Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Góður akur til að plægja Morgunbladið/Ámi Sæberg Kór Háteigskirkju á æfingu ásamt stjórnanda sínum, Douglas Brotchie. TONLIST Háteigskirkja KÓR OG KAMMERSVEIT HÁTEIGSKIRKJU Messa í G dúr, D.167 eftir Franz Schubert og Gloría (RV 589) eftir Antonio Vivaldi. Einsöngvarar: Erla Berglind Einarsdóttir sópran, Gréta Jónsdóttir mezzósópran, Hrönn Hafliðadóttir alt, Skarphéð- inn Þ. Hjartarson tenór og Sigurður Haukur Gíslason bassi. Stjórnandi: dr. Douglas Brotchie. Sunnudaginn 26. nóvember 2000 kl. 20.30. G DÚR messa Schuberts er fal- legt verk en heyrist því miður of sjaldan. Hann mun hafa verið mjög ungur er hann skrifaði hana. Verkið er ekki mjög átakamikið og minnir eilítið á messur Mozarts eða Haydn. Flutningur verksins var mjög góður og fallega mótaður. Kórinn söng sinn hlut af miklu öryggi og var hljómur- inn þéttur, einkum þó í neðri regist- erunum. Bassarnir gáfu mikla fyll- ingu, þrátt fyrir að vera liðfáir í samanburði við sópran og alt. Staðsetning kórs og hljómsveitar skiptir töluverðu máli, en kórinn stóð fyrir framan altarið. Undirrituðum fannst eins og altarishvelfingin ein- angraði kórinn og hindraði hljóm- burðinn fram í kirkjuna, einnig er hugsanlegt að hvelfingin hafi náð að dempa eitthvað af diskantinum. Fyr- ir vikið bar það við að hljómsveitin varð á tíðum of sterk. Hvort stað- setning kórs framar eða aftar hefði verið heppilegri, skal ósagt látið. Einsöngvarar stóðu sig með mikilli prýði og náðu að skila söng sínum vel fram í kirkjuna. Hlutverk sópransins var veigamikið, bæði með kór og í dúetti og tríói. Erla Berglind Einars- dóttir fór einstaklega vel með það hlutverk og þá sérstaklega í Bene- dictus og Agnus dei. Sigurður Hauk- ur Gíslason söng Agnus dei kaflann í dúett með sópran og gerði það bráð- vel. Sigurður er efnilegur bassi, kannski enn dálítið bjartur og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Tenórsóló var í höndum Skarphéðins Hjartarsonar sem að sama skapi söng vel og af öryggi í Benedictus. Seinna verkið á tónleikunum var hin sívinsæla, og mætti jafnvel segja „poppaða“, Gloría eftir Feneyjartón- skáldið Antonio Vivaldi. Eftir upp- hafskaflann sem var mjög kraftmik- ill var eins og kórinn drægi sig til baka eða hafi orðið hálffeiminn eftir vel heppnaðan Schubert. Söngur kórsins var þó vel mótaður og ég vil þá aftur benda á áhrif staðsetningar hans. Það er mismunandi hvernig menn útfæra notkun á orgel og sem- bal í Gloriunni. í þessu tilfelli settist stjórnandinn sjálfur við sembalinn í einsöngsköflum og samspil hljóð- færaleikara og söngvara var líkt og gerist í kammermúsikhópum. Þetta gerði sig vel, en nokkuð vantaði að hafa ekki sembalinn með í hröðu kór- köflunum eins og í upphafs og loka- kafla og hinum rythmíska Domine Fili unigenite þar sem að semballinn virkar eins og rythmasveit. Ein- söngsaríur voru, sem fyrr í höndum Erlu Berglindar Einarsdóttur, þá bættust við Gréta Jónsdóttir mezzó- sópran og Hrönn Hafliðadóttir alt. Laudamus kaflinn var mjög léttur og mikil sönggleði í fyrirrúmi hjá þeim Erlu og Grétu. Qui sedes ad dexter- am var tilkomumikil hjá Hrönn Hafl- iðadóttir, sem hefur dökka altrödd er gaf hæfilega mikið mótvægi við annars léttan heildarsvip. Stjórn- andinn Douglas Brotchie, sem er að hasla sér völl sem kórstjóri, fer ágætlega af stað og hefur það vel á valdi sínu að leiða kór og hljómsveit. Hann á mikið verkefni fyrir hönd- um að byggja upp tónlistarstarfsemi í kirkjunni og er það greinilegt að í Háteigskirkju er mikill vilji fyrir hendi að byggja upp gott og mikið tónlistarstarf. Þar er góður akur til að plægja eins og þessir tónleikar báru glöggt vitni. Kári Þormar Kona á besta aldri LEIKLIST Kaffileikhúsið EVA Bersögull sjálfsvarnareinleikur byggður á bók Cecilu Hagen. Leik- gerð: Irene Lecomte og Liselotte Holmene. Leikstjóri: Jórunn Sig- urðardóttir. Leikari: Guðlaug Mar- ía Bjarnadóttir. Leikmynd og búningar: Rannveig Gylfadóttir. Hönnun