Þing-
eyjarsýslu. Þannig varstu Þingey-
ingur í báðar ættir.
Heima voru áratugum saman
unglingar í sumarvinnu frá vori til
hausts, stundum fleiri en einn í senn.
Sjálfvirkni og og vélavinna voru ekki
þá farin að útrýma handaflinu eins
mikið og nú gætir. Þessi ungmenni
dvöldu stundum sumar eftir sumar
og má taka svo til orða að heimilið
okkar hafi verið hjúasælt í besta
skilningi. Það var umhyggju mömmu
mikið að þakka hvað þetta sumarfólk
undi vel hag sínum.
Mamma eldaði góðan mat en hún
bakaði ennþá betra brauð. Þess er
stundum minnst síðar að sum þess-
ara ungmenna gáfu sig illa að kvöld-
matnum, og aðspurð báru þau það
fyrir sig að þau þyrftu að hafa pláss
fyrir kvöldkaffið, sem var vinsælt.
Kvöldkaffi í sveit fyrr á árum var
ekki bara kaffi heldur kaffi og staflar
af brauði, kökum og aftur brauði sem
var heimabakað.
Ungmennin voru alls óvön slíkum
kvöldveislum í kaupstaðnum en voru
bráðfljót að hænast að þessum lífs-
stfl. Þessar vanabundnu kvöldstund-
ir eru sumum þessara, nú fulltíða
manna, þeirra björtustu minningar.
Og þessir menn hafa margir haldið
tryggð og kynnum við æskuheimili
okkar. Hafi þeir þökk fyrir.
Ljóðabálkurinn Svipmyndir eftir
Sveinbjörn Beinteinsson hefst á
þessum orðum:
Mannlífsímóðurofar
merkiégskinfrábálum
fyiri kynslóða kofar
kveða þarvið af málum...
í þessu fallega ljóði er Sveinbjörn
að tala um fólk, tímann og minning-
amar.
Með þessum orðum viljum við
kveðja þig.
Fár sem faðir, enginn sem móðir.
Guð blessi þig.
Börnin.
Elsku mamma, nú er lokið þinni
löngu baráttu þar sem dauðinn vann,
hann vinnur okkur öll á mislöngum
tíma.
En þegar litið er til baka sé ég fyr-
ir mér hrausta og duglega móður
sem vann sín störf hávaðalaust, með
útsjónarsemi og dugnaði.
Þú varst móðir þeirrar gerðar að
heimilið og fjölskyldan var þér allt
og ég held að þú hafir verið sátt við
það hlutskipti. Þegar pabbi leitaði
ráða hjá þér stóð aldrei á svari og þú
naust þess að sjá árangur þess. Fyr-
ir utan það að fæða okkur og klæða
tókst þú fullan þátt í útistörfum eða
varst þér meðvitandi um hvað var
þar að gerast.
Mér fannst þú geta allt, þú varst
fjölhæf hagleikskona, það reyndi t.d.
enginn að lagfæra bilað heimilistæki
án þinnar tilsagnar, einkum ef það
tengdist rafmagni og ég man eitt
sinn þegar pabbi hringdi í rafvirkja
þá er súgþurrkunarmótorinn bilaði,
rafvirkinn gat ekki komið en bað um
þig í símann og eftir leiðbeiningu
hans klóraði þú málið og þannig er
mótorinn tengdur í dag.
Aldrei fórstu í það vel heppnaða
ferð að heimkoman væri ekki best.
Þú varst svo heppin að búa í nábýli
við stóran hluta ættingja þinna svo
ekki sé minnst á tengdaforeldra þína
afa og ömmu í Skörðum sem bjuggu
hinum megin við bæjarlækinn. Mik-
ill kærleikur var þar á milli og und-
SIGURVEIG
KRISTJÁNSDÓTTIR
SIGURÐUR
GUÐJÓNSSON
+ Sigurður Guð-
jónsson fæddist f
Vogatungu í Leirár-
sveit 14. september
1924. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspftalans 24.
nóvember siðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðjón Jónsson,
bóndi, f. á Hrepp í
Audakíl 11. janúar
1884, d. 23. október
1936, og kona hans
Halldóra Böðvars-
dóttir, húsfreyja, f. í
~ Vogatungu 7. októ-
ber 1885, d. 23. febrúar 1975.
Systkini Sigurðar eru: Ólöf, f. 30.
september 1910, d. 25. ágúst 1997;
Böðvar, f. 28. júní 1913; Ólafur, f.
30. september 1915, d. 26. júní
1987; Engilbert, f. 17. febrúar
1918; Elín, f. 2. apríl 1921, d. 8.
febrúar 1997; Anna, f. 31. mars
1924; og Ásta, f. 10. febrúar 1927.
Eiginkona Sigurðar er Guð-
björg Þórólfsdóttir, f. á Akureyri
13. nóvember 1923. Þau giftu sig
20. aprfl 1946 í Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd. Börn þeirra eru: 1)
Þórólfur Ævar, f. 6. janúar 1946,
kvæntur Kristinu Eyjólfsdóttur, f.
