Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Plastflögur í stað kísil- flagna á næsta leiti Tele Panmark og Belgacom kaupa hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Netverki Danir fyrstir til að kynna íslenska tækninýjung Carsten Gaarn-Larsen, forstjóri Danmark Innovation, dótturfyrirtækis Tele Danmark, sem hefur keypt 170 milljóna hlut í Netverki. Við hlið hans stendur Jón Þór Þórhallsson, varastjórnarformaður Netverks. TELE Danmark kynnti í gær nýj- ung í gagnaflutningum í gegnum :.farsíma, svokallað Mobil Express, sem íslenska fyrirtækið Netverk hefur hannað. Tele Danmark kaupir einnig hlut í Netverki fyrir um 170 milljónir ísl. kr. en nýverið var enn- fremur gengið frá kaupum belgíska símafyrirtækisins Belgakom í ís- lenska íyrirtækinu fyrir svipaða upphæð. Tele Danmark er fyrst fyr- irtækja til að markaðssetja hugbún- aðinn sem eykur flutningsgetu gagna í gegnum farsíma allt að átt- falt. Dótturfyrirtæki Tele Danmark, Danmark Innovation, er frumkvöð- ull í fjárfestingum og samstarfi við framsækin tæknifyrirtæki, að sögn Carsten Gaarn-Larsen, forstjóra. „Við höfum litið á um 400 tillögur er varða Netið, farsíma og gagnaflutn- inga, þar af nokkrar íslenskar og höfum fjárfest í sjö af 400. Kostur- inn við lausn Netverks var að hún var tilbúin til notkunar og að hún er lausn á vanda sem ekkert annað fyr- irtæki hefur komið fram með mér vitaniega," segir Gaarn-Larsen. „Það sem að notandanum snýr er höfuðmálið, að hann geti sent og móttekið gögn á hraðvirkan og þægilegan hátt í gegnum farsíma, nokkuð sem hefur ekki verið raunin hingað til. Fyrir okkur skipti hins vegar höfuðmáli að ná samningum við alþjóðlegt fyrirtæki en það opnar okkur leið að mörkuðum erlendis," segir Jón Þór Þórhallsson, vara- stjórnarformaður Netverks og sá sem kom samningnum við Tele Danmark á. Hefur Jón Þór lagt nótt við dag undanfama mánuði en með- göngutími samningsins var réttir níu mánuðir að hans sögn. Mobil Express-hugbúnaðurinn kostar um 1.000 ísl. kr og ársfjórð- ungsgjald er um 750 ísl. kr. Þar á móti kemur sparnaður þar sem kostnaður við gagnasendingar lækk- ar að mun. Tele Danmark hefur einkarétt á búnaðinum í hálft ár í Danmörku en hann verður settur á markaðinn um miðjan janúar. Á ís- landi fara nú fram prófanir á búnað- inum hjá hallo.is.. Tele Danmark og Belgacom kaupa hlut Tele Danmark kaupir 3-4% hlut í Netverki fyrir 17,7 milljónir dkr., um 170 milljónir ísl. kr. og tekur fulltrúi þeirra sæti í stjórn fyrirtæk- isins. Áðaleigendur Netverks eru stofnandinn Holberg Másson, Landsbankinn, Citicorp Capital Asia Ltd., Equitiy Bridge Finanz og Belgacom. „Við teljum Netverk öfl- ugan viðskiptafélaga og teljum okk- ur geta boðið fyrirtækinu markaðs- þekkingu, aðgang að mörkuðum og möguleika á að þróa starfsemina hratt,“ segir Gaarn-Larsen en síma- markaðurinn er í örum vexti, því er spáð að árið 2003 verði far- símanotendur yfir milljarður manna. Tele Danmark er stærsta símfyr- irtæki Danmerkur en það var einka- vætt árið 1994. Það á hluta í fjölda samskiptafyrirtækja í Norður- og Mið-Evrópu og segir Gaarn-Larsen það vafalaust koma til góða við sölu á Mobil