lýsingar: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóð: Jón Hallur Stefánsson. Kaffileikhúsið 28. nóvember. VITUR KONA hefur sagt að þá fyrst öðlist konur frelsið þegar þær eru komnar á þann aldur að þær eru hættar að vera ofurseldar augnaráði karla eða, með öðrum orðum, hættar að vera fyrst og fremst kynferðislega spennandi í augum karla. Þegar aldurinn færist yfir (með meðfylgjandi kílóum og hrukkum) geti konur gefið sköpun- argáfu sinni lausan tauminn eða eins og Eva í einleiknum sem hér er til umræðu segir: „þegar næmið eykst og hömlurnar bresta". Einleikurinn Eva hefur undirtit- ilinn „bersögull sjálfsvarnareinleik- ur“ og er leikgerð hans, eftir norska leikstjórann Irene Lecomte og norsku leikkonuna Liselotte Holm- ene, byggð á bókinni „Kulla-Gulla i övergangsálderen“ eftir sænska blaðamanninn og rithöfundinn Ceciliu Hagen. Verkið er eintal konu sem er að nálgast fimmtugt og er farin að finna fyrir breytinga- skeiðinu og áhrifum þess að eldast í samfélagi þar sem konur eiga helst allar að vera undir þrítugu, fallegar og hlýðnar. Ahorfendur fylgjast með Evu þar sem hún tekst á við spegilmynd sína, kröfur karlasamfélagsins og eigin áráttu og vinkvennanna sem snýst um að vera í megrun og beita öllum mögulegum og ómögulegum brögðum til þess að halda í unglegt útlit. Hér er tekist á við kunnugleg- ar klisjur og meinlokur sem allar konur kannast við og textinn er bæði skemmtilegur og sannur í allri sinni tragi-kómík. Þótt alvarlegur undirtónn sé vissulega til staðar í verkinu er það þó hið kómíska sem ræður ríkjum og Eva lætur kröfur samfélagsins ekki slá sig út af laginu heldur gerir hún uppreisn gegn stöðluðum hug- myndum um (miðaldra) konur um leið og hún tekst á við eigin löngun til þess að varðveita æskublómann. Guðlaug María Bjarnadóttir lék Evu af mikilli innlifun og krafti og fékk túlkun hennar mjög góðan hljómgrunn meðal áhorfenda Kaffi- leikhússins, sem var þétt setið á frumsýningu. Úrvinnsla Guðlaugar Maríu og Jórunnar Sigurðardóttur leikstjóra á verkinu er skemmtileg; uppsetningin er í senn bráðfyndin og trúverðug lýsing á þessari gamalkunnu glímu kvenna á besta aldri við kröfur umhverfisins, fjölmiðlanna og „kvennablaðanna". Hér er mjög faglega að verki staðið. Ólafur Haukur Símonarson hefur þýtt verkið á íslensku og er þýðing hans afbragð, málfarið er eðlilegt og sannfærandi og leiftrar af góð- um húmor. Jón Hallur Stefánsson þreytir hér frumraun sína í hljóð- hönnun í leikhúsi og var hann þátt- ur í sýningunni mjög skemmtileg viðbót við verkið. Hnitmiðað sam- spil er á milli leikhljóða Jóns Halls og texta leikkonunnar og „hljóð- myndin“ jók áhrifamátt sýningar- innar í heild. Leikmynd Rannveigar Gylfadóttur er einföld en notadrjúg og búningar hennar hæfðu efninu fullkomlega. Rannveig hefur hann- að leikmyndir fyrir alla einþáttunga Kaffileikhússins (Eva er sá þriðji í einþáttungaröðinni sem Kaffileik- húsið býður upp á á þessu leikári) og hver leikmynd er nokkurs konar tilbrigði við hinar (grundvallar- þættirnir þeir sömu) og þannig skapast skemmtileg samfella milli ólíkra einþáttunga. Hönnun lýsing- ar er í höndum Jóhanns Bjarna Pálmasonar og fatast honum hvergi. Eva er bráðskemmtilegur ein- leikur sem ætti að höfða til allra kvenna. Ég skora á saumaklúbba (og aðra kvennahópa) landsins að fjölmenna á sýninguna og taka karl- ana með - hér gefst þeim einstakt tækifæri á að fá innsýn inn í flókinn heim kvenna á besta aldri! Soffía Auður Birgisdóttir BÓKASALA 22.