22. janúar 1948, og eiga þau þijú
5 börn. 2) Halldóra, f. 4. júní 1948,
d. 4. júní 1948. 3) Guðjón Heimir,
f. 8. ágúst 1952,
kvæntur Valgerði
Bragadóttur, f. 13.
desember 1954, og
eiga þau tvö börn. 4)
Halldór Bragi, f. 26.
janúar 1955, kvænt-
ur Sigurlaugu
Brynjólfsdóttur, f.
12. janúar 1957, og
eiga þau tvö börn. 5)
Guðrún Agnes, f. 6.
október 1958, gift
Tryggva Ásgríms-
syni, f. 7. október
1955, og eiga þau
þijú börn.
Sigurður og Guðbjörg hófu bú-
skap á Akranesi og hafa búið þar
síðan. Sigurður lærði bifvélavirkj-
un hjá Daníel Friðrikssyni,
bifvélavirlq'ameistara, og lauk því
námi 1959. Hann starfaði siðan á
vélaverkstæði Haraldar Böðvars-
sonar og þá fór hann til starfa hja
Bifreiðaeftirliti ríkisins og siðast
starfaði hann hjá Vélsmiðju Þor-
geirs og Ellerts hf., þar sem hann
tók sveinspróf í blikksmíði rúm-
lega sextugur. Sigurður starfaði
mikið með Leikfélagi Akraness og
var einnig virkur í Skákfélagi
Akraness á árunum 1950-1960.
Útför Sigurðar fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Tengdafaðir minn, Sigurður Guð-
jónsson, lést á gjörgæsludeild Land-
spítalans föstudaginn 24. nóvember
eftir stutta en snarpa baráttu.
Leiðir okkar Sigga lágu saman
fyrir bráðum tuttugu og þremur ár-
um þegar þau hjónin, Sigurður og
Guðbjörg, komu norður til Akureyr-
ar að heimsækja ættingja og vini en
einnig, að ég held, til að berja augum
rbann sem þetta skrifar og farinn var
*að gera sér dælt við stelpuna þeirra,
hana Nennu, sem þá starfaði á Akur-
eyri.
Strax við fyrstu kynni komu í ljós
þeir miklu mannkostir sem prýddu
Sigga. Hann var glaðvær og hafði
alltaf á reiðum höndum gamansögur
og ég held að sjaldan höfum við hist
^jn þess að að mér væri laumað
hnyttinni gamansögu. Hjálpsemi
hans var einnig mikil og bifvélavirk-
inn og blikksmiðurinn, en hvoru-
tveggja hafði hann lært, komu oft til
hjálpar þegar vandamál skutu upp
kollinum. Hann var einnig listaskrif-
ari og margir leituðu til hans þegar
fallega rithönd vantaði. Nú hin síðari
ár var hann stundum í bflskúrnum og
smíðaði ótrúlega fíngerð amboð og
fleiri hluti sem nú eru okkur sem eft-
ir stöndum dýrmæt minning um
mikinn hagleiksmann.
Siggi og Bugga höfðu gaman af
ferðalögum og hann var fróður bæði
um land og fólk. Hann var einnig haf-
sjór af fróðleik um stangveiði enda
hafði hann stundað veiði allt frá
baniæsku heima í Vogatungu.
Á Háholtinu hefur alltaf verið
gestkvæmt og þangað er gott að
koma. Alltaf var tími til að spjalla
nema ef vera skyldi á fréttatíma en
skörpustu fréttimar vildi hann alltaf
heyra enda var Siggi alltaf vel heima
í því sem um var að vera í þjóðfélag-
inu.
Minningarnar um tengdaföður
minn eru ótalmargar og gleymast
aldrei.
Ég bið góðan Guð að styrkja
Buggu, fjölskylduna og okkur öll í
sorginni.
Blessuð sé minning þín og megi
Guð geyma þig.
Tryggvi Ásgrímsson.
Það er erfitt að kveðja þá sem
manni þykir vænt um en það verður
ekki umflúið. í dag kveð ég elskuleg-
an tengdaföður minn með sárum
söknuði. Ég var svo lánsöm að tengj-
ast honum og hans góðu fjölskyldu
og aldrei hefur skuggi fallið á vináttu
okkar.
Það eru ekki allir svo heppnir sem
ég, að hafa alið bömin sín upp í ná-
vist afa og ömmu, átt þar öruggt
skjól og hlýju og tengst þeim sterk-
um böndum. Minningarnar streyma
fram um allt það skemmtilega frá
liðnum árum og þær era margar.
Tengdafaðir minn var einstaklega
skemmtilegur maður, hafði góða
nærvera og sá skoplegar hliðar á
flestum málum og alltaf lumaði hann
á einum brandara eða vísu sem kitl-
aði hláturtaugar manna.
Það er erfitt að hugsa til framtíðar
án hans en þannig verður það víst að
vera.
Elsku Bugga mín, missir þinn er
mikill og okkar allra en minningin
um góðan mann mun lifa í hjarta
okkar og ylja okkur um ókomin ár.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér.