Express. Nefnir hann sem dæmi Pólland þar sem Tele Dan- mark á stóran hlut í stærsta far- símafyrirtækinu. Gert Rieder, markaðsstjóri farsímadeildar Tele Danmark vill ekki gefa upp hve mik- inn hagnað fyrirtækið telur sig geta fengið, spurningin fyrir fyrirtækið nú sé að vera leiðandi á mai-kaðnum og bjóða upp á framtíðarlausnir í fjarskiptum. Netverk stefnir að því að opna skrifstofu í Kaupmannahöfn um næstu áramót en það er nú þeg- ar með skrifstofu í Hong Kong, höf- uðstöðvarnar eru í London en þró- unarvinnan fer fram á Islandi. Netverk hefur þegar leitað hófanna með samninga við önnur norræn símafyrirtæki en að sögn Jóns Þórs er markaðurinn mjög þróaður, far- síma- og fartölvueign útbreidd, sem teljast kjöraðstæður fyrir tækni af því tagi sem Netverk kynnir. Þá mun Belgacom markaðssetja hug- búnaðinn í Belgíu öðru hvorum meg- in við áramót. Fimmtíu og átta manns starfa hjá Netverki sem er átta ára gamalt. Fyrstu tæknilausnirnar tengdust gagnaflutningum í gegnum gervi- hnattasíma og byggir farsímalaus- nin á sömu tækni en hún snýst ekki aðeins um að þjappa upplýsingunum sem mest heldur einnig að nýta bandvíddina sem best og draga úr töfum á sendingum um þráðlaus kerfi. London. Morgunblaðið. PLASTFLÖGUR í stað kísilflagna gætu verið á næsta leiti í tölvuheim- inum og um leið á aðeins um tíunda hluta þess sem kísilflögumar kosta. Jafnframt stefnir í að hægt verði að nota flögur í mun fleiri hluti en áður og gefa þeim annað hlutverk og notagildi. Þetta er framtíðin eins og hún kemur Hennanni Hauser fyrir sjón- ir, en hann er framkvæmdastjóri Amadeus Capital Partners, áhættu- fjárfestingarsjóðs, sem hyggst leggja um 200 milljónir íslenskra króna í nýtt fyrirtæki, Plastic Log- ic. Aðrir sem leggja fé í fyrirtækið eru m.a. bandaríska fyrirtækið Dow Chemicals. Markmið fyrirtækisins er að þróa tölvuflögur úr plasti í stað kísils. Tilraunaflögur eiga að verða tilbúnar þegar á næsta ári. Framleiðsla plastflagna mun án efa gjörbylta bæði flöguframleiðslu heimsins og eins gera það kleift að nota tölvuflögur í mun fleiri hluti en nú er, sökum þess hve flögurnar verða ódýrar. Kísill í sjálfu sér er ekki dýrt hráefni, en framleiðslu- ferlið er flókið og dýrt. Ýmis önnur fyrirtæki eins og Lucent Technologies, bandarísku fyrirtækin IBM, Dupont og Xerox, japönsku Mitsubishi og Hitachi, hollenska Philips og þýska Hoechst eru einnig að þróa plastflögur, en ekkert þeirra hefur tilkynnt að framleiðsla sé í sjónmáli. Plastic Logic er eitt af um 1.500 nýjum og nýlegum hátæknifyrir- tækjum í háskólaborginni Cam- bridge og nágrenni. Samtals starfa um fjörutíu þúsund manns hjá þess- um nýgræðingum atvinnulífsins á svæðinu. Afkoma Búnað- arbankans lakari en áætlað var Hagnaður Landsbank- ans dregst saman um 9% HAGNAÐUR samstæðu Lands- banka íslands hf. fyrir skatta nam 1.068 milljónum króna fyrstu níu mánuði þessa árs, samkvæmt óend- urskoðuðu uppgjöri. