Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Úrskurður um laxeldi í Mjóafírði til ESA
Telja varúðarreglu
umhverfisréttar
virta að vettugi
17 mönnum sagt
upp hjá Isfélaginu
Handtekin
með 100 g
af kókaíni
LÖGREGLAN hefur handtekið
fjóra menn vegna aðildar að inn-
flutningi á tæplega 100 grömmum af
kókaíni.
Tollgæslan á Keílavíkurflugvelli
stöðvaði 20. nóvember par sem var
að koma til landsins vegna gruns um
að það væri með fíkniefni. Þau voru
úrskurðuð í viku gæsluvarðhald. Ás-
geir Karlsson, aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn hjá lögreglunni í Reykjavík,
sagði að í Ijós hefði komið að þau
voru með tæplega 100 grömm af
kókaíni innvortis. Hann sagði að litlu
seinna hefði einn maður til viðbótar
verið handtekinn og úrskurðaður í
viku gæsluvarðhald. í gær hefði svo
fjórði maðurinn verið handtekinn
vegna gruns um aðild að málinu.
Asgeir sagði að hin grunuðu væru
á milli tvítugs og fertugs. Sum þeirra
hefðu tengst fíkniefnamálum áður.
Að rannsókn málsins hafa unnið
starfsmenn tollgæslunnar á Kefla-
víkurflugvelli og lögreglunnar í
Reykjavík. Að sögn Asgeirs hefur
það sem af er árinu verið lagt hald á
880 grömm af kókaíni. Fyrir sex vik-
um voru þrír ítalir teknir í Keflavík
með um 200 grömm af þessu fíkni-
lyfi, auk um 50 gramma af e-töflu-
dufti.
------H-«--------
Sjúklingar
grunaðir um
lyfjasölu
DÆMI eru um að geðlyfið ritalín sé
notað í öðrum tilgangi en læknar
ætla, en það er lyfseðilsskylt. Þetta
kemur fram á heimasíðu SAA þar
sem fjallað er um verð á vímuefnum.
Fram kemur að verslun með rita-
lín hafi verið könnuð í tvo mánuði.
Sex sjúklingar höfðu keypt lyfið á 14
daga tímabili af systkinum eða for-
eldrum þeirra sjúklinga sem lyfið
var ætlað, svo og af sjúklingunum
sjálfum sem telja sig ekki þurfa á því
að halda og selja það frekar á svört-
um markaði.
Sigurður Guðmundsson landlækn-
ir tjáði Morgunblaðinu að grunur
hefði vaknað í einu tilviki um slíka
misnotkun en embættinu hefði ekki
tekist að fá það staðfest.
Yiðbúnaður
vegna hreyf-
ilbilunar
MIKILL viðbúnaður var á Reykja-
víkurflugvelli síðdegis í gær vegna
flugvélar í áætlunarflugi frá Gjögri
með sex manns innanborðs. Drepa
þurfti á öðrum hreyfli vélarinnar,
sem var af gerðinni Cessna 404s og
frá Leiguflugi ísleifs Ottesen. Lend-
ingin tókst giftusamlega.
Tveir flugmenn og fjórir farþegar
voru um borð. Líkt og venja er í til-
vikum sem þessum var slökkvilið
Reykjavíkurflugvallar í viðbragðs-
stöðu við flugbrautina. Þá var Suður-
götu lokað í um 5 mínútur.
-----------------
Ekki fundað
um helgina
FUNDUR í kjaradeilu framhalds-
skólakennara og ríkisins stóð í um
sex klukkustundir í gær. Þórir Ein-
arsson ríkissáttasemjari segir að far-
ið haíi verið yfir stöðu mála en ekkert
markverst hafi gerst á fundinum.
Þórir segist ekki sjá fram á funda-
höld um helgina að svo komnu máli
en þó sé ekki útilokað. Boðað hefur
verið til nýs fundar í dag.
ÚRSKURÐUR umhverfisráðherra
um að sjókvíaeldi á laxi í Mjóafirði
skuli ekki sæta mati á umhverfis-
áhrifum hefur verið kærður til Eft-
irlitsstofnunar EFTA (ESA). Kær-
endur, sem eru Landssamband
veiðifélaga, Veiðfélög Selár, Vest-
urdalsár, Hofsár og Sunnudalsár,
eigendur Haffjarðarár og Norður-
Atlantshafslaxasjóðurinn (NASF),
vilja láta á það reyna hvort úrskurð-
urinn brjóti í bága við EES-
samninginn, einkum tilskipanir um
mat á umhverfisáhrifum.
