Skírnir - 01.01.1845, Blaðsíða 146
148
í Servíu beitti enn sem optar mikilli mildi og
ávann sísr me5 þvl alþýðu lof. Gaf hún líf
mörgum af samsærismönminum, er dæmdir höfðu
verið til iifláts, og veitti sumum grið og lands-
vist. En þeir, er dæmdir höfðu verið til lífláts
eða annara hegninga, voru að tölu 9í>. þeir Pe-
troniewisch og Wucsitsch, er reknir voru úr landi
í fyrra (s. Sk. 1844 bls. 99), báðu stjórnina »
Servíu að hún leyfði ser þar landsvist, því þeir
áttu þar miklar fasteignir og voru auðugir að
lausafé. Var stjórnin lengi vel treg á því, en
svo fór þó að hún ineð ráðum eyrindisreka Rús-
sa, er kom ser vel við þjóðina og optast lagði
gott til, leyfti þeim landsvist. I októbermánuði
komst upp annað samsæri gegn stjórninui; og
varð þafe þegar þaggað niður, án þess neitt mikil-
vægt í skjærist. Að sögn enna seinni landa skip-
unarfræðinga er Servía að víðáttu 5-6 hundr. Q
m. en inannfjöldinn þar 9 hundruð þúsundir.
Frá Egyptalandsmönnum.
Egyptaland er, sem kunnugt er, einn hlutinn
af Tyrkjaríki, og hefur Ali jarl upp í mörg ár
ráðið þar völdura, og verið mjög stjórnsamur, eptir
þvt sem gðra er af höfðíngjum mahómetsdýrkara;
hefur hann tekið sðr til fyrirmyndar stjórnarhætti
mentubu þjóðanna, og alið önn fyrir mentun og
atvinnuvegum: akuryrkju, verslun, handiðnum og
fleiru; hefur því eb nafnkunna, forkunnar fagra
og frjófsama Egyptaland, er ómildar hendur Tyrkja
höfðu spillt og vanrækt tim lángann aldur, mjög
tekið stakkaskipti. þó vantar mikib á að landib