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrir skatta 1.170 milljónum og hefur því dregist saman um tæp 9%. Að teknu tilliti til skatta nam hagnaður bankans alls 828 milljónum íyrstu níu mánuði þessa árs. Arðsemi eigin fjár á tíma- bilinu nam 9,7% eftir skatta, en um 12,5% fyrir skatta. Á sama tímabili í fyrra var arðsemi fyrir skatta 16%. Gengi bréfa Landsbankans lækkaði um 1,4% í gær og var lokagengi bréfanna á Verðbréfaþingi 3,40. í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að minni arðsemi í ár skýrist að verulegu leyti af gengis- tapi á markaðsskuldabréfum og erf- iðri afkomu í tryggingarekstri. Af- koma bankans af almennri viðskiptabankaþjónustu hefur hins vegar batnað milli ára, og allir helstu þættir í rekstri bankans hafa verið að styrkjast á árinu 2000 sam- hliða því að lagður hefur verið grundvöllur að margháttuðum nýj- ungum. Markaðsskuldabréf í fjár- festingabók bankans eru bókfærð í samræmi við fyrri uppgjör bankans. Hreinar vaxtatekjur hafa aukist um 6,7% Hreinar vaxtatekjur bankans námu alls 4.298 milljónum fyrstu níu mánuðina og höfðu aukist um 6,7% frá því á sama tíma í fyrra. Hreinar rekstrartekjur í heild námu alls um 6.316 milljónum og höfðu þær aukist um 3,5%. Heildareignir Landsbank- ans í lok september námu alls tæp- lega 218,5 milljörðum króna og höfðu aukist um 13,1% frá áramót- um. Útlán námu í lok september 159,3 milljörðum og höfðu á tímabil- inu aukist um 19,4%. Innlán námu 84 milljörðum og höfðu aukist um 7,6%. Eigið fé var í lok september um 13,4 milljarðar. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum nam 9,5% á sama tíma. „Afkoma Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2000 er í samræmi við markmið bankans um arðsemi á árinu. Stefnt var að 9-12% arðsemi eigin fjár eftir skatta á ár- inu í heild eða u.þ.b. 13-16% arðsemi fyrir skatta. Ekki þykir ástæða til að endurskoða þau markmið. Rétt er þó að taka fram að afkoma fjármála- fýrirtækja er að hluta háð ýmsum ytri þáttum, svo sem verðlagsþróun og þróun ávöxtunarkröfu á mark- aði,“ segir í tilkynningu bankans. Hagnaður af rekstri Skinna- iðnaðar á síðasta rekstrarári SAMKVÆMT óendurskoðuðu bráðabirgðauppgjöri var hagnaður Búnaðarbanka Islands hf. á fyrstu 9 mánuðum ársins 438 milljónir króna fyrir skatta, en 342 milljónir króna að teknu tilliti til áætlaðra skatta. Gengi hlutabréfa í Búnað- arbankanum lækkaði um 5,6% í gær eftir að afkomutölur bankans voru birtar og var lokagengi bréf- anna 4,25. Rekstrarniðurstaða undir áætlun í tilkynningu frá bankanum seg- ir að þetta sé nokkru lakari niður- staða en rekstraráætlun gerði ráð fyrir og skýrist af erfiðum aðstæð- um á fjármálamarkaði, jafnt inn- anlands sem erlendis. Sömu sögu megi segja um aðstæður á markaði það sem af er fjórða ársfjórðungi. Því sé fyrirséð að rekstrarniður- staða ársins verði að óbreyttu nokkuð undir áætlun, en sveiflur á fjármálamörkuðum hafi talsverð áhrif á rekstrarafkomu bankans. í tilkynningu bankans kemur fram að almennur bankarekstur hafi hins vegar gengið mjög vel á árinu og tekjuaukning orðið af grunnstarfsemi bankans í takt við áætlanir. Hreinar vaxtatekjur Búnaðar- bankans námu 2.881 milljón króna fyrstu níu mánuði ársins, sem er 145 milljóna króna aukning milli ára. Vaxtamunur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum í hlutfalli af meðalstöðu heildarfjár- magns, lækkaði