Morgunblaðið - 15.12.2000, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Gullfoss
í klakaböndum
Fjöldi vísbend-
inga hefur borist
Sex slösuðust í árekstrinum á
Eyrarbakkavegi í gærkvöldi.
Fjögurra
bfla árekstur
ÞRENNT var flutt á slysadeild
Landspítala - háskólasjúkrahúss
eftir harðan árekstur fjögurra bif-
reiða á Eyrarbakkavegi í gærkvöldi.
Ails slösuðust sex manns í árekstr-
inum en þrír fengu að fara heim að
lokinni læknisskoðun.
Lögreglan á Selfossi segir tildrög
slyssins ekki með öllu ljós. Svo virð-
ist sem bilaðri bifreið hafi verið lagt í
vegarkant skammt sunnan bæjarins
Stekka í Sandvíkurhreppi. Annarri
bifreið var lagt í öfuga akstursstefnu
gegnt bilaða bílnum, en ökumaður-
inn mun hafa komið ökumanni og
farþega bilaða bílsins til aðstoðar.
Þriðji bfllinn, sem ekið var suður
Eyrarbakkaveg, lenti þá aftan á bil-
aða bflnum sem skall á bifreiðinni
sem lagt var fyrir framan. Stuttu síð-
ar skall fjórði bfllinn aftan á þeim
þriðja.
Heims um
ból í Páfa-
garði
KRISTJÁN Jóhannsson tenór-
söngvari mun syngja i hátíðar-
messu Jóhannesar Páls páfa II í
Páfagarði á aðfangadag. Krist-
ján mun m.a. syngja sálminn
Heims um ból á íslensku. „Það
var búið að setja á oddinn að
þetta yrði sungið á latínu en páf-
inn messar auðvitað á latínu,"
sagði Kristján. „En það endaði
með því að ég mun syngja á ís-
lensku.“ Hann segist afar stolt-
ur af að hafa verið fenginn til
þessa verkefnis, ekki síst vegna
þess að hann fær að syngja
sálminn á móðurmálinu en einn-
ig vegna þess að hann er sjálfur
lúterstrúar. Fjölskylda Krist-
jáns verður við messuna. „Þar
er búið að taka frá fyrir okkur
fremsta bekk og páfinn ætlar að
heilsa upp á bömin mín,“ segir
Kristján, sem kom til landsins í
gær frá Italíu í stutta heimsókn.
Slóg*ust eftir
árekstur
TIL HANDALÖGMÁLA kom á
milli ökumanna tveggja bíla sem
rákust saman á gatnamótum Lauga-
vegar og Nóatúns í gærkvöldi. Að
sögn lögreglu urðu bflstjórarnir
ósáttir og slógust á götunni. Tók far-
þegi í öðrum bílnum þátt í áflogun-
um. Fólk dreif að og tókst að skakka
leikinn áður en lögreglu bar að. Ekki
er talið að mennimir hafí meiðst.
GULLFOSS er ávallt tignarlegur á
að líta og ekkert síður í klakabönd-
um og vetrarskrúða en það vakti
athygli ljósmyndara í gær að lítið
vatn er í fossinum. Allar líkur eru
taldar á að lítið vatnsrennsli stafi af
óvenju miklum þurrkum á sunnan-
og vestanverðu landinu að und-
anförnu. Skv. upplýsingum Veð-
urstofunnar hefur veðurlag verið
óvenju stöðugt undanfarnar vikur
og austan- og norðaustanáttir verið
ríkjandi með mjög úrkomulitlu
veðri um landið suðvestanvert.
Horfur eru þó á að þetta sé að
breytast og er því spáð að úrkomu-
svæðið sé að færast inn á suðvest-
anvert landið með slyddu eða snjó-
komu til að byrja með, en síðan
slyddu eða jafnvel rigningu.
LÖGREGLUNNI í Vestmannaeyj-
um hefur borist fjöldi vísbendinga
vegna brunans í húsi Isfélagsins
síðastliðið laugardagskvöld. Vett-
vangsrannsókn leiddi í ljós að
miklar líkur eru til þess að kveikt
hafi verið í húsinu.
