Skírnir - 01.01.1854, Side 68
72
ríki vort, þegar jeg hef siíka reynslu fyrir augum
mjer. þaö liggur í augum uppi a& þafe er mjög
áríöandi fyrir þjób vora, og næsta hentugt, eins og
lönd vor liggja, ab ná sumum landeignum er liggja
í nánd oss”. þessi lönd er hann vill ná eru án
efa Cuba og Mexicó , en þó lofar hann ab revna
eingöngu til þess ab fá þessi lönd med góbu, og
ekki beita neinu undirferli vib ríki þau, sem hlut
eiga ab máli. Hann segir, ab Bandaríkin geti bezt
náb hinum mikla tilgangi sínum í fribi, og hvetur
menn því fastlega til ab halda fribi vib hin ríkin á
meginlandi Vesturálfu. Hann ræbur Bandaríkjunum
til ab hlutast sem minnst til um stjórnarháttu,
stríb og óeyrbir í Norburálfu, nema ab þab sje
aubvitab, ab þeir vilji vel öllum þeim, er berjast
fyrir frelsi og framförum mannkynsins. Hann kvabst
skvldi fastlega verja rjettindi hvers einstaks af Banda-
mönnum bæbi utanlands og innan, og ab hann vildi
rába öllum framandi Jrjóbum frá ab skipta sjer
nokkub af Vesturheimi, nema ab svo miklu leyti,
sem þeir nú ættu þar lönd, og engum skyldi hlýba
ab fara ab stofna þar neinar nýlendur. Hann ræbur
frá ab fjölga herlibinu og segir ab bezt sje ab hafa
fátt lib en vel búib, en bjóba út alþýbu, ef ab þörf
gjörist.
þetta var nú hib helzta í ræbu forseta, en ])ó
ab honum færust vel orb, hefur þó þótt mjög lítib
kveba ab stjórnaratgjörbum hans hingab til, og enga
samninga hefur hann enn leitt til lykta, og taka
vinsældir hans stórum ab þverra; er þab án efa ab
nokkru leyti því ab kenna, ab hann hefur á seinni