og var 3,07% til samanburðar við 3,37% á síðast- liðnu ári. „Þessi þróun er í takt við rekstraráætlun bankans og hefur vaxtamunur þá lækkað um 1,58 prósentustig á tæpum fjórum ár- um, en vaxtamunur var 4,65% á árinu 1996. Lækkun vaxtamunar um 1,58 prósentustig svarar til þess að hreinar vaxtatekjur bank- ans eru tæplega 1.500 milljónum króna lægri en ella,“ segir í til- kynningunni. Gengistap af verðbréfa- viðskiptum 303 mllljónir króna Aðrar rekstrartekjur án gengis- hagnaðar námu 1.644 milljónum króna og hækkuðu um 431 milljón milli ára, eða um 36%, og hafa þá vaxið um 69% á tveimur árum. Gengistap upp á 303 milljónir króna varð hins vegar af verð- bréfaviðskiptum og eru það mikil umskipti frá síðastliðnu ári, þegar gengishagnaður bankans var 712 milljónir króna eftir þriðja árs- fjórðung. Rekstrargjöld voru 3.335 milljónir króna og hækkuðu um 15% milli tímabila, sem er í takt við áætlanir. Á afskriftareikning útlána voru færðar 449 milljónir króna, en 591 milljón fyrir sama tímabil í fyrra. Þar af var 141 milljónar króna sér- stakt varúðarframlag vegna út- lánaaukningar bankans. Búnaðar- bankinn á nú í sjóði tæplega 2,5 milljarða til að mæta mögulegum útlánatöpum á næstu árum. Heildarfjármagn bankans í lok september var 132,8 milljarðar, til samanburðar við 117,7 milljarða í ársbyijun. SKINNAIÐNAÐUR hf. á Akureyri var rekinn með tæplega tveggja milljóna króna hagnaði á liðnu rekstrarári en því lauk þann 31. ágúst síðastliðnn. Rekstrarárið 1998-1999 var félagið hins vegar rekið með 134,4 milljóna króna tapi. Meginskýringin á stórbættri afkomu er sú að Skinna- iðnaður hefur selt mestan hluta hús- eigna sinna á Gleráreyrum og er bók- færður söluhagnaður 144,8 milljónir króna. Jafnframt jukust sölutekjur félagsins umtalsvert á árinu að því er fram kemur í tilkynningu frá félag- inu. Rekstrartekjur Skinnaiðnaðar að meðtöldum söluhagnaði voru 629 milljónir króna á liðnu rekstrarári og jukust um 65% á milli ára. Rekstrar- gjöld námu 596,9 milljón króna og hækkuðu um 22% á milli ára. Rekstr- arhagnaður fyrir fjármagnsgjöld og skatta nam 32,1 milljónum króna, samanborið við 109,4 milljóna króna tap árið áður. Eigið fé Skinnaiðnaðar þann 31. ágúst sl. nam 120,6 milljónum króna. Eiginfjárhlutfallið var 15,0% saman- borið við 9,9% í lok ágúst 1999. Eignir voru bókfærðar á 802,6 milljónir króna í lok ágúst sl., sem er um 15% aukning, en skuldir námu 682 milljón- um króna og jukust um 8% á milli ára. Bjami Jónasson, framkvæmda- stjóri Skinnaiðnaðar, segir þessa nið- urstöðu valda vonbrigðum, enda sé hún mun lakari en ráð var fyrir gert í áætlunum. Hann segir einkum tvo þætti ráða mestu um að afkoman er ekki betri en raun ber vitni. Annars vegar hafi gengisþróun verið félaginu óhagstæð en um 60% af tekjum fé- lagsins eru í evru eða mynt tengdri þeim gjaldmiðli auk þess sem minna magn en ráð var fyrir gert hafi verið selt inn á þá markaði sem borga hæsta verðið. Þá hafi framleiðslu- kostnaður verið hærri en áætlað var og loks hafi óhagræði vegna flutnings á starfseminni í nýtt húsnæði haft nokkurn kostnað í för með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.