Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 30
30
Ferðamenn.
Matthíasar Jochumsonar til Chicago verður getið, þar sem segir frá íslend-
ingum í Vesturheimi.
Sæmd hlutu nokkrir íslendingar erlendis. Tryggvi Gunnarsson, banka-
stjóri, fékk frá Dýraverndunarféiaginu í Danmörku silfur-minnispening
ásamt skrautrituðu heiðursskjali, sem viðurkenuingarvott fyrir útgáfu Dýra-
vinarins. Þorvaldur Thoroddsen var gerður að heíðursfélaga í Landfræð-
ingafélaginn í Berlín á 65 ára afmæli þess, og settur þar á bekk með
frægðarmönnunum Peary og Nansen. Þess má og geta hér, að landi vor
Eiríkur Magnússon í Cambridge var gerður að heiðursfélaga í listafélagi
uppfundningamanna i París (Académie parisiénne des Inventeurs) og veitt
þar hin æðsta sæmdarskrá og hinn mikli heiðurspeningur félagsins; þann
sóma átti hann að þakka uppfundningum sínum tveimur; er önnur frum-
varp að hringbyggðu bókasafnshúsi, en hitt er band á bókaskrá.
Ferðamenn útlendir komu allmargir hingað til lands þetta ár; afgöf-
ugum gestum má nefna prins Carl, sonarson konungs vors. Hann kom
hér við land á herskipi, með sjóliðsforingjaefnum; úr Reykjavík ferðaðist
hann til Þingvalla og héldu Reykvíkingar ýmsir honum samsæti í Selja-
dal, er hann kom að austan. Fjögur herskip ensk komu hér við land í
júlímánuði og dvöldu nokkra daga í Reykjavik; á skipum þessum voru
alls 1388 manns; mun það vera mestur her útlendur, er sést hefir hér á
landi. Skemmtiferðamenn, 33 að tölu frá Danmörku, Þýskalandi og Sví-
þjóð ferðuðust hingað til lands að tilhlutun skemmtiferðafélagsins danska;
formaður fararinnar var N. H. Thomsen kaupmaður; fóru þeir til Þing-
valla og Geysis og Gullfoss; þegar heim kom til Danmerkur var rituð
grein um ferðina í blaði SkemmtiferðafélagsinB; Iétu ferðamenn þessir þar
hið besta yfir fegurð landsins, þar sem þeir fóru, en jafnframt var nokk-
urra annmarka getið, sem helst þyrfti að forðast framvegis, ef Skemmti-
ferðafélagið eða önnur slík félög halda áfram ferðum hingað til lands.
Fjöldamargir aðrir ferðamenn komu og hingað og ferðuðust hér meira eða
minna, þótt þeirra sé ekki getið hér.
Slysfai'ir urðu allmiklar á sjó bæði fyrir sunnan land og vestan og
nokkrar i vötnum. í jan. (16.) fórst bátur á Skerjafirði frá Breiðaból-
stöðum á Álptanesi með 5 manns, er allir drukknuðu. í marz (25.) fórst
skip úr Landeyjum í róðri úr Vestmannaeyjum; drukknuðu þar 15 menn;
formaðuriun hét Jón Brandsson frá Hallgeirsey. Um sömu mundir drukkn-