-28. nóv. Böð Var TrtiH/ HöfufKÍUr/Úigaiandi 1 Harry Potter og fanginn frá Azkaban/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 2 Steingrímur Hermannsson III/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell 3 20. Öldin-brot úr sögu þjóðar/ Ritstj. Jakob F. Ásgeirsson/ Nýja bókafélagið 4 Steinn Steinarr-Leit að ævi skálds/ Gylfi Gröndal/ JPV forlag 5 Matreiðslubók Latabæjar/ Ragnar Ómarsson/ Magnús Scheving 6 Einar Benediktsson III/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 7 Draumar á jörðu/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning 8 Dís/ Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir/ Forlagið 9 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna Rowling/ Bjartur 10 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK 1 Draumar á jörðu/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning 2 Dís/ Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir/ Forlagið 3 Oddaflug/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell 4 Dóttir gæfunnar/ Isabella Allende/ Mál og menning 5 Þögnin/ Vigdís Grímsdóttir/ Iðunn 6 Mýrin/ Arnaldur Indriðason/ Vaka-Helgafell 7 Stefnumót við austrið/ Régine Deforges/ Vaka-Helgafell 8 Annað líf/ Auður Jónsdóttir/ Mál og menning 9 Vorhænan og aðrar sögur/ Guðbergur Bergsson/ JPV forlag 10 Háskaflug/ Jack Higgins/ Hörpuútgáfan ÍSLENSKAR OG ÞÝPDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 Harry Potter og fanginn frá Azkaban/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 2 Matreiðslubók Latabæjar/ Ragnar Ómarsson/ Magnús Scheving 3 Harry Potter og fanginn frá Azkaban/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 4 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 5 Jólin koma/ Jóhannes úr Kötlum/ Mál og menning 6 Ert þú Blíðfinnur? Ég er með../ Þorvaldur Þorsteinsson/ Bjartur 7 Bestu barnabrandararnir-Geggjað grín/ / Bókaútgáfan Hólar 8 Moldvarpan sem vildi vita/ Werner Holzwarth og Wolf Erlbruch/ Vaka-Helgafell 9 Snjóstubburinn/ Andrew Davenport/ Vaka-Helgafell 10 Búkolla/ Kristinn G. Jóhannsson teiknaði/ Bókaútgáfan Hólar ALMENNT EFN» OG HANDBÆKUR 1 20. Öldin-brot úr sögu þjóðar/ Ritstj. Jakob F. Ásgeirsson/ Nýja bókafélagið 2 Undir bárujárnsboga/ Eggert Þór Bernharðsson/ JPV forlag 3 Stóra bakstursbókin/ Soffía Ófeigsdóttir þýddi/ Vaka-Helgafell 4 Almanak Háskólans 2001/ Þorsteinn Sæmundsson sá um/ Háskóli íslands 5 Framtíð lýðræðis á tímim .../ Hjálmar Sveinsson og Irma Erlingsdóttir/ Bjartur 6 20. Öldin-mesta ../ Simon Adams o.fl.,Helga Þórarinsdóttir o.fl. þýddu/ Vaka Helgafell 7 Útkall uppá líf og dauða/ Óttar Sveinsson/ íslenska bókaútgáfan 8 Betri heimur/ Dalai Lama/ JPV forlag 9 Fluguveiðisögur/ Stefán Jón Hafstein/ Mál og menning 10 Almanak hins íslenska þjóðvinafélags 2001// Hið íslenska þjóðvinafélag ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR 1 Steingrímur Hermannsson III/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell 2 Steinn Steinarr-Leit að ævi skálds/ Gylfi Gröndal/ JPV forlag 3 Einar Benediktsson III/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 4 Engin venjuleg kona-Litríkt líf.../ Þórunn Valdimarsdóttir/ JPV forlag 5 Ólafur biskup-Æviþættir/ Björn Jónsson skrásetti/ Almenna útgáfan 6 Svínahirðirinn/ Jeffrey Kottler og Þórhallur Vilhjálmsson/ JPV forlag 7 Nærmynd af Nóbelsskáldi/ Ritsj. Jón Hjaltason/ Bókaútgáfan Hólar 8 Lífsgleði-Minningar og frásagnir/ Þórir S. Guðbergsson/ Hörpuútgáfan 9 Einn á ísnum/ Haraldur Örn Ólafsson/ Mál og menning 10 Undir dagstjörnu/ Sigurður A. Magnússon/ Mál og menning Bókabúðir sem tóku þátt i könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bókabúðin Hlemmi Bókabúðin Mjódd Bóksala stúdenta, Hringbraut Bónus, Holtagörðum Eymundsson, Kringlunni Hagkaup, Kringlunni Hagkaup, Skeifunni Hagkaup, Spönginni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Penninn, Kringlunni Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi Bónus, Kópavogi, Hagkaup, Smáratorgi Penninn-Eymundsson, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Hagkaup, Njarðvík Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga Bókval, Akureyri, Hagkaup, Akureyri Samkaup, Egilsstöðum, Tónspil, Neskaupstað KÁ, Selfossi Samantekt Félagsvlsindastofnunar á sölu bóka 22.-28. nóvember 2000. Unnið fyrir Morgunblaðiö, Félag islenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaversiana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuöum ýmiss konar á þessu tlmabili, né kennslubækur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.