Skírnir - 01.01.1854, Side 130
134
lás vildi þá enn ekki hlibra neitt til, og gekk í sundur
sættin. Um sama leyti voru Rússar búnir í júlí-
mánubi ab taka undir sig furstadæmin og höfbu
dregib saman mikib lib fyrir norban Donau, og rjebi
fyrir því Gortsnhakoff hershöfbingi; hann skipabi
undir eins landshöfbingjum ab halda sköttum fyrir
soldáni, og neyddi landsbúa til ab greiba sjer fjarska-
miklar vistir handa libi sínu og sýndi þeim alls konar
ójöfnub, hann Ijet og taka menn nokkra kyngöfuga,
er illa þoldu ágang rússneska herlibsins, og gjörbi
þá naubuga ab hermönnum, og skyldu þeir vera þab
í 3 ár sökum ofdirfsku sinnar.
Tyrkir sáu nú, ab svo búib mátti ekki lengur
standa, og sögbu Rússum því stríb á hendur, og
hófst þannig stríb þetta í byrjun vetrar, en lítib
hefur enn orbib til tíbinda, því vetrarhörkur hafa
bægt svo herflokkum hvorratveggja, ab ekki hafa enn
orbib nema smáorustur.
Hib merkasta, sem gjörzthefur, skal hjer talib:
2. d. nóvemberm. fóru 12,000 Tyrkja yfir
Donau hjá þorpinu Oltenitza, og rjebust þá
Rússar, sem voru þar fyrir nokkru libfærri, á þá;
var fyrst mikil skothríb, og síban var barizt meb
byssustingjum, fjellu margir af hvorumtveggjum og
fjöldi varb sár, en þó varb meira mannfall í libi
Rússa, því þeir höfbu lib færra. þegar barizt hafbi
verib í þrjár stundir, hrukku Rússar fyrir og Tyrkir
hjeldu vígvelli. — 3., 4. og 5. d. nóvembermán.
var líka barizt, og hjeldu Tyrkir stöbu sinni og fengu
Rússar ekki ab gjört. Um sama leyti fóru Tyrkir
víba yfir ána meb smáflokka ; hjeldu menn, ab Tyrkir
ætlubu ab ná Bucharest, höfubborginni í Wallachi,