Morgunblaðið - 15.12.2000, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Abstraktmynd með fangamarki Finns Jónssonar.
Enn um blessaðan
módernismann
MYNDLIST
Listasafn íslands
MÁLVERK & RÝMISVERK
ÍSLENSKIR LISTAMENN
Á 20. ÖLD
Til 15. janúar. Opið þriðjudaga til
sunnudaga frá kl. 11-17.
JÓLASÝNINGAR Listasafns ís-
lands að þessu sinni eru helgaðar
listamönnum fasddum fyrir 1910 og
svo nokkrum fæddum eftir miðja
öldina, en þeir eru í salnum bakvið
afgreiðsluna. Það er þó eilítið á reiki
hvort um er að ræða eina sýningu
eða tvær. Þar sem núlifandi lista-
mennirnir eru þó allir myndhöggv-
arar en hinir látnu málarar segir
skynsemin manni að rétt sé að gera
greinarmun á sal númer tvö og rest-
inni. Hins vegar ætti að vera óhætt
að fjalla um sýningamar saman því
um er að ræða upphengi og skipan
sem ekki er fylgt eftir með ákveðinni
hugmynd að heitið geti.
Ef til vill er miður desember til
miðs janúar svo dauður tími að
ákveðnari hugmyndir væru til lítils.
Eins má vera að sýningarnar séu
stflaðar á túristamarkaðinn sem sagt
er að hingað streymi um jól og ára-
mót. Reyndar er sorglegt að ekki
skuli vera til nægilega stórt listasafn
til að hýsa yfirlit yfir alla öldina, eða
frá Þórami B. til okkar daga. Út-
lendingum finnst fúlt að fá ekki að
sjá gegnumskurð af listasögu okkar,
og reyndar er það með ólíkindum að
ekki skuli vera fyrir löngu búið að
gera myndband eða skyggnuröð svo
sjá megi það sem í salina vantar.
Vandræði upphengis á borð við
það sem sjá má í sölunum þrem -
fyrsta, þriðja og fjórða - er að gestir
frá öðmm löndum taka slíkt upp-
hengi íyrir heildarmynd af nútíma-
list okkar. Einhvern veginn er það
svo að upplýsingar, fjölbreyttar og
aðgengilegar, vantar á öllum söfnum
okkar, en hvergi er þessi upplýsinga-
skortur jafnbagalegur og einmitt á
Listasafni íslands. Þangað hljóta
menn að sækja með stærstu vænt-
ingamar um landsins dýpstu vitn-
eskjubmnna á sviði myndlistar eink-
um þar sem alkunna er að
Islendingar em í fararbroddi hinnar
nýju upplýsingabyltingar. Og svo er
ekkert að hafa þegar á hólminn er
komið.
Fyrir þá sem þekkja okkar stuttu
nútímalistasögu mætti segja að
svona upphengi dygði, en varla meir.
Það er hins vegar lítt uppbyggilegt
fyrir þær kynslóðir sem nú em að
vaxa úr grasi. Það virðist fátt vera
gert til að laða að þá sem erfa eiga
landið nema ef vera skyldi í formi
skólaheimsókna. Slíkar hópheim-
sóknir em þó takmarkaðar og fæstir
þeirra sem fá varanlega ást á því sem
hangir í söfnum verða fyrir slíkri
reynslu í ærslafengnu bekkjarefli.
Einblöðungamir - sem aðeins
fundust yfir framherjana frægu í
fyrsta sal - era einungis á íslensku
og fjalla í alltof stuttu máli um lista-
mennina óháð því sem fyrir augu
ber. Þeir em hraðsoðið málamynda-
plagg sem engan veginn gengur eitt
og sér. Það hefði því verið mun gæfu-
legra að einskorða upphengið betur
við ákveðið tímabil eða ákveðna hug-
mynd svo fylgja mætti því úr hlaði
með haldbæmm og tæmandi upplýs-
ingum, að minnsta kosti á íslensku
og ensku.
Þá er hann orðinn býsna þreyttur
þessi einhæfi vinkill þar sem sveita-
landslagi framherjanna er teflt gegn
sjávarþorpalýsingum millikynslóð-
arinnar. Það er eins og engin önnur
sýn komi til greina. Það hefði til
dæmis verið tilvalið að spá í hin
miklu umskipti sem urðu á stfl Finns
Jónssonar fyrir og eftir sýninguna
hjá Nathan & Olsen úr því verið er
að sýna abstraktmyndimar við hlið
sjómannsins hans í öldurótinu.
Varla er það lengur tabú hvernig
landinn tók módernískum tilraunum
Finns, eða öðmm módernískum til-
raunum um miðjan þriðja áratuginn,
svo sem kvæði Halldórs um Ungling-
inn í skóginum. Eða em menn
hræddir um að það rýri sjálfsálit
okkar sem framsækinnar og stór-
huga þjóðar? Þögnin umleikis sýn-
ingamar á Listasafninu er draugur
frá fyrri tíð.
Það er löngu fyrir bí að gestir vafri
um sali safna einvörðungu til að
dásama formræn og krómatísk gildi.
Þeir vilja vita og eiga heimtingu á að
vera upplýstir. Þá er ömggt að mun
meiri og aðgengilegri upplýsingar
þarf að setja í sal númer tvö. Þar em
MEE TOO
svart
vínrautt
brúnt
army
Kr. 7.990,-
LOGO 69
svart
camel
Kr. 9.590,-
CAROSELLO
svart
hvítt
rautt
beige
Kr. 4.990,-
RIZZO
svart
hvítt
vínrautt
army
Kr. 6.590,-