„Með ákvörðun sinni hefur ráð-
herrann virt að vettugi varúðar-
reglu umhverfisréttar er kveður
efnislega á um að náttúran skuli
njóta vafans, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Landssambandi veiðifé-
laga. „Fram til þessa hefur um-
hyggja fslendinga fyrir
umhverfinu, hreinum vatnsfollum
og ómenguðum sjó notið eindregins
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefúr
fellt niður heimild Lloyd’s til að bjóða
lögboðnar ökutækjatiyggingar hér á
landi frá og með 24. nóvember sl. í
fréttatilkynningu frá Fjármálaeftir-
litinu segir að aðdraganda þessa megi
rekja til þeirrar ákvörðunar Lloyd’s
að hætta töku nýtrygginga og hætta
að endumýja vátryggingasamninga.
Fram kom í seinasta mánuði að
Octavian, dótturfyrirtæki Lloyd’s í
London, hefði ákveðið að endumýja
ekki samstarfssamning við Alþjóð-
lega miðlun ehf., sem rekur FÍB-
tryggingar. Baldvin Hafsteinsson hjá
FIB-tryggingum, segir að ákvörðun
Fjármálaeftirlitsins hafi enga sér-
staka þýðingu fyrir FÍB-tryggingar.
„Octavian dró sig út úr tryggingum
í októbermánuði. Við útskýrðum þá
að erfitt væri að fá annan til þess að
taka við tryggingunum á þeim tíma.
Hins vegar er nú fyrirhugað að við
byrjum aftur að bjóða bílatryggingar
í janúar,“ sagði hann. Aðspurður um
hvaða vátryggjanda væri að ræða
sagði hann að ekki væri búið að til-
kynna formlega um það samstarf.
stuðnings náttúruvemdarfólks, öðr-
um jarðarbúum til eftirbreytni. Með
úrskurði sinum gengur umhverfis-
ráðherra í berhögg við þá stefnu.“
í tilkynningunni segir að gert sé
ráð fyrir að framleiða 6 til 8 þúsund
tonn af eldisfiski af norskum stofni í
Mjóafírði.
„Vísindamenn hafa staðfest að
laxeldi af þessari stærðargráðu,
ekki síst þar sem notuð em seiði af
erlendum uppmna, hefur mikla
hættu í for með sér fyrir villta laxa-
stofna, bæði hættu á erfðablöndun
og sjúkdómum. Og ef Ijón verður er
það óafturkræft. Sérfræðingar
Veiðimálastofnunar ero á sömu
skoðun.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir
hefur umhverfisráðherra hafnað
mati á umhverfisáhrifum fyrir
framkvæmdina og tekur eingöngu
mið af sjónarmiðum þeirra er
hyggjast fara í laxeldi."
Baldvin sagði að ákvörðun Fjár-
málaeftirlitsins væri í raun og veru
bara afleiðing af ákvörðun Octavian
að hætta að bjóða bifreiðatryggingar
utan Bretlands og þá væri sjálfgert að
heimild viðkomandi fyrirtækis til
slíkrar starfsemi yrði felld niður eins
og lög gerðu ráð fyrir. Var ákvörðun
Fjármálaeftirlitsins tekin í fullu sam-
ráði við alla sem hlut áttu að máli og
að vandlega athuguðu máli.
Geta ekki hoppað inn
og út af markaðinum
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, segir að áður en
heimildin var felld niður hefði Lloyd’s
getað komið fyrirvaralaust aftur inn á
markaðinn hér á landi en það væri
hins vegar ekki viðunandi að fyrir-
tæki sem byðu lögboðnar ökutækja-
tryggingar gætu hoppað inn og út af
markaðinum.
STJÓRN ísfélags Vestmannaeyja
hefur ákveðið að grípa til aðgerða til
að koma í veg fyrir áframhaldandi
taprekstur en tap á rekstrinum síð-
astliðið starfsár var um 155 milljónir
króna. Ákveðið hefur verið að leggja
niður vélaverkstæði og trésmíða-
verkstæði fyrirtækisins og fækka
störfum á öðrum deildum. Samtals
verður 10 iðnaðarmönnum sagt upp
og 7 verkamönnum.
Jóhann Pétur Andersen, fram-
kvæmdastjóri ísfélagsins, sagði að
ekki væru fyrirhugaðar neinar breyt-
ingar á landvinnslu fyrirtækisins.
Stjómendur þess hefðu fulla trú á
landvinnslunni og ætluðu að einbeita
sér að því að fullvinna þann afla sem
bærist á land af kvóta fyrirtækisins.
Lögð yrði enn meiri áhersla á vinnslu
uppsjávarfiska til manneldis. Félagið
ætlaði að auki að landa eins miklu af
bræðsluííski skipa sinna og nokkur
kostur væri í fiskimjölsverksmiðjum
sínum.