Tryggvi Ólafsson, lögreglu-
fulltrúi hjá lögreglunni í Vest-
mannaeyjum, segir að verið sé að
meta vísbendingarnar en enn liggi
enginn undir grun.
Lögreglan hefur rætt við fjölda
manns vegna málsins. Þá hefur
verið athugað með ferðir nokkurra
einstaklinga sem voru tilgreindir í
vísbendingum sem bárust lögregl-
unni.
Morgunblaðið/Rax
Hæstiréttur um milligöngu stjórnar við sölu hlutabréfa
Tilkynna þarf seljanda
nýtingu á forkaupsrétti
HÆSTIRÉTTUR segir að í lögum
um einkahlutafélög sé ekki að finna
ákvæði um milligöngu stjómar félags
varðandi tilkynningar hluthafa um
nýtingu á forkaupsrétti. Rétturinn
segir því hluthafa í einkahlutafélagi
hafa verið í fullum rétti til að fram-
selja bréf sín til tveggja forkaupsrétt-
arhafa þótt sá þriðji hafi haft áhuga á
kaupum, enda hafi sá beint tilkynn-
ingu sinni þar um til stjómarinnar, en
ekki seljandans.
Málið snerist um að maður, sem
átti hlut í einkahlutafélagi, fékk tilboð
í hlutabréf sín og vfldi selja. Hann
sendi stjórn fyrirtækisins tilkynningu
um fyrirhugaða sölu. Stjómin ákvað
að neyta ekki forkaupsréttar síns, en
greindi öðrum hluthöfum skriflega
frá tilboðinu, í samræmi við lög. Með
tilkynningunni fylgdi sú athugasemd
að svari skyldi beint tfl stjómaiinnar
innan ákveðins frests.
Tveir aðilar lýstu áhuga á að kaupa
hlut mannsins og hann seldi þeim
hlutinn þegar fresturinn var liðinn,
enda höfðu honum ekki borist til-
kynningar frá öðrum hluthöfum um
að þeir vildu neyta forkaupsréttar.
Einn hluthafi hafði hins vegar til-
kynnt þann áhuga sinn tfl stjómar-
innar á lokadegi frests og hafði selj-
andinn spumir af því degi síðar.
Mönnum bar ekki saman um hvort
beina hefði átt tilkynningu um nýt-
ingu forkaupsréttar til sjálfs seljanda
hlutabréfanna, eða hvort nægjanlegt
hefði verið að beina henni til stjómar
félagsins. Héraðsdómur taldi tilkynn-
ingu til stjómarinnar fullnægjandi, en
Hæstiréttur er á öðm máli. Hann
sagði það vera almenna reglu að eig-
andi hlutar í einkahlutafélagi gæti
framselt hann að vild nema annað
leiddi af lögum, samþykktum félags
eða öðram samningum. Lög um
einkahlutafélög heimiiuðu að við eig-
endaskipti, önnur en við erfð eða bú-
skipti, skyldu þær hömlur settar á
framsal að hluthafar eða aðrir hefðu
forkaupsrétt. Stjóm félags væri sam-
kvæmt lögunum ætlað nokkurt hlut-
verk í framkvæmd varðandi nýtingu
forkaupsréttar, t.d. skyldi hún þegar í
stað greina forkaupsréttarhöfui
skriflega frá tilkynningu um tilboð. „
lögunum era hins vegar ekki ákvæi
um hliðstæða milligöngu stjórna
félagsins varðandi tilkynningar hlui
hafa um nýtingu á forkaupsrétti sír
um. Verður það hlutverk félagsir
ekki heldur leitt af því einu að hlic
stæð efnisrök og liggja að baki hinui
lögákveðnu tilvikum kunni að mæi
með slíkri milligöngu enda væri slfl
skyldubundið hlutverk félagsstjórna
takmörkun á framangreindri megir
reglu um frelsi eiganda hlutar til a
framselja hann,“ segir Hæstiréttu
Hann segir því að yfirlýsingu ui
áhuga á kaupum hefði átt að beina t
seljandans sjálfs.
/ /
BIOBLAÐIÐ
Á FÖSTUDÖGUM
ísfirðingar lögðu
Keflvíkinga óvænt/B3
»••••••••••••••••••••••••••
Skuidir boltagreinanna
400 milljónir/Bl
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is