Þinn kærieikur í verki var gjöf sem
gleymisteigi,
og gæfa var það öllum, er fenp að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Takk fyrir allt.
Kristin.
Elsku afi.
Mig langaði til að kveðja þig hér
þar sem ég fékk ekki tækifæri til
þess áður en þú lést. Margar minn-
ingar skjóta upp kollinum nú þegar
ég hugsa til baka og era þær lang-
flestar gleðilegar. Ég er mjög þakk-
lát fyrir að hafa alist upp svo nærri
ykkur ömmu því ég var nánast dag-
legur gestur á Háholtinu og naut þar
ástar ykkar og umhyggju. Þú hafðir
alltaf mjög gaman af skáldskap og
alltaf þegar ég kom fórst þú með ein-
hver kvæði og reyndir að vekja upp
áhuga hjá mér á gömlu skáldunum.
Á sumrin buðuð þið amma okkur
systkinunum stundum í ferðalög og í
einu slíku kenndir þú mér að veiða.
Síðar, þegar við fjölskyldan voram
flutt af skaganum, heimsótti ég ykk-
ur og gisti stundum yfir helgi. Þá
varst þú ekkert nema góðsemin upp-
máluð og vildir skutla mér út um all-
an bæ og kaupa pizzu og kjúkling í
matinn, því þú hélst að það væri það
eina sem við unglingarnir borðuðum.
Þú varst líka alltaf að gefa mér ein-
hverja smáhluti, oft eftir þig sjálfan,
og nú er gott að hafa þá til að minn-
astjoín.
Eg hefði ekki getað hugsað mér
betri afa og ég veit að þú verður allt-
af hjá mér. Takk fyrir allt. Guð
geymi þig og styrki ömmu og okkur
öll í sorginni.
Þín dótturdóttir,
Agnes Björg.
Elsku afi Siggi. Ástarþakkir fyrir
allt sem þú gerðir fyrir okkur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
éghittiþigekkiumhríð,
þín minning er þos sem lifir
oglýsirumókomnatíð.
(Þórunn Sig.)
Blessuð sé minning þín, afi.
Katrín og Sigurður.
Elsku afi Siggi.
Núna ertu farinn frá okkur afi
minn og upp koma minningar frá
samverastundum okkar allra. Við
litla fjölskyldan á Einigrand komum
til með að reka okkur á margt í dag-
lega amstrinu sem á eftir að kalla
fram skemmtileg atvik sem minna á
þig. Við teljum okkur hafa verið lán-
söm að hafa búið í næsta nágrenni
við Háholtið og við nutum þess að
vera hjá þér og ömmu Buggu. Það
verður ekki lengur hægt að stilla
klukkuna í eldhúsinu eftir því hve-
nær E-33 rann í hlaðið við verslunina
handan götunnar. Elísa Svala skott-
aðist stundum yfir götuna og fékk að
fljóta með þér í blaðastússinu því
hún vissi að afi og amma á Háholtinu
gáfu sér alltaf tíma til að sinna henni.
Þú varst heldur ekki lengi að finna
leiðina að hjarta Axels Fannars eftir
að við fluttum frá Noregi og þú
þurftir ekki annað en að klappa á
vasana á buxunum þínum þá kom
ungi maðurinn hlaupandi til þín því
hann vissi vel hvar Tópasið var að
finna. Við eigum oft eftir að rekast á
listavel skrifaðar línur frá þér sem
era að finna í bókunum sem börnin
fengu frá þér og ömmu með reglu-
legu millibili. Ekki gleyma því, afi
minn, að litlu veiðistengurnar og am-
boðin sem þú varst að föndra við að
útbúa era meistaraverk og þú gladd-
ir marga með því að færa þeim þessa
hluti sem gjafir. Við eigum eftir að
sakna þín mikið, afi minn. Elísa
Svala grét mikið þegar henni var
sagt að þú værir farinn frá okkur en
hún sagði að nú værir þú hjá Guði og
þá liði afa Sigga vel. Litli maðurinn,
Axel Fannar, kíkir eflaust af og til
inn í bflskúr í von um klípu af harð-
fiski frá þér og alltaf varstu tilbúinn
að rétta Önnu hjálparhönd þegai’
hún þurfti að komast á milli staða
með stuttum fyrirvara. Það koma
upp margar minningar um þig þegar
við hugsum um hluti eins og sviða-
fætur, þrefalda fréttatíma, krossgát-
ur, skákþrautir, leiklist, vísur, rímur
og að ógleymdum gamansögunum.
Besta minningin verður samt sem
áður að geta heimsótt ömmu Buggu
á Háholtið og fundið þar fyrir nær-
vera þinni því okkur granar að þú
fylgist nú sem áður með fréttunum
og hvort smávaxnar hendur þreifi
eftir felustöðum sem gætu lumað á
góðgæti og ef ekkert veiðist hjá þeim
væri það líkt þér að lauma einhverju
til þeirra sem þar væra að leik.
Takk fyrir samveruna.
Sigurður Elvar, Anna
Guðbjörg, Elísa Svala og
Axel Fannar.