„Við höfum hins vegar tekið
ákvörðun um að leggja niður stoð-
deildirnar, þ.e. vélaverkstæðið og
trésmíðaverkstæðið, sem hafa annast
Áhrif þessarar ákvörðunar væru
þau að ef Lloyd’s hygðist bjóða öku-
tækjatryggingar á nýjan leik hér á
landi þyrfti fyrirtækið að fara í gegn-
um sama afgreiðsluferil og þegar það
kom inn á markaðinn í upphafi. Það
þyrfti þá að tilkynna ákvörðun sína til
fjármálaeftirlitsins í Bretlandi og það
myndi svo tilkynna þá ákvörðun til
Fjármálaeftirlitsins hér, sem þyrfti
að fara yfír skilmála áður en sam-
þykki yrði veitt. Aðspurður sagði
hann mismunandi hversu langan tíma
slík afgreiðsla tæki.
Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á
íslandi sf. bera ábyrgð á tjónum sem
valdið er af óvátryggðum ökutækjum.
í yfirlýsingu frá Olafi B. Thors, for-
manni Alþjóðlegra bifreiðatrygginga,
í gær er vakin athygli á að þótt starfs-
heimild Lloyd’s hafi verið afturkölluð
liggi fyrir að samningar sem gerðir
voru fyrir 17. október sl. haldi gildi
viðhald á bátum, verksmiðjum og
frystihúsi félagsins. Markmiðið er að
draga verulega úr viðhaldi. Við erum
með nýja bræðslu í Vestmannaeyjum
og nýtt og gott frystihús. Bræðslan á
Akureyii er í ágætis standi þannig að
við teljum að við getum að skaðlausu
di-egið úr viðhaldi. Það viðhald sem
nauðsynlegt er ætlum við að kaupa af
verktökum og þá stefnum við að því að
gera það í tilboðs- eða útboðsformi."
Jóhann sagði að starfsfólk ísfé-
lagsins þyrfti ekki að óttast frekari
uppsagnir. Um 250 manns starfa hjá
fyrirtækinu og sagði Jóhann að eftir
uppsagnimar yrðu álíka margir
starfandi hjá því og voru í fyrrahaust.
„Við erum búnir að vera að bíða
undanfama mánuði eftir sameiningu
við annað fyrirtæki í Eyjum. Það má
segja að á meðan hafi ekki verið tekið
á málum þar sem menn voru að und-
irbúa allt annað en að reka fyrirtækið
í óbreyttu formi. Isfélagið var rekið
með 155 milljóna tapi í fyrra og það er
ekki viðunandi. Haustið hefur farið
illa af stað hjá okkur og það var kom-
inn tími til að taka á málum,“ sagði
Jóhann.
sínu út umsaminn vátryggingartíma.
Bifreiðaeigendur geti ekki endurnýj-
að tryggingar sínar hjá Lloyd’s/FIB-
tryggingu eða stofnað til nýrra.
,>Að öllu óbreyttu er hér ekki um
bráðabirgðaástand að ræða, eins og
gefið hefur verið í skyn, enda hefur
Fjármálaeftirlitið fellt starfsheimildir
vátryggjandans niður,“ segir m.a. í
yfirlýsingunni.
Tryggingar halda gildi
sínu til næstu endurnýjunar
í fréttatilkynningu Fjármálaeftir-
litsins segir að þrátt fyrir þá ákvörð-
un að fella niður heimild Lloyd’s til að
bjóða ökutækjatryggingar sé ennþá
íjöldi vátryggingasamninga í gildi hér
á landi á vegum Lloyd’s sem muni
halda gildi sínu fram til næstu endur-
nýjunar. ,Að óbreyttu munu þeir
samningar ekki verða endumýjaðir
hjá Lloyd’s og því þurfa vátrygging-
artakar að huga að endumýjun þeirra
hjá öðrum vátryggjanda. MMvægt
er að hafa hugfast að þýðingarlaust er
að merkja við Lloyd’s á tilkynningu
um eigendaskipti á ökutækjum."
^ Morgunblaðið/Ásdís
LITLIRfæturþurfaaðgangamargfaltfleiriog A "J_ * ___ "1 _ * orðnir ansi lúnir í lok dagsins og kunna vel að
hraðari skref en þeir stdru til að komast yfir li I Tll I / | meta styrka hönd til að halda í á heimleiðinni og
sömu fjarlægðir. Ungir íslendingar emþvíoft ■*. A. 11 ekki spillir ef förunauturinn léttir byrðamar.
Heimild Lloyd’s til að bjóða
bifreiðatryggingar felld niður
FÍB-tryggingar hyggjast bjóða
bílatryggingar í janúar